Tíminn - 20.07.1951, Page 5

Tíminn - 20.07.1951, Page 5
160. blað. TÍMINN, föstudaginn 20. júli 1951. 5, Föstud. 20. jtílt Sagnritun hinna seku Þjóðin er alltaf að eignast nýja sagnritara. Það er á- nægjulegur vottur þess, að sagnaritunin, — þessi góði, gamli siður, sem aflað hefir þjóðinni mestrar frægðar, er síður en svo að falla niður. Nýlega hefir bæzt nýr mað ur í hóp sagnritaranna. Það er Sigurður Bjarnason alþing ismaður frá Vigur. Sigurð- ur er á margan hátt gegn og viðkunnanlegur piltur. Sagn- ritun hans er þó misheppnuð, enda hefir hann valið sér erf itt verkefni og haft slæmar heimildir. Hann hefir færzt það í fang, að skrifa sögu verð bólgunnar og haft Morgun- blaðið sem heimildarrit og for kólfa Sjálfstæðisflokksins sem heimildarmenn. Sagnritun Sigurðar er lika fjarri því að minna nokkuð á Ara fróða. Hún minnir meira á það, að Hitler væri risinn upp úr gröf sinni og farinn að skrifa sögu seinustu heims- styrjaldar, eða að Stalin tæki sér fyrir hendur að skrifa sögu friðarbaráttunnar eftir stríð- ið. Framsóknarmenn fá sinn þátt í sagnritun Sigurðar. Þeir eiga m. a. að hafa sagt, að ekkert væri auðveldara en að ráða niðurlögum dýrtiðarinn ar og kynni Framsóknarflokk urinn mörg óbrigðul ráð til að lækna hana. Sigurður með- höndlar hér sannleikann vissu lega eftir öðrum reglum en Ari fróði. Sannleikurinn er sá, að Framsóknarmenn vöruðu allra manna mest við því að láta dýrtíðina vaxa og sleppa henni lausri. Þeir sögðu ein- mitt, að það væri þeim mun erfiðara að ráða niðurlög- um hennar, er hún fengi að vaxa meira. Þess vegna bæri umfram allt að stöðva hana í . tíma. Þéssar aðvaranir Framsóknarflokksins voru kallaðar „barlómsvæl“ og „hrunstefnusöngur“ í Mbl. og Þjóðviljanum og forkólf ar Sjálfstæðisflokksins sögðu, að nýsköpunartækin þyldu stóraukna dýrtíð, en yrði hún þeim um megn, mætti hvenær sem væri lækna dýrtíðina með einu pennastriki. Aðvaranir Fram sóknarmanna voru þannig ekki hafðar að neinu og því er nú komið, sem komið er. Það hafa verið þrjú tilvalin tækifæri til að stöðva dýrtíð- ina. Framsóknarmenn beittu sér fyrir þvi, að þau væru öll notuð. Sjálfstæðisflokkur- inn hindraði það i öll skiptin. Fyrsta tækifærið var i tíð þjóðstjórnarinnar 1941. Þing ið hafði þá sett sérstök lög um ráðstafanir gegn dýrtíð- inni. Veigamikil atriði í fram kvæmd þeirra heyrðu undir ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir fengust aldrej til að framkvæma þau, vegna þess, að þau skertu hag togaraeig- enda. Lögin urðu því gagns- laus. Annað tækifærið var í stjórnartíð Framsóknarflokks ins og Sjálfstæðisflokksins á fyrra hluta ársins 1942. Þá gripu kommúnistar til þess ERLENT YFIRLIT: Deilt um frambjóðendur Vorða Taft eða Elsoiiliowor forsotaofni ropublikana á næsta ári? Það er nú ekki eftir nema tæp lega iy2 ár af kjörtímabili Tru- mans forseta. I marzmánuði næstkomandi verður byrjað að kjósa fulltrúa á flokksþingin, er eiga að tilnefna frambjoðendur flokkanna fyrir forsetakjörið, er fer fram næsta haust. Sam- kvæmt venju er kosningabaráit an nú raunverulega hafin, en er hins vegar enn á því stigi, að hún er raunverulega ekki á milli flokkanna heldur fer hún fram innan vébanda flokkanna eða snýst réttara sagt um það, hver frambjóðandi þeirra eigi að vera. Baráttan milli flokkanna hefst fyrst fyrir alvöru, þegar búið er að velja forsetaefnin. Að þessu sinni er það þó fyrst og fremst innan republikana- flokksins, sem slík barátta á sér stað .Meðal demokrata gætir hennar minna, því að Truman er almennt talinn sjálfkjörinn frambjóðandi þeirra, ef hann gefur kost á sér. Enn sem komið er hefir hann ekki látið neitt uppi um það. Taft hefir mikið fylgi. Meðal republilcana ber nú mest á stuðningsmönnum Taft öldungadeildarþingmanns, sem hefir verið talinn aðalleiðtogi hægri manna og einangrunar- sinna í flokknum. Hann hefir flokksstjórnina sér hliðholla og einnig marga auðhringana. Vegna einangrunarstefnu sinnar er hann og ekki ólíklegur til að hljóta atkvæði kommúnista og fylgifiska þeirra. Taft hefir tví- vegis áður komið mjög til greina sem forsetaefni republikana, en tapaði fyrir Dewey í bæði skipt in. Það hefir háð honum, að hann hefir ekki þótt vænlegur til að vinna sér almenningshylli. Þetta álit á honum hefir þó nokkuð breytzt eftir sigur hans á sl. hausti, er hann var endur- kjörinn öldungadeildarþingmað ur. Það er talið, að fylgismenn Tafts séu vel á veg komnir með að tryggja sér fulltrúana, er miðvesturríkin kjósa á flokks- þing republikana, og einnig full trúa suðurríkjanna. Eins og sak ir standa hefir enginn af þeim forsetaefnum republikana, er gefið hafa kost á sér, eins mikið fylgi og Taft. Liðsmenn hans eru nú að skipuleggja stórfellda sókn fyrir framboði hans, og er henni ætlað að ná til allra fylkja Bandaríkjanna. Bandalag Deweys og Duffs. Andstæðingar Tafts í repu- blikanaflokknum og þó sérstak lega þeir, sem eru andvígir hon um í utanríkismálum, eru ekki heldur aðgerðalausir. Fremstur þeirra er Dewey ríkisstjóri í New York-fylki, en hann hefir livað eftir annað lýst sig þess fýsandi, að Eisenhower hershöfð ingi yrði forsetaefni republik- ana. Dewey er nú sagður hafa gert bandalag við Duff öldunga deildarþingmann frá Pennsyl- vaníu um að þeir beittu sér fyr ir því, að fulltrúarnir frá New York og Pennsylvaníu lýstu fylgi við Eisenhower. Þeir eru og tnld ir hafa tryggt sér liðveizlu Stassens, sem nú er háskóla- rektor í Pennsylvaníu. Stassen er talinn hafa lagt það fyrir liðsmenn sína í Minnesota að styðja Eisenhower. Þá eru haf in öflug samtök i Kansas, þar sem Eisenhower er fæddur, fyr ir því að styðja að útnefningu hans sem forsetaefnis republik- ana. Gefur Eisenhower kost á sér? Það veikir talsvert áróðurinn hjá stuðningsmönum Eisenhow ers, að hann hefir enn ekki lát- ið neitt uppi um það, hvort hann vilji gefa kost á sér. Hins ^egar neitaði hann því afdrátt arlaust fyrir seinustu forseta- kosningar. Ekki er talið óeðli- legt, þótt viðhorf hans hafi breytzt síðan. Það þykir m. a. líklegt, að hann muni ekki æskja eftir Taft sem forseta Bandaríkjanna. Eisenhower hefir heldur ekki látið neitt uppi um það, hvo'r- um aðalflokknum hann fylgi að málum. I báðum flokkum eru nú uppi háværar raddir um að fá hann sem forsetaefni. Við skoðanakannanir undanfarið hefir hann verið hæstur bæði hjá republikönum og demokröt um. Bendir það vissulega til þess, að hann myndi verða sig- ursæll, ef hann gæfi kost á sér. Önnur forsetaefni republikana. Það er talið úr sögunni, að ráðs að bjóða Sjálfstæðis-1 flokknum „steiktu' gæsirnar“ svonefndu. Sjálfstæðisflokkur inn hélt sig vera að fá sex þingsæti í tvímenningskjör- dæmunum, en gætti þess ekki, að kommúnistar tóku af hon um jafnmörg uppbótarsæti í staðinn, svo að raunverulega höfðu kommúnistar allan hagnaðinn. Fyrir „steiktu gæs irnar“, er svona voru tilkomn ar, rauf Sjálfstæðisflokkur- inn stjórnarsamstarfið við ^ Framsóknarflokkinn, og myndaði minnihlutastjórn, I er varð að kaupa stuðning kommúnista því verði að láta 1 dýrtíðin vaxa óhindrað. Dýr- 1 tíðarvísitalan hækkaöi um 100 stig í tíð þessarar stjórnar og lifði hún þó ekki nema í sjö mánuði. Þriðja tækifærið var svo haustið 1944, þegar Framsókn ] arflokkurinn hafði fengið bændur til að falla frá verð-' hækkun og bauð Sjálfstæðis- flokknum samvinnu um stöðv un dýrtíðarinnar. Kommúnist ar gerðu hins vegar boð, sem stórgróðamenn Sjálfstæðis- flokksins töldu sér miklu betra. Sjálfstæðisfl. hafn- aði samvinnu við Framsókn- arflokkinn og myndaði stjórn með kommúnistum. Sú stjórn hélt þannig á málum, að allt var raunverulega komið í strand, þegar hún hrökklaðist frá, og atvinnuvegunum hefir síðan verið haldið á floti með uppbótum og gengislækkun og bráðabirgðaráðstöfunum. Nýsköpunarstjórnin gerði verðbólguna m. ö. o. óviðráð- anlega. Þetta eru meginþættir dýr tiðarsögunnar. Það hafa verið þrjú tækifæri til að stöðva dýrtíðina. Þau voru öll látin ónotuð vegna þess, að gróða- öílin í Sjálfstæiðisflokknum töldu sér annað betur henta. Óumdeilanlega er því Sjálf- stæðisflokkurinn sekasti flokkurinn í dýrtiðarmálun- um, því að enginn ætlast til ábyrgðar af kommúnistum. Foringjar hans sjá það líka nú, að það var ekkert barlóms væl eða hrunstefnusöngur, þegar Framsóknarmenn voru að hvetja til þess að stöðva dýrtíðina í tima. Þess vegna er Sigurður Bjarnason nú sett ur til að umrita dýrtíðarsög- una. Slíkt mun þó engu breyta um endanlegan dóm þjóðar- innar. TAFT MacArthur komi til greina sem forsetaefni republikana. Fylgi hans hefir þorriö mjög i seinni tíð og hann hefir sjálfur lýst sig fjarri því að hugsa nokkuð til framboðs. Þeir, sem voru líklegir til aö fylgja honum, hafa nú skipað sér undir merki Tafts. Að þeim Taft og Eisenho\*'er frátöldum er helzt talað um Warren ríkisstjóra í Kaliforníu og Driscoll ríkisstjóra í New Jersey. Warren er talinn hafa meiri möguleika vegna þess, að hann stendur bil beggja og báðir armar flokksins gætu því senni lega sætt sig við hann. Driscoll er frjálslyndur og er talinn stuðningsmaður Eisenhowers. Hvað gerir Truman? Meðal demokrata er það talið sjálfsagt, að Truman verði aft ur frambjóðandi þeirra, ef hann gefur kost á sér. Því virðist þó fara fjarri, að hann njóti ó- skiptra vinsælda í flokknum og er hann ekki sízt gagnrýndur af menntamönnum og ýmsum fyrirmönnum, er virðast kunna því hálfilla að fyrrverandi bóndi og smákaupmaður sé forseti Bandarikjanna. Þrátt fyrir það hefir flokkurinn ekki öðrum manni á að skipa, sem er sigur (Framhald á 6. siðu.) Ra.dd.ir nábáanna Alþýðublaðið gerir i gær nokkurar athugasemdir við verðbólgusögu Sigurðar Bjarnasonar í Mbl. í verð- bólgusögu Sigurðar segir m. a.: Að á árunum 1942—44, þegar utanþingsstjórnin fór með völd, hafi vísitalan liækk að úr 183 upp í 273 stig. Um þetta segir Alþýðublaðið: „Það er rétt hjá Morgun- blaðinu, að visitalan hækk- aði á árunum 1942—44 úr 183 stigum upp í 273 stig, en hitt er bláköld lygi, að bessi hækkun hafi orðið í tíð utan þingsstjórnarinnar. Þegar inún tók við 1 árslok 1942, var vísitalan komin upp í 272 stig, — hafði með öðrum orð um hækkað um hvorki meira né minna en 89 stig á tæp- lega hálfu ári, sem Sjálfstæð isflokkurinn fór einn með völd sumarið og haustið 1942. Vísitöluhækkunin. sem .yarð í tæplega tveggja ára stjórn artíö utanþingsstjórnarinn- ar, nam því ekki nema 1 stigi af 90, sem vísitalan hækkaði á anmum 1942—44, öil hin hækkunin varð í nálfs árs stjórnartið Sjálfstæð:sflokks in.-í! En um það þegir Morg unblaðið og segir það eitt, að visitalan hafi þá „hækk- að að ví^u nokkuð“(!)“ Hin „heiðarlega“ sagnritun Sigurðar sést bezt á þessu litla dæmi. Hann reynir að fela vísitöluhækkunina, er varð í stjórnartíð Ólafs Thors 1942 cg skrifar hana á reikning utanþingsstjórnarinnar. Hvað skyldi annars Björn Ólafsson segja um þessa sagnritun? Trúin á íhaldið Forustugrein Þjóðviljans I gær er safn fúkyrða og stór- yrða um Tímann í tilefni af því, að þeirri skoðun var hald?ð fram hér í blaðinu, að ekki væri hægt að tryggja vinstrj stjórn í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. í Alþýðublaðinu í gær er einnig ve'zt harðlega að Tím- anum fyrir það að vilja ekki telja nýsköpunarstjórnina og stjórn Stefáns Jóhanns vinstri stjórnir og gefa þann- ig til kynna, að ekki sé hægt að fylgja vinstri stefnu í stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Tíminn verður í þessu til- efni enn á ný að árétta það, að hann hefir ekki þá trii á íhaldinu, sem bæði Þjóðvilj- inn og Alþýðublaðið virðast hafa, að hægt sé að fá það til að styðja raunverulega vinstri stjórn. Reynslan styrkir ekki heldur slíka trú. Það getur verið hægt undir vissum tilfellum að hafa sam vinnu við íhaldið til að firra vandræðum, er ella mundu hljótast af stjórnleysi og upplausn, en hitt er jafn von Iaust, að ætla að fá það til að styðja raunhæfa vinstri stefnu. Það getur að vísu verið hægt að fá íhaldið til að styðja vinstri stefnu í orði, eins og í sambandi við verð- lagseftirlit, gjaldeyrishömlur og skipulega f járfestingu. Slíkt fer hins vegar út um þúfur í framkvæmdinni, ef íhaldið getur haft þar hönd í bagga, og útkoman verður svo ringulreið og glundroði, er íhaldið notar sér til að sanna, að öll opinbcr ihlutun sé til bölvunar. Þessi varð reynslan af störfum nýbyggingarraðs sæll ar minningar og hefir að verulegu leyti orðið af störf- um Fjárhagsráðs. Framsóknarflokknum datt því aldrej í hug, þegar hann gekk til núv. stjórnarsam- starfs, að hægt væri að fram- kvæma vinstri stefnu í sam- vinnu við Sjálfstæðisflokk- inn, en hins vegar yrði hægt að forða þjóðinnj frá ýmsum vandræðum, sem ella myndu hljótast af stjórnleysi og upplausn. Fyrir það var girt, að hægt væri að fylgja vinstri stefnu, er Alþýðuflokkurinn ákvað að draga sig í hlé og vera utan ríkisstjórnar, og foringjar Sosialistaflokksins dæmdu flokk sinn úr leik með Moskvuþjónustu sinni. Það eru þannig Alþýðit- flokkurinn og Sosialistaflokk urinn er sinn á hvorn hátt hindra það, að hér geti mynd azt vinstri stjórn. Satt að segja viröast líka hugmyndir þessara flokka um vinstri stefnu harla skrítnar, þar sem þeir virðast trúa því í alvöru, að hægt sé að tryggja hana í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn. Raunveruleg vinstri stjórn kemst ekki á hér á landi, nema, hin framsækna og lýð- ræðissinnaða alþýða taki höndum saman með einum eða öðrum hætti og stjórni landinu án nokkurs samstarfs við íhaldið og Moskvumenn. Fyrr en slík samfylking skap- ast, verður ekki hægt að tryggja raunverulega vinstri stjórn á íslandi. Eitt skilyrði þess, að slík samfylking skap- ist, er að Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hætti að hafa þá tröllatrú á íhaldinu, er kem- ur fram í grcinum þeirra í gær. X+Y. - i , -' ikO

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.