Tíminn - 20.07.1951, Side 7

Tíminn - 20.07.1951, Side 7
160. blað. TÍJVIINN, föstudaginn 20. júlí 1951. 7 Aðeins umræður við Spán — engir samningar Truman forseti hélt blaða- mannafund í gær og ræddi að allega viðhorfin til Spánar í ljósi þeirrar gagnrýni, sem fram hefir komið undanfarna daga vegna viðræðna um hern aðarsamvinnu Bandaríkj- anna og Spánar. Hann sagði að erindi Shermans hefði ver ið það eitt að kanna samstarfs vilja Spánverja í þessum efn- um en engir samningar hefðu verið gerðir enn eða undirbún ir. Hann gat þess þó, að nokk ur stefnubreyting hefði átt sér stað hjá Bandaríkjastjórn I viðhorxi til Spánar. Sherman flaug til London frá París í gærkveldi og ræðir í dag vió Fraser, yfirflotafor- ingja Breta og fleiri yfirmenn hermála. í París ræddi hann við Eisenhower og franska herstjórnarmenn. Humarbiti kæfði hann Forseti lávarðadeildar breska þingsins Holden lávarð ur hlaut óvenjulegan dauð- daga í iyrradag. Hann sat að snæðingj með nokkrum vin- um sínum í veitingahúsi nokkru í London og snæddu þe r humar. Allt í einu fékk Halden ákaft hóstakast, og' sessunautur hans spurði, hvorí honum væri illt. Hald- en baníiaði frá sér með hend inni til að gefa til kynna, að þetta liði hjá, en lítilli stundu síðar hné hann þó út af stól sínum meðvitundarlaus. Reynt var að síma til lækn is, en þuð tók alllanga stund, og þegar læknirinn kom loks- ins var lávarðurinn látinn. Læknirinn kvað upp hann úr skurð, að stór humarbiti hefði hrokkið ofan í barkaop hans og kæft hann. Norsk skip (Framhald af 1. síðu.) anlega virðist vera eftir frá- sögnum hinna norsku sjó- manna að dæma, og eins því hversu rólegir þeir eru með línueiðara sína á þessum slóð um. Vörður ieggur af stað. Fyrsti báturinn, sem legg- ur út á þessi mið með línu, er Vörður frá Stöðvarfirði, er býst nú til veiða. Var hann áður á handfæraveiðum með sex manna áhöfn við Langa- nes. Verði raunin sú, að um góð an afla sé að ræða á línu á þessum slóðum, munu fieiri bátar halda þangað til veiða, meðal þeirra einn eða tveir frá Djúpavogi. Annars hefir snurvoðar- afli heldur verið að glæðast eystra upp á siðkastið. Þannig fékk vélbáturinn Svanur frá Djúpavogi um 4 lestir af á- gætum kola suður af Horna- firði á þremur sólarhringum fyrir skömmu síðan. Búið að salta 800 tunmir á Þórshöfn v Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn. Allmikil síld hefir borizt hingað til Þórshafnar undan- farna daga til söltunar og er búið að salta rúmlega 800 tunnur. Tvær söltunarstöðvar eru á staðnum. Fólksekia! hefir staðið í vegi fyrir því,1 að hægt væri að salta eins mikið og skyldi. Bjóða saltend ur á Þórshöfn nú síldarstúlk- um frítt far norður, húsnæði og kauptryggingu. Ef síldin heldur áfram að veiðast á sömu slóðum og undanfarna daga má búast við, að allmik- í! sild berist til söltunar á Þórshöfn, því að staðurinn liggur svo vel við. Harriman ræðir enn við forsætisráð- herra Persíu HarHman sendifulltrúi Trumans forseta ræddi enn við Mossadeqh forsætisráö- herra í gær um olíudeiluna. Fréttamenn skýr svo frá, að olíudeilan sé nú að komast á 1 ,.sprengist,ig“ þ. e. úr því hljóti að verða skorið á næst unni, hvort persneska stjórn'n getur fylgt fram neitun sinni á viðurkenningu Haagdómstólsins. Efnahags- , hrun virðist vofa yfir Persíu ef henni tekist ekki að reka ' olíustöðvarnar eða semur við olíufélagið um reksturinn á I næstunni. Fcr danska Þvzka- landN-heriloíldin til Kóreu Talið er að komið geti til mála, að Danir ákveðj að Þýzkalandsherdeild þeirra, sem sett hefir ver'ð undir stjórn Eisenhowers sem þátt- ur Danmerkur í Evrópu-her og er 1400 manns, megi senda til Kóseu, ef herstjórn S. Þ. telur nauösynlegt að Danir leggi fram herlið þangað. Norð menn hafa og tilkynnt, að þeir muni lcggja til herdeild ef herstjórn S. Þ. fer fram á það, a'ð þeir sendi her til Kóreu. Aítlee mun eyða sumarleyfimi í Noregi Forsætisráðherra Noregs hefir boðið Atlee forsætisráð- herra B:-eta að dvelja í Nor- egi í sumarleyfi sínu ásamt fjölskyldu sinni í boði norsku stjórnarmnar. Attlee hefir nú þekkzt toðið og mun halda til Bergen með skipi í byrjun næstu vlku. Hann mun aðal- lega dvelja á norskum fjalla- gistihúsum. Ur og klukkur sendum gegn póstkröfu um allt land HlayhúA £ SalfyihAAcw Laugaveg 12 — Simi 7048 TENOILL H.F. Siml 80 694 Heiðl Tið KleppsTe* i annast hverskonar raflagn- lr og vlðgerðir svo sem: Verk | smlðjulagnlr, húsalagnlr ’.kipalagnlr ásamt viðgerðum , og uppsetnlngu a motorum, 1 rontgentækjuw og Uelmlfla- í élum. Gerizt áskrifendur að 3 unanum Áskriíiarsimi 232; Miiuiiiigarspföld KrabliauieiiiNféiatt's Revkjavíkur fást í Verzluninni Remedia Austurstræti 7 og í skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund. Rafgeymar Þýzkir, 6 volta. Hlaðnir og óhlaðnir. VÉLA OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN. Tryggvagötu 23. — Sími 81279. Reykjavík — Laugarvatn Reykjavík — Gullfoss — Geysir í Grímsnes, Biskupstungur og Laugardal, daglegar sér- leyfisferðir. Flyt tjaldaútbún að og fleira fyrir ferðafólk. ÓLAFUR KETILSSON sérleyfishafi — sími 1540. Cflbreiðið Tímann. Aajjlýsið I Túnannm. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slmi 7752 Lögfræðistörf og eignaum sýsla. Húsin, skipulaj£ið og fólkið (Framhmd af 4. síðu.) steini, heldur kaldur, tilbreyt- ingarlaus. En hvað hefir þá áunnizt? Jú, sléttur flctur, svo sléttur, að þar er tæpast við- nám fyrir flugufót, litur, sem birtist þó ekki fyrr en í yzta laginu — og svo kannske það, að múrarinn og málarinn eru orðnir stöndugustu menn, en aumingja húsbyggjandinn eða húskaupandinn skuldum vaf- inn. — Þið, sem hafið byggt hús, vitið hvað þessi hóflausa barátta við veggfletina getur kostað. Mörg eru þess dæmi á síðari árum, að hún hefir kostað jafnmikið og að steypa húsið upp frá grunni og að gera það fokhelt, allt að þriðj ungur byggingarverðs á ósköp algengu húsi. — Ég held að í þessu tilfelli væri ástæða til að stíga út úr sporaslóðinni og fara að hugsa ofurlitið stjálf- stætt. í stuttu máli, ég held að við höfum ekki efni á þessu' — Manni verður ósjálfrátt hugsað til gömlu bæjanna í sveitinni. Þeir höfðu marga annmarka, sem við myndum ekki sætta okkur við í dag, en þar var þó torfið torf og grjót ið grjót og fagurt gat það ver ið á sinn hátt. Við nútima- menn og bæjamenn erum í töluverðri hættu af því að tapa hinni trúu og heiðar- legu tilfinningu fyrir náttúru legum efnum og þar með kannske kjarna hlutanna. Gerfiefnin eiga náttúrulega oft fullan rétt á sér, en oftast eru þau meira hagræði fyrir framleiðandann en notand- ann og meiri ánægja fyrir' seljandann en kaupandann. íbúðirnar í húsunum okkar skortir sveigjanleik, ef svo mætti að orði kveða. Þær eru frosnar í form á svipaðan hátt og húsin sjálf hið ytra. Þær mættu vera einfaldari og opn ari innbyrðis. Heimilið er fé- einangrunarstofnun, þar sem vistarverur íbúðanna opnast eins og sellur frá einum, inni lokuðum gangi. Stofan þarf að vera stór og björt. Hún á að vera staður, þar sem fólkið hefst við, börn og full crðnir, gestir eða gangandi eftir atvikum, en ekki sýning arstaður, þar sem t. d. börnum er ofaukið og jafnvel heimilis fólkinu líka nema í veizlum og við hátíðleg tækifæri. Sérstak iega þarf að vanda til eldhús anna. Þau þurfa að vera björt, blælétt og fögur, og eins vel búin af tækjum og nokkur kostur er á. Heimilistækin eru vinnufólk húsmóðurinnar, og ef við höfum ekki fjármuni tll að flytja þau inn, þá verð- um við að framleiða þau í land inu sjálfu. — Þvottahúsið á að vera lítið, snoturt herbergi, málað og dúklagt og í beinu sambandi við eldhús. Þvotta vélin er jafn sjálfsagt tæki og ritvélin á skrifstofunni, sím- inn eða útvarpið. Á tuttug- ustu öldinni er það raunar barbarí að hafa þvottahús í kjallara, þar sem ætlazt er til að húsmóðirin standi í gúmmístígvélum á blautu steingólfi og þvoi þvott með handafli. — Og svo eru það garðarnir. Þeir eiga að réttu lagi að vera hluti af heimilinu og í sterkum og eðlilegum tengslum við ibúðina sjálfa. En þetta er ekki hægt nema með því móti að losa okkur við háu íbúðarkjallarana og þeir eru okkur til skammar og skaða hvort eð er. Um allan heim er lögð alveg sérstök á- herzla á það, að tengja íbúð- irnar görðunum sem mest og bezt, og þótt benda megi á að útilíf og notkun garða sé tor- veldari hér en annars staðar vegna óblíðrar veðráttu, dreé ur það ekki úr þessari hug- mynd, heldur miklu fremur undirstrikar þörf okkar á því, að nota og geta notað þann litla skammt af góðviðri, sem okkur er veittur. Garðurinn á að vera til fegurðarauka og yndisauka fyrir heimilið. Það er auðvelt að skapa sér mynd af stofu með breiðum glugg- um, sem ná allt til gólfs, og síð an úti fyrir grænar, blómum skrýddar flatir, en runar og tré á garðamótum. Þetta er sumarmynd, en vetrarmyndin með föl á jörð og stundum snjó í trjágreinum og á runn um, er fögur á sinn hátt engu að síður. — Og garðurinn á að vera einkareitur hverrar fjölskyldu, þar sem börn og fullorðnir geta dundað í ró og næði og án truflunar. Þar sem yngstu börnin geta dval- izt undir öruggu og nauðsyn legu eftirliti móðurinnar og lært þar að umgangast veik- burða gróður með nærgætni. Þetta er höfuðatriði, að heim ilið að formi og skipulagi stuðli að vellíðan okkar og svæfi ekki heldur veki nátt- úrulega þrá hvers heilbrigðs manns eftir fegurð og sam4 ræmi. Þetta er nú sú geðfelda hlið þessara mála og mætti þar margt um ræða. En svo er önn ur hliðin, sem ekki verður heldur gengið fram hjá, þegar við ætlum að byggja okkur hús, og það er hin fjárhags- lega hlið fyrirtækisins. Þar hefir margur komizt í hann krappann og ekki virðast veðr in lægja á þeim sjó nú á þess um síðustu tímum. (Framhald) - t í kvöld kl. 8,30 hefst t MEISTARAMOT REYKJAVIKUR í FRJÁLS ÍÞRÓTTU á íþróttavellinum Moðal keppenda: Allir beztu frjálsíþróttamenn landsins auk þess 5 heimsfrægir Amerískir frjálsíþróttamenn, þar á meðal heimsmethafin Mac Kenley. í kvöld verður keppt í 11 úrvalsíþróttagreinum m. a. 200 m. hlaupi, 800 m. hlaupi, kúluvarpi, hástökki, langstökki. Aðgöngumiðar seldir á íþróttavellinum frá kl. 12,30 í dag. Kaupið niiða tímanlcga til að forðast þrciigsliii. Framkvænidancfndin ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦❖♦♦♦

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.