Tíminn - 19.10.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1950, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 19. október 1950. 232. blað. Konan frá Shaiighai Aðalhlutverk: Rita Hayworth Orson Welles. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Sími 1182 Tumi litll (The Adventures of Tom Sawyer) Bráðskemmtileg amerísk kvikmynd gerð eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Mark Twain, sem komið hefir út á íslenzku. Sýnd kl. 5, 7 og 9. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMitiiiMmuMiiiiiiiHiiinuimiil S NÝJA BÍÓÍ 1 Freistingar stórborgarinnar § (Retour a l’aube) | Tilkomumikil og mjög vel leik § in mynd eftir sögu Vicki | Baum. Aðalhlutverkið leikur | frægasta leikkona Frakka: | Danielle Darrieux. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára § BÆJARBIO) HAFNARFIRÐI I Bróðir Jónatan (Brother Jonatan) Áhrifamikil og afar vel leik- | in setórmynd byggð á skáld- \ sögu Frances Jones. Aðalhlutverk: Michael Dennis, Tinlag Curreg. Sýnd kl. 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér, Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá I Samvmnutryggingum ; I Nýja fasteigna- ( salan I Hafnarstræti 19. Sími 1518 I Viðtalstími kl. 10—12, 1—3 | og 4—6 virka daga nema | laugardaga kl. 10—12. | Fasteigna-, ^bif- {reiða-, skipa- og verðbréfasala Gerizt áskrifendnr. Askriftarsírai: 3323 TIMINN llllllll■llllll■llll■lllllllllllllllllmllMlllllllllllllllllll■lllll | Austurbæjarbíó | M A N O | Ákaflega spennandi og djörf | frönsk kvikmynd. Aðalhlutverk: Cecile Aubry. Bönnuð börnum innan 16 Sýnd kl. 7 og 9. Perluræningjar -í Suðurhöfum Mjög spennandi amerísk kvik mynd. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Fyrirheitna landið (Road to Utopia) Sprenghlæileg ný amerisk mynd. Aðalhlutverk: Bing Crosby Bob Hope Dorothy Lamour. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Allra síðasta sinn 4HUMu>»mii»miiiiiiuMMiiii,-iiuuiiiiiiiiiiiiiiiwi MIIMI—M|||in.llllllimillltMIIM-M«~MHl,l,,l|l||lltlH GAMLA BÍÓ Þriðji maðurinn (The Third Man) Gerð af London film undir | stjórn Carol Reed. Aðalhlutverk: Josehp Cotten Valli Orson Welles Trevar Howard Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki | aðgang. HAFNARBÍÓ; Sjóliðaglettur Bráðskemmtileg og smel sænsk gamanmynd. Aðalhlutverk: Ake Söderblom Thor Modéen Sichen Carlson Sýnd kl. 5, 7 og 9. | Lokað nokkra daga vegna breytinga. Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. | Laugaveg 79. — Simi 518A | Fasteignasölu I miðstöðin \ Lægjarg. 10B. Sími 6530 1 i Annast sölu fasteigna, i ! skipa, bifreiða o. fl. Enn- I | fremur alls konar trygging i I ar, svo sem brunatrygging [ i ar, innbús-, líftryggingar i i o. fl. í umboði Jóns Finn- i [ bogasonar hjá Sjóvátrygg- f | ingarfélagi íslands h. f, i ! Viðtalstími alla virka daga f | kl. 10—5, aðra tíma eftir i i samkomulagi. iiimiimiiiiMiiimiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi Erlent yfirlit (Framhald af 5. slöu.) ráð sín yfir aðrar þjóðir. Hún tók upp nýja nýlendustefnun á ráðstjórnarvísu. Þessi nýja nýlendustefna hefir víða náð fullum yfirráðum, og arðræn- ir fjölda þjóða, sem áður voru frjálsar. Einnig hefur Ráðstjórn in neitað allri samvinnu og meinað fylgiríkjum sínum að hafa samvinnu við þær þjóðir, sem hún hefur ekki náð yfir- ráðum yfir. Á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna hafa Ráð- stjórnarríkin stöðugt tafið fyr- ir afgreiðslu mála og neitað að taka þátt í starfsemi samtak- anna í þágu efnahagsmála, fé- lagsmála og menningarmála, sem viðurkennd er í stofnskrá samtakanna og mánuðum sam an neituðu Rússar að taka þátt í störfum Öryggisráðsins. Þess ar aðfarir Ráðstjórnarinnar hafa stefnt heimsfriðnum í voða og stuðlað að ofbeldi og ofbeldishótunum. Rússar neyða lýðræðisríkin til vígbúnaðar. Atburðirnir í Kóreu hafa leitt það í ljós, að ofbeldishneigðin á miklu fylgi að fagna í heim- inum. Ráðstjórnarríkin og fylgi ríki þeirra hafa geysimikiu og öflugu herliði á að skipa í Vest ur-Evrópu og Asíu, og þessir herir eru stöðug ógnun við heimsfriðinn. Meðan herir þess ir eru notaðir til að ógna öðr- um ríkjum, hafa frjálsir menn þann kost einan að beita afli jgegn »fli, vilji þeir halda frelsi sínu og þetta starf verða frjálsar þjóðir að vinna í sam- einingu og efla svo herstyrk sinn, að það sé ljóst, að ofbeldi borgi sig ekki. Við munum halda áfram að efla herstyrk og landvarnir okkar í fullri al vöru og engin breyting verður þar á, þótt vel hafi gengið i Kóreu. Það er ekki að eigin ósk, sem við aukum herstyrk okkar, heldur vegna þess, að stefna Ráðstjórnarríkjanna neyðir okkur til þess. Ráðstjórnarríkin geta breytt þessu ástandi með því einu, að gefa óhagganlegar og jákvæðar sannanir fyrir á- setningi sínum um að vinna fyrir friðinn. Ráðstjórnin getur sannað friðarvilja sinn með því að standa við skuldbindingar Sáttmála Sameinðu þjóðanna, með því að sameinast öðrum ríkjum innan samtaka Samein Norður-Kóreumenn til að leggja uðu þjóðanna, um að hveti£. niður vopn, með því að lyfta Járntjaldinu, og leyfa frjálst menningarsamband og með því að taka fullan þátt í tilraunum Sameinðu þjóðanna til að koma á fót starfhæfu kerfi sameigin legra landvarna, kerfi sem ger ir mögulega algera eyðileggingu kjarnorkusprengjunnar og stór felldan niðurskurð og eftirlit með öllum öðrum vopnum og herafla. J6HN KHITIEL: FRUIN A GAMMSSTÖÐUM 132. DAGUR BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, síml 5833 Heima: Vitastig 14. í Jg ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtud. kl. 20.00. PABBI ★ Föstudag kl. 20.00: PABBI Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. Sími 80000. Tekið á móti pöntunum lendinu, en um miðbik janúarmánaðar linnti úrkomunni og birti í lofti. Þá var allt hulið þykkum fannafeldi — enda- laus snjóbreiða, hvert sem litið var. Brennihlaðarnir á bæjunum lækkuðu smám saman, og heyið eyddist, því að gripirnir þurftu sinn sker^ daglega. Margur bóndinn steig fast niður fæti, er hann hugði að stabbanum í hlöðunni sinni. Ljósgrár reykurinn lyppaðist upp um reykháfana á Gammsstöðum. Dyrum og gluggum var vandlega lokað, og niður úr þakskegginu héngu stórir ísdrönglar. Kýrnar baul- uðu í fjósinu, og loðinn hundur spigsporaði nasandi á hlað- inu. Hér virðist friður og ró yfir öllu, og hér sást hvergi minnsti vottur eymdar, sem þrúgar heil hverfi í stórborg- unum. Gottfreð var á leið heim að‘ Gammsstöðum. Hann stikaði í gegnum þorpið. Það var orðið nokkuð langt síðan hann var hér á ferð, því að hann forðaðist þorpsgötuna, eins og hann gat. Yfirleitt var honum illa við að verða á vegi fólks úr þorpinu. En nú var hann hér á göngu. Honum hafði flog- ið í hug, að fólki myndi þykja það einkennilegt, ef honum brygði aldrei fyrir. Það gat vakið óheppilegar spurningar. Hvað er orðið að Gottfreð? myndi það segja. Hann er hætt- ur að sjást. Hann er þó enn á Gammsstöðum. Hverju skyldi þetta sæta? Fyrst gekk Gottfreð hratt. En þegar hann kom að kirkj- unni, sá hann, að menn komu niður göturia, og þá hægði hann á sér. Það gat verið, að þeim þætti hann ganga und- arlega hratt. Hann hneppt* að sér dökkum írakkanum, slangraði áfram, hneppti frakkanum frá sér aftur og reyndi að vera eins glaðlegur á svipinn og honum var framast unnt. En honum tókst þó fremur illa að hafa stjórn á and- litsvöðvunum. Já, andlitið! Það var undarlega magurt og tekið. Þegar hann kom að búð Búhlers, sá hann, að Steiger var þar inni. Hann var í grænum einkennisbúningi með gyllta hnappa og sverð við hlið. Gottfreð varð hverft við. Hann gleymdi skyndilega, hvar hann var staddur. Þarna var lögregluþjónninn — náttúrlega! Hvað annað? En hvers vegna skaut Steiger allt í einu upp hér? Hvers vegna varð hann á leið hans, þá einu sinni, að hann hætti sér í gegn- um þorpið? Það var skrítið! Og þetta var mikið vandamál. Slík vandamál voru honum svo oft að höndum færð, þegar hann var sízt við þeim búinn. Steiger varð litið til hans. Hann átti enn ófarna ein tuttugu skref að búðinni, og þó varð Steiger litið til hans. Og hann heilsaði honum ekki -— kinkaði ekki til hans kolli. Og þó fór það orð af Steiger, áð hann væri kurteis maður. Það var almannarómur, að hann væri strangur lögreglu- maður, en það bar honum enginn annað á brýn en hann væri kurteis. Gottfreð lá við öngviti. Þó komst hann að búðardyrunum, og þar nam hann staðar. Hann starði á vör- urnar í sýningarglugganum — skíði, bindi, peysur, súkku- laði og sleða. Sleðana var líka hægt að fá að láni. Enska töluð, stóð þar á spjaldi. Hvenær hafði Buhler lært að tala ensku? En hvers vegna kom Steiger ekki út? Hvað var hann að gera inni í búðinrif? Hvað skyldi hann vera að tala um? Við þeirri spurningu þorði Gottfreð ekki að ímynda sér svar. Það var auðvitað heimskulegt af honum að búa í sama húsi og Teresa. Þáð var jafn heimskulegt, þótt fólk vissi, að hún var vanfær. Hún var kona, og hann var þó karl- maður. Hvernig gátu þau leyft sér að búa í sama húsi? Gottfreð stakk hendinni í brjóstvasann, og þá mundi hann skyndilega eftir bréfi, sem hann hafði fengið frá Soffíu. Þar var eitt vandamálið enn. Hann hafði ekki enn haft manndóm til þess áð svara bréfinu. í því var dulbúin ávítun fyrir það, að hann skyldi búa undir sama þaki og Teresa. Þar að auki var þar önnur vísbending: Barbara Gotsch, ung og efnuð stúlka, var gestur hjá systur hans í Thun. Dapurlegt bros lék um varir Gottfreðs. Barbara Gotsch! Hvað varðaði hann um þessa Barböru? — Nú er ég búinn að standa hér langan tíma, sagði hann allt í einu við sjálfan sig. Því í fjandanum stend ég hér? Þeir horfa auðvitað á mig úr búðinni. Hvað skyldu þeir halda? Á ég að fara? Þá heldur Steiger, að ég sé hræddur. Nei — hann má ekki halda, að ég sé hræddur.... Gottfreð gekk upp þrepin og opnaði búðardyrnar. Hann heyrði bjöllu hringja. — Góðan dag, sagði hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.