Tíminn - 31.01.1950, Síða 6
6
'i-raSRp.
TÍMINN, þriðjudaginn 31. janúar 1950
25. blað
TJARNARBÍD
California |
; Afar viðburðarík og spenn-;
; andi amerísk kvikmynd tekin i >
; eðlilegum litum. >
; Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. >
Og dagar koma
Áhrifamikil og vel leikin amer-
ísk kvikmynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
NÝJA B í □
IKjartan Ó. Bjarnason sýnir: >
Vestmannaeyjar,
fjölbreytt fuglalíf, bjargsig, |
eggjataka o. fl. >
Vestfirðir,
m. a. fráfærur í Önundarfirði f
og æðarvarp í Æðey. >
„Blessuð sértu sveitin min“ j
Skemmtilegar minningar úr!
íslenzku sveitalífi. >
; Blómmóðir bezta, s
myndir af ísl. blómum víðs >
! vegar af landinu. >
Myndirnar eru í eðlilegum litum;
og með ísl. skýringum og hljóm- í
list. — Sýndar kl. 5, 7 og 9. j
Hafnarf jarðarbíó
BLACK GOLD
íkemmtileg og falleg, amerísk
lesta- og Indíánamynd, tekin
í eðlilegum litum. — Aðalhlut-
verk:
Anthony Quinn
Katrine de Mille
Elyse Knox
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Síðasta slnn.
Slmi 9249.
Miklast Valtýr af
metinu?
Valtýr Stefánsson ritstjóri
vill ekki svara mér í sam-
bandi við met sín í blaða-
mennsku. Sennilega er hann
svo stoltur af íslandsmeti
sínu í ósannindum á sviði
blaðamennskunnar, að hann
telur það undir virðingu sinni
að ,tala við menn eins og
mig, eða að minnsta kosti
skil ég þögn hans á þennan
veg.
Valtýr vill að minnsta
kosti ekki upplýsa það, að
nokkurt íslenzkt blað nema
Mbl. hans, hafi logið því upp,
að" nafngreindir menn hafi
greitt atkvæði gegn ákveðnu
máli, sem þeir samþykktu.
Honum verður því að reiknast
J>etta íslandsmet, meðan eng
inn veit til þess, að þvilík
þokkabrögð hafi verið við-
höfð áður.
Hvað er svo að tala um, þó
©FSÓTTLR
(Pursued)
ROBERT MITCHUM,
ásamt Theresa Wright.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Baráttan við
ræningjana
Afar spennandi og skemmtileg
amerísk kúrekamynd
Sýnd sl. 3.
Sýnd kl. 5.
5KI/IA60TU
&
Sofía
Prönsk stórmynd gerð eftir
skáldsögu Jean Vigaud’s „La
Maison du Maltais”.
Aðalhlutverk leika hin fagra
franska leikkona
VIVAN ROMANCE
Louis Jouvel
Pierre Renoir
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sími 81936
Lngar stúlkur I
æfintýraldt
Bráðfyndin og skemmtileg
þýzk gamanmynd, gerð eftir
hinu fræga leikriti J. Skruznýs.
— Danskar skýringar.
Karin Hardt
Hella Pitt
Paul Hörbiger
Sýnd kl. 5, 7 og 9. í
GAMLA BI □
iAnnaKarenina;
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn.
San Quontin-
fangelsið
Aafar spennandi amerísk (
sakamáiamynd, með:
Lawrence Tierny
Barton Mac Lane
Marian Carr
Sýnd kl. 5 og 7.
Bönnuð börnum
BÆJAR B I □
HAFNARFIRÐI
Sag'an af
AL JOLSOIV
Sýnd kl. 9.
Hún, hann og
Hamlet
Sýnd kl. 7.
Simi 0184
TRIPDLI-BÍÚ
i
Sally O'Rourke
| Skemmtileg og spennandi am-
| erísk mynd um kappreiðar og!
> veðmál. — Aðalhlutverk:
Alan Ladd
Gail Russel
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Simi 1182.
að þetta blað slíti orð úr
samhengi og búi til setningar
sem aldrei voru sagðar eða
skrifaðar og eigni tilteknum
andstæðingum til að spilla
áliti þeirra.
Þetta var eina úrræðið, sem
Sjálfstæðismenn gátu bundið
sigurvonir við.
Og þá voru þeir ekki meiri
menn en þetta, að þeir kusu
heldur að reyna að sigra -með
svikum og skömm en falla við
sæmd.
Ilalldór Kristjánsson.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggnir
tryggja strax hjá
Sam.viinutryggingum.
Köld horö og heit-
ur matur
sendum út um allan bæ.
SlLÐ & FISKUR.
Slettir halanuin.
(Framhald al 4. siðu).
anum.“ Að jafnaði þykir
fremur lítið til þessara blaða
koma og eru þau nefnd ýms-
um nöfnum. Svíar kaila þau
t. d. í daglegu tali „Smuts-
litteratur“ og Þjóðverjar
nefna þau „Die schwarze
Zeitung.“ Verst mun þó þykja
þegar þar komast að siðferði-
legir öreigar, sem annað slag-
ið leika hlutifirk húsdýrs-
ins góðkunna, sem skríður á
maganum og dillar rófunni,
þar sem matarvon er, en
hlaupa svo hitt siagið í skúma
skot og sitja um færi til að
skjótast fram úr myrkrinu og
glefsa í hæla þeirra, sem sýnt
hafa þeim góðvild og gest-
risni.
Grein þessi hefir beðið birt-
ingar um hríð.
tftbreitii Tftoahh
AuyhjAil í Tintahum
WILLY CORSARY;
25. dagur
Gestur í heimahúsum
Hún vissi, að hann sá hvorki né hugsaði um annað en
Sabínu, er ef til vill hafði brugðizt honum — ef til vill dáið
vegna annars manns. Henni fannst, að þetta væri líka eitt-
hvað, sem hún heföi kunnað skil á fyrir langa-löngu: Að
elskan einhvern af slíkum ofsa sem ekkert annað væri til.
En það var eins og yrði að finna einhverja vörn gegn þess-
ari hugsun. Slík ást er ekki mikils virði, hugsaði hún. Eftir
eitt ár er hún kulnuð út, og leskhuginn gengur framhjá ást-
mey sinni á götunni, án þess vottur af þrá eða sársauki
bæri á sér. Og svo hvíla þau kannske í örmum annarrar
manneskju og telja sér trú um, að þau geti lifað án hennar.
Slíkur eldur fölskast fljótt.
En í næstu andrá fannst hennj þetta lítilfjörlegur og
hræsniskenndur hugsunarháttur. Slík ást — hvers konar
orðalag var þetta? Hafði það ekki verið hrein og heilög til-
finning — jafnvel þótt hún væri skammvinn?
Hann skálmaði fram og aftur um gólfið og talaði, án þess
að gera sér ljóst, að hann var farinn að tala við hana eins
og gamlan vin.
— Þetta er svo ólíkt Bínu, sagði hann. Hún stóð alltaf við
allt, sem hún sagði, og ég get ekki hugsað mér, að hún hafi
farið á bak við mig á þann hátt, sem hún virðist í fljótu
bragöi hafa gert. Ég skil þetta ekki — nema hún hafi ekki
verið með öllum mjalla. Og að hún sé farin fyrir fullt og
allt!
Hann nam staðar og starði niður í gólfið. ína sá, að hann
skalf, eins og hroll hefði sett að honum. Þegar hann leit
upp, var hann eins og maður, sem er að krókna úr kulda —
kinnar og varir helbláar. Hann tók um stólbakið og kreisti
það svo fast, að brakaði í því. Svo slaknaði hann aftur, og
andlitið féklc aftur eðlilegan litblæ. Hann slepptj stólnum
og gerði örvæntingarfulla tilraun til þess að tala rólega og
eðlilega:
— Þér sögðuð áðan, að þér hefðuð komið til þess að tala
við mig.
Hún hikaði litla stund. Innri rödd hvíslaði því að henni,
að hún skyldi þegja og fara leiðar sinnar — flýja burt frá
þessu og líta ekki til baka. En svo afréð hún að hörfa ekki,
heldur gera það, sem hún hafði ásett sér.
— Sabína Nansen kom að Heiðabæ um níuleytið í fyrra-
kvöld. Ég vissi ekki um þetta fyrr en seinna, að þjónninn
minn sagði mér það. Þegar læknirinn sagði mér hvað gerzt
hafði, fór ég....
— Til ykkar? sagði hann lágt. En þér sögðuð áðan, að þér
hefðuð ekki þekkt hana.
— Ég þekkti hana ekki heldur.
— Vitið þér, hvers vegna hún kom til ykkar?
Snöggvast langaði ínu til að segja: Ef til vill hefir hún að-
eins ætlað að forða sér í skjól í rigningunni. ... En hún
þrýsti sjálfri sér til að segja: Þjónninn minn sagði, að hún
befði spurt eftir mági mínum, sem bjó hjá okkur í sumar,
en var farinn.
— Mági yðar?
Henni féll allur ketill í eld, þegar hún leit framan í manrj-
inn. Hana hafði aldrei órað fyrir því, að andlit nokkurs
manns gæti gerbreytzt svo á svipstundu. Það var eins og all-
ar þær kenndir, sem speglazt höfðu í andliti hans, hefðu
á einu augnabliki sópazt burtu — en ein tilfinning altekið
hann: hatrið til keppinautar síns. Þetta var það, sem hún
sá — villimannlegt og taumlaust og frumstætt hatur. Henni
fannst sem hún stæði frammi fyrir honum nöktum.
— Mági yðar, endurtók hann, og þér heitið Elsting —
Elsting. Hann hrukkaði ennið og tók utan um höfuðið. —
Elsting — mér finnst ég kannast við nafnið. . en ég get ein-
hvern veginn.ekki hugsað.... hún nefndi einhvern tíma
þetta nafn — en hvar og hvenær. ... Æ, nú man ég það —
það var einu sinni í vetur.... eitt rithöfundakvöldið.... ég
var nýkominn i kunningsskap við hana. Hún sat lengi á
tali við mann, sem ég þekkti ekki, og seinna spurði ég hana,
hver hann hefði verið-*— hvort þetta væri ritnöfundur. En
hún neitaði því — sagði, að hann héti Elsting. Ég man
greinilega eftir hönum.... þetta var stráklingur....
Og nú varð andlit hans svo þreytulegt, að eldar haturs-
ins í svip hans dvínuðu.
ína forðaðist að gefa til kynna, hve bylt henni varð við
þessi orð. Stráklingur.... Kristján? Hafði hann kynnzt
Sabínu Nansen uiji „yeturinn, og ekki sagt henni af þeim
kynnum. Hún starði á Ríkarð Lorjé. Hugsanir hans voru
auðlesnar úr svip hans. Snöggvast hafði hann haldið, að
hann væri að komast á spor keppinautar sins — mannsins,
sem hafði flekað Sabíun. En þessi Elsting — hann var bara
stráklingur. Þetta bæði sefaði hann og olli honum vonbrigð-
um.