Tíminn - 28.12.1951, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, föstudaginn 28. desember 1951.
294. blaff.
Prestakallaraálið og Daníel
Ég er nýkominn heim úr
vikuferðalagi til höfuöborgar
innar. Er ég var heimkominn,
las ég grein í Tímanum eftir
Daníel Ágústínusson um
prestakallamálið. Grein þessi
og ennfremur umræður um'
nefnt mál, er ég hlust- j
aöi á í efri deild Alþingis,1
gefur mér tilefni til aö leggja
þarna nokkur orð í belg. •
Ég hef þekkt Daníel Ágúst-'
ínusson að mörgu góöu frá
því aö viö kynntumst fyrst
sem ungmennafélagar fyrir
14 árum, og þó aö stundum
kunni að hafa á milli borið,
þá heföi ég tæpast trúað því,
heföi ég ekki séð það meö eig- j
in augum, að hann mundi
skrifa slíka grein, er hér um
ræöir. Ég held að viðhorfin í
íslenzku þjóðlífi séu yfirleitt
þau, að flest sé nauðsynlegra
að taka sér fyrir hendur í
ræðu eða á ritvelli, heldur en1
að gera aðsúg að prestastétt
landsins, en það finnst mérj
Daníel gera í umgetinni grein.'
Daníel virðist hálfhneyksl- j
aður yfir þvi að starfsmenn
íslenzku þjóðkirkjunnar skuli
hafa unað illa þeim laga-!
breytingum, er gerðar voru á'
s.l. vetri á prestakallaskipun
landsins. Ég ætla mér ekki að
fara mikið út í þann ágrein-
ing, sem átt hefir sér stað hjá
opinberum aðilum um þetta
mál, en«margar staðreyndir í
sambandi við málið, bæöi í
fyrra og nú benda á, að nokk-
uð fljótfærnislega hafi verið
á málum haldið, er presta-
kallalögin voru samþykkt á
s.l. vetri.
Það gengur sem „rauður
þráður“ gegnum grein Daníels
að prestarnir í hinum dreifðu
byggðum séu of margir og að
þá skorti verkefni til að full-
nægja starfsþrá sinni. Og til
þess að deyja ekki úr leiðind-
um leiti þeir að störfum utan j
síns verkahrings. Tekur hann!
þar dæmi af 8 prestum í Hall-
grímsdeild Prestafélags ís- j
lands. í þessu sambandi vildi ^
ég benda á þetta: Við búum
enn í lítt numdu landi. Út um
dreifar byggðir þess er fólk,
sem berst ótrauðri baráttu j
við einskonar landnám og við,
að efla menningu byggðannaj
á ótal mörgum sviðum. —j
Mundi vera vanþörf á að í.
slíkum byggðum væru nokk-1
uð víða, menn, -sem hefðu
hæfileika, menntun og lífs-!
skilyrði til að taka að sér for-
ustu í uppbyggingu menning-
arlegra verðmæta umhverfis
síns. Á flestum prestsetrum
landsins hafa prestarnir að-
gang að myndarlegum ábýlis-
jörðum með góðum kjörum.
Mundi það vera alveg þýðing-
arlaust fyrir hina hagnýtu
menningu íslenzkra sveita, ef j
að þessar jarðir væru allar '
setnar með rausn og prýði og
að góð lífsskilyröi ábúandans'
væru notuð á þann veg, að |
ábýli hans væri til fyrirmynd j
ar? Væri slík starfsemi ekki í
fullu samræmi við aðalstarf
prestsins og í orðins fyllstu
merkingu innan hans verka-
hrings? Svo kemur aðalstarf-
ið: Guðsþjónusturnar, lögboð
in aukaverk, félagsmenning-
in, gleðistundirnar, heimilin,
börnin og gamalmennin. Nei,
sannleikurinn er sá, að sveita
presturinn, sé hann starfi
starfi sínu vaxinn, sér ekki
fram úr því, sem hann hefir
að gera, því að á hann er
vægðarlaust kallaö til starfa,
Eftlr Goir Sfg'iirðsson, Skcrðingsstöðum
ýmist í hinum daglega veru- skrifi undir áskorun um að
leika eða „utan og ofan við“,leggja ekki niður prestaköll í
hann — í heimi hugsananna. j dreifbýlinu. Dæmalaust eru
Og verkefnin eru óþrjótandi ’ undirskriftaplöggin allt í einu
fyrir þann, sem er frjór í oröin mikill þyrnir í augum
hugsun og vill starfa. í minni þínum Daníel? — „Öðruvísi
sveit blasa verkefnin við öll- mér áður brá.“
um og fólkið er önnum kafið En það vantar ekki ráð-
árið um kring, þó efast ég um,! ieggingarnar um það, hvað
að þeir séu margir, sem leggja átt hefð'i að gera. Það átti að
fram víðtækari starfsorku biðja um dráttarvél fyrir
hugar og handar, heldur en! prestlaunin!
sóknarpresturinn og er hann| „Gjafir eru yður gefnar“
þó félagi í Hallgrímsdeildinni,1 stendur einhvers staðar. Vill
þótt ekki sé hann einn af, ekki Daníel biðja Pál Zóphóní
þessum átta.
Daníel færir það prestun
asson að flytja þingsályktun-
artillögu um það á næsta
um og starfsemi kirkjunnar þingi, að atkvæðagreiðsla fari
til hnekkis að hún sé ekki fram um það i hinum af-,
nógu lífræn og að því er virð- ! skekktari byggðum landsins,,
ist eftir andanum í orðum|hvort að menn þar vilji ekki
hans á eftir tímanum. Er.setja prestinn sinn fyrir
hann svo blindur, að hann' dráttarvél?
sjái ekki t. d. þá lífrænu þró- | Þa® eru allmörg ár síðan
un, er átt hefir sér stað á skrifað var um það, að allir,
undanförnum árum á vegum, lmidsmenn fengju rafmagnl
þjóðkirkjunnar, undir forustu me® sömu kjörum, hvar sem
hins þróttmikla og vinsæla|Þeir bygS3u a landinu. Það
biskups hennar, sem alls stað j hefir verið hljótt um þá hug- ,
ar er vakandi á veröinum? sjÞn síöan, þar til nú að
Hafi hann ekki komið auga á
þetta tel ég vafasamt að hann
sé fær um að ganga fram á
ritvöllinn með kirkjunnar mál
til meðferðar.
Daníel lætur ljós sitt skína í
nýrri mynd, að skipta á prest- 1
inum og rafmagninu.
Hver sá meðalgreindur
maður, sem er þeirrar skoð-'
Daníel segir, að prestarnir,unar, að Þaö sé nokkurs virði
hafi áður verið kennarar og
leiðtogar fólksins í margvís-
legri félags- og framfarabar-
áttu. Hvað er því til fyrir-
stöðu, að svo geti verið enn?
Hvers vegna var samband
prestanna við kennslumálin
rofið? Og væri ekki athugandi
fyrir þá, sem með uppeldis-
málin fjalla, hvort ekki væri
hægt aö treysta þetta sam-
band á ný? — Ég heyrði einn
fyrir þjóðfélagið, að nokkur
hluti þjóðarinnar haldi á-j
fram að búa út um sveitir
landsins, hann skilur að
bændur og búaliðar eiga rétt
til að fá vélar til að rækta1
jörðina, að þeir eiga rétt til
að fá rafmagn með sömu kjör
um og annað fólk í landinu
og að þeir eiga rétt til að fá!
að hafa prestinn sinn í friði.
Daníel vill fækka prestum
þingmanninn halda því fram í sveitum, en hann vill ekki
í ræðu, sem annars var hóg-jfjölga þeim í Reykjavík og
vær og rökföst, að prestana kemur með þá nýstárlegu
vantaði marga tæknilega kenningu, að prestarnir í
kennaramenntun til aö geta Reykjavík hafi ekki nóg að
tekið að sér barnakennslu. Ég' starfa. Hingað til hefi ég
held að flestum prestum væri heyrt, að prestar í Reykjavík
ekki ofvaxið að afla sér kenn ’ væru ofhlaðnir störfum. |
araprófs, ef það stæði í veg- | Síðastliðinn sunnudag var
inum. En í þessu sambandi ég við messu kl. 11 hjá einum
vildi ég geta þess, að ég álít'af prestunum í Reykjavík. Kl.1
að kristindómsfræðslan ætti hálf tvö hélt hann barnaguðs
að öllu leiti að vera í hönd-! þjónustu og kl. hálf þrjú var
um prestanna og strangt eft- j hann mættur á fundi, þar
irlit með því að þaö starf sé sem framfaramál kirkju hans
rækt svo sem vera ber. I voru rædd. Ætli þetta sé eins
Það er athyglisvert, að fjór- dæmi um annríki hans og
ir af þeim prestum í Hall- 'j stéttarbræðra, hans í Reykja-
grímsdeild, sem Daníel telur- vík?
lifandi staðfestingu á rökum ■ ES held, að það sem hefði
sínum fyrir fækkun presta,
þeir stunda kennslu. —
Á að skilja þessa rökfærslu
Daníels á þann veg, að prest-
ar eigi ekki að koma nálægt
kennslu eða uppeldismálum?
— Þeirra verkahringur sé að-
eins örfáar messur á ári og
lögboðin prestsverk í nógu
stórum prestaköllum? Ef svo
er, þá er mikið djúp á milli
okkar skoðana í þeim efnum.
átt að gera, hefði verið að
fjölga prestum í Reykjavík,
en láta önnur prestáköll
halda sér að mestu og mæta
þannig vaxandi þátttöku og
áhuga í guðfræðinámi með
því að efla hina ungu guð-
fræðinema til jákvæðra
starfa á vegum þjóðkirkjunn-
ar víðsvegar um landið.
Ég hefi enga trú á, að neitt
verulegt fáist út úr þessu
Mér finnst skörin fara að j rokki meö Pi’estaköilin. Hér í
færast upp í bekkinn, þegar j Dalapi’ófastsdæmi hefir eng-
Daníel fer að minnast á in veruleg breyting orðið og
Stéttarsamband bænda í
þessu sambandi. Á aðalfund
Stéttarsamb. bænda koma
menn úr öllum héruðum
landsins sem leg-gja á sig
langt ferðalag um hábjarg-
ræðistímann til að vinna að
málum stéttar sinnar og
halda á rétti hennar. Það
gengur ósvífni næst að
stimpla þessa valinkunnu
sæmdarmenn með því, aö þeir
séu „leiksoppar í áróðursneti,“
þótt þeir af frjálsum vilja
sízt til bóta. Prestaköllin eru
þrjú eins og áður. Garpsdalur
tekinn út úr prófastsdæminu,
en Breiðabólstaður látinn
koma í staðinn og smávægi-
legar tilfærslur vegna þess.
Þegar ég las grein Daníels
um prestakallamálið, þá vakn
aði ósjálfrátt hjá mér þessi
spurning: Fyrir hvern er
hann að skrifa þessa grein?
Er hann að skrifa hana fyrir
flokkinn sinn, sem hefir lýst
(Framhald á 5. síðu)
Eftir að Jólablaðið fór í prent
un bárust mér svohljóöandi jóla
þankar frá séra Ragnari Ófeigs-
syni í Fellsmúla:
„Ég veit ekki betur en að ég
hafi fyrstur manna komið með
sennilega skýringu á orðinu jól.
í greinarkorni í Tímanum (1950)
setti ég orðið í samband við
forna næturheitið njóla eða
njól. Þóttist ég finna skýring-
una, er ég las þessa vísu í Al-
víssmálum (í Sæmundar Eddu):
„Nótt heitir með mönnum, en
Njól með goðum, kalla grímu
ginregin, óljós jötnar, álfar
svefngaman, kalla dvergar
draum njörun.“
Hér eru talin heiti næturinn-
ar á skemmtilegan hátt i máli
manna, goða og annarra kynja-
vera. Þykir mér sem jól merki
helga nótt — þ.e. nótt á máli
helgra goða!
Björn Gunnlaugsson, merk-
ur stærðfræðingur og trúmaður
rnikill, hefir látið eftir sig tvo
minnisvarða, ef svo má segja:
Annar þeirra er uppdráttur ís-
lands, voldugt verk, unnið fyr-
ir ótrúlega lítið fé. Hinn er skáld
ritið Njóla, þ.e. nótt, ljóð trúar-
legs efnis, stirð kveðin, en há-
leit að efni. Reynir vitringur-
inn og guðsbarnið í þessu ljóði
að ráða rúnir stjörnuhimins og
dregur af þeim ályktanir um
„alheimsáformið“, eða vilja og
lögmál guðs. Er allt Njólukvæði
þrungið af lotningu fyrir guði
og sannri auðmýkt þess anda,
sem skynjar guðs dýrð og finn-
ur áhrifin inn að innstu hjarta-
taugum. Ég stilli mig ekki um
að hafa hér yfir örfá vers úr
inngangi rits hans:
„Meistari himna mikli þó,
mig þinn andi hneigi,’
svo hugurinn nokkuð hugsa nú,
um hátign þína megi.
Nú er fögur næturstund,
nú ber skrautið frána,
þakið bláa, er þandi mund,
þín yfir höllu mána.
Lít ég sveima hæða hyl,
herinn alskínandi,
því vill hefjast hæða til,
hugurinn lofsyngjandi.
Himinkóra háan söng,
hann vill taka undir,
en þess lítil eru föng,
aftra bernsku stundir.
Meðan þessi æfin er,
eins og barn vér hjölum,
æðra mál þú ætlar mér,
uppi í dýrðarsölum.
Hvílík tign er þessi þrá,
þig sem föður eiga.
Hvílik von þig síðar sjá,
með sælli gleði mega.
Þig að sjá um eilíf ár,
æ, þá von sem hrekur,
grimma sorg en gleði tár,
geislum hvarma vekur.
Ó, þú gríma, Njóla, nótt,
nótt um loft alstirnda,
skuggsjá þú, sem sxipar drótt,
skaparans dýrð ímynda."
Njóluhöfundur lítur á hverja
fagra nótt, — heiðskíra, stjörn-
um lýsta — sem helga nótt —
jólanótt.
Ég myndi vera fús að skrifta
fyrir góðum vini og játa margar
veilur í fari mínu, meðal ann-
ars skort á viti, og sérstaklega
á lífsvizku. Ein er sú veila, sem
ætíð fylgir mér, að bregða þeim
mönnum um heimsku, sem ef-
ast um tilveru guðs, hins mikla
lífs- og tilveruhöfundar. Einu
gildir mig, hvort slíkur maður
er, óvalinn götudrengur, eða
stjarnfræðingur — heimspeking
ur eða eitthvað ennþá stærra. —
Ef höfundur Njólu eða ég að
prestahætti tækjum að vitna
um guð og dýrö hans (auðvitaö
eins og börn, er hjala) og ein-
hver vantrúarmaður (þ.e. á til-
v'eru guðs) gengi út og hristi höf
uðið, myndi ég gera orð Bal-
fours lávarðar að mínum orðum,
en þau voru á þessa leið: „Ég
sé að hinn 'göfugi lávarður
hristir höfuðið og ég er glaður
að heyra það!! Heimsku kvarn-
irnar hringla! Svona er þá mitt
skriftamál. Kvæði án höfundar,
margbrotið sigurverk eða hljóð-
færi„ án smiðs og snilli hans,
hvílík firra!
Kristin jól eru helguð aust-
rænum manni, Jesú frá Nazaret,
Gyðing að þjóðerni. Greinilega
er hann í flokki hinna svo-
nefndu spámanna eða sjáenda,
en þeir voru óvenjulega margir
meðal hinna fámennu Gyðinga.
En svo bætist eitthvað við eðli
hans, sem er óskýrt enn í dag.
Sjálfur nefndi hann sig manns-
son eða mannsins son. Læri-
sveinar hans nefndu hann guðs
son. Sannasta nafnið á honum
er líklega guðsmaffur. Mannleg
vera, sem Ijós guðdómleikans
ljómar frá — en annars verður
tæplega lýst eða skilið, hvernig
hið mannlega og guðlega er sam
anofið. Erfitt er líka að lýsa
dýrð hinnar, helgu, undur-
fögru nætur — hinni heiðu jóla
nótt. Hún verður að skynjast af
viðkvæmri sál. Eitt finnst mér
víst: '
Alheimsáformiff er það, að
hefja lífið upp frá myrkri til
ljóss, til sálræns þroska! Til
hvers er hin kalda jökladýrð —
ef ekkert mannlegt auga, engin
sál getur skynjað. Um þetta
dreymir líka'æskumann hverr-
ar kynslóðar — að verða að.
manni, að njóta kærleika, en
skilningurinn er oft sljór á þeim
árum fyrir því meginmáli, að
sálin eða innri maðurinn verð-
ur að þroskast til þess að geta
notið dýrðar tilverunnar.
Annars lifir maffur eins og
litblindur maður á töfrafegurð
tilverunnar, eins og heyrnar-
sljór á fegurð hinnar æðstu tón
listar. Jesús, maðurinn frá Naz-
aret, sem um þetta leyti er tíð-
rætt um sem „jólabarnið" —
segir og í sinni kenningu — að
andi drottins sé yfir sér og að
hann sé smurður til að boða fá-
tækum fagnaðarerindi — til að
gefa blindum sýn, heyrnarsljó-
um heyrn, og til þess að vekja
dauða frá dauða innri ógæfu. —
Og loks er það hans kenning, að
nóttin sé njóla, heilög nótt, tím
inn allur heilagur — tækifæri
til að komast nær guði — kom-
ast nær honum með því að
hlynna að jólunum í sjálfum
sér, guðsríkinu innst í hjart-
anu. Vér getum aldrei tekið
nógu alvarlega þessi Kristsorð
„Að hvaða gagni kæmi þaö
manninum, þótt hann eignaðist
allan heiminn, en biffi tjón á
sálu sinni.“ Það ei -því ekki of-
gert að minnast hans í myrkr-
um skammdegisins í birtu júní-
dægranna, í sorgum, í gleði!
Hringjum, hringjum til helgra
jóla!“
Hér lýkur jólaþönkum séra
Ragnars.
Starkaður.
Áskriftarsími Tímans er 2323