Tíminn - 21.03.1951, Page 4
f.
TIMINN, miðvikudaginn 21. marz 1951.
67. MaS.
Örlítil orbsending
Þorsteinn Þorsteinsson fyr þekkja Þorstein Þorsteinsson,
verandi alþingismaður Dala-
manna, fyrv. búnaðarþings-
maður, fyrv. stjórnarmeðlim
ar Búnaðarsambands Dala
ag Snæfellsness og fyrv. for-
maður skólanefndar Staðar-
fellsskólans, sendi mér orð-
sendingu í Mbl. nýlega, og
skiidist mér að honum þætti
vænt um að fá línur frá mér
til baka, þótt hann virtist
mjög gramur í skapi.
Ástæðan fyrir gremju Þ. Þ.
þótt þeir velti honum úr
hverri trúnaðarstöðunni af
annarri.
Vonandi fer þjóðfélagið
lika, úr þessu, að sjá við
„klókindabrögðum" hans. Að
hann hætti að geta mjakað
sér inn á bitlingajötu hjá því,
þótt nú alveg nýlega tækist
honum samt í kyrrþey, að
gera samband við kommún-
ista (sem hann þyk st vera
á möti) til þess að læðast
eða
„druslast" þangað, eins og
hann segir svo oft sjálfur um
aðra menn.
Sagt er að eitt helzta Dala
skáldið hafi kveðið þessa
vísu:
mun vera af því að finna inn í trúnaðarstarf
sannleikann í grein minni í
Tímanum á dögunum, þar
sem ég komst ekki fram hjá
að minnast á áfergju hans,
að reyna að troða sér inn á
Búnaðarþing, og allt það mis
aeppnaða umstang hans þar,
að safna svolitlu til viðbótar
i sinn „dalakút".
Ekkert er í þessari orðsend
ingu Þ. Þ., sem ég þarf að
svara. Það, sem kæmi til mála
1 því efni er ég búinn að
svara áður. Þó að Þorsteinn
sé hvað eftir annað að tala
og skrifa um okkur, sem hon
um er í nöp við, að við minn-
um sig á einn versta mann
fornsagnanna, sem Rindill
var nefndur, þá minnir það
aðeins á rindilmennsku
sumra bitlingavejðara, hvað
gildir, sem þeir verða um
miðjuna!
En a hverja er það. sem
Þorsteinn minnir helzt?
Þótt alltaf h^fi verið góðir
menn og gegnir meðal em-
öættismannastéttarinnar, þá
einkenndist hún mjög í
gamia daga af sérgóðum og
eigingjornum yfirgangsseggj-
um, sem oft voru danskir eða
hálfdanskir. Mönnum, sem
notuðu embætti sin og að-
stöðu í aðra átt heldur en
skylda þeirra var. Þeir voru
ekki þjónar fólksins, leiðtog-
ar þess og leiðbeinendur til
farsældar og meira menningar
lífs, heldur notuðu þeir em-
bætti sín til þess að villa um
fyrir almenningi, ota sínum
cota, auðga sjálfa sig og fita.
Tókst þeim þannig oft að
verða vel fjáðir og troða sér
cil svokallaðra „mannvirð-
mga“, jafnvel þótt þeir væru
hverjum manni hvumleiðir.
Nú á dögum eru aðeins eft
ir siðustu leifarnar af þess-
ari spilltu embættismanna-
stétt úr myrkri miðaldanna.
Og þegar leitað er að einhverj
im persónugerfingi sem sýn-
ishorn af þessum leifum
nver kemur ykkur þá fyrst í _ dm
nug, lesendur góðir?
Þeim er sannarlega ekki lá
andi hinum yngri og umbóta
íinnaðri mönnum, sem bezt
Forðast usla í lengstu lög,
lítt mun buslið duga.
Áfram druslast mæddur mjög,
með sitt rusl í huga.
En kona í Dölum hafi snú-
ið vísunni fyrir kosningar
þar vestra og haft hana
svona:
: _, , .. jra* i ,
Hyggur að usla allt í kring,
engum buslið gagnar,
en ef hann druslast inn á þing
íhaldsruslið fagnar.
Þar sem það eru nú ýmsir
góðir menn í íhaldsflokknum.
þá hefir það auðvitað aðeins
verið lakari hluti þess flokks,
sem fagnaði, að fá í sinn hóp
félaga, sílasinn af auraþrá og
metorðagirnd, sem aldrei er
hægt að seöja.
Hér verður ekkert sagt af
snertingu Þ. Þ. við almanna-
fé. Ég ætla ekki neitt í þessari
litlu kveðju að minnast á hús
sölu eða viðgerð, dráttarvélar,
bifreiðar, brask í Reykjavík,
úthlutanir, varaforsetabrenni
vín, tóbakskaup, jarðarábúð
né annað.
En gefi Þ. Þ. mér meira
tilefni svipað og hans sóða-
legu „orðsendingu" til mín í
Mbl., þá mun það heldur
hvetja mig að minnast svo-
lítið nánar í smágrein á hvers
konar manneskju getur stund
um tekist að ota sér og aka
inn í ýms trúnaðarstörf al-
mennings.
Það bíður mikið og nauð-
synlegt endurbótastarf allra
þjóðhollra manna í þessu
landi, einkum frjálslyndra
ungra manna, að hreinsa til
i þjóðfélaginu, sérstaklega þó
á ýmsum hinum „hærri stöð-
Pólitísk tónlistar-
samkoma
í tilefni af ársafmæli M. í.
R. og komu hinna rússnesku
gesta hingað til lands efndi
M. í. R. til tónleika í Aust-
urbæjarbíó á sunnudaginn.
Voru þar auglýstir tónleikar
Sovétlistamanna. En þegar til
kom hófst sarnkoman á því, að
Halldór Kiljan Laxness setti
ársþing M. í. R. Siöan ávarp-
aði Gusew sendifulltrúi Rússa
samkomuna, en næsta atriði
tónleikanna var að Perv-
entszev hinn rússneski flutti
ræðu á móðurmáli sínu og
tók hún fuilar 20 mínútur.
Voru þá ýmsir orðnir fullsadd
ir af þeirri messu á fram-
andi tungu en þá gekk fram
Þorsteinn Ö. Stephensen og
fluttið lýðnum ræðuna í þýð
ingu.
í ræðu þessari var getið um
þekkingu Rússa á íslenzkri
list. Sagði ræðumaður að þeir
þekktu ýms íslenzk skáld, svo
sem Jón Trausta og Indriða
Einarsson og af núlifandi rit
liöfundum þekktu þeir og elsk
uðu Halldór Kiljan Laxness,
Þorberg Þórðarson og Kristin
E. Andrésson. Síðan talaði
hann um stórframkvæmdir
Rússa í skurðgreftri og að
lokum um hinn rnikla friðar-
vilja þeirra, sem sýndi sig í
því, að þar sem Sovétríkin
hefðu ótrygg landamæri frá
náttúrunnar hendi létu þau
sér nægja 21% af þjóðartekj-
unum til hermála en Banda-
ríkin, með sín öruggu landa-
mæri, verðu 75% af þjóðar-
tekjunum til hermála.
Hér hefir eitthvað farið
milli mála í fræðslustarfsem
inni, því að í fyrsta lagi er
hér um að ræða ríkisútgjöld
en ekki þjóðartekjur. í öðru
lagi eru fjárlög ríkjanna alls
ekki sambærileg í hundraðs-
hlutum til að mæla vigbúnað,
því að ríkisrekstur er miklu
víðtækari í Rússlandi auk
þess sem Sambandsþing
Bandaríkjanna hefir ekki
ií fjárlögum sínum nema sam
j eiginleg mál, sem einkum eru
, hermál og utanríkismál. Til
' dæmis menntamál, heiibrigð
ísmál og dómsmál eru að
mestu kostuð af fylkjunum
samkvæmt fjárlögum þeirra
Bjorn i
(Framhald af 3. síðu.)
ur 1900—1901 en í bæði skift-
in urðu þingrof vegna stjórn-
arskrárbreytinga svo seta
hans á Alþingi varð miklu
styttri en annars hefði orðið.
Auk þessa var hann ýmist
skipaður eða kosinn í ýmsar
opinberar nefndir og oft for-
maður þeirra, (ríkisgjalda-
nefnd, bjargráðasjóðsstjórn,
fasteignamatsnefnd, formað-
ur kjörstjórnar í Gullbringu-
og Kjósarsýslu lengi o. m. fl.)
Endurskoðandi sýslusjóðs-
reikninga í 40 ár, Búnaðarfél.
ísl. í 25 ár Mjólkurfél. Reykja
víkur í mörg ár, auk fjöl-
margra annara endurskoðun-
arstarfa, enda þótti Björn
jafnan athugull og reiknings-
glöggur svo af bar.
Ekki get ég gizkað á hvaö
halda muni nafni Björns
Grafarholti lengst á lofti um
ókomin ár. Hvort það verður
forganga hans að stofnun
bændaskóla. á Hvanneyri,
þátttaka hans í stofnun Slát-
ursfélags Suðurlands eða af-
skipti hans af öðrum fram-
fararmálum svo sem lagningu
landsímans frá Reykjavík
norður og austur um land.
Ef til vill verður það enn ann
að — En hitt er víst, að hans
verður lengi getið.
Sérstæður persónuleiki
Björns skapaði honum bæði
virðingu og traust. — Um
hæfileika hans til opinberra
starfa var aldrei deilt, og
margur mátti honum mikið
þakka vegna fyrirgreiðslu
hans á ýmsum vandamálum
liðinna stunda.
Björn var frjálslyndur í
skoðunum sínum bæði um
landsmál og önnur, og taldi
ekki eftir sér fyrirhöfn til
atfylgis eða andstöðu ef því
var að skipta. Hann var glögg
skygn og gagnrýninn að eðlis
fari og ekki var á allra færi
að halda velli í orðaskiptum
við hann, hvorki í ræðu né
riti.
Skapgerð hans var heil-
steypt og þjálfuð og mátti
sjaldan á sjá, hvort honum
líkaði betur eða ver. Glögg-
sýni og róleg ihugun mark-
aði afstöðu hans til viðfangs
efna lífsins og hann snerist
svo við vandamálunum að
fram úr þeim varð trauðlega
ráðið ef honum tókst það
ekki. Og hvert mál vildi hann
leysa á þann einn hátt sem
vænlegastur væri til góðs ár-
angurs.
Ekki fór Björn varhluta af
andstreymi í lífinu því stund
um mun honum hafa orðið
þungur róðurinn. Framsæk-
inn og stórhuga varð hann
lengi að berjast við þröngan
fjárhag og aðra erfiðleika.
Auk þess átti hann oft mis-
skilningi að mæta hjá sam-
tímamönnum sínum og jafn-
vel beinni andstöðu.
En þyngstra rauna olli hon-
um þó ástvinamissirinn þar
sem hann varð á bak að sjá
4 börnum sínum af 7, öllum
á beztu manndómsárum
þeirra, og með fárra ára milli
bili - nú síðast dó Björn Bim-
ir fyrir tæpum þrem árum. —•
En hann flíkaði lítt tilfinn-
ingum sinum við aðra. Jafn-
aðargeði og stillingu hans
var viðbrugðið. Dulur og prúð
ur bar hann harm sinn í
hljóði og leitaði, e. t. v. þá
helzt, afþreyingar í* hugðar-
efnum sínum kveðskap og
fræðastarfi.
Að endingu þetta. Beztu
þakkir Björn fyrir góða kynn
ingu og órofa tryggð um
hálfa öld. Þegar litið er yfir
þá leið er margs að minnast,
margs að sakna og margt að
þakka. En minnisstæðastar
eru þó samverustundirnar á
heimili þínu og með börnum
þínum sem öll hlutu að erfð-
um og uppeldi margar æski-
legustu eigindir ágætra
manna.
— Með sömu ró og með
sama jafnaðargeði og þú
tókst ýmsum viðbrögðum lífs
ins, bjóst þú nú við síðustu
umskiptunum eins og sjálf-
sögðum hlut, sem koma ætti
og koma mætti hvenær sem
skyldi — nú orðið.
Ef til vill hefðir þú kosið
að þetta hefði orðið nokkru
fyr. — Vertu sæll!
Guðm. Þorláksson.
W.V.W.V.V.VJ’.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V’.V.V.VAV
Heiður sé slíkum mönnum,
sem eru þó byrjaðir að
plægja akurínn.
Vigfús Guðmundsson
Konungur konunganna
I og samgöngumál af einkafyrir! 1»
,tækjum. Friðarvilji þjóða fer'j.
lítið eftir því, hvort ríki rekur
strætisvagna og áætlunar-
bíla.
j Að lokinni þessari for-
messu, sem samtals tók fulla
j klukkustund, komu Sovétlista
mennirnir fram. Naum Walter
lét á píanó, við góðar undir-
tektir, en söngur Madezdu
Kazantzevu vakti einkum
mikla hrifningu. Hún söng 14
\ lög eftir ýms hin fremstu tón
skáld heims við mikla hrifn-
ingu áheyrenda. Mun það
Fyrst þegar ég heyrði getið
am kvikmyndina „Konung
konunganna“ var ég ungl-
ur austur á Djúpavogi. All-
stór hópur manna var um
oorð í milliferðabát, sem
clutti farþega frá strand-
ferðaskipi til lands. Meðal
þeirra var roskinn bóndi, sem
nýkominn var frá Reykjavík.
Hann var spurður frétta úr
nöfuðstaðnum, og hvað hann
hefði séð þar merkilegast. Þá
nefndi hann „kvikmyndina
„Konung konunganna“, og ég
minnist þess vel, hve mikill
lotningarhreimur var í rödd
hans, er hann lýsti því fyrir
uppskipunarmönnunum hve
djúpt hann hefði orðið snort
nn aí að sjá æfisögu freisar-
ans á „lifandi myndum“. Upp
skipunarbáturinn varð að
kirkju þessa stund. — Síðar
sá ég myndina sjálfur og hún
hafði mikil áhrif á mig. Það
var á skólaárum mínum. Og
nú hefi ég enn séð hana fyr-
ir nokkru hér 1 Reykjavík.
Ég er svo gamaldags, að ég
hneykslast á því, að allskonar
ærslafullar skemmtanir fari
fram í kyrru vikunni, og þann
veg stigið eitt skrefið enn til
þess að afhelga og vanhelga
kristnar hátíðir. En ég hlýt
að líta það allt öðrum aug-
um, að Tjarnarbíó sýnir í
gær og í dag (kl. 5 og
9) myndina „Konungur kon-
unganna". Sú stund, sem þá
er vaviö á bíó, er undirbún-
ekki ofmælt að söngur henn
ar sé talinn viðburður í tón-
listarlífi Reykjavíkur
ingur undir helgidagana,
sem í hönd fara. Myndin ber
þess raunar merki, að hún er
orðin gömul, og kvikmynda-
tæknin hefir breyzt, en ein-
mitt aldur hennar sýnir bezt,
hvílíkum lifsþrótti hún hefir
verið gædd. Það er að minnsta
kosti talið hæpið, að fram
hafi komið á siðari árum
kvikmynd úr lífi Krists, er
taki þessari fram. Ég vil ein-
dregið mæla með þvi, að þeir,
sem þess eiga kost, láti ekki
þetta tækifæri ganga sér úr
greipum.
Jakob Jcnsson
Alikálfakjöt
Nautakjöt
Kýrkjöt
I
\ FRYSTIHUSIÐ HERDUBREIÐ
í Sími 2678
W.W.W.'.V.’.W.W.V.V.V.V.V.V.WV.W.W.W.V
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu
við andiát og jarðarför móður okkar og tengdamóður.
RAGNHILDAR SVEINSDÓTTUR
Grund, Svínadai
Börn og tengdadætur
Frestið ekki lengur, að gerast
áskrifendur TÍMANS