Tíminn - 03.12.1949, Blaðsíða 7
259 blað
TÍMINN, laugardag:inn 3. desember 1949
7
iilfiiiiiiiiiiiiina
•iiiiiiiiiiiiii
Illllllllllllllllllllllllll1llllllllllllllllllllllllllllllllllll9lllltllll!lllllllllllllllllllllllllll*llllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllll1llllllflll1lllllltlllll|l|lll||||l!>
Trésmíöafélag Reykjavíkur
i
minnist
50 ára afmælis síns
með hófi að Hótel Borg laugardaginn 10.
desember næstkomandi.
Áskriftalisti fyrir félagsmenn liggur
frammi í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli.
Félagar! Fjölmennið.
Skemmtinefndin
Reykjavíkursýningin
Sýningin opin kl. 2—11.
Barnagæzlan kl. 2—6.
Veitingasalirnir opnir allan daginn.
I kvöld kl. 9. Iþróttasýningar. Glímusýning frá Ung- •;
mennafélagi Reykjavíkur og Ármanni. Hnefaleikasýn- jj
ing Ármanns. Fimleikasýning karla. Sýnd verða dýnu- t|
♦♦
, ♦♦
stökk — K. R. og stúlkur frá Armanni, Svíþjóöarfarar ♦;
sýna staðæfingar. ' H
•♦
í dag næst síðasti dagur .sýningarinnar.
Þorkell Teitsson.
(Framhald af 3. síðuj.
dætur, sem nú eru uppkomn-
ar og einn son á æskuskeiði.
Annan son misstu þau ung-
an, sem fyrr segir.
Þorkell var sérlega vinsæll
og vel látinn. Hann var jafn-
an glaður reifur, hlýr og
hjálpfús. Alltaf var hressandi
andvari í návist hans. Lífs-
kjör hans og glaðlyndi seitl-
aði sjálfkrafa í þá, sem hann
umgekkst. Tryggð hans og vin
arþel var óbrigðul. Allt þetta
og fleira gerði hann að gæfu-
manni — en einnig nú harm-
dauði öllum, sem kynntust
honum. En sárust er sorgin
ástvinum hans, sem mest hafa
misst, konu hans, börnum og
aldraðri móður. Þau sár græð
ir sá einn, sem gaf og tók-
Um leið og ég, sem þessar
línur rita, votta ástvinum
Þorkels Teitssonar innilega
hluttekningu mína í sorg
þeirra, bið ég þá að taka á
móti einlægri þökk til míns
látna vinar, fyrir öll okkar
kynni, frá því að við sameig-
inlega ki'ijpum við altari
Borgarkirkju á fermingar-
daginn okkar, allt til þess að
ég heimsótti hann á sjúkra-
húsinu, nokkrum dögum áð-
ur en hann lagði í þá ferð,
er bíður okkrar allra.
Bjarni Ásgeirsson.
SKIPAUTCeKO
RIKISINS
rr
HEKLA"
fer héðan kl. 12 í dag í strand-
ferð austur um land.
ALLT TIL AÐ AUKA
ANÆGJUNA
Kommóðurnar 3ja og 4ra
skúffu exu komnar.
Verzlun Ingþórs,
Selfossi. Sími 27
Eldurinn
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggnir
tryggja strax hjá
Sam.vlnrLU.tryggingu.nn
Gerizt áskrifendur að
^sunanum
Áskriftasímar 81300 og 2323
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833
HMma: Vitastíg 14.
Jólaskáldsögurnar 1949
Ast en ekki hel
Skáldsaga eftir Slaughter, höfund „Líf í læknis hendi“
Óvenjuleg og spennandi ástarsaga, sem gagntek-
ur hug lesendans þegar í upphafi og heldur hon-
um föstum til söguloka. Einn af læknum amerísk
ar herdeildar hafði ratað í óvenjulegt ástarævin
týri nóttina áður en herdeildin lét úr höfn í Eng
landi.En konuna, sem veitt hafði honum skamm-
vinnan unað ástarinnar, þekkir hann ekki einu
sinni í sión. Hann leitar hennar ákaft, heldur sig
hafa fundið hana, en öðlast þó ekki hamingju,
sem hann hafði vænzt. Sögulokin eru óvænt og
reka skemmtilegan endahúnt á þá miklu eftir-
væntingu, sem lesandinn hefir verið í allan tím-
ann.
:
ú\\
:: i
0, i
n
II
Hann sigldi yfir sæ
Eftir Rauer Bergström. *
Ungur piltur ræðst i siglingar á kaupskipum.
Han sigilr um flest höf veraldarinnar og skiptir
oft um skiprúm eins og farmönnum er titt. Fé-
lagar hans eru margir og margvíslegir.Eftirminni
legt atvik, sem fyrir hann bera bæði á skipsfjöl
og í hafnarbæjum víða um heim, eru fjölmörg.
Hann kynnist að vonum mörgu misjöfnu, enl
hinn strangi skóli farmennskunnar reynist hon- j
um eigi að síður þroskavænlegur.
Höíundur sögunnar hefir sjálfur verið í sigling-|
um árum saman. Hann gat sér hið bezta orð fyrir
bók sína, sem er hvort tveggja í senn: góðar bók-
merintir og frábær skemmtilestur.
Læknir eða eiginkona
Eftir Victoria Rhys.
Ungur og vel metinn kvenlæknir giftist stéttar-
bróður sínum, en síöar iðrast hún þess. þvi að
hún ann svo mjög starfi sínu, að hún heldur sig
geta virt að vettugi köllun sína sem eiginkona og
móðir. Hún gerist köld og fáskiptin við mann
sinn, sem tekur þá að hneigjast til drykkju og
slær slöku viö starf sitt. Vegur þiennar og álit fer
sívaxandi en stöðugt hallar undan fæti fyrir eig-
inmanninum, sem einnig fer að umgangast aðrar
konur. Allt virðist stefna að einu marki, en þá
gerast óvæntir atburðir, sem gerbreyta rás við-
burðanna.
Þetta er ein þeirra skáldsagna, sem falla konum, yngri
og eldri, sérstaklega vel í geð.
Bragðarefur
1 Eftir Samuel Shellabarger, höfund „Sigurvegarans frá
Kastaliu“.
Ákaflega spennandi söguleg skáldsaga um ævin-
I týri, ástir og mannraunir. Aðalsöguhetja bókar-
innar fær kenninafnið Bragðarefur sökumf
kænsku sinnar og hugkvæmni. Koma þeir eigin-
leikar sér oft í góðar þarfir, og honum tekst þrá- ?
faldlega að leysa af hendi verkefni, sem ofvaxin
hefðu verið flestum öðrum. Oft kemst hann þój^
i krappan dans, svo að harla tvísýnt er um úr
slitin. — „Bragðarefur“ hefir verið kvikmyndað- II
| ur, og leikur Tyrone Power aðalhlutverkið, ævintýramanninn, fullhugann og kvenna-
i gullið Andrea Orsini.
Þegar ungur é£ var
Eftir A. J. Cronin. 0 o o
Þessi heillandi skáldsaga hefir farið sigurför um ver-
öldina, fyrst sem bók og síðar sem kvikmynd. Allir beztu
eiginleikar Cronins sem skáldsagnahöfundar njóta sín
með ágætum í þessari sögu, sem verða mun lesendunum
lengi minnisstæð, ekki síður en BORGARVIRKI og önn-
ur ágætustu verk þessa ástsæla höfundar.
„Þegar ungur ég var“ selst áreiðanlega upp áður en varir
Draupnisútgáfan
Pósthólf 561. — Reykjavík — Sími 2923.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiittiiiiii
n iiiiiiniiiii 11111111111111111111111111111111111111111111111111 ii iiiiiiiiiitiiiniimiiiiii iiiiiiiiiniii iii ii iii iiiii