Tíminn - 08.08.1951, Síða 2

Tíminn - 08.08.1951, Síða 2
TIMINN, miðvikudaginn 8. ágúst 1951. 176. blað. kafi til keiía Útvarpið Útvarpað í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Óperulög (pl.). 19,45 Augl. 20,00 Fréttir. 20,30 l>jóðfundarminning — fyrra kvöld (Sverrir Kristjánss. sagn- fr.). 21,45 Islenzk lög (pl.). 22,00 Fréttir og veðurfr. 22,10 Islenzk sönglög (pl.). 22,30 Dagskrárlok. Ctvarpað á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Tónleikar: Danslög (pl.). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Augl. 20,00 Fréttir. 20,30 Þjóðfundarminning — siðara kvöld (Vilhj. Þ. Gíslason skóla- stjóri. 22,00 Fréttir og veður- :tr. 22,10 íslenzk tónlist: Sln- fóníuhljómsveitin leikur (pl.). 22.40 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell fór frá Vestmanna eyjum í gærkveldi, til Faxaflóa- hafna. Arnarfell fór frá Elbu 6, ágúst, áleiðis til Bremen. Jökul- fell fór frá Guayaquil 4. þ. m., áleiðis til Valparaiso, í Chlle. Itlkisskip: Hekla er væntanleg til Reykja Víkitr um hádegi í dag frá Glas gow. Esja fór frá Akureyri í gær vestur um land. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald breið er væntanleg til Reykja- víkur í dag að vestan og norð- an. Þyrill var í Hvalfirði í gær- kvöld. Ármann fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Vestmanna- eyja og Hornafjarðar. £imskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 3. ágúst til Grikklands. Dettifoss fer frá ReykjaVik í kvöld til New York. Goðafoss er í Reykja vík. Gullíoss fór frá Leith í gær itl Kaupmannahafnar. Lagar- íoss kom til Rotterdam 6. ágúst, íer þaðan væntanlega á morg- un til Antwerpen, Hamborgar og Hull. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss kom til Reykjavíkur í iyrrakvöld frá Akureyri. Hesnes er í Hull. Iðisrekpndur segja: Efnivara til iönaðar láffn sitja á hakanum Kristján Jóh. Kristjánsson, formaður Félags íslonzkra iðn- rekenda, og Páll S. Pálsson, frainkvæmdastjóri þess, áttu í gær tal við biaðamenn um vandamál 'ðnaðarins. Fara hér á cftir meginatriðin í frásögn þeirra. : Flugferðir Loftleiðir h.f.: í dag verður flogið til Vest- mannaeyja, ísafjarðar, Akur- Akureyrar, Siglufjarðar, Sauð- árkróks og Keflavíkur (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), ísafjarðar, Akureyrar og Kefla- víkur (2 ferðir). Frá Vestmanna eyjum verður flogið til Hellu. Árnað heulo Sjötugur. Sjötugsafmæli á í dag Emil Tómasson, fyrrum bóndi að Stuðlum í Reyðarfirði og nú dyravörður í Austurbæjarskól- anum í Reykjavík. Emil Tómas- son var meðái annars kunnur glímumaður á ýngri árum og mikill áhugamaður um viðgang íslenzkrar glímu alla- tið. Hefir hann margt ritað um þau mál. Trúlofuu. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóna Símonardótt- ir (kaupmanns Jónssonar I Reykjavík) og Ásgeir Sigurðson í Birtingaholti. Úr ýmsum áttum Ilappdrætti Háskóla íslands. Dregið verður í 8. flokki happ drættisins á föstudag. Vinning- ar cru 600, auk 2 aukavinninga. samtals 300900 kr. Eftir eru á jþessu ári 2.607.800 kr. í vinning- Útvegun efnivöru. — Takmarkanir á innflutn- ingi vegna iðnaðarins er gam- J all þrándur í götu hans, sögðu þeir, og hefir of lítill munur, verið gerður á því við leyfis- J veitingar, hvort um innflutn- ing á hráefni eða fuilunn- inni vöru var að ræða. Þó þurfa iönrekendur nú sjaldn- ■ ar en áður að bíða mánuð-' um saman eftir leyfum. Hins vegar ber nú oftar við. aö leyf in eru veitt á lönd, sem ekki eiga efnivöruna til að selja hana óhóflega dýrt. Mánuð eftir mánuð er synjað umj leyfi fyrir efnivörum frá sterl ingssvæðinu, en visað á Spán, Pólland og Tékkóslóvakíu, J þar sem hvorki verð né af- greiðsla er viðunandi. Ástæðurnar eru þær, að framleiðsluvörur okkar hafa verið seldar þessum löndum á jáfnvirðiskaupagrundvelli, og verður að kaupa einhverj- ar vörur í staðinn. Iðnrekend- um er þetta ljóst, en þeim’ þykir þó hart aðgöngu að fá ekki efni í föt frá Englandi, þegar tilbúin nærföt og káp- ur eru fluttar þaðan hingað til lands. Vaxandi ósamræmi. Ósamræmi gætir nú heldur meira en áður um innfiutn- ing tilbúinna vara og hrá- efna í sams konar vörur. Er innflutningur ýmissa unn- inna vara frjáls, en leita þarf eftir leyfum fyrir efnivör- unni. Þetta gildir um raftæki, sápu, þvottaduft, lífstvkki, nærföt, kjóla, frakka, karl- mannaföt. Verðlagsákvæði. Aður voru allar vörur og seld vinna háð verðlagsá- kvæðum, en nú eru aðeins leifar eftir af verðlagseftir- Islenzkar iðnaðar- vörur ódýrari en erlendar Að ósk Félags ísienzkra iðnrekenda gerði verðlags- síjóri í sumar sámanbu ð , á verði íslchzkra iðnaðar- | vara og erlehdra. Sá samanburður leiddi í ljós, að þýzkar rafmagns- í eldavélar, sambærilegar < við Rafha-vélar, sem kosta 11500 krónur, kostuðu 1640 > krónur, keyptar fyrir venju | legan gjaldeyri, en 3025, <; keyptar fyrir bátagjald- t eyri. f íslenzkt þvottaduft kost- j aði þrjár krónur 250 gr. < en enskt 3,50 255 grömm, ; keypt fyrir venjulegan [ gjaldeyri. 5 kgr. af títanhvítu ís- < lcnzkri kostaði 53,65, en \ dönsk 72,80. 5 kgr. af Jap- ; anslakki íslenzku kostaði í 85 krónur, en danskt 159,80, j keypt fyrir venjulegan 5 gjaldeyri. litlnu. Því eru háðar vöruteg- undir eins og grænsápa, stang arsápa og þvottaduft, séu þær vörur framleiddar innan lands en annars ekki. Þetta hefir haft þau áhrif, að kaupmenn eru hættir að halda innlendu vörunni að neytendunum og hafa marg- ir tekið hana úr gluggum og hillum, vegna þess að þeir fá meira fyrir að selja útlendu vöruna. Innlenda framleiðsl- an dregst saman, færri fá at- vinnu -ið vinnsluna og meiri (Framhald á 7. siðu). um. Siðustu söludagar eru i dag og á morgun. Námsstyrkir. Menntamálaráð Islands hefir nýlega veltt eftirtöldum stúd- entum námsstyrk til fjögurra ára: Birni Þ. Jóhannessyni til náms í ensku í Bretlandi. Guð- mundi Eggertssyni til náms í grasafræði í Danmörku, Hafliða Ólafssyni til náms í hagfræði í Austurríki, Magnúsi Stefánssyni til náms í Þýzku í Þýzkalandi, Ólafi Steinari Valdimarssyhi* til náms í hagfræði í Austurríki, Sigurði Helgasyni til náms í hagfræði í Bretlandi og Steini Rúnari Bjárnasynl til náms í efnaverkfræði í Sviþjóð. Gerist áskrifendur að TJúnanum Áskriftarsími 232? Kæpa með kóp í Eyjafjarðará. I biaðinu Degi á Akureyri var eftirfarandi frásögn i s.I. viku: „Að undanförnu hafa bænd ur fram í Eeyjafirði orðið var- ir við sel í Eyjafjarðará og nú fyrir helgina sást stór selur með kóp sinn á ánni skammt frá Guðrúnarstöðum, en sá bær er gegnt Melgerðisflug- velli, ea. 22 km. frá Akureyri. A. m. k. ein skytta héðan úr bænum hefir gert tilraun til þess að sálga fjölskyldu þess- ari, en mun ekki hafa tekizt, og hafði blaðið ekki frétl. að búið væri að vinna á selunum, er það fór í pressuna. Selur í á er að sjálfsögðu hinn mesti vágestur og eyðir veiði, og er líklegast að selur þessi vex-ði ekki langlifur í ánni, enda þótt skemmtilegast væri, eins og á stendur, að hægt væri að koma honum á sjó út Iifandi.“ Félagsmálaráðuneytið vill hér með vekja athygli bænda á því, að samningar þeir, sem gerðir voru 1949 £ ♦ við hið þýzka landbúnaðarverkafólk um dvalar- og < ► atvinnuleyfi hér á landi, eru útrunnir. Ber því öllum, ^ sem hafa þýzkt landbúnaðarverkafólk í sinni þjón- ustu að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir það á ♦ ný. Eyðublöð eru afhent hjá útlendingaeftirlitinu í Reykjavík og hjá sýslumönnum og bæjarfógetum um land allt. Á það skal bent að þeir, sem vanrækja að sækja um leyfi þessi baka sér ábyrgð samkvæmt 9. gr. laga nr. 39/1951 um rétt erlendra manna til að stunda atvinnu á íslandi, auk þess sem allur dvalar- og ferðakostnað- ur, sem fólk þetta kann að baka opinbermu aðilum, verður innheimtur hjá þeim húsbónda, sem hjúið var síðast á vistum með. Félagsmálaráðuneytið, 3. ágúst 1951 Hlíö í Mosfellssveit Af gefnu tilefni tilkynnist, að samkvæmt staðfestingu Stjórnarráðsins á nafninu Hlíð á landi mínu í Mosfellssveit, þá er öðrum óheim- ilt að nota nafnið í Mosfellshreppi. Jón Helgason. ,4 # | Ryðvarna- og | ryðhreinsunarefni é getur verndað eigur yðar, hús, vélar, skip bíla, áhöld og öll mannvirki, gegn eyði- | lcggingu ryðsins. j Fæst á öllum verzlunarstöðum landsins. •V.V.V.'.V.V.ViV.V.V.V.V.V.V.V.VAW.V.WAW/.V | Nýr Lundi HERÐUBREIÐ Sími 2678. I ■ • ■ ■ ■ I ■: v.v. y.v.vr*' ,v.*. ♦♦♦■♦♦♦♦♦♦♦▼ ?►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.