Tíminn - 15.10.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.10.1949, Blaðsíða 3
221. blað TÍMINN, laugardaginn 15. október 1949 3 AÐ GEFNU TILEFNI Eftir að hinn örlitli út- dráttur úr minningaþáttum mínum kom í Tímanum 13. —14. sept. síðastliðinn, hefi ég fengið bæði munnlega og skriflega margar spurningar um ýms atriði þessara minn- ingaþátta. Vil ég nú svara nokkrum þeirra með eftirfar andi: Að ég geri ráð fyrir, að þættirnir komi ekki að sinni — og kannske aldrei — fyrir almenningssjónir liggja aðal- lega þær ástæður, að bóka- útgeíendur bera við pappírs- skorti, og er það sjálfsagt rétt. Annað láta sumir þeirra ekki í Ijósi við mig, en mér er ekki grunlaust, að önnur á- stæða sé einnig til, sú, að þeir muni telja arðvænlegra að gefa út annað en sanna minningaþætti gamla og ber- sögli um hinn nýja tíma. Fólkið vill almennt helzt lesa nú á tímum útlenda eða innlenda ryefara, „eitthvað spennandi", svo að þetta er ekki tiltökumál. Um efni þáttanna hefir ver ið spurt af mörgum og skal því svarað, að 1. þátturinn er Inpgangsorð og þar rakið nokkuð efni annarra þátta. 2. þátturinn „Merkir sam- ferðamenn". Er þar minnzt örlítið á kynni mín af þess- um mönnum: Eyjólfi Guð- mundssyni í Hvammi á Landi, síra Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti, Sigurði Eiríks syní regluboða, síra Lárusi Benediktssyni frá Selárdal, Jakob Björnssyni yfirsíldar- matsmanni, og einnig er sagt lítið eitt frá þeim kynnum, er ég hafði af einhverjum stórbrotnasta bónda austan- fjalls á þeim árum: Þorvaldi Björnssyni á Þorvaldseyri. Um alla þessa menn er sagt það eitt, sem ég þekkti sjálf- ur, en ekki það, sem aðrir sögðu um þá. 3. þátturinn, „Æfintýrin austanfjalls", er um ýmislegt gamalt og nýtt úr Flóaniyn, að meðtöldum Eyrarbakka, og úr Ölfusinu. Um gamla búnaðarháttu á þessum stöðum, og getið um ýms atriði, er þar gerðust fyrrum, og einnig á síðustu árum, og er sýnt fram á, að það, sem mestum breyting- um hefir tekið, hafi þróast stig af stigi fyrir hina drengi legu samvinnu, sem þar hef- ir verið á síðari árum, og fyr ir dugnað og góða stjórn ein- stakra manna. Sum býli þar eru orðin höfuðból úr kot- býlum, að ógleymdum hin- um miklu breytingum í Hveragerði og á Selfossi. Einnig er í þessum þætti get ið um það, hvernig höfuðból- iö Kaldaðarnes lítur nú út eftir hernámið, og ríkisrekst- urinn, sem þar var síðast; þar var ég kunnugur áður. 4. þáttur „Þrír ræðustúfar" er stuttar ræður, sem ég hefi flutt við sérstök tækifæri. Ein flutt á Álafossi í tilefni af þvi, að Sigurjón verk- smiðjueigandi bauð á sam- komu þar sem heiðurs- gesti, og sæmdi verðlaunum hinn nafnkunna sægarp Jón Sturlaugsson hafnsögumann á Stokkseyri. Tveir ræðustúf arnir eru fluttir á sumar- skemmtiferðum Bræðrafélags fríkirkjusafnaðarins. Annar þeirra á Þingvöllum og ann- ar á Loftstaðahól, og er í þeim báðum drepið á fáein söguleg atriði. Ennfremur Eftir Signrð sýna þær ferðasögur, hvað þetta litla félag hefir haft helzt til skemmtunar á þess- um ferðum. 5. þátturinn „Gömul veðurfræði“. í hon- um er sagt frá nokkrum veð- urspám og eftirtekt þeirra „gömlu“, að öðru leyti skal efnið eklci rakið. 6. þátturinn „Nokkrir ferðaþættir“, er að efni til: Lítil saga úr Foss- vogi laust fyrir aldamót, Tvær hálfgerðar svaðilfarir yfir Hellisheiði, og svo Ferða sögur Bræðrafélagsins, sem áður er getið. 7. þátturinn „Gamlir kunningjar“. Þar er getið um örfáa af þeim mönn um, er höfðu meðal almenn- ings sameiginlegt nafnið „flakkarar“, og er þess get- ið, að nokkrir þeirra hefðu haft svo góða hæfileika í ýmsar áttir, að þeir myndu vera kallaðir listamenn, ef þeir væru nú uppi, og ef til vill fá listamannastyrk frá ríkinu. Ennfremur er lítils- háttar minnzt tveggja merkisdrauga, sem talsvert kvað að austanfjalls fyrr á árum, og þar er einnig ein álfa- eða huldufólkssaga, sem gerðist fyrir nálægt 80 árum. 8. Þátturinn „Nokkrar blaðagreinar“, er greinar, sem ég hefi skrifað fyrir 4—6 ár- um, og eru þrjár þeirra um áfengismálin, þrjár viðvíkj- andi skilnaði íslands við Danmörku, og ein mun mega teljast um önnur stjórnmál, og skal hér tekið fram, að engar breytingar hafa orðið á skoðunum mínum, síðan þær voru skrifaðar, um þessi mál. Níundi og síðasti þáttur- inn nefnist „Bersögli á víð og dreif“, og úr honum var hinn stutti og sundurleiti útdráttur, er kom í Tíman- um 13. og 14. sept. og áður er getið. Útaf honum hefi ég fengið ýmsar spurningar og óskir um að birta meira úr honum, en því miður get ég ekki orðið við þeim óskum, nema að mjög litlu leyti. Þó vil ég sýna lit á því og birta hér fyrst ummæli þau, sem vitnað er til í útdrættinum, og Alþýðublaðið hafði eftir forsætisráðherranum í vetur. Blaðið segir orðrétt: „Erlend ur gjaldeyrir var genginn til þurðar, lánsfjárþenslan orð- in gífurleg, mjög óhagstæður verzlunarjöfnuður, verðlag aðfluttra vara hækkandi, baggi bundinn með ábyrgð útfluttra vara. Verðbólgan vaxandi og ofan á þetta komu óvenjuleg síldarleysisár. Þeg ar stjórnin tók við, var vísi- tala framfærslukostnaðar 316 stig. Nokkru áður en stjórn- in var mynduð setti Alþingi lög um ábyrgðarverð á hrað- frystum fiski og saltfiski. í landinu höfðu hrúgast sam- an miklar vörur, sem að nokkru leyti höfðu verið flutt ar inn leyfislaust, en að öðru leyti samkvæmt leyfum, en með þeim var það sameigfn- legt, að erlendan gjaldeyri skorti til að leysa þær út, og lágu þær því í vöruskemmum á hafnarbakkanum, „Hafn- arbakkavörur“ svonefndar". Þessi kafli úr ræðu ráð- herrans var birtur í þættin- um, eftir Alþýðublaðinu, let- urbreytingarnar munu sum- ar gerðar af mér, og síðan er JÞorstcIiis.son. í þættinum þess getið, að þetta hafi meðal annars ver- ið arfurinn, sem núverandi stjórn tók við af „nýsköpun- arflatsænginni". Þess hefir verið spurt: Hver séu hin tvö dæmi (af mörgum), sem í þættinum eru tilfærð um þjóðhættuleg blaðaskrif- Annað þeirra er úr AlþýðublaÖinu. Tímanum var þar mjög legið á hálsi fyrir, að hann gagnrýndi eitt hvað litilsháttar utanríkis- samning. Alþýðublaðið segir, að „þetta hafi Tíminn gert, þrátt fyrir það, að einn af beztu stuðningsmönnum blaðsins (Tímans)' og Fram- sóknarflokksins hafi verið mikið við þennan samning riðinn“. Hitt dæmið er úr Morgunblaðinu. Þar er grein arkorn með fyrirsögninni „Vegurinn sem hvarf“, og er þar sagt, að Krýsuvíkurveg- urinn sé horfinn. Af því að borgarstjórinn í Reykjavík var á móti vegi þessum, og hlutaðist til um, að ályktun bæjarráðsins — um fjárlán til að fullgjöra hann — var úr gildi felld og gerð ómerk, þurfti þessi vegur að verða pólitískt bitbein Morgunblaðs ins, þrátt fyrir hið mikla gagn, sem það gerði Reykja- víkurbæ í vetur, að komið var nafni á vegagerð þessa. Þó að ekki séu fleiri dæmi til- færð um fantalega og þjóð- hættulega blaðamennsku, þá eru þau mýmörg til, enda er pólitískur þroski margra j manna orðinn af skornum, skammti- Þetta verður að nægja um efni þáttarins, en ég vil að lokum svara spurningu eins ágæts vinar míns, sem ávallt, hefir verið tryggur flokks- maður í þeim flokki, er nú kennir sig við Sjálfstæði. Hann spyr: „Hvernig stend- ur á því, að þú telur þig vera flokksleysingja? Ert þú ekki Framscknarmaður? Þannig spyr þessi vinur minn úr Sjálfstæðisflokknum. Ég á þar marga ágæta vini aðra en þennan spyrjanda. Ég skoða ekki alla Sjálfstæðis- menn fjárplógsmenn eða „böðla alþjóðar", langt frá því. En spurningum þessum svara ég þannig: Ég var fyr á árum, eða framyfir 1918 í hópi þeirra manna, er lengst vildu ganga í kröfunum á hendur Dönum. Hinn gamli Sjálfstæðisflokkur eða mikill hluti hans varð eftir þann tíma að íhaldsflokki, en þó gátu ekki allir fellt sig við þá „kollsteypu“ og var þá stofnað „félag frjálslyndra manna“ og var ég þar með, en þar kom svo „hin svarta hönd íhaldsins" — eins og einn ágætur ungur maður, sem nú er sendiherra þjóðar- innar í mörgum löndum — komst að orði, þegar íhalds- flokkurinn yfirtók þetta litla félag að mestu leyti, en ég var meðal þeirra, sem ekki var í því kaupi, og hét því þá, að ég skyldi aldrei í póli- tískan flokk eða félag ganga, og það heit hefi ég haldið til þessa dags, og geri vænt- anlega frmvegis. Þegar þessi kaup voru gerð, var lagt niður hið rétta nafn íhaldsflokksins, og Sjálfstæð (Framlald á 6. slOu). Á víðavangi RÖDD í ALÞÝÐU- BLAÐINU. Erlingur Friðjónsson skrif- ar í Alþbl í gær grein um „okriö á landbunaðarafurð- unum“, eins og hann kallar það. Segir hann, að „þetta geysilega háa verð á landbún aðarvörum“ hafi „skapað ævintýralegan gróða þeirra framleiðenda, sem bezta að- stöðuna hafa til markaðar í kaupstöðum og sjávarþorp- um“. Öll er greinin í þessum anda og er þessum kappa Aiþfl. mikið niðri fyrir. ★ AFKOMA OPIN- BERU BÚANNA. Erlingur hefði átt að nefna nokkur dæmi um „ævintýra- legan gróða“ þeirra búa, sem ríki og bæjarfélög reka og „bezta aðstöðuna hafa til markaöar í kaupstöðum“. Isaf jarðarbær rekur kúabú. Siglufjaröarbær rekur kúa- bú. Vestmannaeyjabær rekur kúabú. Og sjálf höfuðborgin Reykjavík rekur kúabú. Öll eru þessi bú rétt við kaupstaðina, þar sem fram- leiðsia þeirra er seld með hæsta verði. En þessi bú hafa engin myndað „ævintýralegan gróða“. Þau hafa verið og eru enn rekin með halla. Það eru sterkari rök í þcssu máli en upphrópanir í Alþbl. ★ SÆNSKI ALÞÝÐU- FLOKKURINN OG AFURÐAVERÐIÐ. Sænski Alþýðuflokkurinn gerði sér ljóst í stríðsbyrjun, þegar atvinna verkamanna óx, að það varð að hækka landbúnaðarvörurnar f verði hlutfallslega móti tímakaupi, því að verðið var þar eins og hér miðað við kreppuástand og stopula atvinnu. Ef Alþfl. þykist vera samskonar flokk- ur og bræðraflokkarnir á hinum Norðurlöndunum, ætti hann að reyna að tileinka sér sanngirni þeirra og víð- sýni. þá Alþýðuflokk, þegar þeir vinna kosningasigur- ★ DÝRT FYRIR REYKVÍKINGA. Það er sannarlega dýrt fyr ir venjulegt fólk í Reykjavík að efla til áhrifa þá menn, sem beita sér beint eða ó- beint fyrir því, að eyða byggð í sveitum og hrekja fólk það- an, því að það hlýtur að leiða til óhagstæðara ástands um útvegun þeirra landbúnað- arafurða, sem enginn vill án vera. ★ BAULAÐU NÚ, BÚKOLLA! Þegar Alþbl. talar um hinn „ævintýralega gróða“ mjólk- urframlciðenda, ætti það raunar að nægja að svara slíkum orðræðum með því, að taka sér í munn hina fornfrægu setningu: Baulaðu nú, Búkolla mín! ★ FJARLÆGAR VÍGSTÖÐVAR. Mbl. heyir kosningabar- áttu sína að þessu sinni fyr- ir austan járntjald. Einna næst hefir það komizt íslenzk um málum síðustu dagana, þegar það talaði um kosninga úrslitin í Noregi og leiddi þó alveg hjá sér að tala um út- reið íhaldsmanna þar. Þjóðviljinn reynir að kom- ast enn lengra frá íslenzkum veruleika ef hægt væri. ★ HVERNIG VILJA SÓSÍALISTAR AFLA TEKNA? Þó að Sósíalistar bjóðí þjóðinni hundruð milljóna króna árlega úr dýrtíðar- sjóði, hafa þeir ekki ennþá látið falla eitt orð um það, hvernig þeir vilji afla fjár í þann sjóð. Það er ennþá ó- þekktur liður í dæminu. ★ HVORUM ER BET- UR TREYST? Það er öllu óhætt, bara ef | við verðum kosnir, segja Það er ekki nóg að kalla | (Framhald á 7. síðu) jjSaga mannsandans >'ý ojí cndnrhætt útg'áfa á hinu mcrkilcga ritvcrki Áyúsís II. Bjarnasonar. P’yrir nokkru síðan komu á bókamarkaðinn tvö bindi af ritsafni Ágústs H. Bjarnasonar, Saga mannsandans, Nokkur þeirra rita, sem eru í ritsafni þessu, gaf Ágúst út fyrir 30—40 árum síðan, en þau eru nú löngú uppsela. Ágúst hefir nú aukið þau og endurbætt og lætur þau mynda eina samfellda heild. Útgefandi er Hlaðbúð. Bindin, sem út eru komin, nefnast Forsaga manns og menningar og Austurlönd. Hin nefnast Hellas, Róm í heiðnum og kristnum sið, Vesturlönd og Nítjánda öldin. Höfundur segir í inngangs- orðum, að tilgangur sinn með ritverki þessu sé að gefa ís- lendingum ofurlítið sýnishorn af vegferð mannsandans frá fyrstu tíö og fram til loka 19. aldar. Sé þá líka eðlilegt að þræða sömu leiöirnar og hann hafi sjálfur farið, byrja á sögu trúarbragðanna frá elztu tíð, rekja síðan sögu heimspekinnar, en lýsa að síðustu nokkrum helztu sig- urvinningum vísindanna. Framsetning Ágústar er mjög alþýðleg, enda unnr þessi rit hans sér óvenjulega miklar vinsældir almenninga er þau komu fyi'st út. Vafa- laust mun svo enn reynast. Af hálfu Klaðbúðar er vcl ti. útgáfunnar vanclað, pappír góður og margar myndir 02 uppdrættir til prýðis og skýr- ingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.