Tíminn - 04.03.1951, Síða 8
„ERLEIVT YFIRJ.IT44 f DAG
lí/r/r«’iií(*f/ lantlmteradeila
„A FÖRMWI VEGI“ í DAG
Emhverfi þitt
í heimsókn hjá yngsta kaupféiaginu:
Stofnun |)<‘ss merkur áfangi í félags- og
efnahagsmálum blómlegra byggðariaga
Fyrir jólin gátu húsmæður og bændur í Mosfellsveit á
Kjalarnesi og Kjós verzlaði í fyrsta sinn í sínu eigin kaup-
félagi. Nokkrir framtaksamir menn höfðu þá í minuðinum
áundan tekið höndum saman um að hrinda af stað kaup-
félagsstarfsemi í þessu næsta nágrenni Reykjnvt'iur, og það
er nú búið að sýna sig, að þetta framtak samvir.numanna
var fullkomlega tímabært. Blaðamaður frá Tímanum hefir
nýlega farið og skoðað starfsemi þessa yngsta kaupfélags
í landinu.
Torfengin vara í hlut-
fa.Ili við viðskipti
Kaupfélagsstjórinn Ingólf-1
ur Gíslason snerist innan um1
mannfjöldann í báðum sölu-j
deildunum til skiptis. Það
var vefnaðarvöruúhlutun, en
sá þáttur kaupfélagsstarfsem
innar, að láta félagsmenn
ganga fyrir vefnaðarvöru í
réttu hlutfalli við viðskipti, er !
upp á síðkastið eitt af |
gleggstu sönnunum, sem fólk
Ingólfur Gislason,
kaupfélagsstjóri
ið hefir fyrir þvi, að kaup-
félögin eru einungis til fyrir
það sjálft, og það er uhdir
því sjálfu komið, hvort þau
verða voldug og sterk.
Á sama tíma og samvinnu-
menn hafa skipt hinni tor-
fengnu vöru þannig réttlát-
lega á milli sín á grundvelli
Bevin fer ekki frá,
segir Attlee
Attlee forsætsráðherra
Breta lýsti því yfir í gær, að
ekkert væri hæft í þeim orð-
rómi, að Bevin utanríkisráð-
herra haf>. beðið um lausn frá
ráðherrastörfum vegna ald-
urs og sjúkleika. Flugufregn-
ir hafa gengið um þetta und-
anfarna daga. Flestir búast
þó við, að ekki muni langt
geta liðið unz að því kemur,
því að Bevin er nú sjötugur
að aldri og farið að hnigna
að heilsu. Er gert ráð fyrir,
að hann muni vilja losna frá
störfum áður en kemur til
væntanlegs fjórveldafundar,
sem hlýtur að reyna mjög
á starfsþol utanríkisráðherr
ans.
samvinnustefnunnar, hafa
ýmsir kaupmenn og heildsal-
ar, boðberar einstaklings-
hyggjurnar, iðulega látið
þessar vörur ,.á bak við“ eða
saumað úr efnum rándýra
kjóla, sem fólk hefir neyðzt
til að kaupa, en nú eru aug-
lýstir á „niðursettu verði“,
þegar farið er að byrja að
rýmka um nokkar nauðsyn-
legustu vefnaðarvörurnar.
Annríki dagsins í
Fitjakoti
Kaupfélag Kjalanesþings er
til húsa í myndarlegu íbúð-1
arhúsi, sem Ingólfur Gísla-1
son hefir byggt að Fitjakoti. t
Eru tvær rúmgóður stofur
sölubúðir félagsins, en mat-
og fóðurvörugeymsla í út-
byggingu.
Daglega leitar fjöldi manns
úr nærliggjandi byggðarlög-
um í kaupfélagið eftir nauð-
synjum. Menn koma gang-
andi, á skíðum, ríðandi og
sumir jafnvel með hest í
taumi. — Fóðurvörur eru
teknar á vagninn. Fóður-
blanda, hænsnakorn, hveiti
og rúgmjölssekkir eru á kerr
unum, þegar lagt er að af stað
heimleiöis. Áður er þó komið
í nýlenduvörubúðina. Þar er
keypt kaffi, sykur, tóbak og
krydd, og ef til vill vaðstíg-
vél handa börnunum og efni
í svuntu kjól eða morgunslopp
handa húsmóðurinni í deild-
inni hinu megin við þilið.
Fæstir gleyma svo brjóstsyk-
urspoka eða lakkrísstöng
handa ygnri kynslóðinni og
það gerir verzlunarferðina ó-
gleymanlega við heimkom-
una.
Þannig er daglegt líf innan
veggja og utan dyra við Kaup
félagið í Fitjakoti ekki að
neinu leyti frábrugðið því,
sem það er hjá öðrum kaup-
félögum á landinu, hvort sem
þau eru inni i landi eða úti
við sjó, eins og algengast hef
ir verið fram á síðustu ár.
IBHBBOTpnraFw- ■■
Það vantaði kaupfélag.
Ingólfur kaupfélagsstjóri
kann vel við sig, þegar hann
finnur, að menn meta mikils
I starfsemi kaupfé|'ags ns, og
hann er sannfærður um, að
áður en langt um líður verði
megin hluti allrar verzluh-
ar í þremur sveitum kominn
á hendur þessarar sameign-
! arstofnunar fólks'ns sjálfs,
sem þar verzlar.
Tildrögin að stofnun Kaup-
félags Kjalarnessþings eru
annars þau í stuttu máli, að
nokkrir áhugasamir sam-
vinnumenn sáu, að það vant-
að kaupfélag til að treysta af
komu hinna blómlegu byggða
Kjalarnessþings. Þess vegna
var kaupfélagið stofnað á
fundi, sem haldinn var i Fitja
koti 15. október 1950. Sá, sem
aðallega gekkst fyr r stofnun
félagsins, var Guðmundur
Tryggvason, bóndi í Kolla-
firði. Var hann kosinn for-
maður hins nýstofnaða félags
en alls voru stofnendur 23
að tölu. Aðrir í stjcrn voru
kjörn'r Arnaldur Þór, garð-
yrkjubóndi að Blómvangi,
varaformaður, Haukur Hann
esson, búfræðingur í Hækings
dal, ritari og þeir Sve'nn Guð
mundsson, garðyrkjubóndi á
Reykjum, og Ingólfur Gísla-
son kaupfélagsstjóri, með-
stjórnendur. í varastjórn var
kjörinn Guðmundur Skarp-
héð'nsson, bóndi á Mosfelli,
og endurskoðendur Ólafur
Pétursson, garðyrkjubóndi að
Ökrum, Unnur Valdimarsdótt
ir, húsfreyja í Varmadal, og
Teitur Guðmundsson, bóndi
í Móum.
Viðskiptin aukast.
Hinn 8. desember opnaði
félagið sölubúð sína að Fitja-
koti. Vötuúrval var að vísu
ekki mikið í fyrstu, en h'nir
fyrstu kaupfélagsmenn stóðu
strax frá upphafi vel að fé-
lagi sínu, og nú eru um 80
heimili í föstúm viðskiptum
við félagið, og mun láta nærri
að um 500 kaupfélagsmenn
fái nauðsynjar sínar frá hinu
unga kaupfélagi.
Viðskiptin hafa aukizt
jafnt og þétt með hverri vik
unni sem líður, og 1 febrúar-
Efri myndin er af húsinu, þar sem Kaupfélag Kjalarness-
þings hefir aðsetur. Neðri myndin er af afgreiðslu í sölu-
búð félagsins, þar sem verið er að afgreiða vefnaðarvöru á
vörujöfnunardegi félagsins (Ljósm: Guðni Þórðarson)
I»VZKALAI\D I DAG:
Heimilin fyrir öllu -
félagsmálin vanrækt
Yald koniinnar vaxamli — til lijiónahaiid-
anna srofnaft á skynsanilcg'um forscindnm
Því nær helmingur Þjóðverja hefir orðið að flýja heim-
kynni sín, scð heimili sin skotin i rústir, misst föður, son,
eiginmann, bróður eða annan nánasta vandamann í stríð-
inu eða verið stríðsfangi hjá óvinaþjóð. Þetta hefir haft
gífurleg áhrif á hugsunarhátt þjóðarinnar, og rannsóknir,
sem farið hafa fram, leiða í ljós mikil straumhvörf, sem
geta orðið áhrifarík um gervalla Norðurálfu.
Guðmundur Tryggvason
form. kaupfél.stjórnar
'mánuði voru þau um helm-
ingi meiri en næsta mánuð
á undan.
Hornsteinn að byggingu
framtíðar'nnar.
Starfssaga Kaupfélags Kjal
arnessþings er ekki orðin
löng. En feng'n reynsla hefír
þegar sýnt, að þessar blóm-
legu byggðir, sem standa að
yngsta kaupfélaginu á ís-
landi, hafa tileinkað sér þá
(Framhald á 7. síðu.)
Samheldni fjöl- ,
skyldnanna
Nú er svo komið í Þýzka-
landi, að þorri fólks vill ekki
koma nálægt neinu, sem
stjórnmálasamtök snertir. en
öll veiðleitni þess beinist að
því að tryggja tilveru heim-
ilisins. Fyrir það er öllu fórn
að og allt þolað. Mest ber
kannske á þessu hjá þeim
(fjölskyldum, sem mest hafa
I orðið fyrir barðinu á hörm-
jungum styrjaldarinnar. Sam
heldni þeirra er hið eina, sem
eftir er í allri ringulreiðinni.
Skilnaður er sjaldgæft fyrir-
bæri, og fjölskyldurnar ein-
angra sig gjarnan mjög frá
umheiminum. Þær missa
vilja og hæfni til þess að
gefa sig að þjóMélagsmálum.
Fólk ypptir aðeins öxlum við
slíku. Fjöldi félagssamtaka af
ýmsu tagi er að veslast upp.
Þeir, sem olnboga
sig áfram
Þessar fjölskyldur reyna
(Framhald á 2. síðu.)
Skíðamót Reykja-
víkur hófst í gær
Skíðamót Reykjavíkur hófst
í gær og heldur áfram í dag.
Ekki líkur þó nema hluta
móts'ns nú um helgina og
fer seinni hlutinn fram eft-
ir páska. Færi er nú mjög
gott en erfitt fyrir áhorf-
endur að komast að móts-
staðnum.
Fiimn prestakiil] aug
lýst laiiN
Fimm prestaköll hafa verið
auglýst laus til umsóknar og
er umsóknarfrestur til 15.
apríl. Prestakóllin eru þessi:
Kálfastaðarprestakall,
Brjánslækjarprestakall, Sauð
lauksdalsprestakall, Ögur-
prestakall og Árnespresta-
kall í Strandasýslu.
Kaupfélag Kjalarnessþings í
skjótum og öruggum vexti