Tíminn - 06.12.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1951, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgef andi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúá Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðsh Imi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiffjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, fimmtudaginn 6. desember 1951. 277. blað'. Sóttvarnir vegna gin- og klaufnaveiki: Fólk frá grunuðum svæðum fært spjörunum úr og sótth reinsað Emi óráðið. hvort bannaður verður Inn- flutningur á jjólatrjjámun moð Gullfossi Það er nú sífellt verið að herða á varúðarráðstöfunum íslenzkra stjómarvalda vegna hættu þeirrar, sem stafar af gin- og klaufnaveikinni í nágrannalöndunum, og má búast rið, að fólk vcrið að sætta sig við ýmislegt óvanalegt, meðan veikin geysar þar. ___________________________ Fólk sótthreinsað. Fólk, sem kemur frá svæð- um, þar sem sjúkdómurinn er, er nú til dæmis afklættxog sótthreinsaö, áður en það fær að fara ferða sinna hér á landi, og sömuleiðis er allur farangur þess sótthreinsaður. Vetrarhjálpin að taka til starfa Vetrarhjálpin tekur til starfa á mánudaginn og' verð- ur til húsa í Hótel Heklu, ann arri hæð. Verður þar tekið á móti gjöfum til vetrarhjálp- arinnar og veittar allar upp- lýsingar hana varðandi. Vetrarhjálpin væntir þess, að bæjarbúar bregði nú eins og alltaf áður vel við og láti eitthvað af hendi rakna til þeirra, sem verst eru staddir fyrir jólin. t fyrra söfnúðust um 136 þúsund krónur, og var um 128 þúsundum varið til kaupa á matvælum. Nutu 593 einstak- lingar og heimili góðs af þess- ari líknarstarfsemi fyrir jól- in í fyrra. Nýr bátur til Ólafsvíkur Frá fréttaritara Tim- ans i Ólafsvik. Nýr vélbátur héfir bæzt í flota Ólafsvíkur, er það vélbáturinn Fróði, er Víglund ur Jónsson útgerðarmaður hefir keypt þangað frá Njarð víkum. Báturinn er 37 lestir að stærð og kemur í stað báts er Víglundur átti og sökk í vor. Eru Ólafsvikurbátarnir nú níu talsins. Einn bátur er byrjaður á línuveiðum frá Ólafsvík, en ekki komin reynsla um afla brögð. Dýraverndunarfélag ið vill auða vök handa öndunum Dýraverndunarfélag íslands hefir farið þess á leit, að haldið verði auðri vök á syðri tjorninni í Reykjavík, svo að fuglar geti hafzt þar við á vetnim. Voru tllmæli um þetta samþykkt á aðalfundi Dýraverndunarfélags in's. Bæjarverkfreeðingur hefir málið til íhugunar. ...... Fyrsti maðurinn, sem þess ari meðferð' sætti, kom hing að til lands fyrir hálfum mánuði. Var það danskur fóðurmeistari, er fór áð Brautarholti á Kjalarnesi. Kom hann þó ekki frá byggð ariagi, þar sem veikin hafði komið fram. Sama aðferð verður höfð við allt fólk, sem hingað kemur og nokk- ur hætta er talin á, að kunni að bera með sér smit. Sótthreinsun á pósti. Sigurður Hlíðar yfirdýra- læknir skýrði blaðinu frá þvi í gær, að hann myndi krefj- ast sótthreinsunar á póstpok- um þeim, sem koma frá Dan- mörku, þar sem veruleg hætta gæti stafað af þeim. Sömu- leiðis.myndu allir gjafabögl- ar hljóta sömu meðferð. Jólatrén. Hinsvegar sagði hann, að ekki hefði enn verið ákveðið, hvort bannaður yrði innflutn ingur jólatrjánna, sem koma með Gullfossi. Svarskeyti frá yfirdýralækni Noregs kom í gær, og staðfesti hann þar, að hann myndi ekki telja ráð legt að leyfa innflutning þeirra, nema fullkomin sótt- hreinsun á þeim færi fram fram. Var í gær send fyrir- spurn til Danmerkur um það, hvort hægt væri að koma slíkri sótthreinsun við, svo að óyggjandi væri, og hvernig hana mætti framkvæma. En svar við fyrirspurninni var ó- kornið í gær. r---zrrrsK1" - € 300 þúsund krónur. Loks sagði yfirdýralæknir- inn, að landbúnaðai'ráðlierra hefði tjáð sér, að rikisstjórn- in væri við því búin, að kostn aður hlytist af, banni við inn flutningi jólatrjánna. Hér er þó uni mikið fé að ræða, þar sem innkaupsverð, flutningsgjald og tollur, sem ríkissjóður fengi af trjánum, nemur um 300 þúsund krónum eða þar yfir, er ríkissjóður myndi skaðazt um, ex jóla- trjánum verður fleygt. Ærin og dilkar hennar gáfu 81 kg. kjötþunga í Saurbæ í Ölfus var slátr- að i haust á og' þrem lömb- um hennar, er gáfu óvenju- lega miklar afurðir. Ærin var tvæveti/-, eign Jóhönnu Sig- urjónsdóttur. Ærin var tví- lembingur og hcimalningur og gekk með lamb veturgöm- ui'. Gaf það lamb 15 kg. skrckkþunga í fyrra. f vor bar ærin 17. maí og eignaðist þrjú lömb, tvo hrúta og eina gimbur. Gengu þau öll und- ir ánni í sumar, og gekk hún heima við. Lömbunum var öllum slátrað 25. september í haust, og var skrokkþungi þeirra 17,5 kg., 14,5 kg. og 14 kg. Mör lambanna allra var 7 kg. Ánni sjálfri var slátrað 14. nóv. og var kjöt hennar 35 kg., mörinn 11 kg. og gær- an 7,5 kg. Alls hafa ær og lömb gefið 81 kg. kjötþunga, og mun það fátítt, að slíkar afurðir fáist af einni á, enda var hún metfé hið mesta. Stór bifreið fýkur út af vegi í Eyjahreppi Tókst á lolft í sviptlbyi iiacð 8 far|i(>ga Frá fréttaritara Tímans i Miklaholtshreppi í fyrradag var ofsarok og hríð af norðri um simnaxivert Snæfellsness, eins og víðar. 26 manna áætlnnarbifreið var á leið úr Reykjavik til Stykkishólms, og var veðrið svo mikið, að hún tókst á loft og kastaðist út af veginom. Bifreið þessari ók Guð- mundur Gunnarsson úr Stykkishólmi, og munu far- þegar hafa verið átta. Rok var ofsalegt og mikil hríð, og illakandi var. Er komið var undir Hafursfell í Eyja- hreppi, þar sem oft eru svlptibyljir miklir í norðan- veðrum, hófst bifreiðin á loft, snerist við og kastaðist út af veginum. Er hún stöðv aðist, sneri hún suður, enda þótt hún væri á vesturleið. Enginn meiddist verulega. Svo giftursamlega tókst til að enginn af þeim, sem i bhn um voru, meiddust, svo að teljandi sé. Bifreiðin stór- skemmdist aftur á móti. Félagsheiraili stúdenta Bæjarráð hefir samþykkt að gefa kost á lóð undir fyrirhug- að félagsheimili stúdenta á svæðinu norðan Sturlugötu sunnan iþróttahúss háskólans. Fólkið hélzt við hjá bifreið inni, meðan hifreiðarstjórmn brauzt heim að Stóru-Þúfu, en þaðan símaði han-n eftir aðstoð. Var fólkið fíutt að Vegamótum um kvöldið, og þar gisti það í fyrrinótt. f gær var það flutt yfir Kerl- ingarskarð vestur i Stykkis- hólm á bifreið með drifi á öll um hjólum. [Þessa frásögn mega önnur blöð ekki nota sem frétta- heimild.] ■ ■ Fjölbreytt og fallegt jóla- blað Tímans er komið ót Jólablað Tímans er komið út fjölbreytt að efni, með fjölda mynda og vandað að frágangi. Blaðið verður selt á götum í dag, og eru sölubörn sem vilja taka blaðið beðin að koma í af greiðslu Tímans I dag. Til kaupenda verður jólablaðið borið skömmu fyrir jólin. Verð jólablaðsins er 6 kr. Kápa blaðsins er prentuð í tveim litum og á henni er falleg vetrarmynd frá Vest- mannaeyjum. Blaðið er um 60 síður að stærð og af efni þess má nefna þetta: Séra Sveinbjörn Högnason ritar jólahugleiðingu, Helgi Hjörv ar ritar minningu frá Hóla- hátíðinni í fjTra, Bernharð Stefánsson ritar stórfróð- lega og skemmtilega grein um æskuheimili Jónasar Hallgrímssonar. Þá er grein um Salzburg hina fögru og fornfrægu austurrísku borg eftir Andrés Kristjánsson. jj. 1 i í' i ! ■ ! jtil I | I •••*! ' Jólakvöld í Pasvík er bráð skemmtileg jólasaga eftir sænska skáldið Gustav Hedenvind Eriksson, þýdd af Leifi Hai'aldssyni. Ingólfur Davíðsson bregður sér aust- ur í Öræfi og lýsir þar yndis legum sumardögum. Hallur Símonarson ritar fróðlega grein fyrir íþróttaunnend- urna um tugþrautina og ger ir samanburð á gömlu og nýju stigatöflunni. Bókar- kafli er eftir danskan prest, þýddur af Haildóri Kristjáns syni. Rannveig Þorsteinsdótt ir lýsir dvöl við Hvalvatn. Ferð milli fjarða nefnist at hyglisverð frásögn eftir Stefaníu Sigurðardóftur. Karl Kristjánsson ritar grein um gildi íþrótta. Eitt ár í Paradís nefnst samásaga eft ir Antoníu. Guðni Þórðarson flytur lesendum frásögn og mynd- ir úr jökulríki Grænlands. Skemmtileg bamasaga með mörgum teiknimyndum er i um jólin' eins og endi’anær. Húsmæðrafundir Kaupféf. Arnesinga í gærkvöldi lauk binum ár- legu húsmæðrafundum Kaup- félags Árnesinga. Er þetta 4. árið, sem kaupfélagið gengst fyrir slíkum fundfum fyrir kon- ur úr öllum hreppum sýslunn- ar. Þessir fundir mega heita brautryðjendastarf innan sam- vinnusamtakanna. Að þessu sinni voru haldnar 7 samkomur í Hveragerði, á Stokkseyri, Laugai'vatni, Braut arholti á Skeiðum, Eyrarbakka, Félagslundi i Gaulverjabæ, og Selfossi. Á öllum fundunum var til- högunin þessi: Kaupfélagsstjórinn, Egill Thorarensen, flutti ávarp og stjórnaði samkomunni, Baldvin Þ. Kristjánsson, forstöðumað- ur Fræðsludeildar SÁJS. flutti stutta ræðu og sýndi kvikmynd ir, Kristmann Guðmundsson, rit höfundur las upp úr eigin skáld verkum. Að þessu loknu var sezt að sameiginlegri kaffi- drykkju í boði kaupféíagsins. Voru þar lesin kvæði og ræður fluttar, mikið sunglð og setíð í fagnaði fram á nótt. Húsmæðrafundi 6óttu nú sam tals á 9. hundrað manns, og (Framhald á 2. síðu.) Bifreiðastöðvarnar um hátíðirnar Bifreiðastjórar ákváðu í gær, að bifreiðastöðvar skuli að þessu sinni vera opnar til klukk an tíu á aðfangadagskvöld. Á jóladag verður opnað klukkan hálf-eitt, en síðan verður opið þar og að finna. Einar Frið; riksson frá Hafranesi lýsir jólunum heima í gamla daga. J~Zsi28lte& A gamlárskvöld verða stöðv- arnar opnar til klukkan tíu, en síðan opnað aftur á " ' ' '" klukkan hálf-eif4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.