Tíminn - 17.08.1950, Page 4
4.
TÍMINN, fimmtudaginn 17. ágúst 1950,
178 blað.
STÉTTABARÁTTAN
Eftir Gunnlaug Jónasson
Niðurl.
VIII.
Til þess, að sú framleiðslu-
aukning geti átt sér stað, sem
ein er fær um að bæta lífs-
kjör almennings, er bráð-
nauðsynlegt að verkalýðsfé-
lög, launamannasamtök og fé
lög framleiðenda taki upp
gjörbreytta stefnu í atvinnu-
málum.
Stéttarbaráttan — hið and-
lausa og ófarsæla stríð á milli
stétta og starfshópa — verð-
ur með öllu að hverfa, því
að engin framför til farsæld-
ar getur átt sér stað, fyrr en
starfshópar þjóðfélagsins
hafa samið með sér varan-
legan frið. Þegar stéttirnar
og starfshóparnir hafa komið
sér saman um að hætta hinni
illvígu stéttabaráttu, verður
fyrsta verkefnið það, að hefja
sameiginlega sókn til auk-
innar framleiðslu þeirra lífs-
verðmæta, sem almennt er
óskað eftir. Til þess að þetta
geti orðið, verða verkalýðsfé-
lög, launamannasamtök, sam
tök bænda og smáframleið-
enda, og aðrir skipulagðir
starfshópar þjóðfélagsins, að
hvetja meðlimi sína til auk-
inna vinnuafkasta og þátt-
töku í þeim atvinnugreinum,
sem þýðingarmestar eru, sam
tímis því, að þau vinna á móti
kauphæklcunum og verðhækk
unum. Þá þarf að leggia á-
herzlu á, að teknar séu upp
nýjustu og hagkvæmustu
vinnuaðferðir við hvers kon-
ar atvinnurekstur til þess, að
hin auknu vinnuafköst þurfi
ekki endilega að hafa meira
líkamlegt erfiði í för með sér.
Krefjast verður þess að allir
þjóðfélagsborgarar vinni hag-
nýt störf og að óþörf embætti,
nefndir og ráð og miður nauð-
synlegar skýrslugerðir verði
lagt niður. En gæta veröur
þess vandlega, að gera menn
ekki að vinnuþrælum, en
bezta ráðið til þess að koma
í veg fyrir það, er að heil-
brigt athafnafrelsi sé grund-
völlur atvinnulífsins, og bezt
er að gera sér ljóst í eitt
skipti fyrir öll, að frelsið er
meira virði en lífsöryggið þeg
ar til lengdar lætur, þótt
hvort tveggja þurfi að fylgj-
ast að, ef vel á að fara..
Mér sýnist lítill vafi á því,
að slik stefna starfsmanna-
samtaka myndi, ef hún öðl-
aðist stuðning hinna einstöku
meðlima, leiða til stórbættrar
lífsafkomu og aukins efna-
legt jafnræðis á fáum ára-
tugum.
IX.
Nú get ég búizt við því, að
einhver, með munninn fyrir
neðan' nefið, segi við mig: Úr
því að almenn aukning pen-
ingatekna leiðir, eins og þú
segir, til auðsöfnunar fárra
rikra manna eða auðfélaga,
hvers vegna eru auðmenn þá
að öllum jafnaði mótfallnir
kauphækkunum? Þessu er
fljótsvarað. Flestir efnamenn
eru engu fróðari um afleið-
ingar stéttarbaráttunnar en
hinir fátæku og vita fæstir
nokkuð í sinn haus um, hvers
konar félagsleg öfl hafa fært
þeim fullar hendur fjár. AI-
gengast er að þeir þakka
þetta eigin hyggjuviti að öllu
Ieyti. Þeim er illa við kaup-
kröfur og kauphækkanir ein-
faldlega af því, að það er al-
menn skoðun, að þær séu
þeim óhagstæðar. Kauphækk
, anir á takmörkuðu sviði eru
j líka oft atvinnurekendum og
efnamönnum, einkum þeim
smærri, óhagstæðari, þótt
ekki sé það nærri alltaf. Það
er því ekkert undarlegt, þótt
þeir haldi að svo sé einnig,
þegar um almenna aukningu
peningatekna er að ræða. En
slík aukning peningatekna
alls þorra manna er fjárafla-
mönnum mjög hagkvæm og í
mörgum tilfellum einnig, þótt
á takmörkuðu sviði sé. Skulu
nú sett fram tvö dæmi, sem
sýna þetta ljóslega:
1 1. Húsameistari hefir tekið
að sér, að reisa mörg hús
fyrir íélög eða einstaklinga og
fær greiðslu eftir reikningi.
Samkvæmt ákvörðun verðlags
eftirlits ríkisins má hann
leggja 40% álag á vinnulaun
verkamanna sinna til þess að
standa straum af sínum kostn
aði, öðrum en vinnulaunum,
við framkvæmd verksins. Nú
1 samþykkir verkalýðsfélag
það, sem verkamenn hans
! eru meðlimir i, að gera kröfu
! um 10% kauphækkun. Ef
vinnuveitandi þessi er hugs-
unarlaust fífl, þá beitir hann
sér af alefli á móti þessari
kauphækkun, bara vegna
þess, að hin almenna skoðun
er sú, að kauphækkanir séu
atvinnurekendum óhagstæð-
ar. Sé hann hins vegar með-
algreindur maður, sér hann
strax, að þessi kauphækkun-
arkrafa er honum hagstæð,
því að hún eykur peninga-
tekjur hans um 10%, alveg
eins og tekjur verkamann-
anna. Ef til vill lætur hann
í veðri vaka að honum sé
ekki um þessa kauphækkun
og muldrar eitthvað um hækk
un á kostnaðarverði húsanna
og ritar með ólundarsvip und-
ir hinn nýja kaupgjaldssamn
ing. En þegar dyrnar á skrif-
stofu hans hafa lokazt á eft-
ir fulltrúum verkalýðsfélags-
ins, nýr hann höndum saman
af ánægju og byrjar að telja
saman, hvern gróða hann
muni hljóta af þessu uppá-
tæki verkalýðsfélagsins.
2. Maður nokkur hefir ásett
sér að verða ríkur. Hann er
hygginn og kaldrifjaður.
Hann fær vini sína til þess að
leggja fram nokkurt fé, stofn
ar hlutafélög og tekur stór-
lán í bönkum og reisir verk-
smiðju í Reykjavík, sem fram
leiðir vöru fyrir innlendan
markað. Verksmiðjan byrjar
að starfa. Verðlagseftirlit rík
isins ákveður söluverð fram-
leiðslunnar og miðar það við
afköst, verkakaup og hæfi-
lega afskrift stofnkostnaðar.
Skuldir fyrirtækisins hvíla
þungt á þvi. Kaup verka-
manna er ekki "hægt að
lækka, verkalýðsfélagið sér
um það. Lækkun á kaupi
myndi líka hafa í för með sér
lækkun á útsöluverði fram-
leiðslunnar fyrir atbeina verð
lagseftirlitsins. Framkvæmda
stjóri og aðaleigandi verk-
smiðjunnar sér að seint muni
hann ná takmarki sínu, að
aðstæðum óbreyttum. Við at-
hugun á aðstæðum verður
hinum hyggna manni ljóst,
að eina leiðin til ríkidæmis
fyrir hann og fyrirtæki hans,
er almenn kaup- og verð-
hækkun í landinu, því að við
það fæst hagstæðara hlutfall
á milli stofnkostnaðar fyrir-
tækisins og útsöluverðs fram-
leiðslunnar. Hann tekur sér
fyrir hendur að stuðla að því,
að almennt verðlag hækki.
Hann gerist verkalýðssinni og
„einlægur“ umbótamaður,
hvetur til verkfalla og kaup-
hækkana og gengur sjálfur á
undan og gefur öðrum „gott
fordæmi". Hann gerist áhuga
maður um verkalýðsmál og
leggur fram fé til baráttunn-
ar svo að lítið ber á. Verka-
mennirnir dást að þessum ó-
eigingjarna manni. Kaupkröf
urnar ná fram að ganga, og
eftir skamma hríð hefir al-
menn kauphækkun farið
fram í landinu. í kjölfar henn
ar siglir svo almenn hækkun
á verðlagi á vörum, einnig á
þeim vörum, sem hinn hyggni
verksmiðjueigandi framleiðir.
Skuldirnar liggja nú ekki eins
þungt á fyrirtækinu. Barátt-
unni fyrir bættum kjörum —
þ. e. peningalegri tekjuaukn-
ingu — verkamanna er hald-
ið áfram. Nýjar kaup- og
verðlagshækkanir flæða yfir
landið, og nú fer hið góða
fyrirtæki „umbótamannsins“
að borga skuldir sínar samtí.m
is því, að það færir út kvíarn-
ar. Á fáum árum er það orðið
sterkt og auðugt, og hinn
framtakssami atvinnurekandi
orðinn stórríkur og vel met-
inn borgari í landinu — með
lárviðarsveig umbótafrömuð-
arins um höfuð. Takmarkinu
er náð.
Ég veit vel að þetta er nokk
uð einhæf og um of „skem-
atisk“ dæmi, en eitthvað eft-
ir þessum línum og öðrum
svipuðum hefir fjársöfnun
margra núverandi auðmanna
farið fram, þótt fæstir af
þeim hafi lagt það á sig, að
verða að „einlægum umbóta-
mönnum“. Það er meira en
nóg ef einn af hundraði leik-
ur það hlutverk.
Jónas Jónsson, fyrrv. alþm.,
hefir oftlega látið orð liggja
að þvi í blaði sínu, „Land-
vörn“, að atvinnurekendur
hafi nú um aldarfjórðung,
eða vel það, tapa* hverjum
leik í viðureigninni við verka-
lýðssamtökin. Og það er rétt,
svona lítur að vísu út á yfir-
borðinu. En hafa þeir í raun
og véru tapað? Nei! Þeir hafa
einmitt sigrað og halda áfram
að sigra, þrátt fyrir allt und-
anhald. Ekki að neinum jafn-
aði fyrir eigið hyggjuvit,
heldur vegna þess, að hinar
rangsnúnu félagsmálaskoð-
anir almennings — almenn-
ingsmarxisminn — hafa gert
og gera framvindu félagsmál-
anna ákaflega hagstæða
bröskurum og fjárplógsmönn
um af öllum tegundum og
flokkum.
X.
Fylgjendur marxismans
trúa því, að stéttarbaráttan
fæði að lokum af sér hið svo-
nefnda stéttlausa ríki, þar
sem velmegun, frelsi og jöfn-
uður býr. Þetta stéttlausa ríki,
sem marxistar kalla svo, er
vissulega fögur hugsjón, en
hún er engan veginn ný af
nálinni. Kristnir menn nefna
það annað hvort „guðs ríki“
eða „þúsund ára ríkið," og
(Framhald d 6. síðu.J
Ljótt er að heyra. Útvarpið
sagði í fyrrakvöld, að viðskipta-
jöfnuðurinn um síðustu mán-
aðamót hefði verið óhagstæður
sem nemur 117 milljónum kr.
Á sjö mánuðum, sem liðnir eru
af þessu ári, höfum við þá
keypt inn vörur fyrir 117 millj.
kr. meira en flutt var út fyrir á
sama tíma. Flutt hefir veriö inn
fyrir um 276 milljónir, en út
fyrir um 159 milljónir.
Óhagstæður viðskiptajöfnuður
heitir þetta á máli fræðimahna,
þegar þjóðin öll á í hlut. Á máli
bændanna í minni sveit myndi
hafa verið sagt, að reikningur-
inn stæði illa hjá verzluninni,
og að ekki horfði vænlega um
úttektina þangað til nýtt inn-
legg kæmi til sögunnar. Og
þannig er það líka. Þjóðin á erf-
itt með að fá úttekið um þess-
ar mundir. Mikið af vetrarafl-
anum er óselt ennþá, og hrekk-
ur skammt þó að hann seljist.
Togararnir liggja í höfn vegna
verkfalls — og síldin hefir
brugðizt að mestu hingað til.
Þess vegna vantar okkur land-
búnaðarvélar, sement, mið-
stöðvarofna, gólfdúka og margt
annað, sem við þyrftum nauð-
synlega að fá. Sumstaðar er
ekki hægt að vinna við hafnar-
mannvirki og brúagerð vegna
sementsskortsins, þótt fé sé
fyrir hendi í íslenzkum pening-
um. Þeir, sem fengið hafa leyfi
til að byggja, komast að raun
um, að lítið gagn er að leyfun-
um, þegar byggingarefnið vant-
ar. Ef nóg væri af byggingar-
efni og fjármagni, hefðu leyfin
lika verið fleiri.
Nú er síld við Reykjanes, og
hefir veiðzt vel í reknet undan-
farna daga. En flest síldarskip
eru við Norðurland um þessar
mundir. Maður sagði mér, að
síldin væri svo þétt, að líklegt
væri, að hægt væri að véiða
hana í herpinót, þótt hún vaði
ekki. En það reynir enginn enn
sem komið er. Síldarnefndin
mikla við Faxaflóa lætur ekki á
sér bæra. Ef til vill er hún fyrir
norðan eins og skipin.
Grænlandsútgerð er víst eng-
in héðan á þesu sumri. Hún
gafst ekki vel í fyrra, og bank-
arnir kæra sig kannske ekki um
að láta fara með skipin til Ný-
fundnalands eins og Isfirðing-
urinn gerði. Sumir ábyrgðar-
litlir menn hafa líka tekið sér
fyrir hendur að níða niður
Grænlandsútgerðina í fyrra.
Mér fannst þetta virðingarverð
tilraun. Ekkert gerist, ef ekkert
er reynt. Já, tilraunin var virð-
ingarverð, en hitt var ekki til
eftirbreytni, sem Isfirðingurinn
gerði og ég minntist á áðan.
Um bjargræðistímann starfa
menn og strita og hafa áhyggj-
ur af mörgu, hver á sínu sviði.
En maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði. Einhvers staðar
vestanlands varð sóknarkirkja
50 ára. Það er líka verðmæti í
lítilli sveit, að eiga 50 ára sókn-
arkirkju með öllum þeim minn-
ingum, sem við hana eru tengd-
ar. Sumir segja, að minningin
sé hið eina, sem aldrei verði frá
manni tekið — fyrr en minnið
brestur. Og sumu er ekki hægt
að gleyma.
Á Hólum i Hjaltadal var hald-
in hátíð til minningar um at-
burði, sem gerðust fyrir fjórum
öldum. Enginn maður man þá
atburði. En þjóðin man þá, því
að þjóðin hefir líka minni.
Forn handrit, bækur og blöð eru
minni þjóðarinnar, og hið tal-
aða orð, sem berst frá kynslóð
til kynslóðar. Réttara er þó e. t.
v. að orða þetta eins og Matt-
hías gerði:
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona
o. s. frv.
Liðni tíminn tekur stundum
til máls, þegar enginn á þess
von. Jarðabótamenn voru að
verki á Fljótsdalshéraði. Þeirra
hugur var við framtíðina og hin
gróandi tún, og svo sjá þeir ein-
hverja undarlega hluti í mold-
inni. Þarna hefir vélaöldin
raskað grafarró manns, sem
lagður var til hinztu hvíldar
fyrir þúsund árum, og upp af
moldum hans stígur söguöld Is-
lands, öld Helga Ásbjarnarsonar
og Droplaugarsona, eða jafnvel
sjálf landnámsöldin. Fornfræð-
ingarnir geta lesið langa sögu á
einu kolryðguðu járni, og
nokkrum hálffúnum beinum.
Svo tekur ímyndunaraflið við,
þar sem fræðin þrýtur.
Húnvetningar hlóðu upp
Borgarvirki, og héldu þar merk-
ishátíð fyrir skömmu. Það var
leiðinlegt, að munkunum á
Þinpeyrum skyldi ekki lánast að
gera grein fyrir, til hvers virkið
hefði verið notað eða segja frá
tíðindum, sem þar gerðust. En
það getur líka verið, að þeir
hafi gert það, þó að enginn viti
til þess nú. Enginn veit, hve
mikið hefir glatazt af fornbók-
menntum Islendinga.
Gestur.
Nýtt alikálfakjöt
kemur daglega þessa viku
Sími 2678
Frystihúsinu Herðubreið
!
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS