Tíminn - 29.06.1951, Side 2
2.
TÍMINN, föstudaginn 29. júní 1951.
143. blaff.
*)tá kafi til keiia
Útvarpið
ÍJtvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,20 Útvarp frá íþróttavell
inum í Reykjavík: Landskeppni
í knattspyrnu milli íslendinga
og Svía. Dómari: Guðjón Einars
son. Sigurgeir Guðmannsson o.
fl. lýsa leiknum. 22,15 Fréttir og
veðurfregnir. 22,20 Vinsæl lög
(plötur). 22,30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20.30 Útvarpstríóið: Tveir
kaflar úr tríói i E-dúr eftir
Mozart. 20.45 Leikrit: „Heim-
ferðin“ eftir John Sainfort. Leik 1
stjóri: Einar Pálsson. 21,15 Tón
leikar: Valsar eftir Lanner og
Waldteufel (plötur). 21,35 Upp-
lestur. 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22,10 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.
Hvar era skipin?
Ríkisskip:
Hekia er væntanleg til Rvíkur ,
á morgun frá Glasgow. Esja
kom til Reykjavíkur á hádegi í
gær að vestan og norðan. Herðu
toreið er á Austfjörðum á suður
leið. Skjaldbreið kom til Rvíkur
í gær og fer þaðan í kvöld til
Snæfellsnesshafna og Flateyjar.
Þyrill er á Austfjörðum. Ár-
mann fer frá Reykjavik í kvöld
til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss er í Hamborg. Detti
foss fór frá Reykjavik 26. 6. til
New York. Goðafoss er í Ant-
verpen, fer þaðan vsentanlega í
dag 28. 6. til Rotterdam og Leith.
Gullfoss kom til Kaupmanna-
hafnar í morgun 28. 6. frá Leith.
Lagarfoss fer frá Rvik kl. 20,00
í kvöld 28. 6. vestur og norður
og til Gautaborgar. Selfoss er í
Reykjavík. Tröllafoss er i Reykja
vík. Katla er á Akureyri. Vollen
fór frá Hull 27. 6. til Reykjavík
ur. Barjama fermir í Leith í byrj
un júlí til Reykjavíkur.
Flugferðir
Flugfélag íslands.
Innanlandsflug: í dag er á-
eeflað að fljúga til Akureyrar
(ki. 9,15 og 16,30), Vestmanna-
eyja, Hornafjarðar, Fagurhóls-
mýrar, Kirkjubæjarklausturs og
Siglufjarðar. Frá Akureyri verð
ur flogið til Austfjarða. Á morg
un eru ráðgerðar flugferðir til
Alcureyrar, Vestmannaeyja,
Blönduóss, Sauðárkróks, Sigiu
fjarðar. jsafjarðar og Egilsstaða.
Miiliiandaflug: „Gullfaxi“ fór til
Osló í morgun og er væntanleg
ur aftur til Reykjavíkur kl. 22,00
í kvöld. Flugvélin fer til Kaup-
mannahafnar kl. 8,30 í fyrra-
málið.
Loftleiðir.
í dag er áætlað að fljúga til
ísaf j arðar, Vestmannaey j a,
Hólmavíkur, Sauðárkróks, Hellis
sands og Akureyrar.
Árnab heilla
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun
sina ungfrú Sigurbjörg Gísladótt
ir, Mýrum í Dýrafirði, og Sigurð
ur Guðmundsson, Hjarðarhaga.
iljónaefni.
Trúlofun sína hafa opinberað
ungfrú Kristína Leifsdóttir frá
Akureyri og Þorsteinn Sigurðs-
son, Brúarreykjum, Stafholts-
tungum.
r *
Ur ýmsum áttum
Gönguför á Heklu.
Ferðafélag íslands. ráðgerir
að fara gönguför á Heklu n. k.
laugardag. Lagt af stað kl. 2 e.
h. og ekið að Næfurholti og gist
þar í tjöldum. Snemma á sunnu
dagsmorgun verður reynt að
komast upp undir Suður-Bjalla
og gengið þaðan á hæstu Heklu
tinda. Farmiðar sækist fyrir kl.
6 á föstudagskvöld.
Tímaritið Úrval.
Blaðinu hefir borizt 3. hefti
Úrvals, sem er nýkomið út. Af
efni þess má nefna: „Klondike
Stef“, grein um Vilhjálm Stefáns
son, „Sasonoff", smásaga eftir
Arkadij Avertjenko, „Nýjungar
í læknisfræði“ eftir Baldur
Johnsen lækni, „Á vígaslóð með
mannætum“, Það, sem búið er
til úr sykri“, „Lifandi gimstein
ar“, „Framfarir í tannlækning-
um“, „Frú Petersen er óánægð
með lífið“, „Unz ekki verður aft
ur snúið“, „Þar sem dýrin
stjórna mönnunum", „Heims-
mynd Hoyles prófessors", „Á-
hrif Freuds á lif okkar“, „Mein.
dýrið, sem hefnir sín“, „Það
bezta, sem í okkur býr“, „Um
lifnaðarhætti fílanna", og bók-
in: „Rauða myllan", ævisaga
franska málarans og teiknarans
Henri Toulouse-Lautrec, eftir
Pierre LaMure.
Reykjavíkur
efnir til hópferða
Mjólkurfélag Reykjavíkur
efnir t'l skemmtiferðalags um
næstu tvær helgar, og hefir
það boðið tveimur frá hverju
heimili, sem er í viðskipta-
deildum þess, þannig að Mjólk
urfélagið greið'r kostnað við
| bila og mat í ferðalaginu. Get
, ur fólk valið á milli hinna
tveggja ferða.
Fyrri ferðin verður farin um
næstu helgi, og er henni heit
! ið vestur í Reykhólasveit. Verð j
i ur lagt af stað í dag og hald
1 ið vestur í Bjarkarlund. Þar
vestra verður dvalið á morg-
! un, en far ð heim aftur á
sunnudag.
Ástarsögusaf nið |
Þrjár nýjar sögur í Ástarsögusafninu eru komnar út. iP
1
Auglýsingasíml
Xímans
81300
Seinni ferðin verður austur
að Síðu, og verður lagt af
stað í hana næsta föstudag,
dvalið eystra á laugardaginn,
en farið heim á sunnudag.
Þátttakendur verða rösk-
lega e tt hundrað í hvorri ferð,
| flest bændur og húsfreyjur
þeirra.
Þær heita:
Óskirnar rætast
órlagaríkur mÍNskilningur
Bláa brófið
Verðið er óbreytt, eða aðeins fimm krónur liver bók.
Mun þetta hagstæðasta bókaverð, sem nú er um að
ræða.
Áður eru komnar út tíu sögur í Ástarsögusafninu. Þeir,
sem kynnu að vanta einhverj ar sögur inn í safnið, ættu
að snúa sér til forlagsins hið allra bráöasta, því að
það er orðið torvelt að afla sumra sagnanna, en á-
nægjulegast er að eiga safnið í heild. J
BÓKAÚTGÁFAN ÖSP i!
Pósthólf 561 — Reykjavík
'/JVAVAV.V.VV.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.VAV.V.V.V/.V
I
5
fltíglýAit í 7ímanum
Anglýsið í Tímannm.
fl tfcrHum tieyii
í Sólvallakirkjugarði
Vegna aðfinnslna í sambandi við gamla kirkjugarð-
inn i Reykjavik var mér á dögunum boðið þangað
suður eftlr til þess að sjá með eigin augum, hvernig
fólkið þar starfaði og hvernig umhirða væri. Fylgdi
Sumarliði Halldórsson, sem hefir á hendi yfirumsjón
með piöntun og hirðingu í kirkjugörðunum hér, mér
um garðinn og sagði frá einu og öðru viðvikjandi
starfinu, bæði því, sem ánægjulegt er, og hinu, sem
miður er.
Hann sagði, að á hverju ári væri leitast við, að halda
maðki og meindýrum, sem á gróðurinn sækir, í skefj-
um, eftir því sem frekast væri unnt, og væru árlega
notuð jurtalyf og skordýraeitur fyrir þúsundir króna.
Var einmitt verið að baða trjágróðurinn og hreinsa
hann af maðki og lús þessa dagana. Annars sagði
Sumarliði, a.ð sér virtist jafnan sem óþrifin í garðin-
um byrjuðii í norðvesturhorni hans, og hefði einnig
verið svo ár hvert, hvort sem það stafaði af því, að
þau bærust inn i garðinn vestan úr bænum eða ekki.
En hvað sem því liði, þá væri reynt að vinna bug á
þessum ófögnuði. En garðurinn væri allstór, og þess
vegna ekkj svo lítið verk að heyja gegn maðkinum
og óþrifunum þá útrýmingarstyrjöld, er færi fram
tvisvar á ári. En einskis er látið ófreistað í þeim
maðkastyr j öldum.
★ ★ ★
Starfsfólkið í kirkjugarðinum sagði mér einnig sitt-
hvað annað. Fólk, sem kemur í garðinn til þess að
hlynna að leiðum ættingja sinna, fær iðulega lánuð
ýms áhöld, sem það þarf að nota. Því miður er skil-
vísin hjá sumum ekki á háu stigi. Vatnskönnur, verk-
færi og jafnvel hjólbörur týnast í láni. Stundum finn-
ast þessir hlutir síðar á víð og dreif um garðinn —
stundum koma þeir aldrei í leitirnar.
★ ★ ★
Þetta er ekki fallegur vitnisburður um skilvísi
manna, en sem betur fer eiga hann ekki nema sumir
þeirra, sem í kirkjugarðinn koma. Þó er sagan ekki
ÖU sögð. Dæmi eru um það, að fólk rifi blóm upp af
leiðum annarra til þess að prýða með legstað þeirra,
sem þeim er umhugað um sjálfum. Hugsunarhátt þann,
sem bak við slíkan verknað liggur, mun flestum erfitt
að skilja, og munu kannske sumir undrast, að fólk á
svo lágu og ömurlegu stigi skuli yfirleitt finnast. En
þó mun það sammæli starfsfólksins að umgengni og
háttvísi fólks í kirkjugarðinum fari fremur batnapdi
en versnandi.
J. H.
AÐALFUNDUR
VinniiYoitoiidasaiiihamls íslaiuls
« verður haldinn í dag kl. 2 e. h. í samkomusal Ham-
ars h.f., Hamarshúsinu. — Dagskrá samkvæmt félags-
lögum.
Viimuveitendasamband íslands.
I TRÉSMÍÐAFELAG REYKJAVÍKUR
H
«4
:♦ Samlcvæmt samningi við Vinnuveitendasamband Is-
4«
:: lands er kaup félagsmanna sem hér segir:
« Sveinar kr. 15.59 pr. klst.
Meistarar og verkstjórar kr. 17.44 pr. klst.
44
II Vélamenn kr. 16.51 pr. klst.
44
Eftirvinna er 60% hærri en dagvinna.
Vegna óhagstæðra innkaupa á verkfærum fá svein-
4 »
II ar og verksljórar auk þess 15 aura í grunnkaup
ji á klst.
H Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu félagsins.
I: Stjórnin.
rt:«nn:mmnmiTiii:i:ii:innnm«:n:mtnumirrmn»:a::anjimwi»un
Barnaheimilið í Suðurborg
vantar eldhússtúlku 2ja — 3ja mánaða tíma.
Upplýsingar ekkj gefnar í síma.
Forstöðukanan.
nsaiiiiiiiiiiiiinaaiú
Sendi Hólmvíkingum og Tungusveitungum innileg-
ustu þakkir mínar fyrir hjartanlegar móttökur á
ferðum mínum um Strandir.
Guð veri með ykkur. Lifið heil.
•Tón Sigurðsson, Nesjum.