Tíminn - 01.08.1951, Qupperneq 5

Tíminn - 01.08.1951, Qupperneq 5
171. blað TÍMINN, miðvikudaginn 1. ágúst 1951 ttntttn Miðvikud. 1. áf/úst ERLENT YFIRLIT: Hvað hefir áunnist? í blöðum stjórnarandstæð- inga er mikið deilt á stjórn- arstefnuna. Því skal ekki neitað, að ekkj megi sitt- hvað að henni finna. Gagn- rýnin ein er þó ekki nægileg, nema því aðeins, að jafn- framt sé bent á aðra betri leiö en þá, sem farin er. Stjórnarandstæðingar reyna að kenna gengislækkuninni og bátagjaldeyrinum um flest það, sem miður fer, og þó sér staklega um vöxt dýrtíðar- innar. Því er ekki að neita, að báðar þessar ráðstafanir hafa aukið dýrtíðina nokkuð, en meginaukning hennar sein ustu mánuðina stafar þó af verðhækkun erlendis, er ís- ienzk stjórnarvöld ráða ekki við. Þetta sést bezt, ef verð- lagsþróunin er athuguð í þeim löndum, þar sem engar hliðstæðar ráðstafanir hafa verið gerðar. Það er ekki heldur nóg að deila á gengislækkunina og bátagjaldeyririnn. Það verð- ur að gera sér grein fyrir því, hvernig hefði farið, ef þess- ar ráðstafanir hefðu ekkj ver ið gerðar. Sýni sú athugun, að augljós voði var fyrir hönd um, fellur gagnrýnin ómerk, nema bent sé á aðra lelð eða leiðir, sem betur myndu hafa reynst. Það er auðvelt að gera sér þess grein, hvernig farið hefði, ef þessar ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar. Útflutningsatvinnuvegirn- ir máttu heita stöðvaðii;, þegar núv. stjórn kom til valda. Stöðvun þeirra hefði ekki aðeins valdið atvinnu- leysi þeirra þúsunda manna, sem við þá vinna, heldur margra þúsunda annarra, er byggja atvinnu sína á gjald eyrisöfluninni beint og ó- beint. Slík stöðvun hefði m. ö. o. orsakað allsherjar hrun og atvinnuleysi. Fjárhagur ríkisins var kominn í kaldakol og raun- verulega mátti ríkið teljast gjaldþrota. Greiðsluhallinn hafði verið til jafnaðar 70— 80 millj. kr. þrjú seinustu árin. Ógreiddir reikningar og lausaskuld ríkisins voru eins og mý á mykjuskán. Það var aðeins tímaspurs- mál, hvenær lýsa varð yfir greiðsluþrotinu. Út á við fór afkoman stöð ugt versnandi, þrátt fyrir sí- vaxándi gjafafé. Ef útflutn- ingsatvinnuvegirnir hefðu svo stöðvast til viðbótar, hefði ekkert annað beðið þjóðarinnar en að komast fullkomlega á vonarvöl og vera sett undir erlend fjár- forráð. Þetta var sannarlega öm- urlegt viðhorf í lok hins mesta gróðatímabils, sem hér hefir verið. En slíkar voru afleið- ingar þeirra fjármálastefnu, sem fylgt hafði verið. Það sást nú svart á hvítu, hvort það var nokkuö barlómsvæl, er Framsóknarmenn vöruðu við þessarj stefnu og hvöttu til þess, að horfiö væri frá' henni í tíma. En hvað hefir svo áunnist' fyrir atbeina þeirra ráðstaf-1 ana, sem nefndar eru hér að framan? • I Verður stofnaður Evrópuh Þi'jíar hcfir náðst samkomiilag' um fr dröi> að samningi um myndun slíks Það er orðið alllangt síðan, að hugmyndinni um sambandsríki Evrópu var fyrst hreyft. Hún var byggð á þeirri trú, að ekki væri til önnur leið raunhæfari til að koma á friði í Evrópu og firra hana þannig styrjaldarbölinu, er hafa þjáð hana meira og minna frá fyrstu tíð. Lengi vel var þó litið á þessa tillögu sem fallega, en óframkvæmanlega draumóra. Þó ókst henni nokk- urt fylgi eftir fyrri heimsstyrj- öldina, því að hún sýndi mönn- um, að Evrópa þarfnaðist nýrr- ar skipunar, ef þjóðarígur og ríkjadeilur ættu ekki að ríða henni að fullu. Það þurfti þó aðra heimsstyrjöld til viöbótar til þess að opna augu manna fyrir nánara samstarfi og helzt heilsteyptu ríkjabandalagi Ev- rópuþjóðanna. Það hefir m. a. hjálpað til þess að gefa bandalagshugmynd þessari byr í seglin, hve vel Bandarikjum Norður-Ameríku hefir farnast. Væru Bandaríkin eins öflug og velmegandi og þau eru í dag, ef mörg ríki hefðu ris- ið upp á meginlandi Norður- Ameríku og átt meira og minna í innbyrðisdeilum og ófriði? Væri ekki Suður-Ameríka stór- um voldugri í dag, ef meira og minna óheppileg og óeðiileg ríkjaskipting stæði henni ekki fyrir þrifum? A. m. k. er nátt- úruauðlegðin ekki minni þar en í Norður-Ameríku. Schuman-áætlunin. Það eru Frakkar, sem hafa gerzt merkisberar hugmyndar- innar um bandalag Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Þótt stjórnmál Frakka séu lítt til fyr irmyndar um þessar mundir, skortir stjórnmálaforingja þeirra hvorki hugkvæmni né framsýni. Þeir sáu. að hugmynd inni um bandalag Evrópu yrði ekki komið fram, nema í áföng- um. Hún yrði að byggjast á þró- un og því mætti ekki færast of mikið í fang í upphafi. Fyrsta skrefið, sem Frakkar beittu sér fyrir á þessari braut, var Schuman-áætlunin svo- nefnda, sem er kennd við núv. utanríkisráðherra þeirra. Sam- kvæmt henni skyldi kola- og stálframleiðslan í Evrópu sett undir eina yfirstjórn. Sex ríki hafa nú samþykkt þessa áætlun eða Frakkland, ,V.-Þýzkaland, ítalía, Holland, Belgía og Lux- emburg. Áætlunin er nú að byrja að koma til framkvæmda. Verið er að undirbúa í áframhaldi af henni hliðstæða áætlun fyrir landbúnað og samgöngur. Ætlunin var upphafleg öll Vestur-Evrópuríkin til töku í Schuman-áætli Bretar og Norðurlandaþjó_ kusu hinsvegar að standsý; við, enda hafa þessar þj margan hátt sérstöðu. Plevenáætlunin. 1 beinu áframhaldi af Schu- manáætluninni kom svo Pleven áætlunin í októbermánuði síðast liðnum, en hún er kennd við Rene Pleven, þáverandi forsætis ráðherra Frakka. Sú áætlun fjallaði um myndun sameigin- legs Evrópuhers. Ætlunin var að hún næði til allra þátttökuríkja í Atlantshafsbandalaginu, nema Bandaríkjanna og Kanada. Það fór hinsvegar svo, eins og í sam- bandi við Schumanáætlunina, að Bretar og Norðurlandaþjóð- irnar kusu að standa utan við. Tilgangurinn með Plevenáætl uninni var margskonar. Hún var m. a. byggð á þeirri trú, að fátt myndi bæta sambúð Evrópuþjóð anna meira en að hafa einn sameiginlegan her í stað sér- stakra herja, eins og áður var og ekki átti minnstan þátt í hin um tíðu styrjöldum. Með því væri það m. a. fastmælum bund ið, að Frakkar og Þjóðverjar væru vopnabræður, en ekki fjandmenn. Með stofnun slíks hers væri líka komist framhjá ýmsum árekstrum, er ella myndu hljótast í sambandi við endur- vígbúnað Þjóðverja. Endurvíg- búnaði þeirra myndi ekki verða valið heppilegra form. Það ýtti svo á eftir, að kunn- ugt var um hinn mikla vígbún- að austan járntjaldsins. Vestur- Evrópuþjóðirnar stóðu þar frammi fyrir sameiginlegri hættu, er hvatti þær til sam- starfs. Parísarráðstefnan. Á grundvelli Plevenáættunar- innar var kölluð saman ráð- stefna í París nokkru eftir ára- mótin, þar sem mættir voru full trúar sömu ríkja og'þátt taka í Schumanáætluninni, en önnur ríki í Atlantshafsbíindalaginu fengú að fylgjast með störfum hennar. Ráðstefnu þessari lauk fyrir skömmu og varð árangurinn meiri én búist hafði verið við. Fimm ríki komu sér saman um frumdrög að samkomulagi um myndun sameiginlegs Evrópu- hers. Holland eitt skarst úr leik vegna ágreinings um yfirstjórn ina. Ríkin, sem urðu sammála, voru Frakkland, ítalía, Vestur- Þýzkaland, Belgía og Luxem- burg. PLEVEN Hér yrði of langt mál að rekja tillögur ráðstefnunnar, því að þær eru mjög margþættar. Að- alkjarni þeirra er sá, að um- rædd ríki hafi einn sameiginleg- an her, sameiginlega yfirstjórn og sameiginlegan landvarnar- sjóð. Eftir er að jafna ýmsan minniháttar tæknilegan ágrein- ing, eins og stærð herfylkja og fleira. Hlutaðeigandi stjórnar- völd hvers ríkis verða svo vitan- lega að samþykkja samkomulag þetta áður en það fær gildi. Ætl- ast er til, að þessi nýi her verði sjálfstæður aðili innan Atlants- hafsbandalagsins, eða m. ö. o. þar verður enginn sérstakur þýzkur, franskur eða ítalskur her, heldur aðeins hinn sameig- inlegi her þessara þjóða. Slíkt þarf þó að samþykkjast af hin- um Evrópuríkjunum. Þrjár fylkingar í sam- tökum frjálsra þjóða. Ef myndun Evrópuhers þess, sem rætt er um hér að framan, kemst til framkvæmda, munu varnir Atlantshaísbandalagsins byggjast á þremur meginherj- um: Evrópuhernum, brezka hern um og bandaríska hernum. Yfir herstjórnin, sem Eisenhower hefir með höndum, verður þá stórum auðveldari en hún er nú. Ýmsir harma það, að Bretar skuli ekki taka þátt í umrædd- (Framhald á 6. siðu.» Það hefir tekist að af- stýra stöðvun útflutnings- atvinnuveganna, hindra stórkostlegt atvinnuleysi, tryggja hallalausan ríkis- rekstur og treysta stórlega aðstöðuna á sviði utanríkis- viðskipta. Hruninu hcfir ver ið afstýrt og fjárhagsleg að- staða þjóðarinnar verulega styrkt frá því, sem áður var. Það hefir tekist að tryggja fjármagn til mestu stór- framkvæmda, er ráðist hef- ir verið í hér á Iandi, þ. e. Sogsvirkjunin, Laxárvirkj- unin og áburöarverksmiðj- an, en slíkt hefði verið ó- hugsandi, að óbreyttri fjár- málastefnu. Þessum árangri var vitan- lega ekkj hægt að ná, eins og komið var, án þess að þjóð- in yrði að færa nokkrar fórn- ir. Lífskjörin hafa nokkuð þrengst, en það stafar þó ekki nema takmarkað af framan- greindum ástæðum, eins og áður er lýát. Það stendur á stjórnarandstæðingum að sýna og sanna, að hægt hefði verið að ná framangreindum árangri þannig, að það hefði kostað þjóðina minni kjara- skerðingu. Meðan stjórnarandstæðing ar gera það ekki, fellur gagn rýni þeirra máttlaus. Með því er ekki sagt, að ekki hefði mátí gera þessa hluti betur, en hitt stendur óhrakið, að stjórnarandstæðingar hefðu ekki gert það betur. Þaö er ekki annað sjáanlegt en að þeir hefðu látið allt hrynja og kallað atvinnuleysi, neyð og erlend fjárforráð yfir þjóð- ina, ef þeir hefðu fengið að ráða. Þess vegna græða stjórnar- andstæðingar ekki á gagnrýni sinni. Þjóðin finnur, að hún er neikvæð og þeir hafa sízt betra að bjóða. Þess vegna fer líka fylgi þeirra og tiltrú minnkandi, þrátt fyrir allan bægslagang þeirra. Raddir nábúarma í grein í Alþýðublaðinu í gær er rætt um nviu „línuna“ frá Moskvu. Þar seglri 1 M r „Það leynir sér ekki, að Rúss ar eru nú rétt einu sinni að breyta um bardagaaðferð gagn vart hinum frjálsa, vestræna heimi. Árum saman hafa þeir háð „kalt stríð“ gegn honum, „kalt stríð“, sem minnstu hefir munaö hvað eftir annað að breyttist í „heitt“, einkum síð- an leppríki Rússa í Norður- Kóreu setti vigvélarnar í gang í fyrra sumar. En nú er allt í einu byrjað að tala um frið af miklum fjálgleik og um nauð- syn bættrar sambúðar við Vest urveldin. Stríðið í Kóreu hefir farið öðruvísi en ætlað var: árásinni þar hefir verið hrund ið. Og það, sem máske skiptir ennþá meira máli: Vesturveld- in og hinar vestrænu lýðræðis þjóðir yfirleitt hafa verið vakt ar til vitundar um árásarhætt- una úr austri og hafið stórkost legan varnarviðbúnað. Þetta þýkir valdhöfunum austur í þróun; þeir virðast ekki telja Moskvu bersýnilega óæskileg sig vih því búna að láta sverfa til stáls við Vesturveldin að sinni. Þeir vilja fá frest til frek ari vigbúnaðar; og þvi er nú talað fagurlega um frið þessa stundina." , Alþýðublaðið segir að lok- um, að takmark Rússa sé að svæfa lýðræðisþjóðirnar á verðinum meðan þeir eru sjálf ir að vígbúast betur. Reynsla lýðræðisþjóðanna sé hinsveg- ar sú að þser munu ófúsar til að draga úr varnarviðbúnaði sínum, þótt blítt sé látið aust- ur í Moskvu í bili. ) í kvennafangelsi.. (FramhaM ar 4. aíðu.) hana. Það kom auðvitað að litlu haldi. Litla stúlkan vakn aði í rúminu og togaðj org- andi í kjól móður sinnar. Móð irin greip barnið í fang sér. En ekkert stoðaði. Lögreglu- þjónarnir ýttu eldri börnun- um til hliðar, lögðu grátaadi ungbarnið í vögguna, og drógu móðurina nauðuga með sér út í bílinn, sem beið þeirra. Járnhliðið laukst upp fyrir henni og lokaðist. Hún var nú geymd innan þriggja feta þykkra veggja Butyrka-fang- elsisins. Það var leitað á henni. Er því var lokið sneri hún sér að eftirlitskonunnj og mælti: „Ég má til að fara heim og gefa barninu mínu að sjúga. Ef ég kemst ekki til hennar deyr hún úr hungri.. Ég verð að fara....“ Andlit þeirrar, sem til var talað, sýndi engin svipbrigði, og ekki svaraði hún heldur neinu. Smirnova sat klukkustund- um saman og hugsaðj i ör- vílnan um börnin sín, ung- barnið sitt. Brjóstin urðu sár, þau þöndust út af mjólkinni, og hún vissi, að aumingja litla barnið heima var að gráta af því að fá ekki mjólkina, sem nú þjáði hana. „Segið oss allt um uppreisn arstarf mannsins yðar“, skip- aði rannsóknardómarinn. „Maðurinn minn var ekki uppreisnarmaður.“ „Heyr á endemi! Þér hafið verið giftar honum i fimmtán ár, og svo þykist þér ekkert vita um sviksamlegt athæfi hans, sem hann hefir þó sjálf ur játað á sig. Gott og vel. Kannske klefinn kenni yður hughvarf.“ „Klefinn? Ég verð að fara heim. Ég hefj skilið þar eftir þrjú ung börn umsjárlaus. — Brjóstbarnið mitt deyr úr hungri, ef mér leyfist ekki að lofa því að sjúga.“ „Skrifið undir þessa yfirlýs ingu um, að þér hafið veriö í vitorð'í um sviksamlega starf semi manns yðar, og þá skul- ið þér fá að sjá barnið yðar.“ „Ég get ekki skrifað undir þetta. Hann er saklaus.“ Dómarinn studdi á hnapp. „Burtu með hana.“ Henni var gefinn bolli og skeið, eins og öllum nýliðum, j hún tók viö þessu og settist j við grindurnar á opnum glugga, eg sneri baki að hin- ■ um föngunum, til að geta ver jið út af fyrir sig. Svo mjólk- aði hún sjálfa sig í bollann, og linaði þannig þrautirnar í jbrjóstunum. Önnur kona tók j við bollanum og hellti úr hon um í skólpfötu viö dyrnar. Daginn eftir yfirheyrði dómarinn hana á ný. „Skrifið undir skjalið, þar sem þér játið, að þér hafið tal að við manninn yðar úm ífvik semj hans, og þá skal ég segja yður hvar barnið yðar er nið- urkomið." „Þér viljið gera mig að morð ingja mannsins míns, sem ekkert hefir til saká unnið. Ég get ekki skrifaö undir þetta lygaskjal. En sýnið hjálparvana barni minu nvsk unn! “ Nokkrum mánuðum siðar, var hún dæmd til átta mán- aða fangavistar, án þess að nokkur ásökun væri borin á hana sjálfa, önnur en að hún væri „meölimur í fjölskyldu föðurlandssvikara.” Framhald.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.