Tíminn - 22.12.1951, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, laugardaginn 22. desember 1951.
291. blað.
Æviniýri Tar/ans}
Spennandi ný amerísk frum|
skógamynd um Jungle Jim \
hinn ósigrandi.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
nmiiI3-.WIIIIIIIIIUHHIIIIIII -
NYJA BIO
Tónsnilliugurinn f
(My Gal Sal)
Bráðskemmtileg músik- i
mynd, full af dásamlegum i
gömlum og góðum lögum. |
Aðalhlutverkin syngur og |
dansar hin nafntogaða
Rita Hayworth
ásamt |
Victor Mature
og mörgum fleirum. f
Sýnd kl. 5, 7 og 9. |
BÆJARBÍÓl
- HAFNARFIRDI -
£
Anmingja
Sveinn litli
(Stakkels Iilla Sven)
Sprenghlægileg ný sænsk |
gamanmynd.
Aðalhlutverk leikur hinn \
óviðjafnlegi
s
Nils Poppe
Sýnd kl. 7 og 9.
Simi 9184. |
ismuimmmiimimimmiiiimiiiiEiimmmMMiMuiiini;
Austurbæjarbíó 1
Blóðský á liimni (
(Blood On The Sun)
M :
Anglýsingasiml
TÍMA^iS
er 81 308.
Útvarps viðgerðir j
Radlovinnnstofan j
LAUGAVEG 166
Bergur Jónsson 1
Málaflutningsskrifstofa 1
§
Laugaveg 65. Síml 5833 f
Heima: Vitastlg 14
dírujAsusujjoéljjAAJzl SeJlaJD
| Mesta slagsmálamynd, sem
| hér hefir verið sýnd.
James Cagney
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd ki. 7 og 9.
| ^^^^—___________
I Frumskógastiilkan |
I. hluti.
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f. h.
I TJARNARBfO
Atlanz Alar
| Hin stórfenglega brezka |
= kvikmynd í eðlilegum litum, 1
f byggð á sönnum viðburðum }
f úr síðasta stríði.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
[GAMLA BÍÓj
Handan við
mórinn
(High VValI)
| Hin afar spennandi mynd f
f með |
Robert Taylor
Audrey Totter
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
| Smámynclasafn f
i Úrvals myndir nýjar og gaml |
| ar.
| Popeye, Superman o. fl. I
Sýnd kl. 3 og 5. |
iHAFNARBÍOi
r E
| Kynslóðir koma I
f (Taproots)
f Ný amerísk stórmynd í eðli- f
f legum litum.
Susan Hayward
= Van Heflin
f Bönnuð börnum innan 14 f
I ára aldurs.
c E
Sýnd kl. 9.
Borgarljósin
(City Lights)
| Hin fræga gamanmynd með |
Charlie Chaplin
f Tækifæri til að fá sér hress- |
i andi Þorláksmessuhlátur. I
E s
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
TRIPOLI-BÍÓ
1 Iioimi jazzins
(Glamour Girl)
| Skemmtileg amerisk söngva
f og músíkmynd.
Virginia Gray
Susan Reed
I Gene Krupa og hljómsveit
| hans leika.
| Sýnd kl. 5, 7 og 9.
jELDURINNj
j gerir ekki boð á undan sér. i
'í i
| Þeir, sem eru hyggnlr, |
E E
i tryggja straz hjá
I I
| Samvinnutryggingum \
Athugasemd
Að gefnu tilefni viljum við'
vinsamlegast biðja yður að
birta eftirfarandi bréf, sem
verksmiðju vorri barst frá
borgarlækni:
Reykjavík, 30. nóv. 1951.
Sanitas h.f.,
Lindargötu 9,
Reykjavík.
Hinn 23. þ. m. var á vegum
heilbrigðiseftirlitsins i Reykja
vík tekið sýnishorn af sóda-
vatni i verksmiðju yðar.
Niðurstöður Atvinnudeildar
háskólans, sem framkvæmdi
mnnsóknina, hafa nú borist
skrifstofu minni og eru á
þessa leið:
„Ofangreint sýnishorn hef (
4r verið rannsakað, og hefir
ekkert blý í því fundist.“
Þetta tilkynnist yður hér
með.
f. h. borgarlæknis í Reykja-
vík
Halldór Oddsson.
Með þakklæti fyrir birting-
una, S. Waage.
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
16. DAGUR
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. síðu)
hvort vopnahlé næst eða ekki.
f Bandaríkjunum hefir gætt
nokkurra vonbrigða vegna þess,
að Churchill hefir fylgt sömu
stefnu í afstöðunni til Kína og
Attlee-stjórnin hafði markað.
Ræður þar sennilega mestu við-
horf Breta til Hong Kong og
Indlands. Hins vegar hafa Bret
ar talið viðhorf Bandaríkjanna
til olíudeilunnar í íran sér ó-
hollt á ýmsan hátt. Vafalaust
munu þeir Churchill og Truman
reyna að sameina sjónarmiðin
í þessum málum og öðrum vanda
málum Asíu.
Ólíkar vonir og spádómar.
Á fundi þeirra Churchills og
Trumans verða þannig rædd
mörg vandamál, þar sem afstaða
og viðhorf Breta og Bandaríkja
manna eru talsvert mismunandi.
Meðal kommúnista virðist ríkja
nokkur trú á það, að þessi á-
greiningur veröi ekki jafnaður.
Sennilegt er líka, að undir venju
legum kringumstæðum hefði
reynzt erfitt að jafna þennan
ágreining. En hinn sameiginlegi
ótti við yfirgang og vígbúnað
kommúnista mun hér koma til
hjálpar. Hann er lýðræðisþjóð-
unum hvatning um að reyna að
leggja ágreininginn til hliðar og
samræma sjónarmiðin. Ef kom
múnistum verður ekki að trú
sinni um fund þeirra Churchills
og Trumans,' geta þeir sennilega
kennt sjálfum sér mest um það,
að hún hefir ekki ræzt.
Meðal lýðræðisþjóðanna eru
yfirleitt bundnar miklar vonir
við fund þeirra Churchills og
Trumans. Sú skoðun virðist líka
ríkjandi, að Bandaríkjam. verði
tilhliðrunarsamari við Chur-
chill en Attlee, einkum þó þeir,
sem eru afturhaldssinnaðir. Þeir
óttast m. a., að jafnaðarmenn
komist aftur til valda í Bret-
landi, ef Churchill mistakist.
Við þetta bætist svo, að Chur-
chill nýtur mikillar vinsælda og
trausts í Bandaríkjunum, jafn-
vel ennþá meira en í heimalandi
sínu.
Amiast allar
tegundir raflagna
Viðhald raflagna.
Viðgerðir á heimilis-
tækjum og öðrum
rafvélum.
Raftækjavinnustofa
Siguroddur Magnússon
Urðarstíg 10.
Sími 80729.
„Það gerðir þú, ef þú kysir að gleðja okkur.“ 0
„Ég gleð sjálfan mig meö því að fara ekki lengra. Við þurfum
ekki fleira að ræða, Heini hafreki."
„Sé þá svo.“ Rödddin var mjúk eins og endranær. Þá kveðjumst
við hér, og ósk mín er sú. að árin lækni þau sár, sem sál þín hefir
hlotið.“
„Mín sár gróa ekki“ svaraði Brynjólfur heiftúðlega.
„Þigg blessun mína, Brynjólfur,“ sagði Heini lágt. „Guðs íriður
veri með þér.“
Brynjólfur svaraði. ekki. Þegar Kolbeinn ætlaði að rétta hon-
um höndina, sneri hann sér undan og gekk upp stíginn. Kolbeinn
stundi þungan og héft á eftir Heina. Nokkrum sinnum leit hann
um öxl, en Brynjólfur var horfinn heim að bænum.
Litlu síðar sigldu bátárnir þrír út Andafjörðinn. Þyrping karl-
manna, kvenna og barna stóð enn á bryggjunni. Konurnar tár-
felldu. Heini stóð við stýri, hoknari en endranær, en á Gyrðu
sáust engin torkennf. Henni var þetta fagnaðarstund, og hún
yppti aðeins öxlum við tárum kvennanna.
Magnús var fálátur. Skyndilega þreif hann í handlegginn á
Jóni og benti upp á hamrabrúnina. Uppi á höfðanum stóð maður,
sem starði niður til þeirra. Þetta var Brynjólfur.
Magnús kreppti hnéfann og ætlaði að spretta á fætur, en Jón
þreif í stakk hans. Þegar báturinn var kominn undir höfðann,
gall við hæðnisleg rödd Brynjólfs:
„Magnús — hugleýsinginn! Ég heiti því, að við hittumst síðar.
Og góða ferð!“
Magnús hratt Jóni bróður sínum frá sér, svo að hann féll við.
Titrandi af reiði hóf h'ann krepptan hnefann á loft og skók hann
á móti manninum uppi á höfðanum. Heiftþrungin rödd hans
barst út yfir fjörðinn:
„Ég heiti því, Brynjólfur Þórisson, að þig skal iðra þeirra end-
urfunda."
Heini skipaði mönnum sínum að herða róðurinn. Skrið bátsins
jókst, en á eftir þeinl hljómaði hatursfull rödd Brynjólfs:
„Bölvun hvíli yfir þér, Magnús Heinason! Ævarandi bölvun
fylgi þér hvert þitt 'spor....“
FIMMTI KAFLI.
Næstu tvö ár vorú lítt að skapi Magnúsar Heinasonar. Jón var
sendur í lærðan skóla til þess að ljúka þar námi sínu, en Magnús
bjó í prófastshúsinu i Osló, þar sem Gyrða drottnaði með venju-
legri stjórnsemi og, strangleik. Áður hafði hún talað margt um
framtíð hans í Noregi, en nú var sem engu þyrfti að hraða. Hún
vildi ekki, að hann færi að heiman, og honum sárleiddist pall-
vistin. Stundum var Kolbeinn honum þó til skemmtunar, en oft-
ar var hann þó eiiin síns liðs. Heini hafreki átti annríkt við
kirkjuleg embættistörf, svo að hann haföi fáar stundir aflögu
til þess að rækja uþpeldi sona sinna, og honum varð ekki svo
fljótt sem skyldi ljóst, að of mikið iðjuleysi var ekki sem hollast
fyrir Magnús. Fólk -í bænuin dylgjaði um hina ungu slæpingja,
sem óðu uppi með hnefann á lofti, hópuðust saman til drykkju-
gilda og áttu í illdeilum og jafnvel blóöugum bardögum við far-
mennina, sem tóku, höfn í Víkinni. Magnús varð brátt sá, sem
forustu hafði um verstu óspektirnar, þótt hann hefði líka stund-
um hemil á félögum sínum — til’dæmis er tveir þeirra vildu fá
hann til þess að steía óvígðu víni úr kjallara prófastsins. Magnús
varpaði þeim báðum á höfuðið í Akurelfi, og það var með naum-
indum, að þeim varð bjargað, áður en þeir drukknuðu.
Loks barst orðasveimurinn Heina til eyrna, og þá réð hann af
að senda Magnús að heiman. Bróðir hans frá Björgvin kom um
þessar mundir í kýnnisför til Oslóar. Einar Jónsson var ríkur
kaupmaður í hinum mikla verzlunarbæ, og naut þar mikils álits.
Heini vildi láta hartn kenna Magnúsi kaupmennsku. Kaupmann-
inum leizt allvel á bróðurson sinn, en Gyrða lagðist gegn þessari
ráðagerð. Henni fannst það óhæfa, að Magnús yrði sendur brott
frá Osló, og sem endranær kom hún sinu fram. Einar Jónsson fór
einn heim til Björgvinjar.Sjálfan langaði Magnús ekki til þess
að gerast kaupmaður. Það var sjórinn, sem heillaði hann. Hann
kærði sig ekki um ,aö velta tjörutunnum og mæla timburstokka.
Svo bárust mikil itíðindi til Oslóar. Orörómur hafði verið uppi
um yfirvofandi strið milli Svía og Dana og Norðmanna, en nú
sögðu farmenn, sem komu til Oslóar, að mikil sjóorrusta hefði
orðið við Borgundárhólm. Þar höfðu Danir lotið í lægra haldi —
og ef orðrómurinn hafði við rök að styðjast, var danski sjóliðs-
foringinn Jakob Brockenhuus fangi Svía!
Á heimili prófastsins fengu þessi voveiflegu tíðindi ekki meira
á neinn en Gyrðu. Ryddust Svíarnir inn í Noreg, var Víkin í
mestri hættu. Ekkert var liklegra en Osló félli í hendur þeim.
Gyrða féllst skyndilega á þá tillögu prófastsins, að Magnús yrði
sendur til Björgvinjar. Heini furðaði sig mjög á þessum snöggu
sinnaskiptum en lét tækifærið ekki ganga sér úr greipum. Fjór-
um dögum síðar létu þeir Magnús og Kolbeinn gamli úr höfn með
vel vopnuðu kaupskipi. Magnús sá foreldra sína aldrei framar,
Það var um miðján sólmánuð, er Krían sigldi inn Björgvinjar-
vog. Vindinn hafði lægt, og seglin héngu slöpp við siglutrén þrjú,
er skipið sveigði fyrir kastalann. Magnús og Kolbeinn stóðu á
siglupalli og virtu - fyrir sér víggirtán bæinn. Á bakborða risu
hinir miklu múrar virkisins úr sjó upp, og úr kastalanum mátti
efalaust verja bæinn hveíjum óvini, sem hætti sér inn á voginn,
hina góðu og tryggu höfn Björgvinjar. Það var verið að treysta
virkin um þessar mxmdii'. utan á turnin’um voru trépallar miklir,
og þar voru að starfi að minnsta kosti tvær tylftir múrara og
kalkslagara, sem ekki virtust stærri en maurar, séð' neðan af
höfninni. Lénshen’ann í Björgvinjarhúsi, Éiríkur Rósenkranz,