Tíminn - 19.06.1951, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, þriðjudaginn 19. júní 1951.
134. blað'.
Flakkaralíf
(FANT)
Spennandi mynd gerð eftir
sögu G. Scotts um ævintýr í
'Skerjagarðinum norska.
Alfred Maurstad, sem lék
Gest Bárðarson, og
Sonja Wigert.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Erfiðir frídagar
/(Fun on a Weekend).
Sskemmtileg og fjörug
rísk gamanmynd.
Eddie Bracken,
Priscilla Lane,
Allen Jenkins.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍÓ
I Sagan af Amber
• Hin fræga ameríska stór-
mynd í eðlilegum litum.
« Aðalhlutverk:
Linda Darnell,
Cornel Wilde.
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 5 og 9
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐI
Daiiðasvrfninn
Alveg sérstaklega spennandi
ný amerísk kvlkmynd byggð
á samnefndri skáldsögu eftir
Raymond Chandler.
* Humphrey Bogart
Lauren Bacall
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
" MiMB:
Aaglýsingasiml
•i TlMANS er
81300
Rarroagnsofnar, nýkomnir
1000 wött, á kr. 195,00.
Sendum í póstkröfu.
Gerum við straujárn og
önnur heimilistæki
Raftækjaverzlunin
LJÓS & HITI H. F.
Laugaveg 79. — Sími 5184.
Austurbæjarbíó
Eldur
og breimisteinu
'Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
(TJARNARBÍÓ
Myrkraverk
(Big town after dark)
Spennandi ný amerísk saka-
málasaga.
Aðalhlutverk:
Philip Reed
Anne Gillis
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Aukamynd: Ballett.
GAMLA BÍÓ
Ræningjakoss
(The Kissing Bandit).
Skemmtileg ný amerísk
söngvamynd í eðlilegum lit-
um. — Aðalhlutverk:
Frank Sinatra,
Kathryn Grayson,
J. Carrol Naish.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÓ
Drottning
skjaldmeiyjanna
(Queen of the Amatons)
Ný spennandi og áhrifa-
mikil amerísk frumskóga-
mynd.
Aðalhlutverk:
Patricia Morrison
Robert Rowery
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65. Sími 5833.
Heima: Vitastíg 14.
Kaupum - Seljum
— allskonar húsgögn o. fl.j
með hálfvirði. —
PAKKHÚSSALAN
Ingólfsstræti 11. Sími 4663*
Nýja sendi-
bílastööin
hefir afgreiðslu á Bæjar-
bílastöðinni, Aðalstræti 16.
Sími 1395.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutryggingum
Askriftarsfmi:
T 1 M I N N
2323
Islendingaþætttr ...
(Framhald af 3. síðu.)
þetta er og veröur samt öll-
um óskiljanlegt, sem tl
þekktu. Það er aðeins ein skýr
ing. Inga gleymdi sjálfri sér
alveg gersamlega. Hún gat
aldrei munað það, að hun
þyrfti nokkurs við og allra
sízt skildist henni, að hún
þyrfti hvíld.
Inga var í hinu stóra heim
ili fjölskyldunnar þar til hún
hafði séð á bak föður sínum
og móður með stuttu millibili.
Þá stofnaði hún lítið heimili
fyrir sig og Júlíu, systur sína,
ásamt litla frændanum þeirra.
Þar ber allt svip hennar. Þetta
ítla heimili sýnir það, hvílík
smekkkona Inga var og jafn-
framt það, hvernig henni
tókst að skapa með vinnu
sinni mikil verðmæti.
En það er víðar en á heim
ilinu hennar Ingu, sem h'ð
fagra handbragð hennar er.
Margar af konum landsins
njóta þeirrar gleði að eiga
víravirkisgripi með sérstak-
lega finni og vandaðri handa
vinnu, sem hún hefir unnið
og sem myndu halda nafni
hennar á lofti, ef þeir hefðu
ekki, eins og önnur hennar
störf, verið unnin, án þess að
nokkurt nafn vær; nefnt.
Ég hefi engin huggunarorð
að flytja ættingjum hennar
Ingu á þessari stund. Söknuð
urinn má sín mest hjá öllum
vinum hennar og því er ekki
hægt að gleyma, að þótt tím
inn lækni saknaðarsárin og
þerri sárin smátt og smátt, þá
eru það margir, sem hafa
misst svo mikið við fráfall
þessarar konu, að það verður
aldrei bætt. Þess vegna óska
ég þess ættingjum hennar til
handa og helzt þeim, sem
henni voru allra kærastir, að
þeim veitist heilsa og kraft-
ur til þess að standast þá raun
sem nú er hlutskipti þeirra.
Með þeirri ósk veit ég, að hún
Inga hefði viljað að ég kveddi
hana.
Ingigerður Helgadóttir var
fædd á Akranesi 11. ágúst
1908. Hún ólst upp í fjölmenn
um barnahópi og fluttist ung
með foreldrum sínum 11
Reykjavíkur. Hún vann að
gullsmíði á gullsmíðaverk-
stæði Guðmundar Guðnason-
ar. í marz s. 1. veiktist hún
og andaðist á Landspítalan-
um eftir þunga legu laugar-
dagirin 9. júní. Jarðarförin fer
fram í dag.
Rannveig Þorsteinsdótt r.
Anglvsiugasíiui
TlMANS
px 81300
ÞJÓDLEÍKHÚSIÐ
Þriðjudag kl. 20.00
RIGOLETTO
Uppselt.
Fimmtudag kl. 20.00.
RIGOLETTO
Cppsclt.
Föstudag kl. 20.00.
RIGOLETTO
Uppselt.
Pantanir fyrir fimmtud., föstu
d. og sunnudagssýningu sækist
í dag. Miðasalan opin frá kl.
13,15 til 20.00.
Tekið á móti kaffipöntunum í
miðasölu.
Æ
rtVAVASV.WWAW.V.V.V.WW.V.V.W.V.V.V.VAV
i
^JJeith
Bernhaid Nordh:
zonci
VEIÐIMANNS
!■■■■■!
42. DAGUR
■ ■ ■ u ■ ■ ■ i
«v
Árni heilsaði kennaranum með handabandi og horfði
undrandi á netin, sem lágu allt í kringum hann.
— Ertu að ríða net?
— Jú — ég er að bæta net fyrir bændurna hérna.
Árni spurði, hvort hann hefði ekki nóg að gera við kennsl-
una. Jóhannes var seinn til svars og óskýrmæltur, því að hann
vissi, a£í krakkarnir heyrðu vel, þótt þau væru með nefið
niðrj í bókum sínum. Og það, sem komst inn í hausinn á
þessum krökkum í dag, gat allt eins vel læðst út úr ein-
hverjum fullorðnum á morgun. Kennari varð að gæta tungu
sinnar 1 ókunnugri byggð. Hann var vinnumaður bænd-
anna. Og honum bar að bæta net meðan hann fræddi
börnin.
Árni settist rétt við dyrnar, en Jóhannes hreyfði ekki neta-
nálina. Nú ætlaði hann litla stund að vera aðeins kennari.
Það gerðist ekki á hverjum morgni, að maður kæmi inn til
þess að hlýða á kennsluna. Hann varð hýrlegri til augnanna
og röddin hljómmeiri en endranær. Hvað sem allir bændur
sögðu, þá var þó skólameistari hátt hafinn yfir óbreyttan
netakarl.
Ein af eldri telpunum átti að byrja lesturinn. Hún las
hratt, því að það var vottur þess, að hún hefði lært listina
til hlítar, þótt framburðurinn væri nokkuð óskýr og röddin
blæbrigðalaus. Næst kvaddi Jóhannes til dreng. Hann var
að vísu stirölæs, en sæmilega skýrmæltur.
Þegar stærri börnin höfðu öll lesið stutta kafla, kom röðin
að byrjendunum. Árna var svo mkiil forvitni á því að sjá
stafrófskver, að hann tyllti sér við hliðina á litlum snáða.
Drengurinn reyndi af fremsta megni að skýra hin furðulegu
tákn bókarinnar, en kunni þó sýnilega illa við þennan stóra
mann, sem grúfði sig yfir hann. Kvisturinn, sem hann not-
aði til þess að benda á stafi og orð, lét ekki fyliilega að stjórn.
En þó rættist heldur úr þessu, er frá leið.
Þegar Árni gekk út, var honum orðiö Jjóst, að það var
tilgangslaust að bera upp erindið. Það var óhugsandi, að
hann settist á skólabekk við hliðina á þessum börnum og
færi að benda á stafi í stafrófsbók eins og þau. Fólkið í
byggðinni myndi hlæja að honum, svo að tárin rynnu úr
augunum og tennurnar dyttu úr gininu á ungum og gömlum.
Ef það þyrði ekki að hlæja upp í opið geðið á honum, þá hædd
ist það að honum á bak. Hann varö að finna annaö úrræði
til þess að læra að lesa.
Árni sótti byssu sína í hús Alfreðs Hinrikssonar og fór
út í skóg, þar sem Eilífur og faðir hans voru að fella við í
nýtt hús. Hann gekk hægt, því að hann var sífellt að hugsa
um vandamálið, sem honum lá þyngst á hjarta. Gat hann
farið til Jóhannesar á kvöldin, þegar krakkarnir voru farn-
ir heim? Eí hann sæti að náminu í einn klukkutíma, eða
vel það, á hverju kvöldi, hlaut hann þó að geta lært tals-
vert.....Nei — þetta var ekkj gerlegt. Jafnvel þótt hann
hefði lokáð túlanum á karlinum með failegu úlfsskinni,
myndi ekkj líða á löngu, áður en fólkið í byggðinni kæm-
ist á snoður um leyndarmálið. Það var ekki mikill vandi að
sjá inn um glugga, þegar dimmt var úti, en ijós inni.
Þetta kvöld lét Alfreð ótvírætt í það skína, að nú gæti
Árni borið upp erindi sitt. En Árni vék sér undan því, og
bóndinn lét sér það þá lynda í bili. Það var óþarft aö hafa
hraðann á um þetta ieyti árs, og nóg var til í pottinn, því
sumarið hafði verið gott og uppskera af ökrum og úr görð-
um ríkuleg. Maðurinn frá Akkafjalli mæltj líka með sér
sjálfur. í tvo tíma hafði hann verið í skóginum, og það
hafði sýnt sig, að hann kunni að halda fallega á verkfæri.
Kona Alfreðs var lika hin rólegasta. Hennar vegna mátti
Árni vera í Grenivík í allan vetur, ef það stuölaði að því, að
Júdit fengj röskan mann. Það varð ekki öllu lengur við það
búið, að hún væri í Grenivik og gerði heimili foreldra sinna
að bitbeíni grannanna. Gamla konan hafði á takteinum á-
gætar uppástungur, og þær ætlaði hún að bera fram, jafn-
skjótt og þess sæjust merki, að Árni vlidi ljá máls á slíku.
Júdit átti að fara með honum að Akkafjalii og sýna for-
eldrum hans, að hún væri natin við gripi. Meðan Júdit var
reynslutímann í Akkafjalli gat Elia komið í Grenivík. Eilíf-
ur ætlaði að byggja að vori, og það var kominn tími til þess,
að tengdadóttirin tilvonandi sýndi, að hún gætj fleii-a en
laðað að sér augu Eilífs á messudögum við Lappakapelluna.
Árni var látinn sofa í herbergi, þar sem Eilífur og tveir
yngri bræður hans höfðu náttbói. Hann lá á hreindýra-
feldum á gólfinu og hafðj gærunskinn ofan á sér. Synii