Tíminn - 23.11.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 23. ’ nóvember 1951. 266. blað. Verður erfðafjárskattinum varið til vinnuhæla fyrir öryrkja? Heiibrigðis- og féiagsmáia- Frumvarp frá félagsmálaiiefnd efri cleildai* nefnd efri deildar hefir ný- ■ lega lagt frarn frumvarp. — Aðalefni þess er á þessa leið: Frá 1. janúar 1952 skal erfðafjárskattur og arfur,1 sem nú rennur til ríkisins, renna til Tryggingarstofnun- ar ríkisins. i Fé því, sem rennur til Trygg ingastofnunarinnar samkv. 1. gr., skal variö til þess að koma upp (vinnustofum og) vinnuhælum fyrir öryrkja og gamalmenni í því skyni að starfsgeta þeirra komi að sem fyllstum notum. Félagsmálaráðherra setur með reglugerð ákvæðj um fyr irkomulag og rekstur vinnu-; heimila samkv. 2. gr. Með reglugerð getur ráðherra ogj ákveðið, að fé því, sem er í vörzlu Tryggingastofnunar- j innar samkv. 1. gr., megi verja til stofnlána til sveitar- félaga eða ákveðinna félags- samtaka, sem setja á stofn og reka vinnuheimili fyrir ör- yrkja. í greinargerð frv. segir svo: Tala öryrkja hér á landi yfir 16 ára aldur, sem talið er að hafi misst helming starfs- orku eða meira og njóta bóta samkv. lögum um almanna- tryggirigar, munu nú vera ná-1 lægt 2500. Greiðslur örorku- ^ lífeyris og örorkustyrkja tilj þessa fólks námu árið 19501 um 8 millj. kr. og nema á* þessu ári sennilega yfir 9'/2 milijón. Eru þá ótaldir aliir þeir mörgu, sem dveljast á sjúkrahúsum og hælum lang- tímum saman vegna örorku- sjúkdóma. Má því ætla, að nálægt 3000 manns, karla og kvenna, á starfsaldri séu ör- yrkjar. Öryrkjum þessum ma skipta í tvo aðalflokka. í öðrum flokknum eru þeir, sem ekk- ert geta unnið og fyrirsjáan- iegt er að verða algerir ör- yrkjar til æviloka. Margt af þessu fólki þarfnast stö'ðugr- ar hjúkrunar og umönnunar, enda dvelur nú talsveröur hiuti þess á hælum eða sjúkra iiúsum, þótt enn skortj mikið á að nægilega sé séð fyrir þörfunum í þessum efnum, sérstaklega að því er varðar fávita og geðbilað fólk. En í þessum flokki er einnig margt fólk, sem vel getur dvalið í heimahúsum eða hjá vanda- lausum, ef séð er fyrir dag- legum þörfum þess með sæmi legum lífeyrisgreiðslum. — í hinum flokknum*eru þeir ör- yrkjar, sem hafa skerta starfs orku, en geta þó eða gætu unnið fyrir sér að einhverju eða jafnvel að öllu leyti, ef skilyrði væru fyrir hendi til þess, að vinnuafl þeirra geti komið að sem fyllstum not- um. Allmargt af þessu fólki vinn ur nú fyrir sér að einhverju leyti við störf í heimahúsum eða ýmiss konar lausavinnu utan heimilis. Hinn hópur- inn er þó sennilega eins stór eða stærri, sem á þess lítinn eða engan kost að fá störf við sitt hæfi og því situr auö- um höndum við kröpp kjör. Enginn efi er þó á því, að starfsgeta þessa fólks gæti komið að miklum notum, ef því væri séð fyrir vinnu og aðbúð við þess hæfi, hentug- um vinnustöðvum og verkefn- um. — Með hentugum vinnustöðv- um eða vinnustofum má ætla, að unnt sé að gera hvort tveggja í senn, að bæta hag þessa fólks og um leið létta nokkuð kostnaðinn við fram- færslu þess. Slíkar vinnustöðv ar og vinnustofur eru ætlað- ar fólki, sem dvalið getur á heimilum sínum og farið til vinnustaðar dag hvern eða llesta daga eða tekið verkefni heim til sín. Vinnuheimilin eru aftur á móti ætluð þeim, sem þurfa að hafa heimili á Vinnustaðnum og vera undir stöðugu heilbrigðiseftirliti. Nokkrar tilraunir hafa ver ið gerðar hér í Reykjavík með vinnustofur fyrir fólk með skerta starfsgetu. Má eflaust talsvert af þeirri reynslu læra. Þá er og öllum kunnugt um starfsemi vinnuheimilis S.í. B.S. fyrir berklaveika að Reykjalundi. Er það án efa á rnargan hátt til fyrirmyndar. Verkefni yrðí að sjálfsögðu að hafa nokkuð fjölbreytt og velja þau með hliðsjón af vinnugetu, verkkunnáttu og fyrri störfum hlutaðeigenda og með tilliti til sölumögu- leika varningsins. í sambandi við vinnustofur og vinnuheim ili mætti og án efa undirbúa öryrkja, einkum fólk á ung- úm aldri, til sérstakra starfa, sjá þeim fyrir námskeiðum, þjálfun og verkmenntun, að svo miklu leyti sem sérstakar stofnanir, skólar og fyrirtæki tækju slíkt ekkj að sér. Nú er unnið að því að semja yfirlitsskýrslur um alla þá ör- yrkja á landinu, sem ætla má að gætu unnið fyrir sér að einhverju eða öllu leyti, ef þeim væru sköpuð skilyrði til að geta notað starfsorku sína og séð fyrir menntun og þjálf un við þeirra hæfi. 1 Við íslendingar höfum ekki efni á því að láta nokkurn mann, sem eitthvað getur unn ið, sitj a auðum höndum vegna skorts á hentugum verkefn- um og vinnustað. Vinnuheim- ili kosta mikið fé. Til vinnu- stöðva með nauðsynlegum tækjum og útbúnað öllum þarf og mjög veruleg stofn- fjárframlög. Er því nauðsyn- legt, .ef tryggja skal fram- ! kvæmdir, að sjá fyrir ákveðn- um tekjustofni í þessu skyni. — Erfðafjárskatturinn ásamt arfahluta ríkissjóðs er í frv. til fjárlaga fyrir 1952 áætl- , aður 300 þús. krónur. Þess má þó sennilega vænta, að hann reynist nokkru hærri, sennilega um hálf milljón króna á ári. Virðist hyggi- legra að nota þennan tekju- | stofn, sem tekinn er af eign- um framliðinna, til þess að koma upp varanlegum fast- eignum til hjálpar öryrkjum og til að létta byrðar þjóðfé- (lagsins í framtíðinni, heldur en að láta hann verða árleg- an eyðslueyri. í frv. eru engin ákvæði um það, hver skuli reka vinnu- heimili og vinnustöðvar. Þyk ir ekki ástæða til að kveða nánar á um það efni að svo stöddu en þegar er gert í lög- um um almannatryggingar og öðrum lögum. Aðalatriðið er, að dómi flutningsmanna, að tryggja nú þegar ákveðinn tekjustofn til þessara fram- kvæmda. FyrSrspurnir um vítaverða framkomu setudómara Skúli Guðmundsson hefir ný- lega lagt fram í sameinuðu þingi fyrirspurnir til dómsmálaráð- herra varðandi rannsókn máls og vítaverða framkomu setu- dómara og aðstoðarmanna hans. Ennfremur hefir Skúli lagt fyr irspurnir fyrir félagsmálaráð- herra um kostnað og innheimtu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Mál Iíelga Benecliktssonar. Fyrirspurnir Skúla til dóms- málaráðherra eru svohljóðandi: 1. Af hvaða tilefni var hafin sú rannsókn á atvinnurekstri Helga Benediktssonar útgerðar manns og kaupmanns í Vest- mannaeyjum árið 1948, sem fal in var setudómara og talið er, að standi enn yfir? 2. Er dómsmálaráðherranum ekki kunnugt um ósæmilega og vítaverða framkomu setudómar ans og aðstoðarmanna hans gegn rannsóknarþola við með- ferð málsins? 3. Ef dómsmálaráðherranum er þetta kunnugt, ætlar hann þá að fresta því lengur að taka mál Helga Benediktssonar úr höndum setudómarans? Útgjöld Tryggingastofnunarinnar. Fyrirspurnir Skúla til félags- málaráðherra eru svohljóðandi: 1. Hvað margir menn vinna á aðalskrifstofu Tryggingastofn unar ríkisins í Reykjavík? Hve miklu námu launagreiðslur til þeirra árið 1950, og hver var ann ar kostnajjur við skrifstofuna það ár? 2. Hvað mikið borgaði Trygg- ingastofnunin hverjum héraðs- dómara um sig árið 1950: a. í innheimtulaun, b. í umboðsþókn un? 3. Hvað mikla umboðsþóknun borgaði Tryggingastofnunin hverju sjúkrasamlagi um sig ár ið 1950? 4. Hvað var mikið óinnheimt af iðgjöldum til Tryggingastofn unarinnar í árslok 1950 úr hverju tryggingarumdæmi: a. frá árinu 1950, b. frá fyrri ár- um? Forðizt eldinn og eiguatjón Framleiðum og seljum flestar tegundlr handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á siökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.i. Slmi 3381 Tryggvagötu 10 Kennari hefir sent mér eftir- farandi greinarkorn: „Erlendur siður hefir rutt sér mjög til rúms hér á landi á síð- ari áratugum. Hann er sá, að börn, bæði drengir og stúlkur, eru látin ganga með bera fót- ; leggi upp fyrir hné, fram eftir öllu hausti, hvernig sem viðrar. Mér er niinnisstæður drengur nokkur í barnaskóla hér í bæn- um. Hann var látinn halda á- fram aö ganga með bera fót- leggi, eftir að hann fór að ganga í skólann. Ég veitti því athygli, hvað hann var alltaf sí-kaldur, fölur og veikindalegur. Brýndi ég oft fyrir honum að hætta að ganga með bera fótleggi og biðja móður sína að láta sig fá síðar buxur. En það reyndist árangurs iaust. Þegar kom fram í nóvem- bermánuð hætti drengurinn að mæta í skólanum vegna las- leika. Og í byrjun jólaföstu var hann orðinn liðið lík. Ég áleit, að beru hnén hefðu flýtt fyrir dauða hans. í heitum löndum getur það átt við að börn gangi léttklædd og berleggjuð, en hér á landi er veðrátta venjulega svo köld og hráslagaleg, að slíkur siður get- ur ekki átt hér við. Læknar ættu að hafa gát á, að börn — jafnvel fullorðið fólk — séu ekki látin ganga átölu- laust í heilsuspillandi fötum. Ekki er síður vanþörf á því, en líta eftir óhollu mataræði". Jón Arnfinnsson, garðyrkju- maður, hefir óskað eftir að segja nokkur orð um Siglufjörð og Siglfirðinga: „Margir munu mér líkir og ætla óveðursamt á Siglufirði, þar sem fjörðurinn liggur inn i eitt nyrzta annes landsins. Sú ætlun mín reyndist þó ekki rétt. Lega fjarðarins er þannig liátt- að, að meginhluta árs er þar hægviðri, þótt ytra blási svalan. Af þeim ástæðum verður gróð- ur þar með öðrum hætti en menn munu ætla. Vegna hæg- viðrisins kemur þar mikill snjór, sem liggur á fram á vor. Jörð frýs ekki, en kemur undan á vorin tilbúin með nýjan gróður. Margir fallegir skrúðgarðar eru á Siglufirði. Þurfa þeir vissu- lega mikið viðhald, þar sem trjá vöxturinn er mikill og nauðsyn er að klippa trén vel til að halda þeim í skefjum. Þó að þetta sé einn stærsti útgerðarbær lands ins, er fólkið i»áttúruelskt og þykir unaðslegt að hafa fallegan gróður í kringum sig. Þar eru ekki blómabúðir, en garðeigend- ur eiga hver sína blómabúð, sem er garðurinn, og gefa þeir hver öðrum eftir því, sem með þarf til skreytingar innan húss. Hinn tignarlegi svipur fjall- anna hefir heillað hugi fólksins, gert það frjálst og glaðvært og tengt það félagslegri samhygð. Inni í botni fjarðarins á bær- inn stórt kúabú, með yfir 60 mjólkandi kúm. Búið er vel rek ið, en því hefir vantað mikið meira ræktað land, því að fóður handa kúnum hefir orðiö að sækja í aðra fjörðu. Nú hefir ver ið ráðin bót á því, þar sem byrj að er á stórfelldum þurrkunar- skurðum og innan skamrns verð ur tekið fyrir stórt landflæmi til ræktunar. Eitt er þó afleitt í Siglufirði og það er hversu atvinnan er einföld. Aðeins sumarmánuðina og hinn tímann- ekkert. Þetta ástand kemur sér mjög illa þeg ar síldarlítið hefir verið um sum arið og landvinnan mjög lítil. Fyrir nokkrum árum stofnuðu Siglfiröingar skógræktarfélag. Hafa þeir girt land og eru bún ir að planta nokkuð af trjá- plöntum í það. Hér á landi er lítið um málma og ekki mikið gert til að rann- saka þá möguleika. Mér finndist það sennilegt að verðmæta málma mætti finna í fjallinu fyrir botni fjarðarins. Ef svo væri, þá gæti þar komið upp ný atvinnugrein. Ég er ekki neinn málmfræðingur, en af út litL grjótlaganna þar í fjallinu mætti ætla, að þar finndist kop ar og jafnvel fleiri málmar. Þetta verður ekkert sagt um fyrr en sérfræðingar hafa athug að staðinn. Á Siglufirði er mikið af berj- um. Aðalbláberin þekja allar fjallahlíðar og hin gómsætu ber hafa glatt marga húsmóðurina, er hún vildi taka vel á móti gesti sínum. Þegar veturinn kemur með snjó og frost, byrgjast leiðir all ar á landi til nærliggjandi hér aða. Þá er það aðeins loftið og sjórinn, sem tengja fólk við fjar lægári héruð. Ef að þessar leiðir teppast, einangrast fólkið og verður eins og eyjaskeggjar í úthafseyju. Siglfirðingar eru og verða æv- inlega lifandi og fjörugir í and legum skilningi, kátir til starfa og léttir í lund. Þeir eru sam- starfsþýðir og vinna sín störf með léttri gleði. Hinn gamli norðri hefir aldrei fengið þá til að beygja höfuðið fyrir ótta stormsins. íslenzki sveitamaður inn hefir í gegnum árin lært það, að sorg og sút eru ekki vopnin, sem menn eiga að brynj ast, þegar hamfarir náttúrunnar leika óblítt vio mann. „Glaður og reifur skildi guma hver, unz sinn bíöur bana“, segir í háva- málum. Það er og á að vera hið þjóölega einkenni íslendingsins, sem auðkenna á landann, hvar um lönd, sem hann fer. Virð- ingarmerki mannsins á ekki að skapast fyrir auðsöfnun, því að það er óheilbrigði, heldur fyrir menntun, djarfa og fagra fram- komu, þar sem dægurmálin skapa ekki geðbreytirigar í svip mannsins. Lifið heilir Siglfirð- ingar“. Ljúkum við svo þessu spjalli í dag. Starkaður. F YRIRLIGG J ANDI: vatnskassaelement í jeppa. Önnumst viðgerðir á alls konar vatnskössum. Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzíngeymum og hljóð- deyfurum bifreiða og annarra ökutækja. Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga. Sent um allt land gegn póstkröfu. Blikksmiðjan Grettir Brautarholti 24. Símar 2406 og 7529. t o o o O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.