Tíminn - 01.04.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1950, Blaðsíða 2
l'í TÍMINN, laugardaginn 1. apríl 1950 74. blað i til keiía\ I nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnar Apó- teki, sími 7911. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. I Jtvarpið Útvarpið i kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Kvöldvaka Stúdentafélags Reykjavíkur: 1) Guðmundur Arn- laugsson menntaskólakennari flyt- ur erindi: Ljós og litir i andrúms- loftinu. 2) Útvarp frá kvöldvöku félagsins að Hótel Borg 24. marz — (af stálþræði). a) Bjarni Guð- mundssön blaðafulltrúi flytur er- indi: Reykjavík æsku minnar. b) Guðrún Tómasdóttir stud. med. syngur. c) Grétar Tómasson stud. polyt. og Ólafur Halldórsson stud. mag. lesa frumort kvæði. d) Spurn ingaþáttur. Stjórnandi: Einar Magnússon menntaskólakennari. Spurningunum svara: Hendrik Ottoson, fréttamaður, Ingimar Jóns son skólastjóri, Sigfús Halldórs frá Höfnum og Thorolf Smith blaða- maður. 22,05 Passíusálmar. 22,15 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár- lok. Hvar eru skip'in? Kíkisskip. Hekla var á Fáskrúðsfirði í gær kvöld á suðurleið. Esja var á Reyð aifirði síðdegis í gær á norðurleið. Skjaldbreið var á Skagaströnd síð degis í gær á suðurleið. Herðubreið var á ísafirði í gær á suðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Ármann átti að fara frá Reykjavík i gærkvöld til Vestmannaeyja. Linarsson, Zoéga & Co. Foldin fór síðdegis á fimmtu- dag frá Hull áleiðis til Miðjarðar- hafsins. Lingestroom fór frá sa- firði kl. 6 í fyrradag áleiðis til Skagastrandar. Eimskip: Brúarfoss fór frá Kaupmanna- höfn í gær, til Frederikstad og Reykjavíkur. Dettifoss er í Kefla- vík. Fjallfoss er væntanlegur til Siglufjarðar í dag. Goðafoss kom til Hamborgar 26. marz, fer það an 3. apríl til Gdynia. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Reykjavík síðdegis í gær, vestur og norður, og til Noregs. Tröllafoss er á leið til New York. Vatnajök- ull er á leið til Palestínu. Sikipadeild S.f S. Arnarfell er á Vestfjörðum. Hvassafell er á leið til Ítalíu. Messur á morgun Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: „Kristintrú og kristnir menn“. Kl. 1,30 barnaguð- þjónusta, séra Jakob Jónsson. Kl. 5 e. h. messa, séra Sigurjón Þ. Árnason. Við báðar messurnar verð ur veitt móttaka gjöfum til krist- intrúboðs. r ~ ilr ýmsum áttum ísfisksalan. Þessa viku seldu 7 togarar í Bret landi. Ingólfur Árnason 3528 kitt á 10,004 £, Júlí 3267 kitt á 9699 £, Óli Garða 2155 kitt á 5305 £, Askur 2816 kitt á 8347 £, Egill Rauði 3112 kitt á 7457 £, Karlsefni 2783 kitt NÝR ENSKUR BÍLL H óskast til kaups (sama hvaða tegund er). Greiðsla get- ur að einhverju leyti farið fram í sterlingspundum (sjómannagjaldeyrir). Upplýsingar i síma 6125 kl. 13— 1 14 í dag laugardag. á 7705 £ 7367 £. og Fylkir 2565 kitt á! Myndasýning. Sýning á litprentuðum málverk- um verður opnuð i Aðalstræti 6B kl. 3 í dag. Á sýningunni eru um 200 myndir af frægustu málverk- um frá öllum tímum. Úthlutun skömmtunarseðla verður lokið í dag. Skömmtunarseðlarnir eru af- hentir í Góðtemplarahúsinu frá 10—12 f. h. í fyrirsögn í blaðinu í gær mis- ritaðist að úthlutun byrjaði á laug ardag en átti að vera lyki laugar- daginn 1. apríl. Skömmtunuarstjóri hefir tilkynnt að allir vefnaðarvörumiðar frá fyrra ári falli nú úr gildi en sokka, skó og vefnaðarvörumiðar sem gefn- ir voru út 1. jan 1950 gilda allt ár- ið. Vegir. Allir vegir sunnanlands eru nú opnir. Vegurinn yfir Holtavörðu- heiði er vel fær, en frá Sauðár- króki til Akureyrar hefir ekki ver- ið fært nema endrum og eins og hafa stórir vörubílar þá farið á milli, og oft á hjarni. Fært er vest- ur í Dali, en Svínadalur verður mokaður yfir helgina. Fjallvegirn- ir milli Norður- og Austurlands og á Austfjörðum, eru enn undir snjó. ELDURINN gerlr ekki boð á undan sérl Þelr, sem eru hyggnir tryggja strax hjá Samvinnutrvggingum Yfirlýsing Ég hef orðið þess var, að margir álíta, að ég hafi hlot ið dóm vegna óeirðanna við Alþingishúsið 30. marz. Þetta er ekki rétt, heldur er hér um að ræða alnafna minn, þann er stjórnar æskulýðs- síðu Þjóðviljans. Ólafur Jensson, verkfræð- ingur, Bollagötu 5. JVýjar tillögnr í Palestínumálinu Palestínunefnd Sameinuðu þjóðanna hefir lagt fram nýjar tillögur er miða að því að reyna að koma aftur af stað friðarviðræðum milli ísrael og Arabaríkjanna, en þær hafa legið algjörlega niðri um langt skeið. -J/í ornum vec^i Morgunblaðið vitnar í lögfræðing Gcður og gegn borgari lagði inn til mín eftirfarandi greinarstúf í gær: „Dómsmálaráðherra er æðsti vörð ur laga og réttar í landi voru. Morg unblaðið er flokksblað hans nú og málgagn. í morgun (31. marz) skýrir blað þetta frá fundi, sem haldinn var í gærkvöld i þeim til- gangi „að skipuleggja réttarvernd fslendinga". Morgunblaðið segir: „Áki Jakobsson harmaði það mjög, að sumir sakborninganna frá 30. marz hefðu játað á sig sakir. En síðar komst hinn frómi lögfræð- ingur að orði á þessa leið: „Eg vara menn við því að vera svo barnalegir að segja sannleikann fyrir rétti“. Svo mörg eru þau orð. Nú er mér spurn: Eru orð Áka Jakobssonar rétt höfð eftir hon- um? Sé svo. fæ ég ekki betur séð en að dómsmálaráðherra sé skylt að gera ráðstafanir til þess að nefndur Áki, og aðrir sama sinn- is, vérði sviptir rétti ’ óg' aðStÖðu til áhrifa á réttarfarið í ríkinu. Að öðrum kosti ber dómsmálaráð S.K.T. Eldrl dansarnlr I G. T.-húsln« í kvöld kl. 9. — Húslnu lokaS kL 10.30. herranum að segja af sér. Því að þjóðinni er bani búinn, ef hún þarf að búa til langframa við rétt arfar, sem byggt er á grunni blekk inga og lygi. Borgari." Hér er minnzt á alvarlegt mál, og óhætt er að taka undir það með „borgara", að það er fullkom lega athugavert, ef lögfræðingar og viðurkenndir málaflutnings- menn hvetja fólk til þess á opinber um vettvangi að ljúga að dómstól- unum. Hvar er réttarfarið í land- inu statt, ef það er látið haldast uppi átölulaust af dómsmálayfir- völdum landsins? Hin hiið máls- ins er sú að ganga úr skugga um, hvort ummæli þessi eru rétt eft- ir höfð, og snýr sú hlið einkum að lögfræðingnum, sem þau eru höfð eftir. Ef svo er eyd, ber hon- um að reka þau ofan í blaðið fyrir dómstólum og hreinsa þar með lögfræðingsorð sitt. Mál þetta er því harla alvarlegt, hvort sem orð ir^ipru rétt r^ftir. -þöfð -eða málum blandað. A. K. — Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Slmi 3355. TONLISTARFELAGSSKOLINN OG SYMFÓNÍUHLJÓMSVEITIN FLYTJA Jóhannesarpassíuna eftir Joh. Seb. Bach á morgun Pálmasunnudag kl. 5 í Fríkirkjunni. Stjórnandi: dr. Urbantschitsch Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum Að gefnu tilefni skal það tekið fram að tónleikarnir verða ekki endurteknir. S.K.T. Kabarettinn „LÍFSGLEÐI NJÓTTU“ kvöldsýning í Iðnó sunnudaginn 2. apríl kl. 8,30. Húsið opnað kl. 8. Eitt dúsin skemmtjatriða með kunnustu kröftum ; bæjarins. — Jan Moravek og hljómsveit hans aðstoða. Kynnir: Friðfinnur Guðjónsson. — Dans til kl. 1. Borð og veitingar niðri og á svölum. Aðgöngumiðar á sunnudag í Iðnó frá kl. 2. Sími 3191. o o o o o o o o o O O < > :: 'o < > o o O Félag alifuglaeigenda í Reykjavík, heldur Aðalfund sinn i Breiðfirðingabúð fimmtudaginn 6. apríl (skirdag) klukkan 1,30 e. h. stundvíslega. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál, ef fram koma. Stjórnin. < < < i < i o < > < > o I) < > < > I» <) < > < > < I I Húnvefningar Húnvetningafélagið heldur skemmtifund í Flugvallar- hótelinu í kvöld kl. 8,30. * Ýms skemmtiatriði. — Dansað til kl. 2. vanfar Þátttaka í búskap æskileg. — Upplýsingar gefur Páll Jónsson skólastjóri, Höfða- kaupstað, sími 13. — Jarðarför mannszns míns, SIGFÚSAR SIGURÐSSONAR, skólastjóra Hvolsskóla, fer fram frá Fossvogskirkjugarði þriðjudaginn 4. apríl, kl. 1,30. — Athöfninni verður útvarpað. 4v' ' ' V ’• Sigríður Nikulásdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.