Tíminn - 04.03.1951, Side 6
6.
TÍIVIINN, sunnudnrnn 4. ítiarz 1951.
53. blað.
Tjulu-Bellc
Mjög skemmtileg og spenn-l
ani ný amerísk mynd með j
hínum vinsælu leikurum: j
Dorothy Lamour
Georgc Montgomery
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Ansturbæiarbrö
Elrig'lilííii íloek
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7.
| Grlcnt yfirlií
TRIPOL!-BÍÓ|jU
Frsimskó«*'a-
síúlkan
(Jungle Girl)
— I. hluti —
Sýnd kl. 5.
Kabarett kl. 9.
OTXRniJGAR
(Brave Men)
Gullfalleg ný, rússnesk lit-
kvikmynd, sem stendur ekki
að baki „Óð Síberíu". Fékk
1. verðiaun fyrir árið 1950.
Enskur texti.
Gurzo
Tshemova
Sýnd kl. 9.
— \
Olíufunduriim
(Strike it Rich)
Afar spennandi ný, amerísk
mynd um baráttu fyrir olíu-?
imdum.
Rod Cameron
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
TJARNARBIO
■ Lcymks riió íissa r
stópfeorgarinnar
(Johnny O’Clock)
Amerisk sakamálamynd,
spennandi og viðburðarík.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
NÝJA BÍÓj
IVæturæfintýrl
(Half Past Midnight)
Aukamynd: Hertir til hnefa-
leika. — íþróttamynd. — |
Bönnuð börnum yngri en 12*
ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Vcr hcldnsu hcim
Grínmyndin mikla með:
Abbott og Costello.
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f. h.
BÆJARBÍÓ!
HAFNARFIRÐI
Máfurinn
Hin glæsilega stórmynd eftir
samnefndri sögu Daphne Du
Maurier.
Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f. h.
CjinaL JC
auAi
/■
ÍGAMLA BIO
Ég man þá tíð
! Ný amerísk söngvamynd í
I eðlilegum litum.
Mickey Rooney
Gloria de Haven.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Enginn scr við
Ásláki
Sýnd ki. 3.
Jiu-fsusuýSo&uA/vxt ÆejtciAJ
; 0uci/eU*$ur %
Bergur Jónsson
- r* ■
HAlaflutnlngsskrifstofa
Laugaveg 65. SXml 5833.
Halma: Vltaatlg 14.
Atfkriftarsímfi
TIHINW
SS2S
Gerfzt
ánkrifcMiiwr*
HAFNARBÍÓ
Ævintýri
Kornhloms
Bráðskemmtileg ný sænsk
grínmynd, gerð eftir skop-
myndasyrpu Elov Perssons.
Aðalhlutverk:
Ludde Gentzel
Dagmar Ebbesen
Julia Cæsar
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Menningartengsl Islands og
Ráðstjórnarríkjanna.
Sýning í Lista-
manna.skálanum
Myndir úr þjóðlífi og menn-
ingu allra 16 Ráðstjórnarlýð-
veldanna. Einnig verða sýnd
ar myndir úr lífi vísinda-
mannsins: Ivans Pavlovs og
frá Litla leikhúsinu í Moskvu.
Sýningin verður opin daglega
kl. 2—10 e. h. í dag, opið frá
kl. 10—10. — Litkvikmynd-
in Eyðimörkum breytt í akur
lönd sýnd kl. 5 og 9.
Ókeypis aðgangur fyrir fé-
lagsmenn sem sýni skírteini.
Stjórn MÍR.
(Framhald af 5. síðu.)
landamæri Póllands og Rúss-
lands. Pólverjar notuðu sér hins
vegar erfiða aðstöðu Rússa þá
til að ná undir sig miklu meira
landi, þar sem aðallega bjuggu
Ukraniumenn og Hvít-Rússar.
Landamæri, sem geta skapað
nýjan nazisma.
Samkvæmt framansögðu má
telja víst, að vesturveldin muni
taka þá afstöðu að neita að við-
urkenna Oder-Neisse-línuna.
Þau munu telja, að með henni
sé gengið alltof nærri Þýzka-
landi. Samkvæmt henni yrðu
Þjóðverjar að framselja land,
sem væri 75 þús. ferkm. eða aila
Schlesíu, meginhluta Pommerns
og hálfa Brandenburg. Þetta eru
ekki aðeins sum auðugustu
landbúnaðarhéruð Þýzkalands,
héldur er á þessu svæði annað
auðugasta iðnaðarhérað Þýzka-
lands, Efri Schlesía.
Óhætt mun mega segja, að
afsal þessa lands muni sæta
eindregnum mótmælum svo til
allra Þjóðverja. Sá áróður aust-
ur-þýzku stjórnarinnar að kalla
Oder-Neisse-línuna „friðar- og
vináttulandamæri” hefir engan
árangur borið. 1 sambandi við
Þýzkalandsmálin er aðstaða
Rússa ekki sízt veik á þessu
sviði. Meðan þeir halda fraih
Oder-Neisse-línunni verður erf
itt fyrir þá að vinna hylli Þjóð-
verja, en hins vegar munu þeir
tapa fylgi Pólverja, ef þeir falla
frá henni.
Af hálfu vesturveldanna mun
því ekki aðeins haldið fram, að
þessi landamæri séu ósanngjörn
frá efnahagslegu sjónarmiði.
Þau séu ekki síður ósanngjörn
frá þjóðlegu sjónarmiði, og þó
vegi það kannske þyngst af öllu,
að þau séu hættuleg frá sjónar-
miði friðarins. Þau geti gefið
nýrri þýzkri þjóðernisstefnu byr
í seglin. Þetta munu Rússar einn
ig gera sér ljóst og sé nokkuð,
sem getur breytt afstöðu þeirra
í þessum efnum, verður það
þetta sjónarmið. Rússar hafa
sjálfir fengið að kenna á þýzkri
þjóðernis- og landvinninga-
stefnu. Ýmsir gizka lika á, að
þeim væri ekki ósárt að skipta
hér um stefnu, ef þeir óttuðust
ekki að það myndi valda þeim
álitshnekki í leppríkjunum, en
þar telja þeir aðstöðu sína vart
of trausta um þessar mundir.
♦
Kabarctt
(Framhald af 3. síðu.)
þróttamenn, fjórir piltar og
ein stúlka-
Þeir, sem vilja styrkja dval-
arheimili aldraðra sjómanna,
með því að skemmta sér fyrir
20 krónur, mega gera ráð fyrir
því, að þeir skemmti sér vel
meðan á kabarettinum stend-
ur og verði hann minnisstæð
ur, en það er alltaf nokkurs
virði.
Á sýningunni tóku menn í-
þróttamönnunum með mikilli
aðdáun og fögnuði.
H. Kr.
AuqlijAtö í T/manum
ííí
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sunnudag kl. 14.00.
Siiædrottningiii
Uppselt.
Sunnudag kl. 20
Flekkaðar hendur
Bannað börnum innan 14 ára.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13.15—20.00 daginn fyrir sýning
ardag og sýningardag.
Tekið á mótí pöntunum
Sími 80000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
48
herrann hafði látið frá sér, og auðkýfingurinn fann á-
nægjuna af frumstæðu lífi streyma um sig. Fyrir mörgum
árum hafði hann verið berfættur fátæklingur, og þá hafði
hann oít setið með kaffikvörnina milli hnjánna og malað
fyrir móður sína. Það mundi hann- nú.
— Hvers vegna eruð þér svona fálátur? spurði Friðrika
allt í einu. Vatnið sýöur.
Stefansson spratt á fætur og hellti nýmöluðu kaffinu i
koparketilinn. Það sauð, og briin froðá vall upp á ketil-
barminn. Þau .heiltu í bollana. Stefansson mælti:
— Þegar ég var drengur, dreymdi mig um það að verða
voldugur sjóræningi. Þegar ég lá í skugga pálmanna á dag-
inn, hugsaði ég varla um annað. Ég vildi drottna á úthaf-
inu, sem ég hafði þá ekki séð. Ég gerði mér í hugarlund,
að ég væri á stóru sjóræningjaskipi, og hefðist við á Atl-
lantshafinu, þar sem ég rændi skip, sem voru á leiö milli
Noröurálfu og Vesturheims. Þá ætlaði ég að ræna falleg-
ustu stúlkunni, sem ég fyndi á þessum skipum og gera hana
að drottningu hafsins við hlið hins mikla sjóræningja.
Hann færöi sig feti nær Friðriku.
— Mig hefir aldrei dreymt annan draum en þennan, sagði
hann. En seinna komst ég að raun um, að sjóræningjar
drottna ekki lengur yfir hafinu. Þess vegna varð ég að fara
aðra leið. Ég gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélagi, og
seinna lá leiðin frá Grikklandi til Bandaríkjanna. Ég varð
forstjóri, og loks varð ég aðaleigandi og valdamesti maður
stærstu skipafélaganna vestan hafs. Og ég varð ríkur —
forríkur. En það hafði samt ékki verið markmið mitt, heldur
vildi ég láta drauminn um sjóræningjann, sem drottnaði á
hafinu, rætast. Og nú verður lokaþáttur draumsins að veru-
leika.
Stefansson funaði af ákafa. En Friðrika var ekki með
hugann við annað en alvöru lífsins — áhyggjurnar fyrir dag-
legu brauði og fjármunum til þess að uppfylla lífsþarfirn-
ar og leysa út veðsetta muni.
— Ef ég hefði beitt mér að því einu að afla mér miljarða-
tekna, sagði Stefansson, hefði ég gefið mig að stáliðjunni
eða lagt undir mig olíulindir, járnbrautarkerfi og námur.
En ég er ekki Bandarikjamaður. Ég er gamall Fönikumað-
ur, niðji þeirra manna, sem forðum áttu heima á heims-
höfunum. Ég stefni að því að ná undir mig öllum siglingum
milli Norðurálfu og Vesturheims. Ég hefi þegar unnið fyrsta
sigurinn í Þýzkalandi, og ég hefi stuðning voldugra stjórn-
málamanna. Þess vegna er Burtlett hér. Ég hefi náð góð-
um árangri fram að þessu, og að ég hefi ekki þegar stigið
skrefið til fulls er því að kenna, að ég hefi sjálfur hikað.
Áhættan er gífurleg.
Stefansson gekk fast að henni og bar varirnar að hári
hennar.
— Ég hefi beðið eftir tákni frá'forsjóninni, hélt hann á-
fram. En nú veit ég, hvað ég á að gera. Það er ekki tilviljun,
að á þessu skipi hefi ég fundið fegurstu konuna, sem siglt
hefir yfir Atlantshafið; ftilt það, sem mig dreymdi um,
þegar ég var drengur, hefir;irú rætzt.
En Friöriku:hafði aldrei dreymt um sjóræningja, og hin-
ir skáldlegu órar Stefanssons stungu hana illa. Hún hafði
fastráðið að selja sig þessum manni, sem var svo rikur, og
henni fannst það ekki nema heiðarleg verzlun. En þessi
hástemmda cþraumaþvæla var henni ekki að skapi.
Hann kraup. á kné fyrir framan hana.
— Friðrika von Mergentheim, sagði hann. Þér eruð drottn-
ing hafsins.
Hún neyddi sig'tii þess að láta hugann reika heim í Netlu-
stræti. Það var þegar búið að leigja tvö herbergi íbúðar-
innar — hinn hluti hennar var orðinn húsgagnalaus. Hún
minntist hanzkanna, sem móðir hennar varð að nota, þegar
hún sjálf tók til í íbúðinni, og hún minntist blygðunarroð-
ans í kinnum föður síns, er hann reyndi að hagræða slitnum
jakkaermunum þannig, að sem minnst bæri á slitinu.’Með
þetta í huga kúgaði hún sig til þess að sætta sig við þennan
nýja Stefansson, sem hér birtist henni.
— Friðrika, mælti auðkýfingurinn. Fyrst í dag veit ég,
hvað ást er.
— Það var sorglegt, hugsaði hún.
— Vilt þú verða drottning hafsins? spurði hann.
Hún kinkaði kolli.
Hann spratt á fætur og tók hana í fang sér.
— í dag — í dag skal ég^krýna þig drottningu hafsins!
hrópaði hann.