Tíminn - 12.09.1950, Qupperneq 4
4.
TÍMINN, þriðjudaginn 12. september 1950.
199. blað.
Merkur Vestur- Islendingur
Ýmsum mun koma það á
óvart, að hið þjóðkunna og
vinsæla skáld Einar Páll
Jónsson* ritstjóri „Lögbergs"
hafi átt sjötugsafmæli þ. 11. á
gúst, svo vel ber hann ald-
urinn. Fyrir því eru þó skjal-
festar heimildir, að hann
hafi þann dag náð því sögu-
lega aldurstakmarki. Við þau
merkistímamót ævi hans á
því vel við, samkvæmt góð-
um íslenzkum sið, að stað-
næmast augnablik og horfa
af nokkrum helztu kenni-
leitum yfir farinn veg hans
og verk. Annað væri bæði
vanræksla og vanþakklæti,
jafn mikið og hann hefir kom
ið við sögu íslendinga vestan
hafs og lagt stóran og merki-
legan skerf til vestur-ís-
lenzkra bókmennta-, félags-
og menningarmála.
Einar er Austfirðingur og
fer aldrei dult með það, enda
bera ljóð hans og laust mál
því fagnurt vitni, eins og ég
hefi sagt á öðrum stað, að
hann kann vel að meta ætt-
erni sitt, fegurð átthaga
sinna og djúpstæð uppeldisá-
hrif þess mikilúðuga umhverf
is, sem hann ólst upp í
námunda við fram á fullorð-
insár. Hann er fæddur að
Háreksstöðum á Jökuldal í
Norður-Múlasýslu 11. ágúst
1880 og góðrar ættar austur
þar, en foreldrar hans voru
Jón Benjamínsson og Anna
Jónsdóttir. Er það til marks
um listhneigðina og skáld-
hneigðina í ættinni, að auk
Einars hafa bræður hans get-
ið sér orð fyrir listræna starf
semi sína, Gísli, ritstjóri
„Tímarits Þjóðræknisfélags-
ins“ og fyrrv. prentsmiðju-
stjóri, fyrir söng sinn og skáld
skap og Þórarinn fyrir tón-
smíðar sínar. Sjálfur kann
Einar einnig ágæt skil á tón-
mennt og var organleikari
fyrri á árum. Loks skal þess
getið, að ísak bróðir hans var
hagvirkur og vel metinn
byggingameistari.
Einar stundaði nám á
lærða skólanum í Reykjavík
1902-1906, en ofan á þann
trausta menntunargrundvöll,
sem hann hlaut þar, hefir
hann byggt með víðtækum
lestri úrvalsrita. Hann fekkst
mikið við stjórnmál og rit-
störf á Reykjavíkurárum
sínum og stóð framarlega i
fylkingu Landvarnarmanna-
flokksins, þangað til hann
fluttist vestur um haf árið
1913. Hérna megin hafsins
hefir hann síðan, eins og
kunnugt er, unnið að rit-
stjórn og blaðamennsku.
Hann var meðritstjóri „Lög-
bergs“ samfleytt í áratug
(1917—1929), en síðan hefir
hann nærri óslitið verið aðal-
ritstjóri blaðsins og undan-
farið um langt skeið eini rit-
stjóri þess. Um þjóðræknis-
og menningargildi slíks rit-
stj órnarstarfs vor á meðal
ætti eigi að þurfa að fjöl-
yrða, jafn augljóst og það
hlýtur að vera, hver tengis-
taug vestur-íslenzku blöðin
eru milli íslendinga yfir haf-
ið og í dreifbýli voru þessari
víðlendu álfu.
Einar er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, látin fyrir mörg-
um árum, var Sigrún Marin
Baldwinsdóttir, dóttir Bald-
wins Baldwinssonar, þing-
manns og fylkisritara. Seinni
kona Einars er Ingibjörg Vil-
hjálmsdóttir Sigurgeirsson,
kennslukona frá Mikley í
Eftir Richard I
Manitoba, gáfukona, prýði-
lega máli farin og ritfær, sem
látið hefir sig mikið skipta
vestur-íslenzk félags- og þjóð
ræknismál.
★
Þegar það er í minni bor-
ið, hve erilsamt ritstjórnar-
starfið er, og undir hverjum
aðstæðum ritstjórnargreinar
eru ósjaldan skrifaðar, í flýti
og um dægurmál, þá er eigi
að undra þó þær eigi oft að-
eins stundargildi. Hitt sætir
meiri furðu, hversu efnis-
miklar margar af ritstjórn-
argreinum Einars eru og með
verulegum bókmenntablæ að
málfari og stíl, og allar bera
slíkar greinar hans vott mál-
smekks hans og valds á ís-
lenzkri tungu, enda ann hann
henni hugástum og ber fyrir
henni ótakmarkaða lotningu.
f stuttri afmælisgrein leyfir
rúm eigi að lýsa nánar rit-
stjórnargreinum Einars um
hin margvíslegustu efni, þó
meir en verðugt væri, og verð
ég að láta mér nægja að vísa
til ýtarlegrar umsagnar minn
ar um það efni, og skáldskap
hans í heild sinni, í „Eim-
reiðinni“ 1942, (bls. 211-222),
sem hér hefir að nokkru ver-
ið stuðst við.
Hitt þykir mér eiga vel við
á þessum tímamótum að
víkja nokkru nánar að rit-
stjórn Einars og blaða-
mennsku almennt. „Af ávöxt
unum skuluð þér þekkja þá.“
Og það ætla ég, að „Lög-
berg“ beri Einari órækt vitni,
að honum hafi farið ritstjórn
in vel úr hendi, því að blað-
ið hefir verið bæði fróðlegt,
smekklegt og með sönnum
menningarbrag undir hand-
leiðslu hans, enda notið og
nýtur vinsælda af almenn-
ingi. Eins og vænta má um
jafn eindreginn þjóðræknis-
mann og hann er, hefir hann
í blaði sínu stutt ötullega öll
þau mál, sem íslendingum
horfa til sæmdar, og stundum
átt frumkvæðið að, þeim ekki
sízt þegar um það hefir verið
að ræða að styrkja efnilega
íslendinga til hljómlistar-
náms; en öll hljómmennt er
honum sérstaklega kær, eins
og þegar hefir verið minnst
á, og mun hugur hans á yngri
árum hafa stefnt í þá átt, þó
ástæður leyfðu honum eigi að
ganga þá menntabraut. Eitt
af þeim málum, sem hann
hefir ótrauðlega beitt sér
fyrir bæði í blaði sínu og, að
því er mér er kunnugt, í bréf-
um og viðtölum við marga, er
stofnun kennarastóls í ís-
lenzku við Manitobaháskóla,
og mun það því eigi ofmælt,
að hann eigi sinn drjúga þátt
í framgangi þess mikilvæga
menningarmáls.
Vindar blása eðlilega af
ýmsum áttum um hvern þann
mann í ritstjórnarsessi, sem
nokkuð lætur að sér kveða,
og hefir Einar að sjálfsögðu
á sínum langa ritstjórnar-
ferli ekki sloppið við nokkurt
aðkast af því tagi. En hann
er friðsemdarmaður að eðlis-
fari og hógvær í rithætti, og
hefir því forðast að standa
i erjum og illdeilum; rétti-
lega talið, að vestur-íslenzk-
um félagsmálum væri annað
þarfara en ófrjóar blaðadeil-
ur. Persónulegri áreitni hefir
hann þessvegna löngum látið
ósvarað, en getur verið mein-
yrtur og beinskeyttur, bjóði,
Keck, prófessor
honum svo við að horfa, og
lýsir sér þar orðheppni hans
og ritfimi. —
★
Það er samt um annað
fram með ljóðum sínum, að
Einar hefir hazlað sér völl í
íslenkum bókmenntum og
unnið sér með þeim hætti
fastan sess í hópi íslenzkum
skálda sinnar tíðar. Hann
hefir gefið út tvær ljóðabæk-
ur, „Öræfaljóð* (1915) og
„Sólheima“ (1944). Var margt
fágaðra og fallegra kvæða í
fyrstu bókinni, auk mark-
vissra lausavísna; en seinna
safnið ber því órækan vott,
hve höfundurinn hafði færst
í aukana í skáldmenntinni,
um formfestu og dýpt, að ó-
breyttri smekkvísi hans og
Ijóðrænni tilfinningu. Hér
eru táknrænar myndir úr
skauti ytri náttúru og hrein-
ræktaðar, svipmiklar náttúru
lýsingar eins og „Upprisa
vorsins“ og „Sumarlok“, þar
sem „eilífðartrúin á sumar-
ið“, hinn djúpi og sterki
strengur í lífsskoðun Einars,
lýsir sér fagurlega. í öðrum
góðkvæðum er brugðið upp
glöggum og raunsönnum
lífsmyndum. En trú skálds-
ins á sigurmátt frjósams lifs-
starfs, hugsjónaást hans, er
þungamiðja annarra kvæða
hans, svo sem í „Þjónn ljóss-
ins,“ sem er lofsöngur til þess
leitanda, sem ótrauður sækir
á brattann.
Hin mörgu og snjöllu ætt-
jarðarkvæði Einars skipa
heiðursrúm í ljóðasafni hans.
„Móðir í austri“ er eitt hið
fegursta þeirra, eins og þetta
erindi vottar;
„Hún skýrist í huganum,
móðir, þín mynd
þess meir sem að líðu rá dag;
ðll forsagan tvinnuð og
tengd minni sál
eins og texti við uppáhaldslag.
Með útfalli hverju frá
átthagans strönd
berst angan af frum-
stofnsins rót,
er vekur til söngva
mitt vitundarlíf
eins og vorleysing hálf-
stíflað fljót.“
Og eigi er að undra, þó að
maður, sem er svo glögg-
skygn á náin tengsl einstakl-
ingsins við uppruna sinn og
áttahaga, eggi landa sína
vestur hér til varðveizlu sinna
dýrkeyptu menningarerfða,
enda hefir Einar gert það
dyggilega í bundnu máli og
óbundnu. Hann hefir einnig
ort prýðileg tækifærisljóð um
ýmsa öndvegishölda íslend-
inga beggja megin hafsins og
fögur og markviss erfiljóð.
Ber þar hæst hið gullfagra
minningarkvæði hans um
móður hans, „Við leiði móður
minnar,“ þar sem djúpsæi í
hugsun og fágað Ijóðform
sameinast í listræna heild. Ó-
taldar eru þá eigi allfáar og
prýðisgóðar þýðingar hans
af erlendum merkiskvæðum.
Það er því eigi ofmælt, að
Einar hafi lagt drjúgan
skerf og merkilegan til ís-
lenzkra bókmennta með
kvæðum sínum. En auk Ijóða
gerðarinnar og ritst j órnar-
starfseminnar, hefir hann
eins og þegar er gefið í skyn,
með mörgum öðrum hætti
tekið mikilvægan þátt í fé-
lags- og menningarmálum
landa sinna í Vesturheimi.
(Framhald á 6. síduj
Geðillur karl og orðljótur seg-
ist sá vera, sem þetta skrifar:
„Hvernig er það? Er verið að
undirbúa hungursneyð á Is-
landi? Ef svo er, hver er þá
tilgangurinn?
■i* T '¥l •'■ fr’KM
Ég býst við, að sumum muni
þykja þessar spurningar fávís-
legar. En ég get ekki að því
gert, að mér virðist svo, að marg
ar stoðir renni undir þá skoð-
un, að svona sé það í raun og
veru, þó hægt fari.
Okkur gömlu mönnunum,
sem vanir vorum að vinna og
gerðum það meðan gátum, án
þess að heimta da^laun að
kveldi hvers vinnudags, finnst
það undarleg ráðstöfun, að
binda fiskiskipaflotann, eða
meginhluta hans, við landfest-
ar um hásumarið, en láta sjó-
mennina ganga atvinnulausa
langtímum saman, þótt nógur
fiskur sé í sjónum.
>
Það er bersýnilegur tilgangs
laust að tala við þá menn, sem
þessum málum ráða, því: ,„Sjá-
andi sjá þeir ekki, og heyr-
andi heyra þeir ekki né skilja“.
Meðan ekki er tekið það ráð,
að beita við þá refsiaðgerðum,
hliðstæðu því að taka þá og
flengja með einihríslu, sem áð-
ur væri gegnvætt í ársgamalli
keytu, — getum við ekki annað
en bölsótast yfir þessu í bað-
stofunni okkar.
En svo tekið sé upp hógvær-
ara hjal, má benda þessum
mönnum á, hvernig bændur í
sveitum landsins haga sér, þeg
ar grasið bregst á túnunum hjá
þeim, og þeir eru búnir að slá
allt í landi jarðar sinnar, sem
unnt er að slá, en vantar samt
meira fóður. Ætli þeir leggist
upp í rúm og fari að sofa dag
og nótt?
>
Nei, ónei! Þeir leita að meira
slægjum, og finna þær, annað-
hvort hjá sveitungum sínum,
eða bændum í næstu sveit. Sum
ir fara jafnvel inn á afréttar-
lönd og heyja þar.
En þetta kostar erfiði.
Ég þurfti oft að kaupa slægju
og stundum nokkuð langt frá
heimili mínu.
Einu sinni vorum við tveir
nágrannar að heyja samtímis
á stóru engi frá bæ einum í
sveitinni. Heyið var komið á
þurrkvöll og orðið hálfþurrt. Þá
kom hálfsmánaðar óþurrkur. í
vikunni fyrir leit, var ég kall-
aður til vinnu í kauptúni, sem
var um 10 km. frá heimili mínu.
Hafði ég unnið þar mörg undan
farin haust.
Á laugardagskvöldið gekk ég
heim, er hætt var að vinna,
þegar heim kom fæ ég þá fregn,
að heyið sé allt þurrt og komið
upp í sæti. Var þá ekki spurt
um hvaða dagur væri, að
morgni Kl. 4 um nóttina, var
lagt af stað, fór ég að binda, en
bróðir minn flutti heim á hest-
um okkar beggja nágrannanna.
Um kvöldið gekk ég heim, að
loknu dagsverki.og svo á vinnu
stað minn í kauptúninu á eftir.
En áður en ég fór að heiman,
gerði ég þær ráðstafanir að ná-
granna mínum yrði hjálpað eins
mikið og mögulegt væri, til þess
að ná sínu heyi daginn eftir.
Og það tókst.
Það hefði óneitalega verið
liægara fyrir mig að liggja og
sofa þennan sunnudag, en þá
hefði heyið ekki náðst. Þetta/
dæmi tel ég þó ekki til neinnar
fyrirmyndar. Svipað þessu og
hliðstætt og meira hafa þúsund
ir bænda gert á umliðnum öld-
um.
Én íslenzkir útgerðarmenn
láta sér sæma, að binda fiski-
skipin við landfestar. Þeir vita,
sem er, að ríkissjóður borgar
tapið á útgerðinni. Hjá okkur
nágranna mínum var ekki um
neitt þvílíkt að ræða. Við urð-
um annaðhvort að duga eða.
deyja.
Getur nokkur reiknað það
saman, hve miklum verðmæt-
um togaraflotinn hefð i getað
ausið á land á þeim tíma, sem
hann er búinn að liggja í höfn?
Jafnvel þó ekki hefði verið átt
við annað en karfaveiðar, gátu
þær fært mikla björg í bú. Þá
sýnist ekki nein fjarstæða að
reyna að ná í þorskinn á Græn
landsmiðum. Það væri hlutfalls
lega ekki meiri raun fyrir ný-
tízkutogara að sækja fisk á
Grænlandsmið, en fyrir fátækan
smábónda að sækja heyfeng
10—20 km. leið, með þeim tækj-
um, sem algengust voru fyrir
30 árum.
Þegar ég er kominn hingað á
blaðinu berst mér Tíminn, sem
skýrir frá því að ríkisstjórnin
sé nú búin að skipa nefnd í
málið.
O jæja!
„ístru-kúlan upp er þembd
á þeim ríkismögum.
Sitja við að semja nefnd,
sveittir öllum dögum“.
var einu sinni sagt.
Um skeið leit út fyrir að ný
verkfallaskriða væri í vændum,
er Alþýðusambandið hvatti
meðlimi sína til að segja upp
samningum. Nú virðist sú hætta
liðin hjá í bráðina, en hve lengi
stendur hlé það?“
Hér lýkur I dag spjalli
þessa geðilla og orðijóta, eins og
hann nefnir sig í bréfinu. Hann
mun aftur láta til sín heyra í
baðstofunni á morgun. 1 tilefni
af því, að hann virðist kenna
útvegsmönnum einum um tog-
araverkfallið, þykir rétt að
benda á, að útvegsmenn hér
syðra voru fúsir til að gera sams
konar samninga um karfaveið-
ar sunnlenzku togaranna og sjó
menn á Norðurlandi og Austur-
landi höfðu gert við útgerðar-
menn þar. Þessu var hins vegar
neitað af forráðamönnum sunn-
lenzku sjómannanna. Um tog-
aradeiluna mun að öðru leyti
mega segja, að sökin sé að
vissu leyti beggja, eins og oft
vill verða, þegar tveir deila. Hitt
er svo annað mál, hve lengi þjóð
félagið getur látið umræddum
aðilum það eftir að eigast ein-
um við og valda með því sjálf-
um sér og þjóðinni allri miklu
tjóni.
Starkaður.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hluttekningu við andláta og jarðarför konu minnar
KARÓLÍNU MAGNÚSDÓTTUR
Fyrir mína hönd og annara aðstandenda
Hákon Einarsson Vík í Mýrdal