Tíminn - 01.11.1951, Page 5
247. Mað.
TÍMINN, fimmtudagimi 1. ncvember 1S51.
Fimmtud. 1. nóv.
Tekjnr bæjarfélaga
Fyrir nokkru síðan var
haldinn hér í Reykjavík ráð-
stefna bæjarstjóra, þar sem
rætt var um ýms hagsmuna-
mál kaupstaðanna. Umræður
snerust þó einkum um fjár-
hagsmál þeirra.
Það kom fram á fundinum,
að kaupstaðirnir hafa nú
margir við verulega fjárhags-
erfiðleika að stríða. Þó er
þetta vitanlega nokkuö mis-
munandi. Afkoman er vitan-
lega langverst, þar sem at-
vinnan hefir brugðist, eins og
t. d. á Siglufirði og ísafirði.
Tekjumögu'ieikar bæjarsjóð-
anna eru einnig mjög mis-
munandi og býr t. d. elckert
bæjarfélag við eins góða að-
stöðu og Reykjavík, er hefir
hlutfallslega langmest af
verzluninni og iðnaðinum, en
þessar tvær atvinnugreinar
bera mjög mikla útsvars-
byrði.
Á bæjarstjórafundinum
voru samþykktar ýmsar til-
lögur varðandí þessi mál og
verður naumast annað sagt
en að þær beri sumar vott
um flj ótfærnislega athugun.
Þess er t. d. krafist samtímis,
að ríkið láti bæjunum eftir
.nokkuð af tekjum sínum, en
taki jafnframt á sínar herð-
ar ýms útgjold þeirra. Erfitt
er að sjá, hvernig ríkið á að
geta gert þetta hvorttveggja.
Tillögur bæjarstjóranna bera
þess því óneitanlega merki,
að þeir hafa ekki athugað
málin nógu vel frá öllum hlið
mn. . . .
Hitt er svo annað mál, að
það er rétt og tímabært mál
að taka tekjuskiptinguna
miilj sveitarfélaganna og
ríksins til athugunar og jafn-
framt tekjuskiptinguna milli
sveitarfélaganna innbyrðis.
Það er t. d. spurning, hvort
það er heilbrigt, að Reykjavík
njótiæin útsvara, sem greidd
eru af fyrirtækjum, er hafa
viðskipti um allt land. Þetta
atriði er a. m. k. þess vert, að
það sé athugað.
Á Alþingi er nú komin
fram tillaga frá tveimur þing
mönnum Sjálfstæðisflokksins,
Gunnari Thoroddsen og Jó-
hanni Hafstein, um heildar-
athugun þessara mála og virð
ist það eðlilegt, að hún nái
fram aö ganga í einu eða
öðru formi. Hér er um stórt
mál að ræða, sem þarf vand-
lega athugun og ekki verður
afgreitt með neinum flaust-
urstillögum. Jafnframt væri
rétt að athuga, hvort ekki sé
hægt að samræma hina opin
beru skatta og gera inn-
heimtu þeirra einfaldan og
kostnaðarminni. Karl Krist-
jánsson hefir þegar borið
fram viðaukatillögu við áður
nefnda tillögu Sjálfstæðis-
manna og gengur hún í þessa
átt.
Það er Ijóst mál, að mörg
bæjarfélögin eru nú tekju
vana, en það stafar ekki fyrst
og fremst af því, að tekju
stofnar þeirra séu ónógir und
ir venjulegum kringumstæð-
um heldur því, aö atvinna hef
ir brugðist og tekjustofnarn-
ir rýrnað af þeirri ástæðu.
Lausn tekj uskiptingarinnar
milli ríkis og sveitarfélaga er
ekki hægt að miða við þessa
staði, heldur verður að veita
ERLENT YFIRLIT:
Viðræðurnar í Panmunjom
I*ví er aluaeiuit spáð, að Kéresasíyrjöldia
haldi áfram í vetur
Samningaviðræður um vopna
hlé í Kóreu eru nú hafnar á ný
eftir að hafa legið niðri um
tveggja mánaða skeið. Kommún
istar hættu viðræðunum seint í
ágústmánuði og byggðu það á
þeim forsendum, að flugvélar
S.Þ. höfðu varpað sprengjum á
hið friðlýsta svæði í Kaesong,
þar sem umræðurnar fóru fram,
og hefðu þannig verið framin
griðrof af hálfu S.Þ. Rannsókn,
sem herstjórn S.Þ. lét fram-
kvæma, leiddi í ljós, að ákæra
þessi gat ekki verið á rökum
reist. Kommúnistar neituðu
samt að halda umræðunum
áfram, nema beðizt væri afsök-
unar af hálfu S.Þ. Herstjórn
S.Þ. neitaði því vitanlega með
öllu, en bauð upp á nýjan fund
arstað. Kommúnistar féllust að
lokum á það, að vopnahlésvið-
ræður skyldu hafnar að nýju
á öðrum stað en áður, án þess
að fá framgengt kröfum sín-
um um fyrirgefningarbeiðni af
hálfu S.Þ.
Mismunandi skýringar.
Ógerlegt er að segja, hvað
fyrir kommúnistum hefir vak-
að með þessu þófi. Sumir telja,
að þeir hafi ætlað að nota sér
þetta tilefni til þess að hætta
samningum alveg. Einkum hafi
foringjar kínverskra kommún-
ista hallazt að því, þar sem þeir
vilji ekki semja um vopnahlé í
Kóreu, nema þeir fái ýmsum
óviðkomandi kröfum fram-
gengt, eins og t.d. yfirráð yfir
Formósu og fulltrúaréttindi í
samtökum S.Þ. Aðrir telja, að
kommúnistar hafi ætlað að nota
þetta þóf til að sveigja S.Þ. til
einhverrar tilslökunar eða und
anlátssemi. Þeir hafi hins veg-
ar fallið frá því, er þeir sáu,
að fulltrúar S.Þ. létu ekki leika
á sig og ekkert myndi því haf-
ast upp úr þessari vinnuað-
ferð. Reynslan sýni hér eins
og oftar, að ekki megi láta und
an óbilgirni eða brellum komm
únista, ef árangur eigi að nást,
heldur verði að sýna þrautseigju
og festu í taugastríðinu við þá
og gera þeim ljóst, að refjar og
undanbrögð duga ekki.
Erfitt er að dæma um það,
hvor þessara skýringa er rétt-
ari. Sennilegt virðist, að báðum
framangreindum orsökum geti
verið til að dreifa, því að komm
únistar séu sjálfir ekki að öllu
leyti sammála um það, hvernig
haldið skuli á málunum. Eink-
um séu sjónarmið Rússa og
Kínverja nokkuð mismunandi.
Samtal Kirks og
Vishinskys.
Sitthvað bendir til þess, að
Rússar hafi átt þátt í því, að
vopnahléssamningar hófust aft
ur. Um næstseinustu mánaða-
mót urðu sendiherraskipti hjá
Bandaríkjunum í Moskvu. Hinn
fráfarandi sendiherra, Alan G.
Kirk, átti kveðjusamtal við
Vishinsky 5. okt. í samtalinu
skýrði Kirk frá því viðhorfi ________^
Bandaríkjastjórnar, að lítil von jgf s/" ~
væri til þess að viðræður gætu vishivskv
átt.sér stað um deilumál stór-
veldanna, ef vopnahlésviðræð-
urnar í Kóreu féllu niður og
reyndust árangnrslausar. Það
væri frumskilyrði fyrir frekari
viðræður, að þær héldu áfram.
Utanríkisráðuneytið rússneska
skýrði frá þessari orðsendingu
nokkru seinna, ásamt svari Vish
inskys. í frásögn Rússa var
reynt að láta líta svo út, að
Bandaríkin hefðu með orðsend-
ingu sinni verið að bjóða upp
á víðtækar umræður um deilu-
máiin og töldu Rússar sig jafn-
an reiðubúna til þess að ræða
um þau. Hins vegar væru Rúss-
ar ekki aðilar að vopnahlésvið
istar halda fast við þessar til-
lögur og það munu þeir vafa-
iaust gera um alllanga liríð,
mun ekki nást neitt samkomu-
lag. Ósennileg tilgáta er það
ekki, að samningar um vopna-
hlé muni ekki hafa náðst vetrar
langt. Þó geta vopnahlésviðræð
urnar orðið til þess, að þegjandi
samkomulag verði um óbeint
vopnahlé þannig að hvorugur
aðili geri tilraun til stórsóknar
og lítið verði þvi barist í vetur.
Fleiri og fleiri virðast nú hall-
ast að þeirri skoðun, að friður
. náist ekki í Kóreu með öðrum
ræðunum í Kóreu og gætu lítil. hætti en þeim, að landið skiptist
áhrif haft á gang þeirra. Jafn- miíli vestrænna og austrænna
framt var komið að þeirri á- j áhrifa ekki ósvipað því, sem
sökun, að Bandaríkin hefðu'nú á sér stað. Samkomulag um
sjálf spillt fyrir þeim. j þag mun þó vafalaust ekki nást
Nokkru eftir, að þessar við- : fyrr en eftir langan tíma.
ræður Kirks og Vishinskys fóru Ástæðan til þess, að búist er
fram, náðist svo samkomulag Við löngu samningaþófi í Kóreu
um það í Kóreu, að vopnahlés- | óg litlu.m árangri fyrst um sinn,
viðræður skyldu hafnar að . er einkum sú, að kommúnistar
nýju. Sú tilgáta er því ekki | vilji ekki semja, nema þeir geti
fjarri sanni, að Rússar hafi j tryggt sér eitthvað í staðinn,
beitt áhrifum sínum í þá átt, j en vesturveldin verði treg til
að þær hæfust á ný, hver sem þess meðan kommúnistar sýna
tilgangur þeirra er með því. Um 1
þetta ganga nú margar ágizk-
anir, eins og t.d. þær, að Rúss-
ar ætli að bjóða til stórvelda-
fundar, og hafi ekki þótt væn-
legt að gera það meðan vopna-
hlésviðræður lægju niðri í Kór-
eu. Aðrir telja, að Rússar hafi
taliö heppilegt að láta umræð-
urnar hefjast aftur, þar sem
augljóst var, að kommúnistar
hefðu hætt þeim og yrði þeim .
því réttilega kennt um, að eng 1 -
inn árangur hefði náðst
Lítil trú á vopnahlés-
samninga fyrst um sinn.
Þrátt fyrir það, að vopnahlés-
viðræður séu hafnar aftur, rík
ir ekki mikil trú á það, að sam-
komulag náist um vopnahlé
fyrst um sinn. Til þess benda
líka þær tillögur, sem kommún
istar hafa borið fram um vopna
hléslínuna svokölluðu, en sam-
kvæmt þeim eiga hersveitir S.
Þ. að draga sig til baka, þar
sem varnarskilyrði eru bezt á
austur- og miðvígstöðvunum, en
fá aftur nokkurt landssvæði á
vesturvígstöðvunum, þar sem
ekki eru nein varnarskilyrði frá
náttúrunnar hendi. Ef kommún
ekki friðarvilja í verki. Þá geti
það og orðið til tafar og jafn-
vel hindrað allan árangur, að
Rússar og Kínverjar séu ekki
(Framhald á 6. síðu)
þeim sérstaka aðstoð til að
treysta atvinnugrundvöll
sinn. Þær ráðstafanir má
ekki heldur láta bíða eftir áð
urnefndrj athugun, enda
eru þær í raun og veru ó-
skylt mál.
Víða erlendis er fasteigna-
skattur einn helzti tekjustofn
bæjarfélaga. Hér fellur fast-
eignaskatturinn til ríkisins.
Hann er nú miklu lægri hér
en slíkir skattar erlendis og
virðist því verulegur mögu-
leiki til að hækka hann. Hér
er um tekjustofn að ræöa,
sem virðist samkvæmt eðli
sínu tilheyra sveitarfélögun-
um. Þaö virðist sanngjarnt, að
ríkið léti þeim hann eftir.
Öðru máli gegnir um álögur,
sem eru fyrst og fremst ætl-
aðar til bráðabirgða og
stefna ber að því að afnema,
eins og söluskattinn. Það er
lang líklegast, að það yrði
til þess, að hann yrði aldrei
afnuminn, ef bæjarfélögun-
um væri veitt hlutdeild í hon
um.
Gæta verður þess, að það
getur beint og óbeint bitnað
á sveitarfélögunum, ef tekju-
stofnar ríkisins væru óeðli-
lega skertir. Það gæti orðið
til þess að skerða möguleika
ríkisins til að halda uppi ýms
um sameiginlegum rekstri og
umbótum t. d. í samgöngu-
málum, eða gert því ókleift
að rétta hlut þeirra sveitarfé
laga og landshluta, sem orðið
hafa útundan. Af slíku gæti
leitt nýja fólksflutninga til
staða, sem þegar eru fullsetn
ir. Slíkt yrði ekki til hagsbóta
fyrir kaupstaðina, er til lengd
ar léti.
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið ræðir um
stjórnarandstöðu kommún-
ista í gær og segir m. a.:
„Alþýðublaðið hefir öðru
hvoru undanfarið minnzt á
það hógværúm orðum, hvað
kommúnistar eru einkenni-
lega hlífisamir við ríkisstjórn
afturhaldsins og bent á, að
hinar nýstofnuðu heildsölur
foringja þeirra kunni að eiga
einhvern þátt í þeirri afstöðu.
Þjóðviljinn vill auðvitað ekki
gangast við þessu. Hann ræð
ir málið í forustugrein sinni í
gær og segir, að stjórnarand-
staða Alþýðublaðsins sé lít-
ils virði, þar eð hann taki sér
ekki skilyrðislausa afstöðu
með utanríkisstefnu Rússa!
Út af fyrir sig er þetta sönn
un þess, sem Alþýðublaðið hef
ir löngum sagt, að kommúnist
ar hafa engan áhugá á stjórn
málabaráttu heimavígstöðv-
anna. Þeir hugsa um það eitt
að vera hár í hala Rússa.
Hlýðnisafstaðan við Rússa
krefst meginhlutans af efni
því, sem Þjóðviljinn flytur dag
hvern. Sama er upp á ten-
ingnum, ef menn hlusta á mál
flutnHng kommúni/staforingj-
anna á Alþingi. Og nú segir
Þjóðviljinn skýrt og skorin-
ort, að það sé ekki til neins
að taka afstöðu gegn gengis-
lækkuninni, dýrtíðinni og ó-
stjórninni. Sú afstaða sé einsk
is virði, ef ekki fylgi skilyrðis
laus hlýðni við utanríkis-
stefnu Rússa. Hún á með öðr-
um orðum að vera mönduií
stjórnmálabaráttunnar á ís-
landi!“
Vitanlega leggja kommún
istar mest upp úr fylglsspekt
við Rússa. En þeir munu jafn
framt vera nógu klókir til að
Hér er því vissulega umjsjá, að ekki sé skynsamlegt
mál að ræða, sem þarfnast' að taka hina klauíalegu
góðrar íhugunar og líta verð ' stjórnarandstöðu Alþj ðu-
ur á frá mörgum hliðum. í flokksins til fyrirmyndar.
Fjonr dagar —
fjórir másiuðir
í fyrrakvöld var tilkynnt, aS
Churchill hefði lokið við að
mynda ráðuneyti sitt og voru
þá liðnir réttir í’jórir séi/ar-
hringai- fiá því, að ú, jllt
kosninganna voru knmi; Zlúr
á landi hafa undanfarnar
stjórnarmyndanir tekið 4—5
mánuði. Má nokkuð af þessu
marka þann mun, sem er á
kosningaskipuninni í Bret-
landi og hér á landi. f Bret-
landj ganga stjórnarmyndan
ir fljótt og greiðlega, því að
kosningaskipunin Ieiðir til
þess, að tveir flakkar skipt-
ast á um að fara með völdin.
Hér á landi skapar kosninga
íilhögunin flokkaglundroða,
er gerir stjórnarmyndim
næstum ógerlega.
Þrátt fyrir þessa staðreynd,
ræðst Alþýðublaðið mjög hat
ramlega á kosningatilhögu«
Breta í gær og sést vel á því,
hve forusta íslenzka Alþýðu-
flokksins er um flest ólík for
ustu Verkamannaflokksins
brezka, er stendur öruggas*.
vörð um kosningaskipunina í
Bretlandi.
Eitt ádeiluefni Alþýðublaðs
ins er það, að einmennings-
kjördæmin séu ekki einhlít
til að skapa sterka og örugga
stjórn, því að bæði fráfar-
andi stjórn og núverandi
stjórn Breta hafi haft naum-
an þingmeirihluta. Þetta er
rétt, en óhætt er samt að fuii
yrða, að stjórn Attlees var
samstæðari og öruggari en
nokkur sambræðslustjórn og
sama mun vafalaust mega
segja um stjórn Churchills.
Hin fráfarandi stjórn Attlees
tók á mörgum málum með
meiri myndarskap og festu en
hægt var að vænta af nokk-
urri sambræðslustjórn og er
skorað á Alþýöublaðið að af-
sanna þessa fullyrðingu, e£
það getur.
Hitt er þó rétt, að það
myndi gera framkvæmda-
stjórnina enn öruggari, ef
hún væri í höndum forseta,
er kjörinn væri til ákveöins
kjörtímabils. Aðalgalli á
stjórnskipan Breta er sá, að
framkvæmdavald og löggjaf-
arvald er ekki hæfilega að-
skilið.
Alþýðublaðið segir ennfrem
ur, að einmenningskjördæm-
in tryggi ekki, að sá flokkur
fái meirihluta fulltrúa, er hef
ir meirihluta kjósenda að
baki sér. Bendir það á at-
kvæðatölur Verkamanna-
flokksins og íhaldsflokksins
því til sönnunnar. En þetta
tryggja ekki hlutfallskosning
arnar heldur, nema tala full
1 trúanna sé ótakmörkuð. Hér
í Reykjavík hefir íhaldið hvað
eftir annað fengið meirihluta
bæjarfulltrúanna, þótt það
hafi haft mun færri atkvæði
á bak við sig en andstæðing-
ar þess. Alþýðuflokkurinn
virðist hafa unað þessari
minnihlutastjórn íhaldsins á-
gætlega vegna þess, að liún,
var ávöxtur hlutfallskosninga
skipulagsins.
Alþýðublaðið læst harma
útreið frjálslynda flokksins
brezka og gerir mjög lítið úr
áhrifum lians. Sannleikurinn
er sá, að áhrif hans eru furðu
mikil, þótt þingsætatala hans
sé lítil, því að báðir aðalflokk
arnir reyna eftir megni að
ná í fylgi hans. Þessi keppni
þeirra um frjálslyndu kjósend
' urna munu setja meginsvip á
stjórn Bretlands, hvor aðal-
| flokkanna, sem fer með völd
1 (Framhald á 6. síðu)