Tíminn - 28.12.1951, Page 1
Ritstjórl:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur 1 Edduhtisi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðsh Imi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 28. desember 1951.
294. blað.
Rætt við aðra fjölskylduna úr Málmey
Skipverji drukknar af
Júli á leið til hafnar
Á jóladag var tcgarinn Júlí frá Hafnarfirði staddur 80—99
sjómílur út af Garðskaga á leið ti! Hafnarfjarðar. Reið þá sjó-
hnútur yfir þilfar skipsins, þar sem menn voru að vinnu, og tók
einn þeirra, iVlarteiii Jónsson, Hverfisgötu 48 í Hafnarfirði, út.
Jólaannríkinu nær lokið, börnin
tíu við útvarpið, er eldurinn
gaus upp úr kjallara hússins
Marteini skaut snöggvast upp,
en björgun varð ekki við komið,1
og hvarf hann síðan að andar- ,
taki liðnu. Veður var þó ekki
sérlega vont, er þetta gerðist.
Marteinn var 21 árs að aldri,
ókvæntur, en lætur eftir sig eitt;
barn og foreldra.
Mynd þessi var tekin á Þorláksmessu í Reykjavik, skömmu eítir að fjölskylda Erlendar Erlends-
sonar úr Málmey kom til Reykjavikur. Talið frá vinstri: Sævar 5 ára, Hannes 2 ára, Erlendur 1 f 1 v
árs, Þuríður 4 ára, Ólafur 8 ára og Garðar 9 ára, auk hjónanna Sigríðar Hannesdóttur og Erlendar Hfpnnt]] QTfoVPH-
Erlendsscnar. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). aiLai\aVL,U
ur við Grænland
og sneru við
Togararnir Bjarni riddari
og Askur fóru af stað til
Grænlands fyrir röskri
viku, en þegar þeir voru
komnir vestur fyrir Hvarf,
skall á þá aftakaveður, stór
liríð og ferlegur sjór. Er þeir
áttu ófarnar rúmár 35 sjómíl
ur á veiðisvæðiö, sneru þeir
við. Fcngu þeir á sig sjóa, og
brotnaði hvalbakurinn á
Bjarna riddara. Komust þeir
sem frammi í voru, ekki yf-
ir þilfarið í 36 klukkutíma og
fengu livorki þurrt né vott
allan þann tíma.
Bjarni riddari kom til
Hafnarfjarðar á aðfanga-
dag, réttum átta dögum eft-
ir brottförina, en Askur hélt
beint á halamið.
Bruninn í Málme', hrakningar hinna barnmörgu fjölskyldna
og hin framúrskarandi vasklega framganga björgunarsveitarinn-
ar úr Siglufirði hefir valcið óskipta athygli allra landsmanna.
Blaðamaður frá Tímanum hefir því rætt við þau hjónin úr
Málmey, er suður komu, Erlend Erlendsson og frú Sígríði Hannes-
dóttur.
var, áður en hann yfirgaf hiö
brennandi hús.
Jakob vinnumaður fór út
og bjargaði þremur kúm og
nauíi í fjósi, áföstu við íbúð-
Húsmæöurnar í Málmey
voru önnum kafnar að undir-
búa jólahátíðina og börnin
tíu sátu inni í stofu og voru
að hiusta á útvarpssögu barn
anna.
arhúsið, en bað brann einnig
burða i milli. Allt gerði fólkið ti1 kaldra kola.
sér ljósa hættuna og að húsið ' Erlendur bóndi sneri sér
myndi brenna upp, þar sem liins vegar að því að búvga
um gamalt og þurrt timbur
Fann sviðalykt.
— Ég var eiginlega búin að
ljúka af mesta jólaundirbún-
ingnum, sagði frú Sigríður.
Var ég að strjúka lín með
heitu járni, en hin húsmóð-
irln, frú Guðbjörg Þórhalls-
dóttir, var að útbúa kvöld-
matinn. Þormóður Guðlaugs-
son, annar bændanna, var í
stofu hjá börnunum, en Er-
lendur, bóndi minn, var á-
samt Jakobi Sigurðssyni
vinnumanni að mála for-
stofu.
— Ég fann þá allt í einu
lykt af sviðnandi spýtum, seg
ir frú Sigríður. Hafði ég orö
á þessu við Guðbjörgu, og fór
hún þá að aðgæta, hvort börn
in hefðu látið spýtur á elda-
vélina, en svo var ekki. Opn-
aði húri þá hiera ofan í kjall-
ara og skipti það þá engum
togum, að þar gaus reykur >
upp, enda allt orðið fnllt af.
reyk niðri.
Erlendur ætlaði þá niður í j
kjallara og aðgæta, hvað ylli
revknum, en hann komst
ekki lengra en í stigaopið, því
að þá mættu honum eldtung-
urriar út úr herberginu í kjall
aranum, þar sem rafmótorinn
var.
Björgunarstarf
heimilisfólksins.
Varð nú skammt stórra at-
hús var að ræða. Skiptu karl
mennirnir með sér verkum.
Þormóður fór upp á efri hæð-
ina, þar sem öll svefnher-
bergin voru og þar með öll
sængurföt og almennur fatn-
aður. Tókst honum að varpa
út um glugga nokkrum sæng
um, sem urðu til mikillar
hjálpar hina köldu nótt, sem
framundan var. Auk þess gat
Þormóður náð með neyðar-
'kaili frá talstöðinni til Siglu-
iíjaröar og tilkynnt þangað i
istuttu máli, hvernig komið
1 konum. og hörnum út úr elds-
voðanum. Vildi svo vel tii eins
(Framhald á 7. síðu)
Ávextirnir komust
ekki á norðurhafnir
Frá fréttaritara Tímans
Bátarnir, sem áttu að
flytja ávexti á Húnaflóahafn
ir og aðrar norðurhafnir, skip
uðu þeim upp hér í ísafirði,
þar eð ófært var fyrir Horn
vegna veðurs. Var hvassviðri
mikið fyrir jólin og stórhríð
alla jóladagana. Eru nú komn
ir miklir skaflar á göturnar.
Báðir ísfirzku togararnir,
Sólborg og ísborg. voru i höfn
um jólin, svo að skipverjar
gátu verið á heimilum sínunn
Súðavíkurbátur sekkur
við Langeyrarbrygg|u
Einkafrétt til Tímans.
1 gærmorgun var komiö að vélbátnum Sæfara frá Siiðavík
sokknum við bryggju á Langeyri í Álftaíirði. Sæfarinn er 35 lestir
að strerð, eisrn hltitafélagsins Andvara, og annar tveggja báta,
sem eru í eign Súö'víkinga.
| vatn renna af vélinni, en af
misgáningi mun hafa verið’ skrúf
að frá botnkrana, svo að sjór
liefir náð aS renna inn, unz bát
inn fyllti, svo að hann sökk.
Var færður á aðfangadag.
Á aðfangadag hafði báturinn
verið færður frá Súðavík inn að
bryggjunni við Langeyri, þar
sem átti að geyma hann um j
jólahátíðina. En er farið var að Bagalegt áfall.
vitja hans að jólahelginni lið
inni, var hann sokkinn.
svína og hundr-
uð hænsna brenna inni
Á jóladagsmorgun kom eldur upp í gripahúsum að Bjargi
á Seltjarnarnesi, þar sem ísalc Vilhjálmsson býr. Brunnu
þar skúrbyggingar, 30—40 metra Iangar, og inni í þeim yfir
sextíu svín og þrjú hundruð hænsni.
| Slökkviliðiö 1 Reykjavík
var kvatt á vettvang nokkru
fyrir klukkan ellefu um morg
uninn, og var eldurinn orð-
inn magnaður og húsin full
af reyk, er það kom á vett-
vang. Þaö tólcst þó að bjarga
út yfir fjörutíu svínum, en að
staða var erfiö, því að svínin
voru í stíum, hverri inn af
annarri, og varð ógreitt að
koma þeim út. Sum af svín-
r um þeim, sem út varð komið,
• voru þó svo langt leidd af
reykeitrun, að þau drápust.
Orsökin mistök.
Orsök þess, að báturinn sökk
eru talin mistök. Átti-að láta
Þetta er bagalegt áfall fyrir
Súðvíkinga, sem aðeins eiga tvo
báta. Er talið, að það muni taka
mánaðartíma að koma bátnum
í það lag, að hann verði sjófær
talinn.
Kviknaði út frá
þvottahúspotti.
Eldurinn kom upp út frá
pvottahúspotti, sem notaöur
hefir verið tvö undanfarin
ár til þess að sjóða í mat
handa svinunum. Menn þeir,
sem unnu að hirðingu svín-
anna, höfðu brugðiö sér inn
til þess að drekka kaffi með-
(Framhald á 7. siðu)
Maður barinn
til óbóta
Piltur, sem seldi aðgöngumiða
á skemmtun hjá Heimdalli i
fyrrakvöld, lenti í ærið hörðu.
Var svo mikil eftirspurn eftir
aðgöngumiöum á skemmtunina,
að ekki var hægt að fullnægja
henni. Þegar miðasölunni var
lokið, hélt pilturinn brott úr
Sjálfstæðishúsinu og ætlaði
heim til sín.
En er hann var kominn út
á Austurvöll, var veitzt að hon-
um af mönnum, sem heimtuðu
aðgöngumiða. Réðst einn, sem
taldi sig hafa verið svikinn um
aðgöngumiða á hann, og barði
hann hvað eftir annað í andlit
ið. Vildi til, að lögregluþjón bar
að, og tók hann óeirðarmann-
inn og fór með hann í lögreglu
stöðina.
Alvarleg stúdenta-
iippþot í Kaíró í gær
Lögreglan i Kairó átti í gær
í tveggja stunda harðri viður-
eign við rúmlega þúsund stú-
denta, sem reyndu að fara
mótmælakröfugöngu gegn
Bretum í Kairó. Mannfjöld-
mn ætlaði að stefna til hallar
Farúks konungs, er lögreglan
skarst í leikinn. Brutust stú-
dentar þó í gegnum raðir lög-
reglunnar, en hún tók til þess
ráðs að skióta yfir höfuð þeim
og kasta táragassprengjum.
Særöust nokkrir menn í þess-
um ryskingum og allmargir
voru teknir fastir. Háskólan-
um í Kairó hefii\verið lokað
svo og flestu möðrum æðri
skólum í Kairó og Alexandríu.
Sir Bryan Roberts yfirmað-
ur herafla Bret avið Súes er
nú kominn til London, þar
sem hann mun ræða við
Churchill og Slim, formann
herforingjaráðsins um ástand
ið í Egyptalandi.