Tíminn - 31.12.1949, Síða 2

Tíminn - 31.12.1949, Síða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 31. desember 1949 282. blað Gleðilegt nýár! Sænsk ísl. verzlunarjélagið li. f. Gleðilegt nýár! H. f. Hreinn. H. f. Nói. H. f. Sirius Gleðilegt nýár! Alþýðubrauðgerðin h. f. Gleðilegt nýár! Gamla kompaníið h. f. Hringbraut 56 Gleðilegt nýár! Vinnuheimilið að Reykjalundi Gleðilegt nýár! Raftœkjaverzlunin Ljósafoss Gleðilegt nýár! Skartgri'paverzlun Franch Michelsen h.f. Gleðilegt nýár Jón Mathiesen Hafnarfirði Gleðilegt nýár Verzlun Valdemars Long, Hafnarfirði Gleðilegt nýár! Bæjarútgerðin Hafnarfirði Gleðilegt nýár! Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h. f. Gieðilegt nýár Verzlun Egiis Jacobsen Lsitum reynsluna tala Lítum þá á hvar við vorum á vegi stödd árið 1941. Þá var það, að Framsóknarmenn kröfðust þess, að dýrtiðarlög- in hin fyrstu væru sett, en það voru heimildarlög. Þessi heimildarlög neituðu þeir Ól- afur Thors og Jakob Möller að nota nema að litlu leyti. Og nú skulu menn líta á það, sem Eysteinn Jónsson sagði um horfurnar í umræðum á Alþingi 10. júní 1941: „Því hærra verðlag og kaup- gjald, sem við sköpum innan- lands, því stórfelldara verður tap framleiðslunnar, þegar | lækkunin kemur, svo að bein hætta er á, að atvinnuveg- irnir stöðx'ist. Þá yrði áreið- anlega erfiðara en nú að bæta úr afleiðingum þeirrar óheillaþróunar, sem hafin er -----þá yrði annaðhvort að fella gildi krónunnar enn eða lækka stórkostlega kaupgjakl ið í landinu með þvingunar- ráðstöfunum, ef ekki fengizt um það samkomulag. Því hærra kaupgjald og verðlag nú á stríðstímanum, þvi meiri örðugleikar síðar.“ í sömu umræðum sagði Hermann Jónasson: „Verðskrúfan heldur áfram að vaxa þar til hún er óvið- ráðanleg eða ekki hægt að koma henni niður aftur, nema á þann hátt að stefna að hruni og byrja á nýjan leik.“ Um haustið 1941 kröfðust ráðherrar Framsóknarmanna ! þess, að farnar yrðu svipaðar leiðir og jafnaðarmenn hafa farið víða um heim að kaup- gjald og verðlag yrði fest af þeim rökum, sem að framan eru greind. í greinargerð með frumvarpi sínu sögðu Fram- sóknarmenn þá: „Alveg sérstaklega má bú- ast við stórlega auknum erf- iðleikum eftir stríð, frá því, sem þyrfti að verða, ef ekki tekst að stöðva verðbólguna. -------Laun og innanlands- verðlag yrði þá svo hátt orð- ið, að framleiðslan gæti ekki borið sig, og framleiðslukostn aður í algeru ósamræmi við útflutningsverð íslenzkra af- urða.“ Það má vitna til fjölmargra hliðstæðra varnaðarorða Framsóknarmanna strax um þetta mál. Vegna þess, sem að framan er sagt, skal hér sér- staklega vitnað til einna um- mæla. Það eru orð Eysteins Jónssonar í þingræðu 24. októ ber 1941: „Framsóknarflokknum er það vel ljóst, að með ýmsu móti má túlka og hártoga þetta mál, og að til beggja vona getur brugðið um vin- sældir þess, ef öll öfl, sem til þess eru fáanleg, legðust á eitt um að spilla fyrir málinu. Þetta skiptir hins vegar ekki máli. Rétt mál verður ekki rangt mál, þótt einhverjir hiki við að fylgja því.“ Þá var óvinsœlt að segja satt, og svo hefir jafnvel ver- ið ailt til þessa meðan unnt var að blekkja. En þeir, sem alla þessa stund hafa kostað kapps að villa um þjóðina, kóróna allt sitt fyrra athæfi, þegar þeir fara nú af miklum fjálgleik, að grobba af þeirri karlmennsku sinni að segja satt, þegar þeir loksins finna, að ekki er lengur hægt að segja mönnum ósatt um þessi efni. Eins og menn muna hljcp Sjálfstæðisflokkurinn frá því að samþykkja 'festingu kaup- | gjalds og verðlags fyrri hluta vetrar 1941. Ólánsárið 1942 Þá var það, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins gengu á bak orða sinna og gerðu félag við andstæðinga dýrtíðarlag- anna um að koma á nýrri kjördæmalcggjöf, sem þeir lýsa nú sjálfir sem hinni mestu vitleysu og ranglæti. I Þá hækkaði vísitalan í hönd- j um Ólafs Thors úr 183 stigum í 272 stig. Þó að slíkt sé sjald- 1 gæft, liggur fyrir skjalföst játning Ólafs Thors, þáver- andi forsætisráðherra, um það, að Sjálfstæðisflokkurinn , samdi við kommúnista um aö, þeir fengju að ráða ferðinni í dýrtíðarmálunum 1942. Játn- ingin er frá 3. febrúar 1943, gerð á sjálfu Alþingi. Þá sagði Ólafur Thors: „Hún (stjórnin) lofaði að taka ekki upp ágreiningsmál, þ. á m. og allra sízt mesta deilumálið, dýrtíðarmálið. Það efndi hún, að vísu nauð- ug, og af því að hún hafði ekki bolmagn til annars.“ Nauðug efndi hún orð sín af því að hún hafði ekki bol- magn til annars. Hér er um að ræða upphaf hinnar miklu verðbólgu, sem nú hefir stöðvað atvinnulíf þjóðarinnar. Svo koma utanþingsstjórn- arárin tvö. Þá var dýrtíðinni haldið í skefjum, að vísu með töluverðum kostnaði, í 272 stigum. Árið 1944-1946 Þá er það, að Nýsköpunar- stjórnin tekur við öllum auðnum. Þá buðu Framsókn- armenn að mynda stjórn með Sjálfstæðismönnum og væri forsætisráðherra utan flokka. — Bændur gáfu eftir 9.4% af verði afurða sinna til þess að stöðva dýrtíðina og gefa fordæmi til eftirbreytni fyrir aðrar stéttir. Öllu ,var þessu hafnað af Sjáifstæðisflokkn- um. Þá var nú dýrtíðin að sögn Sjálfstæðismanna ekki alveg eins hættuleg og hún er allt í einu orðin nú, og skal hér minnst á örfá ummæli þeirra því til sönnunar. Ól- afur Thors sagði í ræðu, þeg- ar vísitaian var 275 stig: „Hver telur sig nú bæran um það að reikna út í októ- ber 1944 hvaða kauplækkun þarf til að ný framleiðslu- tæki beri sig á árinu 1946? Eða hvort yfirleitt þurfi til þess nokkra kauplækkun?" Hér er falsað, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ein- göngu viljað kauplœkkun, en hann hefir einatt krafizt lækkunar dýrtíðar, að halda niðri verðiagi og kaupi jöfn- um höndum. ! Þá var líka mjög á loft haldið hinu æskiiega og bless- , unarríka hlutverki dýrtíðar- j innar, að „dreifa stríðsgróð- anum.“ | Fjármálaráðherra „Ný- sköpunarstjórnarinnar“ sagði 4. desember 1944: „En hinu má heldur ekki gleyma, að dýrtíðin hefir líka sínar björtu hliðar.“ Meira að segja 5. apríl 1948 er Mbl. enn hreykið af verð- bólgunni og dýrð hennar og viðhefur þessi orð: „Hrun, hrun, hrun. Það er boðskapurinn, sem Tíminn trúir á. En þjóðin vill ekki hrunstefnupredikara bg bar- lómsbumbur, hvorki í sæti þingmanna né ráðherra. Ilún er bjartsýn og trúir því, að framtíðin feli í skauti sínu bjartari daga. Hún veit, að hún iifir á uppgangs- og blómatímabili, þó Tíminn segi, að hún lifi á niðurlæg- ingartímabili." Hinn 13. október 1946 sagði Morgunblaðið líka: „En hvað er þá rétt í þvælu Tímans um dýrtíðina og brigzlyrðum hans til annarra flokka í sambandi við hana? 1 raun og veru ekkert, ekki citt einasta orð.“ Ástandið var heldur ekki til að kvarta yfir því, því að í þingræðu, sem Mbl. birti 1. maí 1947, sagði Ólafur Thors: „Ég get þess hér, að á síð- astliðnu hausti áætlaði nefnd sérfróðra manna and- virði útfluttrar vöru allt að 800 millj. — — Islendingum er alveg óhætt að slá tvennu föstu: í fyrsta lagi, að þjóð- in hefir aldrei verið jafn f járhagslega vel stæð sem nú. 1 öðru lagi, afkomuhorfur hafa aldrei verið jafn bjartar sem nú, og sízt, ef miðað er við aðrar þjóðir.“ Það yrði vitanlega miklu meira en tiltök eru að prenta á stuttum tíma, ef upp ætti að taka allt það, sem Sjálf- stæðismenn sögðu um dýrtíð- armálin eftir að þeir brigð- uðu loforð sín 1942 og tóku upp í stað þjóðstefnu þá hentistefnu fjárglæfra, sem þeir hafa fylgt síðan. Afleiðingar þessa alls áttu vitanlega að vera öllum aug- ljósar að minnsta kosti 1946, þrátt fyrir allar þessar ræð- ur og ennþá meiri hreysti- yrði á landsfundi Siálfstæð- ismanna á Akureyri 1948, en þau eru dæmalaus á þeim tíma. Smájáíniiigar Játningar Sjálfstæðis- manna hafa þó verið að koma i smáskömmtum, aðallega þegar þeim hefir legið á vegna kommúnista. Hinn 16. maí 1949 sagði Bjarni Bene- diktsson í eldhúsdagsræðu: „Það stóðst hins vegar nokkurn veginn á endum, atf innstæðunum var lokið, er kommúnistar hurfu úr stjórn.“ „Þeir vildu njóta vinsæld- anna af því að hafa eytt þeim fjármunum, sem safn- ast höfðu fyrir annarra til- verknað en þeirra.“ Samskonar ummæli hafði Stefán Jóhann Stefánsson í ' sömu umræðum. Þá voru af- leiðingar „Nýsköpunarstefn- ! unnar“ orðnar augljósar, að þessir menn voru farnir að grípa til þess að segja satt til að verja sjálfa sig. Hvatirn- ar voru þá hinar sömu og hjá Sjálfstæðismönnum nú, , eftir að þeirra flokksmenn ! hafa tekið við og eiga að ráða fram úr því ástandi, er þeir hafa búið til. I En vitanlega vissu þeir Stefán og Bjarni þetta miklu ! fyrr. Þetta var svo íullsann- að sem verða mátti með áliti i hagfræðinganefndarinanr i um áramótin 1946—47. Það var líka alveg satt, sem sjálfstæðisblaðið Vísir sagði , sem dóm um eldhúsumræð- urnar 1947: „Eldhúsdagsumræðurnar sönnuðu, að eríiðleikar þeir, sem þjóðin á nú við að búa, stafa að öllu leyti frá stjórn- arárum kommúnista." Vísir hefði alveg eins mátt orða þetta svo, að erfiðleik-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.