Tíminn - 07.10.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1950, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 7. október 1950. 222. blað. C. Sími 81936 I | Svarta örln s (The Black Arrow) Efnismikil og mjög spenn-1 andi mynd frá Colombia. | Byggð á hinni ódauðlegu § sögu R. L. Stevenssons frá | Englandi. J,ouis Hagwoth John Blair _____Sýnd kl. 7 og 9. I Undralæknirfim Mjög skemmtileg sænsk I mynd. Aðalhlutverk: Sigurð Walljen, Oskar Tornblom. Sýnd kl. 3 og 5. TRIPOLI-BÍÓ Rebokka Laurence Oliver Joan Fontaine Sýnd kl. 9. Rocky 66 n Skemmtileg og hugnæm ný I amerísk mynd. Aðalhlutverk: Roðdy McDowall Nita Hunter Sýnd kl. 5 og 9. Sími 1182. afiiiiiiiiiiiliiimiMiiHiiimii.Miniiiiiiliiifutinliiil ! NÝJA BÍÓ Hetjudáðir hermannslns Ný amerísk stórmynd og af- ar spennandi, byggð á sönn- um viðburðum frá 1933. Aðalhlutverk: James Stewart, Helen Walker, Lee J. Cobb. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Kafflhúsið „Emigranten£í INGEN VAG TILBAKA Spennandi.. og .. efnismikil sænsk kvikmynd. — Danskur texti. — Aðalhlutverk: Edvin Adolphson, Anita Björk. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ELDURINN ( gerir ekki boð á undan sér. | Þeir, sem eru hyggnir, i tryggja strax hjá Samvinnutryggingum f Vinsamlegast greiðið blaðgjaldið til innheimtn- manna vorra. Austurbæjarbíó ] SVIKARIM (Stikkeren) Aðalhlutverk: Edmund Lowe, Ann Toðd. Aukamynd* Landskeppni ís- lendinga og Dana í frjálsum íþróttum í sumar. Sýnd kl. 9. Nótt i Aievada Ákaflega spennandi ný ame- rísk kúrekamynd í litum með Roy Rogers og grínleikaranum Andy Devine. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. jiiiiHMiiiiiiiiin'iiiMÍíiiiiiiuííii'iiigim'iHmmiÍM-íS TJARNARBÍÓ KltlSTOIMC KÓLUMBUS Heimsfræg brezk stórmynd í ðlilgum litum Sýnd kl. 9. Bramíryðjandiim (Pacific Adventure) Ný amerísk mynd byggð á ævisögu flugkappans Sir Charles Kingsford Smith. Aðalhlutverk: Ron Randell. Sýnd kl. 3, 5 og 7. <wiwt»ui»uimimnmmiuiiiiiiuniimi,nnnmni Z uuui~>Miiin.iiiiiiiiiiuiiuiiiiiiii>-Miiuuiuiiumi = GAMLA Bfó! | San Franeisco Sýnd kl. 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekkil ______________ aðgang. | Br jár röskar dætur (Three Daring Daugthers) | Hin bráðskemmtilega söngva I og músíkmynd með: Jane Powell, Jeanette MacDonald, José Iturbi. Sýnd kl. 3 og 5. omnMiHiHMiiuiiiiiMMninii niiiMiiuiimmninn ..................... (hafnarbíó Þegar „Iffcspcrus44 strandaði Spennandi ný amerísk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Willard Parker, Patricia White, Edgar Buchanan. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Sala hefst kl. 11 f. h. Lokað nokkra daga vegna breytinga. Raftækjavcrzlunln LJÓS & HITI h. t. Laugaveg 79. — Sími 5184 Gerizt áskrifcndnr. Askriftarsími: 2323 TIMIIflV Frfent yfirlit (Framhald af 5. sinu.) dregið í efa, að Godthaab hefði næga afkomumöguleika. Sérfræðinganefnd, sem hefur rannsakað þetta nánara í sum- ar, hefur nú komist að þeirý niðurstöðu, að Godthaab sé vel til þess fallin að vera höfuð- staður Grænlands og hefur í samræmi við það gert tillögur um staðsetnlngu stjórnarbygg- inga, þinghúss, ráðhúss, spítala, barnaskóla, samkomuhúss og íþróttahús. Jafnframt leggur hún til, að núverandi bústað- ur nýlendustjórans verði tekinn undir grænlenzkt þjóðminja- safn. N.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn til Færeyja og Reykjavíkur 9. október. — Flutningur óskast tilkynntur skrifstofu Sam- einaða í Kaupmannahöfn sem fyrst. Frá Reykjavík ferð skipsins 16. okt. til Færeyja og Kaup mannahafnar) Farþegar sæki farseðla í dag. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson Sá sem vélS, koma 1—2 hestum til haga- göngu i haust og í gott fóður á komandi vetri, hafi sam- band við simastöðina Mar- teinstungu. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. I umboði Jóhs Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagl. BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. siml 5833 Heima: Vitastíg 14. iti þjódleIkhúsid í }J Laugard kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN ★ Sunnud. kl. 20.00 ÓVÆNT HEIMSÓKN ★ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. Sími 80000. --------------------------*---------------------- JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------123. DABUR ----------------------- of blauður. En þú hefðir þó átt að segja mér, hvað læknirinn sagði. — Ég kom með honum inn til þín, svaraði hann. En það var ekki hægt að tala við þig. — Lét hann í ljós grun? Gottfreð leit undan og fitlaði við umbúðirnar á hand- leggnum. — Læknirinn sagðist koma aftur í kvöld, ef nauðsyn krefði. Hann virtist halda, að þú þyrftir sérstakrar um- önnunar. 0 — Hann þekkir mig þá ekki vel, sag£i hún. — Það er gott fyrir þig, sagði hann. — Ég vil vita, hvað hann sagði, hvæsti hún óþolinmóð- lega. Skoðaði hann líkið? — Það gerði hann víst varla. Þetta virtist ekki koma honum á óvænt. Hann sagðist hafa búizt við þessu — hann befði aldrei viljað fylgja ráðum sínum. Hann minntist eitt- hvað á gallsteina og hjartaslag vegna áreynslu og ölvunar. Teresa horfði litla stund á elskhuga sinn. — Fékk hann þér dánarvottorð? — Nei! Ég þarf ekkert dánarvottorð. Læknirinn ætlar að sjá um öll formsatriði, svo að við þurfum ekki að mæða okkur við slíkt. Það kemur hingað í kvöld maður, sem þvær líkið og býr um það. — Og kistan? — Við verðum að bíða þar til Felix og Soffía koma og vita, hvað þau vilja. — Fyrst og fremst verður þú sjálfur að vita, hvað þú vilt. Kistan verður að vera úr mjúku tré, svo að hún fúni sem fyrst. Gottfreð leit á hana. Skyndilega vaknaði i brjósti hans djöfullegt traust á Teresu. Teresa var miklu skapstyrkari og ósveigjanlegri en hann hafði búizt við. Hún var honum óræð gáta. Hún hafði gert hann samsekan um þennan glæp, velt meðábyrgðinni yfir á herðar hans og hlekkjað hann við sig. Og þó vissi hann ekki einu sinni, hvernig hún hafði drýgt glæpinn. — — Teresa, sagði hann. Ég er hræddur við örlög þín. Hún gekk til hans og lagði höndina á höfuð honum. — Þú ert hræddur við örlög mín! Það gleður mig, því að nú veit ég, að þú munt elska mig. Við munum hræðast hvort annað jafn mikið og við elskum hvort annað. Það er gott. Leiðir okkar munu ætíð liggja saman. Hann gaut augunum til hennar. Hversu djúpt var hann ckki sokkinn, menntamaðurinn! Hann hafði látið hana buga sig, og nú hlustaði hann rólegur á orð þeirrar konu, sem hafði byrlað föður hans eitur. Hann lokaði augunum. Teresa stóð kyrr og horfði kæruleysislega á hann. Allt í einu opnaði hann augun aftur. — Ég öðlast ekki frið, fyrr en hann er kominn í jörðina, sagði hann. Svo stóð hann upp og gekk út að glugganum. — Það er kalt, sagði hann. Er nokkur niðri? — Bara Minna. Ég sendi Lovísu að kaupa svart silki í sorg- arbúning. — Ég sagði Röthlisberger að sækja Felix og Soffíu á stöð- ina. Hvernig get ég horft framan í þau? Eða yfirleitt staðið uppréttur í návist þeirra? Hingað mun koma fjöldi fólks, og allir munu mæna á mig. Er ég öðru vísi en áður, Teresa? Líttu á mig, Teresa. Heldurðu nú, að ég sé hræddur? Hann sló sig hvað eftir annað á brjóstið með hendinni, sem var ósködduð. — En það býr elíthvað í brjósti mínu, sem ég er hræddur við, sagði hann. Eitthvað, sem aldrei veitir mér frið. Hann staðnæmdist frammi fyrir Teresu. Hún leit upp, sein- lega, og hann virti hana fyrir sér fölar og ávalar kinnar hennar og dökkt, bylgjandi hárið. Hann renndi augunum yfir kjólinn. Undir þesSum kjól var hinn snjóhviti líkami henn- ar, sem hann gat nú átt einn. — Það er sama, hvað við gerum, sagði hann. Nú er enginn þröskuldur okkar á milli. Eitrið frá þér hefir tekið sér ból- festu í mér. Nú skalt þú vera mín i augsýn allra. Lofum þeim að æpa „sig hása! Lofum þeim að traðka á okkur og merja okkur eins og flugur! Það brann eldur úr augum hans. Teresa tók báðum hönd- um utan um höfuðið á honum. — í gærkvöldi hnipraðirðu þig skjálfandi saman í rúmi þínu. Hvers vegná tókst þú ekki í taumana? Þig barst mann- úóm til þess. Þú reyndir það. En þú reyndir það ekki nógu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.