Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 166. blað Gjaldeyrisöflun - gjaldeyriseyðsla í gær var verið að selja er- lendar kartöflur hér eftir langvarandi kartöfluleysi. — Þessi kartöfluskortur hefir náð til alls landsins. Langt er um liðið síðan íslenzkar kartöflur gengu til þurrðar. Og sennilega verður enn þá kartöfluskortur í landinu áð ur en íslenzk uppskera kem- ur á markaðinn á komandi hausti. Daglega má heyra síldarskipin íslenzku útvarpa „kostíistum“ sínum til stöðva í landi. Skipin biðja um ís- lenzkt smjör. Það er ekki til. Þau biðja um dilkakjöt. Það fæst heldur ekki alls staðar og mun víðast gengið til þurrðar. Þannig mætti leng- ur telja dæmin. Landbúnað- arafurðirnar skortir hér nú orðið, sumar verulegan hluta ársins, aðrar allt árið, eins og. t. d. smjörið. Á sama tíma og þetta gerizt, gengur fólk atvinnulaust í stórum hópum af því að efni skortir til að framleiða gosdrykki, súkku- Iaði og ýmsan annan svo- kallaðan innlendan iðnað. Þessi dæmi sýna okkur i einu vetfangi, hvernig högum þjóðarinnar er nú komið. Of fátt fólk vinnur við fram- leiðslu matvæla í landinu sjálfu, en of margt við fram- leiðslu ýmiss konar varnings sem kallað er að búinn sé til hér, enda þótt hráefnin séu erlend. Fólk gengur at- vinnulaust vegna þess að gjaldeyrir fæst ekki til kaupa á þessum hráefnum á sama tíma og erlendum gjaldeyri er varið til kaupa á matvæl- um, sem hægur vandi er að framleiða í landinu sjálfu. Þannig er þjóðarbúskap okk ar íslendinga nú háttað að þessu leyti og ætti það að vera umhugsunar- og áhyggju- efni allra þjóðhollra manna. Dæmin eru mjög nærttæk. Um þessar mundir fá Norð- menn uppgripa sildveiði hér fyrir Norðurlandi, en allir vita, hvernig vertíð íslenzka síldveiðiflotans hefir gengið til þessa. Eru Norðmenn þó í engu fremri okkur í fisk- veiðum. En þeirra skip eru búin reknetum. Þ|eir gerðu góða vertíð hingað til lands í fyrra. Útgerðarmenn hér segja aftur á móti, að ekki þýði að tala um reknetaveiði hér. Engir menn séu fáan- legir á reknetaskip. Hversu mikill gjaldfeyrir íer þar í súginn? Fyrir nokkrum árum hóf Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri að rita greinaflokk hér í blaðið, sem hann nefntfi „Gróandi jörð.“ í greinum þessum benti hann á þá stað reynd, að- þjöðarbúskap ís- lendinga væri þannig farið, að of fátt fólk starfaði við framleiðsluna en of margt við ýmiss konar óábyrg störf sem hann nefndi svo, þ. e. alls konar skrifstofuvinnu, ýmsan „iðnað“ o. s. frv. Jafn framt benti hann á, að sú tíð mundi renna upp, að verulegur skortur yrði á helstu framleiðsluvörum landbúnaðarins. Ýmsir töldu það fjarstæðu á þeim tíma, að skortur yrði hér á dilka- kjöti til dæmis. En þetta er nú komið á daginn. Kartöflu skorturinn er orðinn land- lægur og fleiri iandbúnað- ara’furðir skortir í þéttbýl- inu, t. d. alls konar græn- meti, meira að segja yfir sum armánuðina. Það virðist aug ljóst, að á þessu verður ekki breyting nema með breyttu viðhorfi þjóðarinnar til fram leiðslunnar. Möguleikarnir til þess að framleiða land- búnaðarafurðir hér á landi eru mjög miklir, en þeir eru ekki nýttir nema að tak- mörkuðu leyti. Fólkið er of fátt„ fjármagnið of lítið. ! Sveitir íslands eiga mögu- leika til þess að sjá þúsund- um manna farborða og fram leiða mikið magn af margs konar afurðum. En íslend- ingar hafa enga möguleika til þess að halda áfram sókn sinni til meningarlífs, með- an sú stefna er ráðandi, að fjárfestingin sé að verulegu leyti bundin við mesta þétt- býlið og það þykir hin mesta nauðsyn fyrir þjóðarbúskap , inn að forða atvinnuleysi þar j með því að flytja inn hrá- 1 efni til súkkulaði- og sæl- gætisgerðar og til annars slíks „iðnaðar", eða það er nauðsyn að verja gjaldeyri til kaupa á kartöflum, smjöri og öðrum matvælum, sem auðvelt er að framleiða hér á landi í stórum stíl. íslendingar þurfa að hefja sókn til þess að auka útflutn ingsverðmæti landsmanna. Og jafnframt þeirri sókn þarf að vinna að því öllum árum, að spara gjaldeyri til kaups á varningi, sem unnt er að framleiða hér heima, eins og hvers konar land- búnaðarafurðir. Landsmenn eiga ekki að krefjast þess af gjaldeyrisyfirvöldunum að þau sjái fyrir nægum kart- öflum í landinu. Þeir eiga að líta í eigin barm og hefja kartöflurækt sjálfir. Þeir eiga ekki að heimta erlent smjör, heldur aukið fjármagn til landbúnaðarins til þtess að auka smjörframleiðsluna og gera landbúskap að eftir- sóttri atvinnugrein. Lainds- menn eiga ekki að horfa að- gerðalausir á það ár eftir ár, að Norðmenn og aðrar er- lendar þjóðir ausi upp síld- inni við strendur landsins á sama tíma og lítið aflast á íslenzk skip. Þeir eiga að hefja veiðar i stórum stil með þeim veiðarfærum, sem þess ar erlendu þjóðir nota og tryggja þannig afkomu þjóð arbúsins betur en nú er gert og gera gjaldeyrisöflunina öruggari. En til þess að þessi stefna sigri, þarf mikill hluti 'þjóðarinnar að líta öðrum augum á framleiðsluna en nú er gert. Baráttan á ekki að standa um það, að herja út gjaldeyrir til kaupa á ein- hverri vöru, heldur að fram- leiða vöru, sem gefur þjóð- inni gjaldeyri eða forðar ó- nauðsynlegri eyðslu hans. (,,Dagur“). Grænlandsveiöar Færeyinga Af öllum þeim mörgu þjóð um, sem stundað hafa fiski við Grænland undanfarin 26 ár, er engin sem hefir verið eins lagin á að finna fiskinn þar og fá mikinn afla, og Færeyingar. Þeir eru búnir að græða of fjár á þessum veiðum sínum við Grænland, og skipaflota sinn hafa þeir byggt fyrir það fé, sem þeir hafa aflað þar. Einkennandi fyrir þeirra háttalag er það, hversu þeir eru lausir við. Þeir eru sjald- an mjög lengi á sömu miðum en leita fyrir sér, þangað til þeir finna fiskihnappa og reita þá upp. Og lendi þeir í fiskitorfu, eru þeir naskir á að skynja, i hvaða stefnu hún veður, og fylgjast með henni á göngunni, hvert sem hún stefnir, en það er oftast til norðurs eða inn til landsins (í austur). Fyrst á vorin halda Fær- eyingar sig 1 höllum stóru grunnanna og veiða á miklu dýpi með línu. Svo færa þeir sig upp á grunnin og veiða enn með línu meðan fiskurinn Hfeldur sig við botn. En þegar kemur fram að miðjum júli, er fiskurinn oftast horfinn af þessum slóðum. Þá er hann í þéttum torfum uppi i sjó og einnig alveg inni við land, en dauður sjór á stórum svæð um, svo ekki verður vart, þótt rennt sé færi. Þá reynir á snilli Færeyinga, að finna fiskitorfurnar og kunna að fylgjast með þeim á göng- unni. Færeyingar fara inn í sund og voga og moka þar oft upp miklum afla alveg upp í landsteinum á mjög grunnu. Það er segin saga, að þar sem fugl sækir ofan í sjó við Grænland, þá er þar undir loðna eða sili, en sömu leiðis torfa af rigaþorski upp í eða rétt undir yfirborði sjávarins. Er sjórinn um miðj an júlí hitnar yfir Stóra lúðugrunni og þvi hafsvæði, gengur fiskurinn þangað, og þá er Færeyingurinn líka kominn þar, enda getur hann víða verið, þar sem við Græn land eru um 300 vélknúin skip auk botnvörpunga, en þeir leita ekki þangað fyrr en eft- ir miðjan ágúst eða í septem- br. Þar sem þeir geta ekki haft næga olíu með sér í túr inn, láta Ameríkumenn á Grænlandi þá fá olíu, því ekkert fæst þar hjá Dönum nema drykkjarvatn, og þó að eins undir ströngu eftirliti, ef það er tekið annars staðar en í Færeyingahöfn. Leyndardómurinn við hinn mikla afla Færeyinga við Grænland er það hversu hundkunnugir þeir eru orðn- ir við Grænland. Þeir þekkja þar orðið hvern vog og vik, og fiskimiðin og fiskigöngurn ar og það, hvar fiskur, loðna og síli heldur sig á vissum tímum, allt út í ystu æsar. Engin þjóð stendur þeim nú á sporði í þessu. f heilan aldarfjórðung höf um við séð 2—300 færeysk skip hverfa í lok vetrarver- tíðar héðan af miðunum til Grænlands og halda þorsk- veiðinni þar áfram. Hví hafa íslenzku vélskipin ekki farið á eftir þeim og haldið þorsk- veiðinni áfram við Græn- land fram að síld? Hvi hafa Islenzku skipin og íslenzku (Framhald á 7. síðu.) Svo segir hið fornkveðna: „Lítið sjáum aftur en ekki fram Vafin er Verðandi reyk“ Það er oft erfitt að átta sig á, hvað raunverulega hafi farið fram á liðnum tímum. Margt gleymist. Sumt er misskilið, eða á öfuga leiö snúið af óhlut- vöndum mönnum eða sljóskyggn um. En framtíðina, hina verð- andi tíð, sér enginn, þótt stund um kunni að mega fara eitt- hvað nærri um einstaka við- burði, sem ókomnir eru. Fyrrum var talið, að sumir menn væru forspáir, og vera má, að svo sé enn. En gallinn er sá, að ekki er hægt að vita um það fyrr en eftir á, hverjir þessari gáfu eru gæddir og hverjir ekki. Veðurspámenn eru ný tegund spámanna sem komið hefir fram á síðustu tímum. Þeirra spádómar eru ekki byggðir á „gáfu“ heldur lærdómi. Veður- spámenn hafa fundið lögmál, sem nota má til að segja fyrir veður morgundagsins og jafn- vel eitthvað lengur. Stundum bregst þeim að vísu bogalistin, en oft reynast spár þeirra rétt- ar sem betur fer. Hver veit nema fleiri slík lögmál séu til, þótt enn hafi ekki tekist að uppgötva þau? Hver veit nema þau lögmál geri mönnum fært að sjá fyrir óorðna hluti, a. m. k. suma? Stjörnuspámenn töldu sig lesa forlög manna í stjörnun- um. Þeirra fræði var nefnd stjörnuspá og á ekkert skylt við stjörnufræði nútímans. Síð- ari tíma menn hafa talið stjörnu spekina hégilju eina. Gullgerð var oft reynd á mið- öldum. Gullgerðarmenn réðu sig stúndum í þjónustu höfð- ingja fyrir of fjár. Ýmsir trúðu á list þeirra; en árangur þótti verða lítill, og almennt er tal- ið, að þessir menn hafi ýmist verið svikarar eða einfeldingar. En nú kemur það upp úr kaf- inu, að hægt er að búa til gull. Það er einn þáttur hinna marg- umræddu atomvísinda. En ekki er víst að það þyki lengur ómaksins vert, enda mun að- ferðin verða nokkuð dýr, a. m. k. fyrst um sinn. Napoleon sagðist einu sinni vilja strika orðið „ómögulegt“ út úr frönsku orðabókinni. Það var þegar hann var að leggja undir sig Vestur-Evrópu. Það kom rapnar í ljós, að þeim góða manni reyndist sumt „ómögu- legt“. En yfirleitt mun hollt að spara sér fullyrðingar um, að eitthvað sé ekki hægt eða að eitthvað sé ekki til. Það eru leiðinlegir menn, sem allt þykjast vita, og hafa þann sið að tala í fyrirlitningartón um fávizku annarra. Vel gefnir menn og lærðir halda stundum, að þeir hafi ráð á slíku, en svo er ekki. En venjulega stafar slíkur rembingur af því, að menn vita sig veika á svellinu, ög reyna að dylja það á þenn- an hátt — langar til að vera taldir vitrir, en eru það ekki. En hvað sem þessu líður, er áreiðanlega fremur lítið um spádómsgáfu hjá mönnum enn sem komið er. Ef til vill gerir það ekki mikið til. En gott væri að geta fengið að vita um suma hluti nokkrar vikur eða mánuði fram í tímann, t. d. veðrið og síldina. Oft hefir verið reynt að spá fyrir sildinni. Eg minnist þess, að einhverjir sögðu í vor fyrir norðan, að nú myndi verða sildarsumar, því að hrognkelsa- veíði hefði verið góð, en góð hrognkelsaveiði og góð síldveiði færi saman. Ekki treysti ég mér til að segja, að þeir hafi farið með vitleysu, en það sýnir sig nú væntanlega ef einhverntíma gefur á sjóinn fyrir norðan. Jón Dúason er á móti því að allir „fari á síld“. Hann vill að Islendingar hladi áfram veið- um við Grænland, þótt þær gengju misjafnlega í fyrra. Og rétt er það, að Islendingar ættu að geta veitt við Grænland, ef aðrar þjóðir geta það. „Gamall sjómaður“ skrifar mér og segist hafa lesið grein- ina um súluna og síldina. Hann segist vilja láta gefa þessu máli gaum. Vill, að spurt sé um álit fiskifræðinga og annarra nátt- úrufræðinga. „Þeir ættu að geta skorið úr þessu, og ef þeir geta það ekki, gef ég ekki mikið fyr- ir þeirra vísindi" segir hann. Ljúkum við svo hjalinu að þessu sinni. Gestur. +Snorrcthá tíS verður haldin að Reykholti sunnudaginn 6. ágúst og hefst kl. 4 síðdegis. Til skemmtunar verður: Ávarp, Guðm. Illugason, kórsöngur, þjóðkórinn, stjórnandi Páll ísólfsson, upp- lestur, Stefán Jónsson, gamanþáttur, Númi Þorbergs- son, kvikmyndasýning, Óskar Gíslason, dans. Hljóm- sveit Björns R. Einarssonar. Einsöngvari Haukur Mortens. — Skemmtunin fer fram úti ef veður leyfir, en annars fer hún fram í hinum vistlegu og rúmóðu húsakynnum skólans. Farseðlar eru seldir í Skóbúð Reykjavíkur til mið- vikudagskvölds. Borgfirðingafélagið. iiiiiiiiiiiiiiii* Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.