Tíminn - 24.07.1951, Blaðsíða 2
2.
títvarpað í dag:
Kl. 8.00 Morgunútvarp. 10.10
Veðurfregnir. 12.10 Hádegisút-
varp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.25
Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregn-
ir. 19.30 Tónleikar: Óperettulög
(plötur). 19.45 Auglýsingar. 2.00
Fréttir. 20.20 Tónleikar: Kvart-
ett í F-dúr (K590) eftir Mozart
(Björn -Ólafsson, Josef Felz
r.'.ann, Jón Sen og Einar Vigfús-
son leika). 20.45 Erindi: Evrópu-
þingið í Strassbourg (Rannveig
l>orsteinsdóttir alþm.). 21.10 Ein
söngur: Erling Krogh syngur
(plötur). 21.25 Leikþáttur: „Er-
indi Jóns Jónssonar" eftir Svein
Bergsveinsson. Leikendur: Hösk
uldur Skagfjörð, Bryndís Péturs-
dóttir og Árni Tryggvason. 21.40
Tónleikar: Hljómsveit Tommy
Dorsey leikur (plötur). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vin
sæl lög (plötur). 22.30 Dagskrár-
lok.
Hvar eru skipin?
Skipadeild S. 1. S.
M.s. Hvassafell er í Kotka í
Finnlandi. M.s. Arnarfell fór frá
Vestm.eyjum 16. þ. m. áleiðis til
ítalíu. M.s. Jökulfell kom til
Guayaquil í gær, frá Chile.
Ríkisskip:
Hekla fór frá Glasgow í gær
áleiðis til Reykjavíkur. Esja fer
frá Reykjavík kl. 10 árdegis í
dag austur um land til Siglu-
fjarðar. Herðubreið fór frá Rvík
kl. 22 í kærkvöldi austur um
land til Reyðarfjarðar. Skjald-
breið er væntanleg til Reykja-
víkur í dag frá Vestfjörðum og
Freiðafirði. Þyrill er norðan-
lands.
Eimskip:
Brúarfoss fór írá Reykjavik
21. þ. m. til ísafjarðar, Siglu-
fjarðar, Akureyrar og Húsavík-
ur. Dettifoss frr frá New York
19 þ. m. til Reykjavíkur. Goða-
foss er í Rotterdam. Fer þaðan
væntanlega í dag til Huli og
Reykjavíkur. Gullfoss var vænt-
anlegur til Leith i gærkvöldi.
Lagarfoss mun hafa farið frá
Siglufirði í gær til Húsavíkur.
Selfoss er í Reykjavík. Trölla-
fcss er í Gautaborg. Hesnes ferm
ir í Antwerpen og Hull í lok júlí.
Fiugferðir
Elugfélag Islands.
Innanlandsflug: í dag eru á-
ætlaðar flugferðir til Akureyrar
(2 ferðir), Vestmannaeyja,
Blönduóss, Sauðárkróks og Siglu
fjarðar. Á morgun er ráðgert að
íljúga til Akureyrar (kl. 9.30 og
16.30), Vestmannaeyja, Egils-
staða, Hellissands, Isafjarðar,
Hóimavíkur og Siglufjarðar.
Millilandaflug: Gullfaxi fór i
morgun til London og er vænt-
anlegur aftur til Reykjavíkur
kl. 22.30. Flugvélin fer siðan kl.
1.00 eftir miðnætti til Gránd-
heims og Stokkhólms.
Loftleiðir.
í dag er ráðgert að fljúga til
Vestm.eyja (2 ferðir), fsafjarð-
ar, Akureyrar, Hólmavíkur, Búð-
ardals, Patreksfjarðar, Bíldu-
dals, Þingeyrar, Flateyrar og
Keflavikur (2 ferðir). Frá Vest-
mannaeyjum verður flogið til
Hellu og Skógasands.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Vestm. eyja, ísafjarðar, Ak-
ureyrar, Siglufjarðar, Sauðár-
króks og Keflavíkur (2 ferðir).
Amað heulo
Hjónaefni.
Siðastliðinn laugardag opin-
beruðu trúlofun sína, ungfrú
TÍMtNN, þriðjudaginn 24. júli 1951.
163. blað.
hafi til
Fjóla Ágústsdóttir, Njálsgötu 85
og Sigurkarl F. Torfason frá
Hvítadal.
Fimmtugur.
Bjarni M. Jónsson, námsstjóri,
varð fimmtugur í gær.
Hjónabönd.
1 fyrradag voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Bára Lárus-
dóttir frá Heiði á Langanesi og
Pétur A. Guðmundsson í Kefla-
vík. Séra Eiríkur Brynjólfsson á
Útskálum gaf brúðhjónin sam-
an. —
Fyrri skömmu voru gefin sam
an í hjónaband á Húsavík ung-
frú Friðrika Sigríður Þorgríms-
dóttir, Húsavík, og Þórður Ás-
geirsson, sjómaður, Húsavik.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Hulda Karls-
dóttir frá Grímsstöðum á Fjöll-
um og Haukur Haraldsson, Húsa
vík.
r ar-
Ur ýmsum áttnm
Tveir fyrirlesarar á ferð.
Vottar Johóva, félag biblíunem-
enda, sem cr að verða vel þekkt
hér á íslandi, fá heimsókn í þess
ari viku af fulltrúum félagsins
frá Ameríku. Þeir eru hr. Jercy
Champman, fulítrúi félagsins í
Kanada, og hr. Klaus Jensen,
Esm er starfsmaður á aðalskrif-
stofu félagsins í New York. ís-
iand er fyrsti viðkomustaður
þeirra í fyrirlestraferð til Ev-
rópulanda. Á ferð sinni sækja
þeir alþúóðamót votta Jehóva,
sem haldio verður í Wembley
Stadium í London dagana 1.—5.
ágúst.
Hr. Chamman talar um efnið
„Boðið frelsi um allt land“ í
Tjarnareafé, laugardaginn 28.
júlí kl. 3.00 e. h. Ræða hans
verður á ensku, en túlkuð á ís-
lenzku. Aðgangur er ókeypis og
alir eru velkomnir.
Hr. Jensen flytur fyrirlestur í
Góðtemplarahúsinu í Hafanr-
firði miðvikudaginn 25. júlí kl.
8.30 e. li. Umræðuefni hans verð
ur „Mun Austrið og Vestrið
sættast?"
Keppni
um skóla fyrir börn og ungl-
inga á aldrinum 7—15 ára, sem
efnt var til af fræðslumála-
stjóra.
8 uppdrættir bárust, og hlutu
þessir verðlaun:
I. vcrðlaun Sigvaldi Thordar-
son. II. verðlaun Skarphéðinn
Jóhannsson, arkitekt. III. verð-
laun Skarphéðinn Jóhannsson,
arktitekt. j
Ennfremur voru innkeyptir |
uppdrættir eftir Ágúst Pálsson,
arkitekt og Skúla Nordahl, stud.
srk.
Teikningarnar eru til sýnis í
Miðbæjarskólanum, stofu nr. 1
(gengið inn um norðurdyr),
dagana 24.—26. júlí, kl. 2—7.
Nýr i’liijjjsljói'i
(Framhald af 1. síðu.)
hann ráðist flugmaður hjá
Flugfélagi íslands í ársbyrj-
un 1947.
Fyrir röskum þremur ár-
um varð Anton flugstjóri á
Katalína flugbáti og hefir
undanfarið flogið slíkum flug
vélum ásamt Douglas Dakota.
Sem aðstoðarflugmaður á
Gulifaxa hefir hann flogið
um 1000 klukkutima, en alls
á Anton að baki sér næstum
4000 flugtíma.
Anton Axelsson er fjórði
flugmaðurinn hjá Flugfélagi
íslands, sem öðlast flugstjóra
réttindi á Skymasterflugvél.
Hinir flugrnennirnir þrír eru
Jóhannes Snorrason, Þor-
steinn E. Jónsson og Sigurð-
ur Ölafsson.
Austfirðingur
(Framhald af 1. síðu.)
í stað stunda karfa- og þorsk
veiðar og aflinn meðan veitt
er í ís, verða hagnýttur á Eski
firði og Fáskrúðsfirði. Þegar
skipið kom í fyrsta sinn til
Reyðarfjaroar voru móttökur
hátíðlegar. Skipinu var fagn-
að með fánum skrýddum bæ
og fólksfjölda og söng á
bryggjunni, þar sem togar-
inn lagðist að landi.
Fyrir hönd Reyðfirðinga
tóku Þorsteinn Jónsson kaup-
félagsstjóri og Gísli Sigur-
jónsson oddviti á móti skip-
inu og buðu það velkomið í
stuttum ræðum.
Að lokinni móttökuathöfn-
á bryggjunni var boð og sam-
sæti fyrir áhöfn skipsins og
útgerðarstjórn. Þórður skip-
stjóri á Austfirðingi flutti
þar athyglisverða ræðu og
raktj meðal annars þá erfið-
leika sem útgerðin á við að
stríða og lagði áherzlu á þann
samhug, er þeir yrðu að sýna,
er að útgerð skipsins stæðu.
Aðstæður til togaraútgerðar
væru að ýmsu leyti talsvert
öröugr} eystra, þar sem þessi
atvinnuvegur er ennþá ung-
ur, en skipstjórinn bætti því
við, að- þetta nýja skip gæti
ef rétt væri á haldið reynzt
hinum þremur byggðarlögum
er að útgerðinni standa, ó-
metanleg stoð atvinnulega og
efnalega. En þegar á allt er
litið, er það líka fyrir mestu.
Lamlsleikiir
(Framhald af 1. síðu.)
kvæmt boð að ræða og munu
Norðmenn borga fyrir 22
manna flokk, eins og íslend-
ingar geröu, þegar norska
landsliðið kom hingað til
keppni 1947.
Þrír Ieikir.
Eins og áður segir mun ís-
lenzka landsliðið heyja þrjá
le'ki í förinni Verður fyrsti
leikurinn landsleikur og fer
fram á hinum nýja leikvelli
á Lerkendal í Þrándheimi.
Eúast Norðmenn við að um
20 bús. manns muni sjá
þann leik. Frá Þrándheimi
verður farið til Gjövik n.k.
laugardag og leikið þar dag-
inn eftir við úrvalslið frá
Upplöndum. Þaðan verður
farið á þriðjudag til Oslóar
og leikið við B-landslið Norð
manna og fer leikurinn
fram á Bislet-leikvcllinum,
fimmtudaginn 2. ágúst. Verð
ur síðan dvalið í Osló nokkra 1
daga, en farið verður flug-
leiðis frá Osló sunnudaginn1
5. ágúst og komiö til Reykja-
víkur um kvöldið.
Norska landsliðið.
Erfitt er að spá nokkru um
úrslit í landsleiknum, en þess
má geta, að Norðmenn reikna
með að landslið okkar sé
sterkt og standi þeim fyllilega
á sporði. Mun þar mestu ráða
sigur íslendinga yfir Svíum
29. júní. Norðmenn stilla upp
sinu sterkasta liði og eru þess
ir menn í því, talið frá mark-
manni: Tom Blom, Björn
Spydevold, Harry Boy-Karl-
sen, Egil Lærum, Thorbjörn
Svenson, „Toffa“ Olsen, Ragn
ar Hvidsted, Henry Johanne-
sen, Odd Wang-Sörensen, Per
Bredesen og Karl Skifjel.
'.Vm'mV.V.VmVmW.VJWmVmWWmW.V.WmV.WmW.WWJ'
i i
í Staða fullnuma kandídats I
■I við Fæðingardeild Landsspítalans er laus til umsóknar "l
'í !;
«■ frá 1. september næstkomandi. — Umsóknir sendist *•
í ?
•; skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 15. ágúst n. k. ;•
STJÓRNARNEFND RÍKISSPÍTALANNA. *«
s í
WW.V.V.W.V,VVAV,V.V.V.,.V.\%VVA%VV\WVVJVA
5 í
I Vanur skrifstofumaður
getur fengið framtíðarstarf
tæki í Reykjavík. —
hjá stóru verzlunarfyrir-
Umsókn ásamt meðmælum, eT greini fyrri starfs-
£ reynslu, skal skila i pósthólf nr. 898 fyrir þann 6. ágúst. £
.V.W.V.W.'.W.’.W.WAV.V.V.W.VAbW.V.V.V.V.V
1 ÚTBOD
Tilboð óskast í að byggja hluta af matvælageymslu
S.Í.S. við Laugarnesveg.
Uppdrátta og útboðslýsingar má vitja á teiknistofu
S.Í.S. eftir kl. 2 í dag, gegn 100.00 kr. skilatryggingu.
,v.v,
I
IAU GLYSING
frá félagsmáBaráðuneyfinu
I
Ríkisstjómin hefir, að fengnum tillögum frá trygg-
ingaráði, ákveðið að neyta heimildar bráðabirgðaá-
kvæðis laga nr. 51/1951 til þess að hækka iðgjöld og
framlög til tryggingasjóðs á árinu 1951 um jafnan
hundraðshluta, og skal hækkunin nema sem næst 11%
— eliefu af hundraði — þannig:
Hið fasta framlag rikissjóðs samkv. fjárlögum árs-
ins 1951 hækkar um kr. 2,073 milljónir og heildarfram-
lög sveitarfélaganna um kr. 1.287 milljónir. Iðgjöld at-
vinnurekenda samkv. 112. gr. skulu innhe.’mt samkv.
iðgjaldaskrám ársins 1951 með 11% álagi. Á sama hátt
skulu iðgjöld hinna tryggðu samkv. 107. gr. fyrir árið
1951 innheimt með álagi sem hér segir:
I. verðlagssvæði II. verðlagssvæði
Iðgjöld kvæntra karla kr. 50,00 kr. 40,00
Iðgjöld ókvæntra karla — 45,00 — 35,00
Iðgjöld ógiftra kvenna — 35,00 — 30,00
FélafísmúlaráðunetitiÍS, 21. jiíft 1951
Steingrímur Steinþórsson.
(sign.)
/Hallffrimur Dalberg.
(sign.)
Innilegar þakkir til minna kæru sóknarbarna fyrir
gjafir mér gefnar og fyrir kveðjusamsæti, er þau héldu
mér og fjölskyldu minni að Auðkúlu sunnudaginn 8. þ.
m., svo og fyrir alla auðsýnda tryggð og vináttu á um-
llðnum árum.
Það er einlæg ósk mín að söfnuðir Auðkúluprestakalls
fái að njóta kirkju sinnar og prests eftirleiðis sem hing-
að til um liðin ár og aldir. — Ég bið svo guð að blessa
hina fögru og indælu æskusveit mína „sumar, vetur, ár
og daga.“
Björn Stefánsson frá Auðkúlu.