Tíminn - 23.07.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 23. júlí 1950 159. blað TRIPDLI-BÍÓ Maðnr mcð síál- hnefanna (The Knockout) Afar spennandi ný am- erísk hnefaleikamynd, tek- in eftir sögu eftir Ham Fisher. Aðalhlutverk: Leon Errol Joe Kikwood Elyse Knox Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð ínnan 16 ára. Sími 1182. N Ý J A B í □! | Síðasti áfanginn (Tte Homestretch) Þessi fagra og skemmti- lega litmynd með: Maureen O’Hara Cornel Wild Sýnd kl. 9 Ljúfir ómar Hin bráðskemmtilega söngva og gamanmynd með: Deanne Durbin Donald O’Connor Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11. En kl. 7 hefir Kvenfél. Hringurinn sýningu. Síðasti stigamað- I urinn (The last bandit) Mög spennandi amer- ísk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: William Elliott Adrian Booth Forrest Tucker Bönnuð innan 16 ára. i Sýnd Kl. 3, 5, 7 og 9. í Þakkarskuld Isl. . . . (Framhald af 3. síOu.) þótt báðar þjóðirnar stæðu eitt sinn í sömu sporunum og um nokkurn veginn jafnhátt menningarstig væri að ræða. Ég nefni ekki þessi atriði í þeirri von, að ég þykist þar með gefa nokkra tæmandi lýsingu af norska safninu, heldur aðeins til að sýna með nokkrum dæmum hvert er- indi þetta safn á til vor. Það hjálpar oss til að skilja þjóð- menningu vora eins og hún kemur oss fyrir sjónir á Þjóð- minjasafninu, uppruna vorn og sögu. Vér eigum Norð- mönnum miklar þakkir að gjalda fyrir þennan skerf, sem þeir hafa lagt Þjóðminja safninu. En jafnframt vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að rifja upp þá þakkarskuld að vér stöndum og höfum lengi staðið í við norska safnmenn og fornleifafræðinga. Norsk fornleifafræði er stórveldi og þar hafa ríkt og ríkja enn margir andans höfðingjar. Norskir safnmenn hafa unnið störf sín þannig, að fá lönd veraldar munu nú geta hrós- að sér af öllu göfugri safn- menningu en nú er í Noregi. Norsk söfn og norsk forn- leifafræði eru svo samanofin, að þar verður ekki milli greint. En það er aðalatriðið, að á þessum vettvangi hafa komið fram menn. sem með skarpleika og innsæi hafa rakið sögu hinnar norsku þjóðar aftan úr fyrnsku og fram á sögulegan tíma, frá elztu steinöld fram að kristni töku. Þessir menn hafa brugð ið upp ljósi þar sem áður var myrkur, svo að ferill kyn- stofns vors liggur oss nú fyr- ir sjónum frá því hinn fyrsti maður freistaði þess að draga fram lífið, þar sem nú eru Norðurlönd. Þessi saga er einnig saga þess brots hinna norrænu þjóða, sem byggt hefir ísland hinar síðustu 11 aldir. Norðmenn þreytast aldrei á að þakka íslenzkum fræðimönnum, að þeir rit- uðu og geymdu sögu þeirra á miðöldum. Og það er hverj- um íslendingi gleðiefni að finna, að þeir verðskulda þessa þökk, hinu má ekki gleyma, að vér höfum einnig ástæðu til að þakka norskum fræðimönnum síðustu ára- tuga. Þeir hafa skrifað og gefið oss íorsögu sjálfra vor. Um leið og ég tek við norska safninu fyrir hönd Þjóðminja safnsins, vil ég flytja þakkir öllum þeim, er að gjöfinni standa. Sendiherrann T. And- ersen Rysst er hér sjálfur og heyrir mál mitt, og þakka ég honum hans hlut. Sendimann norskra safna Per Fett, meist ara og fornleifafræðing frá Björgvin, vil ég biðja flytja þökk og kveðju Þjóðminja- safns íslands til Noregs, til Hákonar Shetelig, prófessors, Jóhannesar Böe prófessors og dr. Roberts Kloster, sem allir eru í nefnd þeirri, er um mál- ið hefir fjallað. Enn fremur Sambands norskra safna og til allra norskra safnmanna, sem lagt hafa sinn skerf til norska safnsins, og verður þó enginn nafngreindur hér. Síðast en ekki sízt þakka ég Per Fett sjálfum, sem flutti safnið hingað til lands og kom því fyrir hér í húsinu. Mér var það mikið gleðiefni, þegar ég frétti, að hans væri von hingað, því að ég hafði áður skoðað safn, er hann setti upp í Björgvin og séð, að það verk lofaði sinn meist- ara. Koma hans var trygging fyrir því, að smekklega og viturlega yrði niður raðað, og mun norska safnið sjálf verða vitni þessa um langan aldur. Ég þakka Per Fett komuna, ágætt starf og góða, starfs- bróðurlega samvinnu. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) (Yangtse, Bramaputra og Sal- weenj upptök sín. Æðsti presturinn. Æðsti presturinn, Dalai Lama, er bæði andlegur og veraldleg- ur höfðingi landsins. Hann stjórnar bæði kirkjunni og rík- inu. Þó ber honum að hafa samráð um þessi mál við Pan- chen Lama, sem er talinn líkamlegur arftaki „hins eilífa Buddha“ og því er eins konar Guð Tíbetinga. Þegar Dalai Lama eða Panchen Lama deyja, velja prestarnir eftirmenn þeirra og er valið bundið við það, að sál hins framliðna hafi tekið sér bólfestu í eftirmann- inum.Sá, sem nú er Dalai Lama, var valin í það embætti 1935, en þá var hann í vöggu. Eins og er, er enginn viðurkenndur Panchen Lama, því að prestarn ir hafa ekki orðið sammála um valið og eru þeir þrír, sem nú keppa um þessa stöðu. Hefir jafnvel verið óttast að til borg- arastyrjaldar gæti dregið út af þessu. Nú hafa Tíbetverjar hins vegar fengið um alvarlegra mál að hugsa, þar sem er áður- nefnd yfirlýsing Mao Tse Tung. Það þykir víst, að prestarnir munu heldur kjósa að veita Kínverjum viðnám, en að fall- ast á, að réttindi þeirra séu nokkuð skert. Her þeirra er þó lítill og Kínverjar segjast þeg- 3ÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Soiuar glaæpa- mannsms Mjög spennandi amerísk sakamálamynd frá skugga hverfi New York-borgar. Danskur texti. Aðalhlutv.: BRUCE CABOT TOMMY RYAN Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ■ ------ . ar hafa lið til taks, ef til slíks þurfi að grípa. Prestunum væri það nokkur styrkur undir þeim kringumstæðum, að landið er seinlegt yfirferðar fyrir innrás- arher. En áður en til slíks kemur, munu fulltrúar prestanna og Mao Tse Tung ræðast við. Með þeim umræðum verður fylgst með athygli, því að þær geta orðið sögulegar fyrir þetta sér- stæða land, sem ber svip og ein kenni gamals tíma og menn- ingar meira en nokkurt land annað. A víðavangi (Framhald af 3. slðu.) fossi. Það læknishérað þótti mörgum of fjölmennt orðið, en nýbyggðin í Hvera gerði hefir vaxið mjög á síðustu árum. Það er eitt höfuð áhugamál fólks í dre’fbýlinu, að möguleikar til læknishjálpar séu gerð- ir svo miklir sem unnt er, og sem betur fer. virðist nú eitthvað vera að rakna úr læknisskortinum í hinum fámennari héröðum. Fasteignasölu- miöstööin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------- 62. DAGUR ------------------------- gleyma þvi. Ég get ekki lesið frönsku. De l’Amour! Þetta er líklega eitthvað um ástina! Hann blaðaði í bókinni — Þetta er sjálfsagt skrítinn ritlingur, tautaði hann. Ég sé, að Gottfreð hefir skrifað eitthvað á saurblaðið: Þessi bók er vísindaleg skilgreining á því sálarástandi, er við nefn- um ást. Það er bezt að lesa hana í áföngum í einrúmi. Þá verða kenningar höfundarins auðskildar. Jafnhliða þessari bók ætti að lesa „Játningar“ Rousseaus og bækur eftir Go- ethe, Montaigne og Spinozt. Einnig ætti að lesa ritDar- wins eða Nietzsche fyrr en hann hefir skilið þessi rit til hlít- ar. — Skilur þú þetta allt? spurði Anton Möller. Hún hristi höfuðið, vandræðaleg á svip. — Nei. — Ég átti von á því! Og hann fleygði „De l’Amour" á borð- ið. Mín skoðun er ^ú, að það væri heppilegra, að þú hugs- aðir meira um nytsama hluti. Lestu beztu blöðin og tíma- ritin, því að þar er margt, sem þarflegt er að kunna skil á. — Ég hefi ekki vit á bókum, sagði hún hraðmælt, og ég get ekki sagt Gottfreð fyrir verkum, þegar hann sendir mér bækur. Hann er stúdent, og veit allt betur en ég. — Það er hans ætlunarverk að læra eitthvað, sagði Anton Möller. — Mega ef til vill ekki aðrir lesa bækur? hrópaði Teresa skjálfrödduð. — Það er að minnsta kosti gagnlaust. — Þú vilt þá, Anton, að ég verði alltaf jafn fávís og ég er? — Þú átt að vera ánægð með þitt hlutskipti og hætta að hugsa um að seilast upp í tunglið. Hún settist á stól við gluggann og studdi krepptum hnef- unum undir hökuna. — Ég verð að afla mér þekkingar, sagði ég. Ég vil gera það, og verð að gera það. — Jæja, kona góð, sagði hann og hristi höfuðið. Þú ert orðin ólík því, sem þú varst. Hann arkaði út. Teresa starði út um gluggann. Augnaráð hennar var hart og ósveigjanlegt. XV. Soffía og maður hennar gistu eina nótt að Gammsstöðum. Þau sváfu saman i stóru herbergi á efri hæðinni. Soffíu var gramt í geði. Hún kunni einhvern veginn ekki við sig. Henni sárnaði það, að nú gat hún ekki lengur hagað sér eins og hún væri alls ráðandi í húsi föður síns. — Ég kem hingað aldrei framar, sagði hún við mann sinn um nóttina. Ég get ekki þolað þetta. Hér er allt breytt. Það er eins og þetta hús sé ekki lengur i eigu Gammsstaða- ættarinnar. Hefirðu tekið eftir því, hvernig hún hvessir á okkur augun? Hver er hún eiginlega, þessi Teresa? — Uss, sagði maður hennar, um leið og hann hneppti að sér náttskyrtunni og brölti upp í. Talaðu ekki svona hátt. Herbergi gamla mannsins er hérna beint fyrir neðan. — Ég veit það, og mér er alveg sama. Og hugsaðu þér bara, hvernig hún liggur i bókum. Og þetta var ekki annað en vinnv.kona! Lítil augu hennar skutu gneistum, og hún rykkti til öxl- unum. Hún var reið. — Ég hata þettá stelpugægsni! — Soffía, sagði maður hennar bænarrómi og dró sængina upp að höku og jafnaði i henni dúninum. Hún er þó stjúp- móðir þin. Hann renndi augunum upp í loftið. Þar staðnæmdust þau við litinn blett, og hann lokaði þeim og opnaði þau til skiptis, eins og ha,nn væri að tilbíðja helgilíkneski. Dálítil stuna leið frá brjósti hans. Teresa var falleg, og enginn var sá karlmaður, að hann færði henni ekki sina fórn á einhvern hátt. — Stjúpmóðir míh! hrópaði Soffía. Stjúpmóðir mín! Hún reis upp í rúminu og kastaði af sér sænginni, svo a ðmest af hennar kvenlega skapnaði birtist. En maður hennar var syfjaður, og hann gaf þessu engan gaum. Hann geispaði. — Hvað getum við gert? tautaði hann. Soffía sneri sér srtöggt að honum. Það voru tvö rúm í herberginu. Þau sváfu sitt í hvoru rúmi. Hann skildi hana og brosti syfjulega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.