Tíminn - 20.07.1951, Side 4

Tíminn - 20.07.1951, Side 4
Húsin, skipulagið og fólkið Framh. Nú er það gamall islenzkur siður að láta sök bitna.á sek- um og kannske kemur ykkur það ofurlitið spánskt fyrir, að ég ætla sumpart að láta sök- ina bitna á fólkinu sjálfu eða almenningi. Þetta byggi ég á tvennu, að hann virðist sætta sig við ástandið eins og það er, og að fólkið sjálft virð ist margt hafa óskað eftir þessu skipulagi upphaflega. Það hefir lengi verið ástríða á íslendingum að byggja kjall ara. Þetta kjallarafargan hef ir verið réttlætt með mörgu móti. Það var kallað spar- semi að nota allt pláss innan grunnrammans, jafnvel án til iits til þess, hvort nokkuð var með þetta pláss að gera. Til þess svo að gera þetta húsrými r.othæfara til einhvers varð að teygja það til hálfs upp úr jörðunni vegna glugga og dyra. Þegar svo kjallarinn var þannig til orðinn varð að finna eitthvað til þess að borga brúsann. Og svo kom kjallaraíbúðin í allri sinni dýrð og með sitt veglega nafn. Það var fólkið, sem skapaði þetta fyrirbæri. Þannig var margt húsið byggt áður en skipulag kom til sögunnar og það var beinlínis ósk margra fyrst framan af að byggja á þennan hátt og er jafnvel enn. Að lokum varð þetta að skipulagsbundinni hefð, sem nú trónar í valdi laganna. Og afleiðingar þessa skipulags ákvæðis eru fjölþættari en ýmsa grunar og mun ég taka sumt a{ því til nánari athug- unar. Reykjavík hefir senniiega fleiri barnaleikvelli en nokkur annar bær með svipaða fólkstöíp. Þrátt fyrir það eru götur og gagnstéttir fullar af börnum á öllum hugsanieg um aldri. Þetta er svo áber andi og í svo stórum stil, að hvergi á sinn líka i erlendum borgum, sem ég hefi séð, nema í svokölluðum „slums“ eða skriflahverfum fátæklinga og annarra olnbogabarna þjóð- félaganna. Nú ætla ég að halda því fram, að þetta götuuppeldi barnanna okkar stafi af því að okkur hafi ekki tekizt að að skipuleggja þennan bæ okk ar þannig, að náttúruleg tengsl verði milli ibúðar og garðsins. Þetta liggur raunar augjjóst fyrir, þegar það er athugað að íbúðirnar liggja í allt öðrum hæðafleti en garðarnir og úti lokar því skipulag þetta öll náin tengsl milli íbúðar og garðs. Þá bætist það og við ,að garðurinn er oftast sam- eign tveggja til þriggja íbúða og liggur opinn fyrir gluggum allra íbúðanna. Sameiginlega útilokar þetta skipulag því nær öll einkaafnot af garðin- um og hann verður raunveru lega ekki annað en eins konar skrautmubla til að horfa á út um glugga. Uppeldisáhrif hans sem dvalarstaðar, leik- staðar og dundursstaðar barn anna er því nær óþekkt fyrir bæri hér í höfuðborginni, enda er ekki hægt, með þeim kringumstæðum, sem ég hefi lýst, að koma við nægilegu eftirliti, eða yfirleitt hemja börnin inni í görðunum, þótt þeir væru þeim frjálsir. Víða erlendis virðist þessu vera á annan veg farið. Ég get nefnt dæmi, sem ég kynnt! Eftir Þóri Baldvinsson hiisaincistara ist af eigin raun fyrir nokkr- um árum. Ég heimsótti kunn- ingja minn einn, sem býr í einni af útborgum Lundúna. Þetta var síðdegis á vori í góðu veðri. Gatan virtist mjög róleg og fáir á ferli, en húsin voru sambyggð úr jarðrauð- um múrsteini og fór liturinn vel við grænar krónur trjánna, er stóðu með götunni. Ég gekk að dyrum upp tvær útitröppur og var síðan boðið til stofu. Eftir skamma stund var mér tjáð, að te biði mín tilbúið til drykkjar úti i garði. Ég gekk úr stofunni fram í eldhúsið og þaðan um bak- dyr út í garðinn. Þá opnaðist fyrir mér nýr heimur, sem ég hafði enga hugmytid um frá götunni séð. Þarna var fólkið, þarna var kliður 0.4 líf. Þarna lá garður við garð með lágum, máluðum trégrindum á milli, en blóm, runnar og stök tré hér og þar, sérstak- lega við grindagirðingarnar. Næst húsi var grasflötur, en attast reitir með matjurta- beðum og síðan röð af trjám rreðíram sorphrejnsunarstign um. sem lá þvert yfir fyr?r bak endum garðanna. Þarna úti í garðinum sat aldraður maður, gráhærður, faðir húsmóður- innar, en á grasflötinni var tveggja ára strákpatti að vafra, sonur þeirra hjóna. í hverjum garði var meira og minna af fólki svo langt sem séð varð, sérstaklega bórn á ýmsum aldri og gamlav konur eða eldra fólk Börnin voru auðsjáanlega vanin á að leika sér J görðunum og annars stað ar ekki. Þau komust ekki út á götuna með góðu móti, nema með því að fara í gegnum hús ið, en gegn um eldhúsglugg- ann gat móðirin haft auga með þeim á fyrirhafnar. Hver íbúð í húsasamstæðu þessari var skipulögð þannig: Á neðri hæð forstofa með stiga til efri hæðar, ein rúm- góð stofa, eldhús og búr. Á efri hæð þrjú svefnherbergi og bað. íbúðin var þannig á tveimur hæðum, sneið þvert yfir húsasamstæðuna með löngum og mjóum einkagarði að baki. — En svona hús fæst ekki að byggja í Reykjavík í dag. Sjö metra skipulagið leyf ir það ekki hér. Ef til vill ósk ar fólkið ekki eftir því. Þó mætti gera íbúðir í sviplíku formi, sem eru ódýrari en þau hús, sem við nú byggjum, og íbúðaskipan af þessu tagi hefir meiri möguleika í sér fólgna til að byggja upp heil- brigðara og formfastara upp- eldi og heimilislíf en svo til nokkur þeirra rándýru húsa, sem við erum neydd til að byggja hér. Þá vil ég lítillega drepa á fjölbýlishúsin, sem við höfum verið að reisa hér, hús, sem eru þrjár til fjórar hæðir auk kjallara, en sex til átta íbúðir liggja að sama stiga og nota sama og eina inngang. Þessi hús eiga hinn fyllsta rétt á sér fyrir fólk á vissum ævi- skeiðum og henta mjög vel ef þau eru rétt notuð. En það er hinn mesti misskilningur að byggja þau hús fyrir barna fjölskyldur og að gera slíkt er hið sama og að skipuleggja götuuppeldi barnanna. Það er áreiðanlegt, að við höfum mis stigið okkur í þessum efnum. Allur aimenningur virðist skoða bæjaskipulagið býsna fjarlægan hlut einstaklingun um og lífi hans. Fólkið virðist halda að bæjaskipulagið felist eingöngu i því, að sjá fyrir umferð og tryggja svokallað samræmi í umhverfi. Nokkuð ber og á því, að þeir, sem yfir skipulagsmálum ráða, horfi of mjög á þessi að vísu nauð- synlegu atriði, en gleyma hinu að fyrst og fremst á skipulagið j að vera til þess að hjálpa fólk j inu til að lifa á sem heilbrigð, astan, náttúrulegastan og þægilegastan hátt, en síðan að i laga ytri aðstæður eftir því, i þannig, að þó fáist fegurð lína • og hóflegs samræmis. í stuttu' máli, að skipulagið á skilyrðis laust að vera fyrir fólkið, en ekki fyrir skipulagið. Ég vil nú hverfa frá skipu- laginu um hríð og dvelja lítið eitt við íbúðirnar sjálfar, með athugun á því sem er og því sem ef til vill gæti orðið. —' Ég gat þess hér áður að annar þáttur þeirrar fábreytni, sem hér gætti í byggingamálum væri það, að fólkið ekki ein- ungis sætti sig við að fara troðnar leiðir, heldur beinlfnis óskaði eftir því. En nú segið þið að vonum, að það sé arki- tektinn, sem eigi að koma til sögunnar, að það sé hann, sem eigi að leiða og sýna veginn, og það er rétt að vissu marki. Þó mætti svara þessu svipað og sagt var að Roosevelt gerði i byrjun striðsins, þegar Chur- chill impraði á því, hvort hann ætlaði ekki að fara að segja Þjóðverjum strið á hend ur: „Ég get ekki farið mikið hraðar en fólkið vill“, svaraði Roosevelt. Arkitektinn getur heldur ekki farið mikið hrað ar en fólkið vill. Þess vegna eru ibúðirnar líka á sinn hátt táknrænar fyrir kynslóð þess bæjar er reisti þær. Ef ég væri spurður að því, hvert væri aðalséreinkenni þessara íbúða okkar hér í Reykjavík, þeirra, sem við höfum verið að reisa þessi und anförnu ár, þá held ég að ég mundi svara: Yfirborðið, það er allt gert fyrir yfirborð ið, hvað sem það kostar. Það er allt gert til að hylja höfuð- efni hússins sjálfs, raunveru leikann, sem undir liggur. Ég held því ekki fram að við sé- um einir um þetta íslending- ar, kannske er það einkenni tímanna, en ég held við í allri okkar einhæfni göngum lengra í þessu en margir aðr- ir. — Við skulum taka venju legan skilrúmsvegg. Eins og hann kemur úr mótunum er hann meira og minna smáhol óttur, hrjúfur og með borða- förum. En hann er búinn að fá þann traustleika, sem til er ætlazt, hann er búinn að fá nægilega þykkt, hann skil ur á milli herbergja á þann hátt sem þörf var fyrir og hann gegnir þegar öllum höf uðhlutverkum sinum. En hvað er þá eftir? Jú, það er eftir að gera hann þóknanlegan aug- anu svo sem tízkan heimtar. Heilir herskarar stritandi manna eru nú settir til þess að berjast við þennan vesal- ings vegg, og þeir hætta ekki fyrr en þeir eru búnir að koma á hann 16 lögum af málningu og múrefnum, átta hvorum megin, og þó er vegg- skrambinn eftir sem áður úr (Framhald á 7. síðu.) Sveinn Sveinsson frá Fossi hefir óskað eftir að gera eftir- farandi athugasemd við grein Björns L. Jónssonar veðurfræð ings, sem Tíminn birti 14. þ. m. um þjóðardrykk Islendinga. , „Ég ætla mér ekki þá dul, að reyna að hrekja það, sem Björn segir um þau eiturefni, sem í kaffinu séu. Þvert á móti ætla ég að látá það allt satt vera. En reynslan sýnir allt annað en að þessi eiturefni séu svo óholl líkama mannsins, sem þessi gáf aði ’maður vill vera láta, Það, sem ég þekki til, þá hafa menn, sem ekki. hafa drukkið kaffi, annað hvort aldrei drukkið það, ■ eða hætt að drekka það á ýms- j um aldri, hvorki verið hraustari né langlífari en þeir menn, sem alltaf hafa drukkið kaffi allan sinn aldur, nema ef þeir hafa legið veikir og hvorki getað neytt matar eða kaffis, eins og gefur að skilja með veika menn.1 Það er vonlítið verk, að ætla sér að láta menn trúa því, að þreyttum og syfjuðum manni sé það eins og svipuhögg á J þreyttan hest, að fá sér kaffi-. sopa líkamanum til hressingar. I Þegar menn eru orðnir þreyttir j við vinnu, en þurfa þó að vinna lengur, þá gefur það að skilja' að líkaminn slitnar meir á því að vinna áfram þreyttur en endurnýjaður. Meðan ekki er hægt að sýna það og sanna, að fólk, sem ekki drekkur kaffi sé hraustara og 15 fi lengur en það fólk, sem drekkur kaffi, heldur jafnvel þvert á móti, þá er vafasamt að það sé rétt að vera að prédika um ýms eiturefni í þeirri vöru, sem reynslan hefir sýnt, að íólk ið hefir gott en ekki illt af að neyta. Það getur jafnvel orðið til þess að gera fólk að óþörfu ímyndunarveikt. Fyrir allmörgum árum tók ráðdeildarfólk í nokkrum hrepp. upp á því að hætta að drekka kaffi, bæði til sparnaðar og holl ustu, en það liðu ekki mörg ár, þar til að flest af því fóiki breytti um aftur og fór að drekka kaffi í hófi, því að soðið vatn, sem það hafði notað í stað kaffis reyndist leiðigjarnt. En kaffið má spara með tei, sérstaklega er te hollt með kvöldmat eins og kunnugt er. Þegar menn eru þreyttir á ferða lagi að kvöldi dagsins er ágætt að fá sér góðan kaffisopa áður en gengið er til hvílu. Það end- urnýjar líkamann og menn sofa betur og þó ekki eins fast. Kaffið hefir góð áhrif á sálar krafta mannsins, gerir þá glaða og léttlyndari. Margur maðunnn hefir ául glaðar og ánægjulegar stundir við kafíidrykkju, bæði heima og heimanaö. Og þó menh t. d r;J;st á fundum útaf pólitik eða öðru, þá eru þeir orðnlr ,»iit í einu mestu m >.tar við kaifi- borðið. Börn, sem eru oröin stálpuð og ekki fá að smakka kaífi, eru sízt lystugri en hin, sem fá kaffi sopa svopa í viðlögum, og ef þau börn, sem ekki fá kaífi, geta náð sér í kaffisopa, eru þau í ekkert eins,eó!gin, ef þau eru ólystug á mat. En ég get vel gengizt inn á það, að það væri mikil sparnaðarráðsföfun fyrir gjaldeyrir þjóðarinnar, ef allt fólkið í landinu hætti að kaupa kaffið, en ég hygg að ekkert væri hægt að fá innlent í stað- inn, sem fólkið yrði ánægt með, nema að búa til áfengt öl í land inu sjálfu". * Það má segja úm skoðanir þeirra Sveins og Björns, að sín- um augum lítur hver á silfrið, og verður svo ekki rætt meira um þetta mál né önnur í bað- stofunni í dag. Starkaður. Sunnlendingar, athugiö! Auglýsingaumboðsmenn vorir eru: Kirkjubæjarklaustri Vilhjálmur Valdemarsson, útibússtj. Vík í Mýrdal Óskar Jónsson> fulltrúi. Hvolsvelli Síokkscyri Eyrarbakka Sclfossi Ólafur Ólafsson, c/o K.R. Helgi Ólafsson, útibússtjóri. Helgi Vigfússon, útibússijóri. Arinbjörn Sigurgeirsson, kaupmaður. flthugií! Ef þér þuríið að koma auglýsingu til birtingar í blaðinu, snúið yður til þess umboðsmanns, sem bú- settur er næst yður og mun hann annast frekari fyr- irgreiðslu auglýsinga yðar. £uhh/eh((íHtjfœ?} / Hafið það hugfast, að Tíminn hefir meiri útbreiðslu en nokkurt blað annað á Suðurlandsundirlendinu. — Þess vegna tryggið þér yður beztan árangur af auglýs- ingum yðar í TÍMANUM. Snúið yður með auglýsingar yðar til umboðsmanna vorra

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.