Tíminn - 22.12.1951, Side 2

Tíminn - 22.12.1951, Side 2
2. TIMINN, laugardaginn 22. desember 1951. 291. bla'ð. til heiía t/fvorpið lÖtvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Upplestur úr nýjurn bók- um. Tónleikar. 22.00 Frétti rog veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). — 22.55 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? ÍGimskip: Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 19.12. frá Leith. Dettifoss fór :trá Reykjavík 18.12. til New Yórk. Goðafoss fór frá. Akur- eyri 20.12. til Akraness. Gull- íioss er i Reykjavík. Lagarfoss ::er frá Stykkishólmi í kvöld 21.12 til Reykjavíkur. Reykja- :ioss fór frá Osló 19.12. til Seykjavíkur. Selfoss fór frá Antwerpen 19.12. til Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 19.12. frá New Vork og Davisville. Ríkisskip: Hekla var á Þórshöfn í gær. Gsja er í Álaborg. Herðubreið er r Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyr ill er norðanlands. Ármann fór ::rá Reykjavík í gænnorgun til '/estmannaeyja. Sambandsskip: Hvassafell er í Reykjavík. „Arnarfell er í Hafnarfiröi. Jök- ulfell fór frá New York 19. þ. ,n., áleiðis til Reykjavíkur. Flugferðir fjoftleiðir: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar og Vest- nannaeyja. Á morgun verður 'logið til Vestmannaeyja. Árnað heilla Hjónabönd. Gefin verða saman í hjóna- oand í dag af séra Jóni Auðuns ungfrú Viktoría Kolbeinsdóttir og Jóhannes Markússon, flug- stjóri. Heimili þeirra verður á áóleyjargötu 21. Gefin verða saman í hjóna- oand á morgun af séra Jóni Auð uns ungfrú Annelise Jensen og Káare Brochmann sendisveit- arritari. Messur Vlessur á morgun: Ðómkirkjan. — Jólaguðsþjón ista barna á morgun, Þorláks- nessu klukkan 11. Séra Jón Auðuns. Laugarneskirkja. Barnaguðs- pjónusta á morgun klukkan 10, 15. Séra Garðar Svavarsson. Elliheimilið. Á morgun, Þor- áksmessu, samkoma, Guðlaug- jr Sigurðsson. Landakotskirkja. Þorláks- nessa klukkan 8,30 árdegis lág- rnessa, klukkan tíu árdegis. há- nessa. Engin síðdegisguðsþjón- osta. Reynivailaprestakall. Jóladagur, messa á Reyni- •/öllum, klukkan tvö. Annan dag jóla, messa í Saurbæ á Kjal arnesi, klukkan tvö. Séra Krist- ján Bjarnason. f r- Ur ýmsum áttum Norræn jól, félagsrit Norræna félagsins á íslandi XI. árgangur eru kom- :in út og er að þessu sinni mynda kver frá íslandi, sem hin nor- rænu félögin á Norðurlöndum munu hafa annazt um útgáfu á. Ólafur Gunnarsson hefir skrif að texta, en Bjarni Guðmundss. blaðafulltrúi skrifað stutt sögu legt yfirlit. Meginhluti bæk- lingsins, eða 68 blaðsíður eru myndir, en hvergi er þess get- iö hver hafi tekið þær. Vill komast í bréíasamband. Sænskur piltur 15 ára hefir skilfað Timanum og óskað eft- ir því að blaöið komi því á fram færi, að hann langi til að kom- ast í bréfasamband við ís- lenzkan pilt, eða stúlku, í Reykjavík, eða einhvers staðar á landinu. Hann segist hafa mestan áhuga á frímerkjasöfn un og teikningum. Hann getur skrifað á sænsku og ensku. Ut- anáskriftin er: Bengt Olof Hcr- man Kálde, Waksalagatan 27, Uppsala, Sverige. Leikfangahappdrættið í Austurstræti 6. í dag er síðasta tækifærið til að kaupa miða í Leikfangahapp drætti Heilsuhælissjóðs NFLl, því að sölu miða lýkur kl. 12 í kvöld. Missið ekki af tækifæri til að hreppa vinning í glæsi- legasta happdrætti sinnar teg- undar, sem efnt hefir verið til á íslandi. Vinningarnir verða afhentir á rnorgun, sunnudag kl. 1—7 e. h. og á aðfangadag kl. 10—12 f.h. í Austurstræti 6. Vinningar jólahappdrættis skáta 1951. Dregið var hjá borgarfógeta og komu upp þessi númer: 2004 gullarmband, 3122 kven- taska, 9453 ávaxtadiskur, 6453 borðlampi, 9793 ávaxtadiskur, 5005 Karla Magnúsarsaga, 4637 ávaxtadiskur, 8679 vegglampi, 7997 ávaxtadiskur, 1781 biblían í myndum, 3080 sjúkrakassi, 7600 barnaskíði, 8617 sjúkra- kassi, 2 kvenskátasögur Úlf- ljóts, 55 drengjabækur Úlfljóts, 4783 skátabækur Úlfljóts, 317 keramik vasi; 379 Norsk ævin- týri, 5221 keramik vasi, 442 keramik vasi. Leiðrétting. í blaðinu 1 gær var sagt, að brotizt hefði verið inn í búð Vinnufatagerðarinnar á Vestur götu 17 og stolið þar ljósmynda- vél. Það var ekki að öllu leyti rétt: Brotizt var inn í skrif- stofu Vinnufatagerðarinnar, en hún á enga búð í þessu húsi. Faxi, desemberhefti blaðs Mál- fundafélagsins Faxa í Kefla- vík er komið út í all myndar- legum búningi. Hefst það á kvæðinu Heilög jól eftir Hall- grím Th. Björnsson, Séra Ei- ríkur Brynjólfsson skrifar jóla hugleiðingu, prentuð er grein eftir Sigurbjörn Einarsson pró- fessor um Hallgrím Pétursson á Suðurnesjum, ýtarleg grein og merkileg. Þ. Halldórsson skrifar um Borgina í heiðinni. Aldrei hitt slæman mann, nefn ist grein eftir HSJ. Jólahug- leiðingar barna, Kvennasíoa, Úr flæðarmálinu og sittlivaö fl. Orða og myndabókin. í frásögn af útkomu nýstár- legrar barnabókar, þar senp börn unum er gert lestrarnámið létt ara með fallegum myndum, varð sú leiðinlega villa, að nafn bókarinnar brenglaðist. Hún heitir Orða og myndabókin. Bók in er nærri sextíu blaðsíður í stóru broti og prentuð í fjórum litum. Sarakomulag um tvö atriði í Panmunjom Undirnefnd vopnahlésnefnd- anna héldu fund í Panmunjom í gær og varð þá samkomulag um tvö ati'iði minni háttar varð andi vopnahléið. Skulu bardag- ar hætta innan sólarhrings frá því vopnahléssamningar hafa verið undirritaðir, og herstjórn S.Þ. fellst á að hverfa með her sinn frá eyjum úti fyrir strönd Kóreu norðan vopnahléslínunn ar. Ridgway hgrshöfðingi hefir enn hreyft þeirri málaleitan við kommúnista, að fulltrúar al- þjóðlega Rauða krossins fái að heimsækja fangabúðir Norður Kóreu, en konnnúnistar neita enn. Eftir athugun á fangaskrá norðurhersins þykir ljóst, að á hana vanti að minnsta kosti 1000 menn, sem herstjórn norð urhersins hafði tilkynnt í út- varpi, að hún hefði tekið til fanga. Bandaríkin hafa borið fram þá tillögu, að herstjórn S.Þ. verði heimilað að gera loftárás- ir á Mansjúríu og setja algert hafnbann á strönd Kína, ef svo skyldi fara, að vopnahlé yrði samið en konnnúnistar ryfu það síðan. Er litið á þetta sem aðvörun, svo að konunúnistar viti, hverju þeir mega búast við, ef þeir rjúfa gert vopnahlé, og reyna þannig að tryggja að það verði haldbetra en ella. Gerist áskrifenður að 3 imctnitm Askrlftivrsími 2339 Áminning til kaupenda utan Keykjavíkur er skuida enn blaff- gjald ársins 1951: Greiðið blaðgjaldið til næsta innheimtu- manns eöa beint til innheimtunnar fyrir lok þessa mánaðar. — Þeir kaupendur, er sendar hafa veriö póstkröfur til lúkningar á blaðgjaldi ársins 1951, eru mjög alvarlega áminntir um að innleysa þær þegar. ATHUGIÐ! Biaffið verður ekki sent þeim kaupendum á næsta ári, er eigi hafa lokiff aff greiffa blaffgjaldiff fyrir áramót. Innheimta TÍIVIANS ^óluLœh ur: Öld in okkar Minnisverð tíðindi 1901—50. — Nú eru síffustu for- vöð að eignast þetta sérstæffa og óvenjulega rit í heild.. Brúðkaupsferð til Paradísar Fróðleg og skemmtileg ferðabók Heyerdahl Á Kon-Tiki yfir Kyrrahaf Afburðarskemmtileg frásögn af djörfustu og sérkenni legustu rannsóknarför síðustu 50 ára. Heimsfræg bók. Yngvildur fögurkinn Hin umtalaða skáldsaga Sigurjóns Jónssonar | Sæluvika Sögur eftir Indriða G. Þorsteinsson. — Bók, sem spá ir höfundi sínum glæsilegum rithöfundarferli. Þegar hiartað ræður Heillandi skáldsaga eftir hinn víðfræga Slaughter Frúin á Gammsstöðum Rismikill og dramatískur róman eftir frægan og víð- lesinn höfund, John Knittel. Brúðarleit á Viðburðarík, spennandi og ævintýrarík skáldsaga, ♦ kjörbók allra karlmanna. t Ung og saklaus Rómantísk og heillandi ástaarsaga — bók alira ungra kvenna. Kennslubók í skák Tilvalin jólagjöf handa skákunnendum. Handa börrium og unglingum: Anna í Grænuhlíff Reykjavíkurbörn Ævintýrahöllin. Lífiff kallar Margt er sér til gamans gert j Músin Peres Músaferffin Sagan af honum Sólstaf Góð bók er bezta jólagjöfin! ;; tðMupnUútyá^aH - ýíuHHarútya'jfah ♦ ♦ 1 ♦ ♦ \ ♦ ♦ ❖ Pósthólf 561. Reykjavík. Sími 2923

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.