Tíminn - 07.05.1950, Page 3

Tíminn - 07.05.1950, Page 3
99. blað TÍMINN, sunnudaginn 7. maí 1950 3 / slendingaþættir Dánarminning: Lýður Sæmundsson frá Borðeyri Lýður Sæmundsson frá Borðeyri er dáinn. Þegar mér barst þessi dánarfregn var mér strax ljóst, að ég hafði vanrækt að heimsækja góð- vin minn þar til að það var um seinan. Og um kvöldið, er ég stóð við rúmið þitt, vinur minn, sem dóttir þín af svo mikilli alúð og ást hafði nú búið um þig í hið hinsta sinn, þá fann ég svo sárt til þessarar vanrækslu minnar, að ég mun ekki fyr- irgefa sjálfum mér eða gleyma henni. Það er vissulega margs að minnast og þakka, er maður lítur yfir þann tíma, er við Lýður áttum samleið og sam starf saman. Á Borðeyri vor- um við saman í 12 ár, meira og minna öll árin, og svo hér í Reykjavík. En því miður var sá tími styttri en ég hefði óskað.... Um samstarf og kynningu okkar frá fyrstu tíð, er þetta að segja: Lýður er sá elsku- legasti og hugljúfasti maður, sem ég hefi kynnst. Skapgerð hans öll heilsteypt og glöð, sem bezt verður á kosið. Alltaf hitti maður Lýð glað-; an og boðinn og búinn til' hjálpar. Á Borðeyri var það orðinn fastur vani hjá hon- um, að koma til mín, eftir að hann var búinn að Ijúka sínum störfum, sem alla daga yoru mikil og erfið. Og áður en ég vissi af, var hann byrj- aður að hjálpa mér ef störf voru fyrir hendi. En það var meira en að hann ynni störf- in með manni, hann flutti manni þann kraft, yl, og vinnugleði, að öll störf unn- in með honum voru líkust leik.. Ég man eftir einum hátíðis degi, sem við Lýður eyddum saman hér í borginni. Það var 1. maí. Við mættum með þeim fyrstu í Vonarstræti, en það- an var lagt upp í hópgönguna við höfðum því góðan tima til að fylgjast með öllum und irbúningi göngunnar og sjá, er fólkið skipaði sér í fylk- ingu og lagði af stað. Þegar hópgangan fór upp Hverfis- götu gengum við Lýður úr fylkingunni upp á Arnarhól og biðum við styttu Ingólfs Arnarsonar meðan hópgang- an fór hjá. Veðrið var dásam legt, sólskin og smáhitaskúr- ir og var unaðslegt að sjá allan þennan mannfjölda ganga undir fánum og söng í sólskini dagsins. Og er við stóðum þarna við styttu land námsmannsins og horfðum á þetta mikla mannhaf líða áfram undir hinum ósegjan- lega fagra regnboga, sem myndaðist þarna og jók svo aðdáanlega á þetta hátíðlega augnablik, þá sagði Lýður þessi orð: „Þetta er gaman, svona á þetta að vera, allir eitt.“ Hann sagði þetta með þeirri einlægni og gleði, sem honum var í brjóst borin, og sem mér og öðrum, sem hann þekktu, verður ógleymanleg. Lýður kunni ekki að skrökva eða blekkja, allt lif hans var einlægni og sannleikur. Á uppvaxtarárum Lýðs voru lífsskilyrði önnur og harðari en nú — fæði, föt af skornum skammti en vinna mikil strax og börnin gátu eitthvað hjálpað til, þess var þá ekki alltaf gætt sem skyldi, að stilla vinnu- tíma barnanna í hóf. Slík aðbúð og vinna myndi æsku vorra tíma þykja ill. En þrátt fyrir hin erfiðu upp- vaxtarskilyrði var Lýður ó- venjulega snar og fjaður- magnaður i öllum hreyfing- um og vinnuþol hans undra- vert. Ég hefi heyrt sagt, að á æskuárum sínum hafi Lýð- ur glimt, þó ekki væri sú íþrótt stunduð eða iðkuð í þá daga. En enginn tók þá þátt í þessum glímum, sem kom Lýð á kné, snarræði og fimleiki hans var frábær. Á fyrri búskaparárum Lýðs í Bakkaseli, var ekki óvenju- legt aá vetrarlagi, að hann bæri borðvið í bak og fyrir frá Borðeyri upp í Bakkasel. Þessi vegalengd er um 12 km. og frá Bæ upp í Bakkasel á brattann að sækja. Úr þessum efnivið smíðaði Lýður rokka og amboð i hjáverkum sín- um við gegningar. Svo er smíðinu lauk, þá þurfti aftur að binda smíðarnar í bagga og bera þær á sama hátt inn að Borðeyri, þar sem þær voru seldar eða sendar með strandferðaskipunum til fjar lægra staða. Lýður var þjóð- kunnur máður fyrir smíði á rokkum og amboðum. Mikla vinnu og alúð lagði hann í að velja ávallt hið bezta efni, er fáanlegt var, í þess- ar smíðar sínar, hagsýni og trúmennska hans kom þar fram eins og alls staðar í verkum hans. Hann vissi og skildi betur en allir aðrir, hve mikið reið á, að hrífu- sköftifi og orfin væru úr góðu efni, léttleiki og end- ing fór þar eftir. Lýður var ákveðinn og sterkur samvinnumaður í orðsins fyllstu merkingu, og lét þau mál sig miklu skipta. í rökræðum um samvinnu- mál heyrði ég hann oft taka til máls og færa skýr og góð rök fyrir skoðunum sínum. En ef umræðurnar snerust upp í þref og karp, þá dró Lýður sig i hlé. Vanalega hló hann þá góðlátlega og hristi höfuðið eins og hann vildi segja: „Mikil börn eru þið enn.“ Ég hefi aldrei séð eða heyrt Lýð reiðast. lund hans var það þjálfuð og góð, að með öllu er eins dæmi... Ég veit að Lýður hefir orð- ið að drekka sinn bikar af erfiðleikum og sorgum þessa lífs. En sinn bikar hefir hann drukkið í einrúmi og án þess að valda öðrum ónæðis. Harma sína mun hann hafa sefað í starfi og önn dag- anna, má vel vera, að þá hafi fallið tár og tár af augum hins sístarfandi manns. Eftir að Lýður fluttist til Reykjavíkur dvaldi hann á- vallt hjá frú Guðrúnu dótt- ur sinni og manni hennar, Mngnúsi Eggertssyni, lögreglu þjóni, og hjá þeim naut hann þeirrar umhyggju og ástúð- ar, sem bezt getur verið. Rás viðburðanna var það mild, að haga því svo, er sá tími nálgaðist, að Lýður þurfti umhyggju og aðhlynn ingar við, að þá var hann' kominn til þess barns síns, sem alla tíð hafði verið hon- um sérstaklega geðþekkt og næst fór um, hvers hann þurfti með hverju sinni. Og er veikindin fóru í hönd gerðu þau hjónin hafa skipt með sér var til að létta honum þján- ingarnar. Marga nóttina vakti Magnús yfir tengda- föður sínum, því svo munu þau hjónin haf skipt með sér verkum, að Magnús annaðist um hin þjáða öldung á nótt- unni en frú Guðrún á dag- inn. Ég hefi ekki séð betri sambúð en þarna var og er á heimili þeirra hjónanna. Þegar starfskraftar og heilsa Lýðs byrjuðu að gefa eftir, hefði það verið mjög þungbært fyrir slíkan iðju- mann, ef ekki hefði lagst líkn með þraut. í þann mund er heilsa Lýðs tók að hnigna, fæddist þeim hjónum dótt- ir, og það verður nú verk- efni Lýðs að vaka yfir og ann ast um þessa litlu dóttur- dóttur sína, sem ber nafn ömmu sinnar Elínborgar Daníelsdóttur. Oft s*á ég Lýð með Elinborgu 'litlu upp á Arnarhól, er veður var gott og fagurt. Þaðan mun Lýð hafa þótt gott að horfa til Esjunnar, Skarðsheiðar og Akrafjalls. Það útsýni var honum kært. Þarna á Arnar- hóli lék hann við litlu stúlk una og skreytti hana með fíflum og sóleyjum. Og nú, er ég enda þessar línur, kemur mér í hug at- vik frá fyrstu kynningu okk ar Lýðs. Ég var þá unglingur á leið að heiman í vegavinnu, við Fáskrúð í Dalasýslu. Eg var gangandi og bar dót mitt í poka á baki, og til þess að stytta mér leið ætlaði ég að ganga beint úr Bakkaseli í Ljárskógasel. Ég kom í Bakka sel og þáði þar góðgerðir og Lýður gekk á leið með mér og vísaði mér leiðina yfir Fjallið. Og nú, er ég lít yfir vináttu og samstarf okkar Lýðs í öll þessi ár, sem aldrei hefir borið skugga á, þá vil ég þakka honum fyrir þessa fyrstu leiðsögn og allt, sem hann hefir fyrir mig gert, og ljúft og kært væri mér, að mega hugsa mér, að. Lýð- ur yrði líka leiðsögumaður minn yfir fjallið, er ég legg upp í hina síðustu ferð. Annan dag páska 1950. Vinur. Samvinnuritin eru gagnleg hverjum þeim, sem ætlar að taka virkan þátt í starfi kaupfélaganna. \ Bókaútgáfan Norðri hóf útgáfu bókaflokks.'ns „Samvinnurit“ árið 1948. Alls hafa fimm bækur kom- ið út í þessum bókaflokki. Þau samvinnurit, sem þegar eru komin út, eru: Fjárhagslegt lýðræði eftir Andres Örne ♦ Atvinnulýðræði eftir Folke Fridell Þetta er fyrsta og annað samvinnuritið prentað i einni bók. Eru þetta stuttar, snjallar, efnisríkar og vel skrifaðar ritgerðir um þjóðfélagsmál og nokkrar félags- og efnahagseinkenni samvinnufélaganna. Verð kr. 22,00 ib. Samvinna Breta í stríði og friði Bók þessi er eftir hinn gamalkunna sænska íslands vin, Thorten Odhe, sem m. a. hefir sþrifað bók um ís- land, og er nú framkvæmdastjóri Alþjóðsambands samvinnumanna. Bókin er glögg og skemmtileg frásögn af ferð höf- unarins um Bretland á stríðsárunum. Greinir hún m. a. frá heimsóknum hans hjá mörgum brezkum sam- vinnufélögum, en einnig er þarna að finna fróðleik um sögu samvinnufélaganna í Bretlandi. Verð kr. 20,00 ib. Handbók fyrir búðarfólk Þetta er bók, sem hver einasti starfsmaður kaup- félaganna þarf að eiga, lesa og læra. Þeir Gísli Guð- mundsson, alþingismaður og Þorvarður Árnason, verzl unarstjóri, þýddu og endursögðu þetta rit úr sænsk- um og norskum bókum. Þarna er að finna sérstaklega haldgóðar .upplýsingar um rekstur búða. Bókin er prýdd fjölda mynda. Verð kr. 35,00 ib. Þeir hjálpuðu sér sjálfir er sjálfsævisaga írska samvinnumannsins, Patric Galleger, sem með þrautseigju sinni, bjartsýni og dugnaði, hjálpaði samborgurum sínum til þess að hjálpa sér sjálfir með þvi að hjálpa hver öðrum. Þetta er óvenju skemmtileg og hrífandi bók, og jafnvel spennandi eins og beztu skáldsögur. Verð kr. 30,00 Samvinnufélög í Norðurálfu Jón Sigurðsson frá Yztafelli og Gísli Guðmundsson alþingismaður, tóku þessa bók sama með hliðsjón af ýmsum erlendum samvinnubókum og ritgerðum. Bók in er haldgott yfirlit yfir þróun samvinnunnar og samvinnuhreyfingarinnar frá upphafi og fram á vora daga. Verð kr. 32,00 Samvinnumenn munið, að Samvinnuritin eru gagnleg hverjum þeim sem ætl- ar að taka virkan þátt í starfi kaupfélaganna. Samband íslenzkra samvinnufélaga Fræðslu- og félagsmáladeild, Reykjavík >♦♦♦♦■< VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Almennur launþegafundur verður haldinn n. k. mánudagskvöld kl. 8,30 í Félags- heimilinu, Vonarstræti 4. J l t ♦ ♦ Umræðuefni: LAUNAMALIN. Stjórnin. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.