Tíminn - 01.03.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1951, Blaðsíða 3
50. blað. TÍMINN, fimmtudag'nn 1. marz 1951. 3. j /slend.ingal)ættir Dánarminning: Olga Guðbjörg Stefáns- dóttir, flug'perna „Skjótt befir sól brugðið sumri“. Þann 31. jan., er Glitfax‘ týndist, áttu margir um sárt að binda, og þær vonir, sem þá lifðu í brjóstum manna I um möguleika á happasælum | ferffalokum flugvélahnnar —j eða þá stórslysalausum, — eru nú að engu orðnar, og sára-, bætur engar, á yfirborðlnu. í sambandi v ð hið mikla; flugslys og tilfinnanlega mannfali í fámennu þjóðfé- íagi, er hugur minn mest bund inn v:ð elskulega frænku mína, Glgu Stefánsdóttur flugþernu. Veit ég þó, að öðr- um hnígur hjarta nær hið sviplega fráfall hennar, þ. e. fyrst og fremst unnustan- um, foreldrunum, systur og ömmu. Þær mæðgurnar þrjár, er ég nefndi, voru sárar fyr'r, á sama hátt og nú, því að þess er skammt að minnast, að Þorgerður, móðursystir Olgu fórst í flugslysinu mikla í Héð insfirði fyr.'r nokkrum árum, ágætlega gefin og gerð ung stúlka, sem þá var að hefja .fyrirhugað lifsstarf s'tt sem húsmæðrakennari, vel undir það starf búin sakir góðrar menntunar og mikilla hæfi- le;ka. Og fyrir um það bil ald arfjórðungi fórst móðurbróðir .Olgu í snjóflóði, ungur og efnilegur maður. Hér. hefir þá þrisvar verið veg;ð í hinn sama knérunn með svipuðum hætti. En það sannast á móð- urinní — nú hátt á áttræð-s- aldri, — sem þannig hefir mátt sjá á bak tveim börnum sínum og einu barnabarni,. að „Sjáirðu einhvern einan af því að Guð v ll reyn’a ’ann þeim Guð er sjálfur nær, —“ því að enginn hinna næstu viðkomenda ber sár sín betur en hún. .Olga Guðbjörg Stefánsdóttir var fædd í Réykjavík 24. apríl 1929, dóttir hjónanna Bryn- veigar Þorvarðardóttur prests að Stað í Súgandafirði. Bryn- jólfssonar, og Stefáns prent- ara Björnssonar Þorkelssonar úr Borgarfirði eystra. Hún ólst upp hjá foreldr- um sinum fyrst og síðan hjá móður s nni í Kaupmanna- höfni en nokkuð var hún e.inn ig hjá ömmu sínni, Önnu Stefánsdóttur prests að Hjaltastað, Péturssonar prests að Valþjófsstað, Jónssonar vefara. í Kaupmannahöfn fékk Olga menntun sína, auk al- .mennrar unglingafræðslu, m. a- í tungumálum og vélritun, til undirbúnings skrifstofu- störfum. Fyrir tæpum 2 árum kallaði útþrá n hana til að gerast flugþerna hjá Flugfé- lagi íslands, en ekki mun hún hafa hugsað sér það starf til langrar frambúðar og var ráð in í að hætta því bráðlega, er hún opinberaði trúlofun sína. rétt þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn nýtt ár nú um siðustu áramct. Þó fór það svo, að hún fór sína síðustu ferð á vegum Flugfélags ís- lands. Þar með voru vængstýfðar með öllu bjartar og kærar framtíðarvonir, sc.-n v ö henni blöstu og unnusta hennar, Hauki kennara, syni Siguröar kennara Sigurðssonar frá Kálfafelli og konu hans, Auð- ar Jónsdóttur Víðis frá Þverá (en móðir Auðar, Halldóra Sigurðardóttir frá Kolsstaða- gerði, Guttormssonar, er son- ardótt r Halldóru Jónsdóttur vefara). Eg sá Olgu síðast, þegar hún sagði mér frá trúlofun sinni, og þá skein sannarlega gleði á vonarhýrri brá, bjart- ari og hreinni en ég hefi í annan tíma séð á nokkru and- lit'. Olga var of ung til þess, að hún láti eftir sig lífssögu á almennan mælikvarða. en hún lætur eftir sig minning- ar, sem aldrei gleymast v n- um hennar, því að hún var framúrskarandi hugljúf og elskuleg stúlka. Yfir og i allri hennar framkomu og viðmóti var gleðj.jgóðvild og umhyggja í annarra garð. Hún var sem sólargeisli, bæði bjartur og hlýr, svo að bjart varð og hlýtt, hvar sem hún kom. Fyr'r því finnst okk ur ættingjum hennar og vin- um, sem sólin hafi misst nokk uð af birtu s'nni og yl, þegar Olga er farin. Á minningu Olgu fellur eng nn skuggi, og hún mun verma hjartarætur okkar. — Og það mun hún o:t gera. Eftir að þessi fáu minning- arorð voru skrifuð, hefi ég fengið hina ákjósanlegustu staðhæfingu á ummælum mín um um mannkosti Olgu, þar sem hún vitnar um sjálfa s g í broti úr dagbókarblöðum sínum, er hún var um 16 ára aldur og átt: þá á bak að sjá kærri vinstúlku s.nni. Hún skrifar þá í dagbck sína: Vina mín! Ég get með engu móti skil ð, að þú sért ekki hérna lengur, — að við mun- um aldrei sjást oftar, fyrr en ég kem til þín. Ég sé sárt eftir því, að ég skuli nokkurn tíma hafa verið vond við þig, — en svona er það ætíð: Við iðr- umst alltaf, þegar einhver v’n ur okkar er dá’nn; meðan hann 1 fir erum við ekki hrædd við að særa hann. — Vina, þú fórst á undan mér, og þess vegna bið ég þig, ef þú hefir mátt t;l þess: hjálp- aðu mér til að gleðja aðra og gera aðra hamingjusama. Allt llf Olgu;. eftir að hún Ekrifaði þettj, sýn;r að hún Utan úr heimi Falsaðar kvikmynd r. Tvær amerískar kvikmyndir, sem nefnast „Mr. Deeds goes to town“ og „Mr. Smith goes to Washington“ hafa undan- farið verið sýndar í Moskvu við mikla aðsókn. Ameríska utan ríkisráðuneytið hefir nú kraf- izt þess að sýningu þeirra verði hætt, þar sem þær séu stórlega falsaðar. Myndirnar voru gerðar fyrir stríðið og breyttu Þjóðverjar þeim til að nota þær til áróðurs gegn Bandarikjunum. Rússar náðu í þessar þýzku útgáfur af myndunum, en hafa ekki not- að þær fyrr en nú. ★ Hættir hljómsveitarstjórn. Talið er líklegt að Tosca- nini sé um það bil að láta af hljómsveitarstjórn um þessar mundir, enda er hann orð- inn áttræður. Hann meiddist einu sinni i hné og það bagar gamla manninn dálítið. ★ Líknarsjóður. Kona ein í Danmörku, sem er nýlega látin, lét eftir sig stórfé, og ráðstafaði því til ýmis konar líknarstarfa. Með al annars á að verja nokkr- um hluta vaxtanna til hugg- unar og styrktar ógiftum ein- stæðingskonum, sem ekki eiga einu sinni hund. Afleiðingarík vanræksla Eflir Þ®rb;jöi’n Bj«>rnsí»oii, Geitaskarði Nýr skattur. Það er dönsk fyndni, sem komið hefir upp á hinum síð- ustu og verstu tímum, í leit eftir nýjum tekjustofnum fyrir ríkið til að standast kreppu- ráðstafanir, að reyna mætti að leggja sérstakan skatt á dýr tíðartillögur og kreppuráð- stafanir. Ari Arnalds í útvarpinu Sjaldan ber það við, að mér verði sérstakir útvarpsþættir lengi minnisstæðir. Um dag- skrá útvarpsins er svipað háttað og um blöð og bækur, að hver þáttur hleðst þar á annan ofan og eldri efni, þótt góð hafi verið, líða fljótt úr minni eða grafast í vitund- inni undir fargi nýrra minn- isefna. En þáttur Ara Arnalds „Grasakonan við Gedduvatn“ líður mér ekki úr minni. Ég hygg, að hann líði mér aldrei að fullu úr minni. Enda var hann meðal ágætustu dag- skrárþátta, sem Ríkisútvarp- ið hefir flutt og látinn koma í stað laugardagsleikrits. í þessum þætti Ara fór sam an ritað efni, örlagaþrungið, dulrænt, ævarandi þj óðar- sögn. Frásagnarháttur eins og gerist beztur, málfar látlaust en sterkt eins og það gerist bezt á tungu islenzkrar al- þýðu. — Loks var umgerð þáttarins í útvarpsflutningi með ágætum. Það mun vera einlæg ósk margra manna, að Ara Arn- alds mætti endast líf og starfs orka, til þess að draga úr djúpi íslenzkrar sagnvísi sem flesta slíka ágætisþætti og að almenningi mætti gefast kost ur á, að eignast þá í snoturri bók. Jónas Þorbergsson. hefir verið ríkulega bæn- heyrð. Það spruttu blóm i hverju hennar spori, öðrum til gleði, og þó mest henni sjálfri. Metúsalem Stefánsson Ekki get ég út fundið fram- bærilegar afsakanir fyrir tóm læti ríkisvalds og annarra þeirra aðila, er skylda ber til að annast sölu þeirrar fram- leiðslu vorra bænda, er utan lands eru seljanlegar, — að ekkert skuli hafa verið i þvi gert að afla erlendra mark- aða fyrir. ísl. hross, nú s.l. ár. Það vantar þó ekki upphróp- anir og hávært tal, um að leita þurfi nýrra og betri markaða fyrir allar möguleg- ar sjávarafurðir, og mönnum, hálaunuðum af ríkisfé, er þeitt út um lönd og álfur til markaðsleita og samninga- gerða, varðandi fisksölumál. En til hins er ekki hreyfð hönd né tunga, — svo að til gagns komi sölu ísl. hrossa úr landi. — Þaö virðist svo, að þeir menn, sem skýlausa bera skyldu til framkvæmda í þessu máli, haldi sig að hurð- arbaki og uni vel næðinu og athafnaleysinu. Þeim gleym- ist við stólmýktina og stofu- ilinn, að norðlenzkir bændur, sem nú heyja hörðustu bar- áttuna við heljarveður og fannfergi á svellaðri og gras- byrgðri jörð, bera nú þyngri raun en ella hefði þurft. hefði með dug verið á haldið hrossa sölumálum þeirra á s.l. ári. — Það er fullyrt og því föstu slegið sem sannindum, að þau hross, er á síðari árum hafa héðan verið úr landi seldi, hafi áunnið sér hið bezta traust kaupenda og notenda sinna, og því fyllstu likur til, að mjög gott verð hefði feng- ist nú fyrir ísl. hross. Þrjár tel ég höfuðástæður til að hér hefði verið á máli tekið með skilningi og festu. í fyrsta lagi er það aðkall- andi fjárhagsleg nauðsyn fyr ir stóðeignabændur, hér í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum og liklega víðar. að fá hagstætt verð á lífmarkaði fyrir 4—8 vetra hesta og hryss ur. Því þótt sæmilegt blóð- vallarverð hafi fengist fyrir folalda- og tryppakjöt, þá hefir niðurlagsverð á ung fullorðnum hrossum verið hraklega lágt og varla von aá bændur geti fengið sig til að leggja að velli fallega hesta og hryssur fyrir slíkt verð. Það er auðskilin nauðsyn, að bændur í áðurnefndum sýsl um verði að fá sem greiðasta sölu og bezt verð, fyrir hrossa framleiðslu sína. Þar sem þeir hafa undanfarin áruatug búið við þrælatök fjárpest- anna og eru nú búnir að gjör eyða fjárstofni sínum, ný- skeð og fjárbú þeirra því mjög fákinduð, — víðast, og kúabú frekar smá — og til viðbótar lélegt mjólkurverð, — eða stórum lægra en hjá vestur- og suðurlandsbænd- um. Önnur ástæðan er sú, og ekki veigaminni hinni fyrri, að liklegasta og beinasta leið in til að fá stóðinu fækkað verulega, en það er hin mesta nauðsyn, er að þeir fái sem bezt niðurlagsverð fyrir yngstu jafnt sem elztu hross- in, og þá ekki síður hitt, að þeir fái hagstæðan utanlands markað fyrir ungfullorðin hross á áðurgreindum aldri. Þriðja ástæðan sem styð- ur sölu hrossanna erlendis, er sú, að fyrir þau fengist gjald eyrir, er nokkru gæti numið, en nú er stöðugt jarmað um gjaldeyrisvandræði — og víst ekki að ástæðulausu. Væri nú svo að hinir út- lendu kaupendur teldu sér örðugt að greiða hrossin í reiðufé, — þá ætti sú leiðin að vera opin að taka notvöru uppi í greiðslu hrossanna. Önnur leið gæti verið sú. að veita ársfrest á greiðslu hrossanna, — því mundu bændur hafa reynt að una. Þegar þessar línur eru hrip aðar hafa um tveggja mán- aða skeið verið æsiveður, fannfergi og svellalög og spent helgreipum meginhluta norðlenzkra byggða, með þeim afleiðingum, að heita má, að öll beitarbjörg fyrir stóðpening hrossahéraðanna sé farin. Hve lengi slíkt á- stand og neyðarhorfur vara, veit enginn, en þótt svo vel til félli, að til langvarandi þýðviðra brygði innan skamms, svo upp skyti hrossa högum, til nokkurs léttis og lífsvonar hrossunum, þá hafa nú þegar skapast miklir örð- ugleikar og kvíðvænlegar horfur og til þeirra örþrifa- ráða verið gripið að reka til blóðvalla á miðjum vetri, hundruð aflagðra stóðhrossa, án vissu um viðunandi nið- urlagsverð. Hefði bændum í Húnavatns- og Skagafjarð- arsýslum verið gefinn kostur á s. 1. sumri, eða hausti, að losna við nokkur hundriið hrossa, til utanlandssölu, væru þó þeim hundruðunum færri hrossin, er nú þurfa að ráfa um soltin og kviðdregin, um hjarnbreiðurnar. — Svo að síðustu þetta: eg tel það hina mestu nauðsyn hún- vetnskum og skagfirskum bændum, að stórfækka hross unum svo skjótt, sem viðun- anlegir kostir gefast þar til, — gera það áður en kúm fjölgar eða fjárbú stækka en að slíku er nú stefnt um þessi héruð. — Það þýðir ekki fyr- ir okkur, að neita þeirri stað- reynd að stóðeign er hóflaus víða, — því mjög skortir á húsaskjól og fóðurtryggingu fyrir mik;nn fjölda hrossa.— Væri betur að þannig úr rætt ist illum horfum nú, að ekki hlytist hagsmunatjón og sómaskerðing, af varfærnis- lausum ásetningi hrossanna. 30 ára góðæri hefir gert okkur andvaralausa, íslend- ingana á ýmsum sviðum, en það verða bændur að skilja, að slíkur hugsunarháttur má ekki viðgangast í ásettnings- málum að tefla sífellt á tæp- asta vað. En til þess að geta söðlað hér um, þurfa bændur að njóta skilnings og aðstoð- ar þe’rra aðila er skyldur hafa þar til. Geitaskarði, 26.1. 1951, Sérleyfísferðir alla daga alla daga frá Reykjavik kl. 9 f. h. og kl. 5 e. h. Afgreiðsla hjá Frímanni Hafnarhúsinu. Frá Stokkseyri—Rvík. kl. 9.30 f. h. Frá Eyrabakka—Rvík. kl. 10 f. h. Frá Hveragerði—Rvík. kl. 10.30 f. h. Frá Selfossi—Rvík. kl. 11 f. h. og kl. 3 e. h. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.