Tíminn - 08.08.1951, Side 1

Tíminn - 08.08.1951, Side 1
Rltstjórl: Þórarlnn Þórarinssoa Fréttarltstjórl: Jón Helgason Útgefandl: Framsóknarflokkurtnn .................. Bkrlfstofur í Edduhúst Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 1 35. árgangur. '1B Reykjavík, miðvikudaginn 8. ágúst 1951. 176. blað. Lá við stórslysi í Ártúnsbrekku Á áttunda tímanum á sunnudagskvöldiö munaði j minnstu, að stórslys yrði í; Ártúnsbrekku, innan við Ell- ! iðaárnar, sökum ógætilegs j aksturs. Kom fólksbifreiðin | R-5770 niður brekkuna á öf- 1 ugum vegarhelmingi og ók! framan á stóra áætlunarbif- reið, sem var á leið úr Revkja- vík austur að Selfossi. Varð mjög harður árekstur, og köst uðust bifreiðirnar til, þannig að báðar sneru skáhalt á brekkuna, er þær stöðvuðust. Hurð bifreiðarinnar opnað- ist við áreksturinn, og köst- uðust farþegarnir, sem í fram sætinu voru, út úr bifreiðinni. Voru það Anna Lilja Jóns- son, Sörlaskjóli 56, Hrafnhild ur dóttir hennar tiu ára og fjögurra ára sonur, Björn að nafni. Lenti telpan undir á- ætlunarbifreiðinr.i, en dreng- urinn undir fólksbifreiðinni, og þótti i fyrstunni ekki ann- að líklegra en bæði börnin hefðu stórslasazt. Voru þau flutt í bæinn í sjúkrabifreið, I en við læknisrannsókn kom í ljós, að þau voru bæði óbrot- J in, og meiðsli þeirra ekki al- varleg, að því er séð varð, þótt ótrúlegt væri. Fólksbifreiðin'tættist sund- ur að framan við árekstur- inn og grind hennar skekktist mjög. Skattgreiðendafé- lagið frábiður aukaútsvörin Stjórn Skattgreiðendafélags- ins í Reykjavík hefir sent bæj arstjórn Reykjavíkur svolát- andi áskorun: „Stjórn Félags skattgreið- enda í Reykjavík leyfir sér hér með f.h. skattgreiðenda . að skora á háttvirta bæjar- stjórn Reykjavikur að hætta (Framhald 4 7. síðu.) SI.YS A OSHLtÐARVEGI: Skriða féll á bíl og maður síðubrotnaði Bíllinn gereyðilagðist o« aðrir menn sem na'rstaddir vorn. sluppu nauðuglega Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Um hádegi í gær vildi það slys til í Óshlíðarvegi milli llnifsdals r»g Bolungavikur, að skriða féll á bifreið, er stóð þar á veginum, eyðilagði hana og steinn lenti á manni, svo að hann sfðubrotnaði. (■osmáttur g'iifuimar í fyrri holunni var Myndin sýnir jarðborinn að verki við Námaskarð í Mývatns- sveit, þar sem rannsókn á magni og efnasamsetn ngu brennisteinsgufanna fer nú fram. % Byrjað á nýrri borholu vestan Námaskarðs m svo mikill. að ekki var li»*gt að fara dýpra Hætt er nú við borhoiuna, sem verið var að bora við Náma- fjall austan Námaskarðs í Mývatnssveit. Ætlunin var að bora holuna allt að 200 metra djúpa, ef unnt reyndist, en þegar komið var rúma 20 metra niður, var gufuþrýstingur- inn orðinn svo mikill, að ógerlegt reynd!st að halda áfram, cg ómögulegt að kæfa gufugosið, enda var aðstaða slæm, þar sem ekki náðist í kalt vatn að ráði. Slysið bar að með þeim hætti, að bifreið var á leið frá Hnífsdal í Bolungavík. Rétt við svonefnda Hvanngjá hafði áður fallið skriða á veginn og lokað honum, og voru þar nokkrir menn að verki við að ryðja veginn. Fór út úr bílnum. Bílstjórinn nam staðar, þar sem hann komst ekki lengra, fór út úr bílnum til þess að hjálpa vegagerðarmönnunum frá Hnílsdal við að ryðja ve,g- inn. Skyldi hann bílinn eftir mannlausan á veginum. Önnur skriða féll. Meðan þeir voru að þessu verki féll önnur skriða úr fjallinu og lenti hún á bíln- um með svo miklum þunga, að hún gereyðilagði hann. Mennirnir komust allir nauðu lega undan, en steinn lenti þó á einum þeirra, Bjarna Bjarnasyni úr Hnífsdal, og siðubrotnaði hann. Enginn kaldur lækur er þarna við en í ráði var að leiða þangað vatn, þótt löng væri leiðsla. Við það var einn ig hætt, enda var erfitt að fá leiðslu. Ný hola vestan skarðsins. í vikunni sem Ieið var bor- inn síðan fluttur vestur fyrir Námaskarð og byrjað að bora nýja hoiu þar i hverasvæðinu. Verður sú hola boruð eins djúpt og unnt er til að kanna berglögin og gosmátt guf- (Frambald á 7. siðu.) 14 ára piltur drukkn- ar af dragnótabát Lcnti í ló«i og' drósl með því útbyrðis Síðastliðinn föstudag drukknaði fjórtán ára p ltur, Einar Þórðarson, ættaður úr Grafarnesi í Grundarfirði, af drag- nótabátnum Haföldunni frá Ólafsvík, er hann var að veiðom á víkinni framan við þorpið. heilan dag. En sú leit bar Slysið gerðist með þeim hætti, að Einar festi fótinn í dragnótartógi, sem-báturinn var ’að keyra út, og kipptist hann með því útbyröis. Losn- aði hann þar viö tógið og sökk samstundis. Skipverjar á Haföldunni leituðu líksins af piltinum ekki árangur. Skipstjórinn á Haföldunni, Guðni Sumarliðason, hafði nýlega tek!ð Einar að sér til forsjár og umönnunar. Var hann mjög gefinn fyrir sjó- mennsku, og hafði hann verið á bátnum hjá Guðna í vor og sumar. Tvítugur piltur bíöur bana undir dráttarvél Var að aka heim þurrn heyi af túni Mjög sviplegt slys varð að Lyngholti í Leirársveit á sunnu- dag. Tvítugur piltur, nemandi í garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfus\ varð undir dráttarvél á túninu þar og beið bana samstundis. Bauð fyrri húsbónda sínum hjálp á sunnudaginn. Piltur þessi var Jón Björn Sigurge rsson, tvítugur að aldri, ættaður úr Revkjavik. Hafði hann áður verið í Lyng- holti hjá Ingvari Hallsteins- syni, bónda þar, en var nú í sumarleyfi sínu v Ö vinnu að Belgsholti i Melasvéit. Hafði ■hann dráttarvél' til umráða, og bauð Ingvari að hjálpa hon um að draga hey i hiöðu á sunnudaginn, og þekktist Ingvar það boð. Valt út af brú. Svo hagar til að Lyngholti, að kelda er þar um þvert tún- ið, og er brú á keldunni, sem pilturinn fór yfir við heydrátt inn. Heyið flutti hann á sleða aftan í dráttarvélinni. Hann var að koma heiman frá hlöðunni með lattsan sleð ann, er slysið varö, Mun ann- að hjól dráttarvélarinnar hafa farið út af brúnni, svo að hún valt á hliðina í keld- una, en pilturinn hraut úr sæti sínu og varð undir drátt arvélinni, sem þrýsti honum á kaf í vatnið. Náðist eftir 10—15 mín. Bóndinn í Lyngholti var úti á túninu við galtann, sem þeir voru að aka heim. Sá hann ekki, er dráttarvélin valt, en varð þó þess nær sam- stundis vísari, hvað gerzt 'nafði. Hljóp hann yfir að Læk, sem er örskammt frá, og fékk þar jeppa, er stóð á hlað inu, og mannhjálp til þess að lyfta dráttarvélinni og ná manninum undan henni. — Tókst að ná honum tíu til fimmtán mínútum eftir að slysið varð. Var hann þá þeg- ar örendur, og læknir, sem á vettvang kom, fékk ekki að gert. Var Bjarni fluttur í sjúkra hús á ísafirði og leið eftir at- vikum tel í gærkveldi. Úrkomulaust veður. Veður var og hafði verið úrkomuiaust, er skriður þess ar féllu svo að ekki var bú- izt við slíku. Bíllinn var eign íshússins í Hnífsdal. 2500-3000 heiða- gæsahreiður við Hofsjökul Fuglafræðingarnir, sem dvalið hafa við rannsóknir í varplöndum heiðagæsarinn- ar undir Hofsjökli, komu til Reykjavíkur í fyrralag. Eru þeir ámegðir með árangur af rannsóknunum. Fóru útlendingarnir héðan þegar í gær. Náttúrufræðingarnir merktu 1152 gæsir, og höfðu tvær þeirra áður verið merkt ar í Skotlandi. Smöluðu þeir gæsunum í net til merkingar. Alls telja þeir, að þarna hafi verið 2500—3000 gæsahreiður, og sé þarna stærsta sumar- byggð heiðagæsa, sem kunn- ugt er um. Tuttugu fornar gæsaréttir fundu þeir á þessum slóðum, og voru þær stærstu 12—13 metrar á lengd og tveir m. á breidd. Fylgdarmaður leiðangurs- manna, dr. Finns Guðmunds- sonar og Bretanna þriggja, var Valentínus Jónsson frá Skaptholti i Gnúpverjahreppi. Ridgway krefst tryggingar Ridgway hershöfðingi hefir sent herstjórn norðurhersins i Kóreu orðsendingu þess efn is, áíi setja verði örugga trygg ingu fyrir því, að svæðið um- hverfis Kaesong verði hlut- laust og atburður á borð við það, er vopnaður kínverskur herflokkur fór þar um um daginn, komi ekki fyrir aftur, ef vopnahlésviðræður haldi áfram. Lýsti hann því yfir, að endurtekning slíks yrði af sinni hálfu tafarlaust látin varða stöðvun vopnahlésvið- ræðna. Herstjórn norðurhers- (Framlvald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.