Tíminn - 08.08.1951, Side 8

Tíminn - 08.08.1951, Side 8
„ERLEVT Í FÍRLÍT^ I »AG fTiiiii nýkrýndi Belt/íukonungur B5. árgangur. Reykjavfk, 8. ágúst 1951. ■ ■ ... i r 176. blað. Umferöastöðvun á veginum sunnan Blönduóss í gær 'Vörnbíll íeslisl á brúniii yfir Laxá o»' iim |»rjátín hílar söfnnfiiist |jar snninn og kom- usí ekki leiöar sinnar fvrr en eftlr kl.st. Um klukkan hálftvö í gaer varð óvenjuleg umferðatruflun á veginum vestan við Blönduós. Söfnuðust þar fyrir all- margii' bílar og komust ekki leiðar sinnar, og urðu sumir fyrir töfum, sem hefðu getað valdið töiuverðum erfiðleikum. Orsök þessarar umferða- truflunar var sú, að bifreið hafði festst á brúnni yíir Laxá, og gat ekki losað sig þar hjálparlaust. Vcrubifreið frá Siglufirði á suðurleið hafði b).lað þannig, að slltn- að hafði aftur úr auga ann- arrar fjaðrarinnar að aftan, og „hásingin“ skekkst við það. Um þessa bilun vissi bif- reiðarStjórinn' ekki, er hann ók út á Laxárbrúna, og rakst annað afturbjólið í brúar- stöpulinn. Bifreiðin situr föst. Við áreksturinn kastaðist bíllinn til að framan og sat fastur og klemmdur milli handriða brúarinnar. Gat hann sig ékki hreyft þaðan. Tóku nú að safnast bíiar að báðum megin, en komust ekki leiðar sinnar. Ferð á flugvöllinn tefst. Um þetta Ieyti var áætlun- arflugvél Flugfélags íslands á leið suður frá Akureyri og ætlaði að koma við á flugvell ‘inum við Akur og taka fólk þar. Voru menn því á leið fram á flugvöll frá Blöndu- ósi, og munaði minnstu, að þeir kæmust ekki fram eftir í tæka tíð. Einnig töfðust á- ætlunarbifreiðarnar á suður- leið nokkuð. Þegar flest var munu bílarnir, sem töfðust þarna hafa verið um þrjátíu. Hjálp sótt til Blönduóss. Ný tegund berja- runna í þekktri, sænskri tilrauna- stöð í gurðyrkju, hef .r nú tek- I izt að rækta nýja teg. berja- I runna með því að frjóvga ' saman ribs og stikilsber. Ber- in á þessum nýju runnum eru stærri en venjuleg ribsber, en iaus við hár, sem vaxa á sttk- ilsberjum, og hanga i klósum á runnunum. Það var prófessorinn, Frede ! rik Nilsson í Alnarp, sem á heiðurinn af þessari nýju j berjarunnategund, og við til- raunir sínar notað; hann lyf- 1 ið coichinin, sem tekizt hefir að láta fjölga litningum í grís um og mynda þannig nýja og stórvaxnari tegund svína. í hinni nýjú berjarunnategund hefir orðið litningafiölgun, og auðvelt er að fjölga runn- unum með græðlingum. Tveir farast á Grænlandsjökli S. 1. laugardag fórust tveir j menn úr Grænlandsleiðangri ! Paul Emile Victors á Græn- iandsjökli, franski visindamað , urinn Alain Joset og Daninn Jarl, er var fulltrúi dönsku j Grænlandsstjómarinnar með , leiðangrinum. — Joset var með í Vatnajökulsleiðangrí Jór.s Eyþórssonar í vor. Síðdegis á laugardag voru nokkrir leiðangursmenn á ferð um jökulinn, um 100 km. fyrir vestan Forel-fjali. á aust urströnd Grænlands. í 2000 metra hæð. — Þeir komu þá i að jökulsprungu. er þeir vissu j ekk; um, þótt þeiv hefðu ver- ; ið þarna á ferð oft áður. —■ Hópurinn sneri við, en að baki hans var þá önnur sprunga, um 50 metra djúp. sem þeir komu ekki auga á í tæka tíð. Einn skriðbíll féll n ður í sprunguna og í honum voru þeir Joset og Jarl. Er talið, að þeir hafi samstundis beðið bana. — l________ ■,___________ Óþurrkakafii norðan lands Óþurrkar hafa nú gengið hálfa aðra viku norðan lands, og taka hey nú að skemmast hjá þeim bændum, ef ekki breglur til þurrka bráðlega. Fyrir öþurrkakaflann voru flestir bændur búnir að hirða meginhluta túna sinna, en í Eyjafiröi og Þingeyjarsýslum a.m.k. er orðið allmikið hey úti. Bærinn að Ámundakoti í Fljótshlíð brennur Klukkan sex í fyrrakvöld kom eldur upp í íbúðarhúsinu að Ámundakoti í Fljótshlíð, og brann það til kaldra kola á tveimur klukkustundum. Var þetta steinhús, tvílyft, með timburlofti, og er það svo gerónýtt, að jafnvel steinveggirn- Var nú sent til Blönduóss og þar fengin tæki tii að lyfta bílnum og losa hann af brúnni. Gekk það greiðlega að því er Ágúst Jónsson bif- reiðarstjóri á Blönduósi tjáði blaðiBU. Brúin hafði ekkert skemmzt, en bifreiðin var flutt til Blönduóss, og gerði viðgerðarverkstæðið þar við hana. ir eru krosssprungnir. Eldurinn kom upp í stofu á efri hæð hússins, og var þar þá enginn staddur, og er ekki vitað um eldsupptök. Fólk var niðri, þar á meðal bónd- inn sjálfur, Eggert Ó. Sigurðs son og kona hans, Sigurbjörg Guðjónsdóttir. Fundu þau brunalykt, og hugði bóndinn Öldruð kona deyr af slysförum í Suðursveit Það slys varð að Kálfafelli í Suðursveit á laugardaginn var. að öldruð kona féll niður stiga og hlaut svo mikil meiðsli af fallinu. að hún beið bana af. Kona þessi var Guðrún Eyj- ólfsdóttir, 83 ára að aldri, og var faðir hennar Eyjólfur hreppstjóri á Reynivöllum i Suðursveit, kunnur bóijdi á sinni tíð. Læknir frá Höfn var þegar kvaddur að Kálfafelli, en er hann kom þangað, var Guð- rún önduð. Við rannsókn kom 1 ijós, að hún hafði höfuð- kúpubrotnað. I*JpvPr' 1—*•+ vsð ;ið fá traust Pleven varaforsætisráð- herra Frakka tilkynnti Au- riol forseta í gær, a'ð hann mundi taka að sár a5 reyna stjórnarmyndun, enda hefði hann fengið stuðning radi- kalaflokksins og nokkurra smáflokka. fyrst, að hún kynni að stafa frá heyþurrku, sem hann var að hraðþurrka í grænmjöl, og fór því fyrst út að hyggja að henni. Eldurinn óviðráðanlegur. Er íiann kom inn aftur hljóp hann upp á efri hæð, og var þá stofan þar full af reyk, svo að ekki sá handaskil. — Breiddist eldurinn óðfluga út, svo að ekki varð við neitt ráð- "ið, þött að drifi fólk til hjálp- ar, bæði úr Fljótshliðinni og utan af Hvolsvelli. Brann húsið á tveimur klukkustundum. Aðalinnbú heimilisins var í stofunni.þar sem eldurinn kom upp, og fórst það allt í eldinum. Var það vátryggt, $n mjög lágt. Úr öðrum herbergjum tókst að bjarga lausum munum. Endurbygging þegar I stað. Húsið, sem brann var 22 ára gamalt, og hyggst bónd- ínn að byggja þegar í haust nýtt hús í stað þess. Mun fólkið ætla að búa í tjöidum fram á haustið, en þess er vænzt, að unnt verði að flytja í eitthvað af nýja húsinu. Engin síldveiði í fyrrinótt og gærdag Skipin f«>ru út í *jaM* því að veður hægði holdur, sjóiimmui vongiiðir uiit veiði Ole Ilertvig, verksmiðjustjóri á Raufarhöfn, tjáði Tíman- uin í símtali í gærkvöldi, að hann væri vongóður um síld- veiði norðaustan lands. þegar norðanveðrið gengi niður. — Væri nú skánandi veður, og mætti vænta þess, að veiðiveður yrði komið í kvöld. Síðustu dægur hafa skipin ekki getað athafnað sig vegna storms. Var engin veiði í gær, en aðeins lítið eitt veiddist í fyrramorgun, en nokkur skip fengu veiði á sur.nudag. Verksmiðjan á Raufarhöfn hefir síid til bræðslu i fjóra daga, og þangað hafa aðeins komið örfá skip með slatta síðustu dægur. Fréttaritari Tímans í Seyðisfirði sagði, að bræðslan þar væri enn. Þang- að komu i fyrradag Guðmund ur Þorlákur með 600 mál og Hvítá með 150—200, og var talsvert af því saltað. Búið er að salta 1 1800 tunnur í Seyðisfirði. Um 40 skip lágu á Vopnafirði. í Fréttaritari Tímans á Vopnafirði sagði, að síldar- söltun hefði haldið þar áfram þar til í gær, og væri nú búið að salta þar um 2000 tunnur. Undanfarna daga hefir verið saltaf af þesum bátum, sem hér segir auk þeirra, sem áð- ur var getið: Björg frá Norð- firði 339 tunnur, Guðrún 52 tunnur, Pétur Jónsson 63 tn.. Bjarmi 53 tn., Jón Guðmunds son 21 tn., Runólfur 32 tn., Muninn II 23 tunnur. Um 40 skip lágu í gær inni á Vopnafirði, en allmörg önn ur skammt þar undan. í gær- kvöldi munu fiest skipin hafa farið út aftur, enda fór veð- ur heldur batnandi. Bræla var þó enn svipað og undanfarna tvo daga. Illugi missti nót og báta. Á sunnudagsnóttina var Illugi á leið norður fyrir land með síldarfarm, eftir að hann hafði orðið frá að hverfa á Seyðisfirði. Var þá illt í sjó og náði hann bátunum ekki MsendingTrumans birt í Moskvu- útvarpinu Útvarpið í Moskvu birti í gær orðsendingu þá, sem Tru man ’ forseti Bandarikjanna flutti i uppliafi ræðu sinnar í fyrradag og óskaði að birt yrði Sovétþjóðunum. í ávarpi þessu leggur Truman áherzlu á vináttuhug Bandaríkja- manna í garð rússnesku þjóð arinnar og friðarvilja. Jafn- framt birti útvarpið svar Zver niks forseta æðsta ráðs Sovét rikjanna við orðsendingunni og kveður hann hana aðeins falleg orð og gott sé að vita um slíkt vináttuþel, en þessi orð séu í fullu ósamræmi við stefnu og aðgerðir bandarísku stjórnarinnar. upp. Fór svo, að hann missti báða bátana og nótina. Mun það hafa verið út af Bjarnar- ey. Mikill fugl og áta austur af Grímsey. Til Siglufjarðar komu um helgina allmörg skip með afla vegna stöðvunarinnar á Rauf arhöfn. Munu hafa borizt þangað um 10 þús. mál í bræðslu. Voru skipin að koma þangað til á mánudaginn, en ekkert skip kom þangað með síld í gær. Lágu þau mörg inni þar til í gær, að flest ,voru farin út aftur. Fóru mörg þeirra út eftir hádegið í gær. Engar síldarfregnir hafa borizt til Siglufjarðar af norð urmiðunum undanfarna daga, enda hefir veður veííð illt og fá skip úti. Sjómenn segja þó, að mikið hafi verið um fugl austur af Grímsey og allt austur á móts vð Rauðu- núpa, og gæti það bent til síldar. Einnig er talið mikið um átu. Gera sjómenn sér því vonir um nokkra veiði á þeim slóðum, ef veðúr batnaði svo að hægt væri að huga að síld. Tveir raenn slasast í bílveltu á Mý- vatnsheiði Á mánudagsnóttina vildi svo til, að vörubifreið fór út af veginum á Mývatnsheiði og valt. Á palli bifreiðarinn- ar stóðu tveir menn og köstuð ust þeir af bifreiðinni og meiddust nokkuð, en þó ekki lífshættulega. Voru þeir flutt ir til Akureyrar og gert þar að meiðslum þeirra. Munu þeir hafa rifbrotnað og skrám- azt, en leið þolanlega. Menn þessir voru að koma af skemmtisamkomu frá Laug- um. Tveir menn voru inni í bif reiðinni og sakaði þá ekki. Reknetabátarnir 3 tif 4 nætur að fylla sig Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Síldve ði reknetabátanna hefir verið heldur treg und- anfarið. í gær komu þrír bát- ar til Akraness með síld og höfðu 200—-250 tunnur hver. En síld þessi var veiði þriggja eða fjögurra lagna. Togarinn Bjarni Ólafsson kom til Akraness 1 fyrradag með 280 lestir af karfa og öðr- um fiski, og togarinn Úranus er væntanlegur þangað i dag með góðan afla.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.