Tíminn - 10.04.1952, Blaðsíða 12
36. árgangur.
Reykjavík,
10. apríl 1952.
84. blað.
Bandarískir ver kfræðingar við
hafnarmælingar í Þykkvabænum
Undaníarna t:u daga hafa bandarískir verkíræðingar ver
ið austur í Þykkvabie og starfað að mælingum á ströndinni
milli Þjórsár og llólsár. Hafa þeir oftast verið átta, en stund
um miklu fleiri. Forustu fyrir þessum hópi hefir maöur,
sem er af íslenzku bergi brotinn, Helgi Johnson, ættaður
frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal.
s
Fræðslaerindi uin
alraenna heilsu-
vernd
Félag íslenzkra hjúkrunar-
kvenna og heilsuverndarstöö
Reykjavíkur munu upp úr pásk
unum gangast fyrir flutningi
fræðsluerinda um almenna
heilsuvernd. Verða erindin flutt
í fyrstu kennslustofu háskól-
ans og eru einvörðungu ætluð
hjúkrunarkonum, Ijósmæðrum,
hjúkrunarnemum og Ijósmæðra
nemum. Fyrsta erindið verður
flutt miðvikudaginn 16. apríl,
og síðan annað hvort kvöld út
aprílmánuð. (
Erindin munu fjalla um trvgg
ingalöggjöf, vamir gegn næm-
um sjúkdómum, næringarefna- !
fræði, mæðravernd, ungbarna-
vernd, berklavarnir, heimahjúkr
un, skólaeftirlit, kynsjúkdóma- ;
varnir og geðvernd. Læknar og
hjúkrunarkonur, sem að þess-
um málum starfa, munu flytja
erindin. Síðar verður skýrt frá
því, hvaða erindi er flutt hvert
kvöld.
Suraarfagnaðar
Frarasóknarfél.
Framsóknarfólk í Reykja-
vík er minnt á sumarfagnað
fulltrúaráðs Framsóknarfé-
laganna, sem haldinn verður
í Tjarnarcafé föstudaginn
fyrstan í sumri. Skemmtun- j
in verður fjölbreytt og i
skemmtiatriði auglýst eftir 1
páskana. I
Segjast hafa hafnargerð
í huga.
Verkfræðingar þessir hafa
sicýrt svo frá í Þykkvabæ, að
þeir séu að rannsaka aðstöðu
til hafnargerðar framundan
Þykkvabæ, og muni þeir hafa
lokiö mælingum sínum og
rannsóknum um páska. Sé
höfð í huga stórskipahöfn. Að
loknum rannsóknum sínum
ætli þeir vestur um haf til
þess að leggja niðurstöður sín
ar í'yrir stjórnarvöldin þar. :
170 fet niöur á klöpp.
Rannsóknir sínar segja þeir,
að leitt hafi í ljós, að 170 fet
séu niður á klöpp á þessum
slóðum, en ofan á klöppinni
ægissandur, og myndi vera
hægt að dæla upp einni mil- j
jón teningsfeta af honum áj
sólarhring með stórvirku1
dæluskipi. j
Aðrir flokkar við athugun
á flugvallarstæði.
Að undanförnu hafa aðrir
flokkar verið eystra við at-1
hugun á flugvallarstæði, og I
hefir sú athugun bæði veriö |
gerð á söndunum austan Ytri
Rangár og mýrunum upp af
Þykkvabæ, vestan Ægissíðu,1
skammt frá Vetleifsholts-
hverfi. Hafa verkfræöingarn- 1
ir í Þykkvabænum látið þau!
orð falla, að athyglin beind-
ist jafnvel fremur að mýrun-
um við Vetleifsholtshverfið. |
j
Ilöfn og flugvöllur |
samhliða. |
Þessir verkfræðingar í
Þykkvabænum hafa ennfrem
ur sagt, að ólíkt sé, að til
flugvallargerðar komi í Rang
árvallasýslu á vegum Banda-
ríkjamanna, ef- ekki verður
samhliöa gerð höfn sú, sem
þeir séu að mæla fyrir.
ur »ionoum
týnd í gærkv.
í gærkvöld; var Icitað' sjö
ára gamallar telpu, Sjafnar
Ólafsdóttur, til lieimils á
Smálandsbraut 3 í Smálönd-
um viJ Grafaiholt.
Sjöfn titla hafði farið á
barnaskemmtun í Laugariies-
skólanum klukkan tvö í gær,
og síð'ar um daginn, var tabð,
að' hún liefði sézt fara inn í
strætisvagn, sem gengur upp
eftir. En er hún kom ekk/ fram
heima, og var lýst eftir henni.
Síðustu fréttir.
Klukkan langt gengin eitt í
nótt kom litla telpan í leitirn
ar. Hafði hún verið í húsi lijá
fólki, sem hún þekkti.
Þróun iðnaðarins frá dög-
um Skúia á sýningu í haust
Það hefir nú verið ákveðið að efna til myndarlegrar iðn-
sýningar á 200 ára afmæli innréttinga Skúla Magnússonar í
í sumar. Átti sýningarnefndin fund með blaðamönnum að
Ilótel Borg í gær og skýrði þar frá þessari ákvörðun sinni að
reyna að opna sýninguna á afmælisdegi Reykjavíkur, 18.
ágúst.
íslenzku sýningunni
í Brussel vel fagnað1
Menntamálaráði hafa bor- i
izt fregnir um hina íslenzku ,
listsýningu, sem haldin er i
Brtissel að tilhlutan belgísku
ríkisstj órnarinnar, og var
opnuð s. 1. laugardag.
Síöan sýningin var opnuð
hafa flest aðalblöð i Belgiu
flutt ítarlega dóma um hana.
Allir eru þeir mjög vinsamleg
ir í garð íslenzkrar listar, með
al annars láta blöðin í ljós
undrun sína yfir því, hversu
fjöibreýtt menningarlíf þró-
ast á íslandi. — Sýningin
hefir því áreiðanlega oröið
hin bezta landkynning.
Ætluðu að byggja
sýningarskála.
Við vorum eiginlega búnir
að ákveða að hætta við sýn-
inguna í sumar, þegar við fyr
ir einni viku ákváðum að gera
úrslitatilraunina, sagði Sveinn
Guðmundsson, formaður sýn-
ingarnefndarinnar, á blaða-
mannafundinum í gær.
Sýningarnefndin hefir starf
að um aillangt skeið að und-
irbúningi og komst að þeirri
niðurstöðu, að' helzt þyrfti að
byggja sérstakan sýningar-
skála fyrir sýninguna. En
ekki varð ráðið við fjárhags-
lega hlið þeirrar áætlunar.
Sýningin verður í
iðnskólanum.
Þá kom nýja iðnskólabygg-
ingin til greina, en smíði húss
ins var ekki það langt komið,
að hægt væri að hafa sýning
una þar með sama áframhaldi
og ráðgert hafði verið á bygg
ingunni.
En nú hefir sýningarnefnd
in fengið úrlausn mála sinna
hjá fjármálaráðherra og
Reykjavikurbæ, svo að smiði
hússins verð'ur hraðað svo, að
sýningin getur orðið þar.
Sýningarnefndarformaöur
sagði, að það væri einungis
fyrir góðan skilning og vel-
vilja ríkisstjórnar og bæjar
stjórnar og þá sérstaklega
fjármálaráðherra og borgar-
stjóra, að sýningin kæmist
upp í sumar. Þeir hefðu sýnt
þá framsýni að leggja það
fé fram, sem vantaði, svo
aö hægt er að ljúka bygg-
ingu iðnskólans og halda sýn
inguna þar í sumar. Greiða
(Framh. á 7. síðu).
60 fjár úr Miðfirði
tapast suður á heiðar
Leií suðisr jt íniðjsn afrétt Klimvotmnga
Sfðastliðínn laugárdag hrakti um sextíu fjár frá Bjargar-
stöðum í Austurdal í Miðíirði suður á afrétt, og hafa ekki
fúndizt nema sex kindur, þrátt fyrir leit. Á Bjargarstöðinn
er um 399 fjár, og eiga Jón Hannesson í Deildartungu, Hali-
dór Pálsson sauðfjárrækiarráðunautur og flelri þetta fjárbú.
Mitaveita Óiafsfjarðar
rofin af snjófSóðum
Frá fréttaritara Tímans i Ólafsfirði-
Aðíaranótt sunnudagsins eða á sunnudagsnótt féllu snjó
flóö í Garösdal og Skeggjabrekkudal, og mun breidd snjó-
flóðanna vera um 400 metrar. Rufu bessi snjóflóð aðfærslu
æð hitaveitu Ólafsfjarðar.
Gengu tvisvar á
Öræíajökul —
ætla í þriðja sinn
| Fimm Reykvíkingar, sem
eru í leyfi austur í Öræfum,
hafa gengið tvívegis á Öræfa
jökul, og ætla að gera það í
þriðja sinn, ef veður leyfir,
áður en þeir hverfa aftur
heirn á laugardaginn.
Menn þessir eru Árni Páls-
; son, Atli Steinarsson, Bent
' Jörgensen, Einar Sæmunds-
son og Ólafur Nielsen. Fóru
þeir austur á laugardag, og
á sunnudag gengu þeir á Ör-
æfafjökul. Komust þeir á báða
hnjúkana. Á þriðjudaginn
gengu þeir aftur á jökulinn,
en þá var dimmviðri.
Þeir félagar hafa fullkom-
inn fjallgönguútbúnað, línur,
haka og brodda. Mjúkur snjór
er á jöklinum og ágætt skíða
færi, en allmiklar sprungur
við hnjúkana, og hafa þeir
gengið í tengslum, er farið
, var upp á þá.
I í gær var komin austan-
slydda í Öræfúm, en gæfist
færi, ætluðu þeir félagar á
jökulinn í þriðja sinn, áður
en heim verður haldið.
Stjórnarbylting
gerð í Boliviu
í gær var gerð voþnuð upp
reisn í Bolivíu og stóðu hægri
sinnaðir ofstækismenn fyrir
því. Nutu þeir styrks hers og
lögreglu og.höfðu náð helztu
borgum landsins á sitt vald og
tekið öll völd í sínar hendur.
Einnig höfðu þeir náð tin-
námunum á sitt vald, en þær
eru helzta auðlind landsins.
Er féð var á beit á laugar- j
daginn, skall á hríðarveður,!
sem þó stóð stutt og var ekki j
mjög hart. Fundust ekki nema i
um sextíu kindur, og hefir J
þeirra verið leitað langt suð
ur á afrétt. Benedikt Lindal j
á Núpi skýrði blaðinu svo frá J
í gær, að lengst hefði verið
leitað suður fyrir miðjan af-
rétt Húnvetninga, en talið, að
féð mundi komið enn lengra
suður.
Kiiidurnar, seni fundust
lítt hraktar.
í fyrradag var veður tiltölu
lega gott, og þá leituðu fimm
menn suður á heiðarnar.
Fundust þá kindurnar sex, og
voru þær lítt hraktar og ekki
brynjaðar. í gær leituðu tveir
menn fyrir framan Austurá.
Hjarn er yfir öllu á heiðun-
um, hvergi skjól og færi gott,
svo að kindurnar getur hafa
borið langt undan.
Skemmdir liafa orðið mikl-
ar á hitaveitunni, og meðal
annars hafa tvær eða þrjár
lengjur af leiðslum sópazt
brott og finnast ekki, en aö-
færsluæðin mun haía skadd-
azt víðar en á einum stað, þvi
að snjóflóð' kom þvert á hana,
þar sem hún liggur ofan jarð
ar. Snjóflóðin eru á svipuðum
slóðum og í fyrra, er hitayeit-
an rofnaði, en meiri umfar.gs
nú.
Hörgull á efni til
viðgerða.
viðgérða í stað þess, sem tap-
azt heí'ir eða ónýtzt. Auk
þeasa voru horfur á versnandi
veðri í gærkvöldi.
40 farast í kirkju-
brima í Karakas
í gær kom upp eldur í
kirkju einni í Karakas, höfuð
borg Venezúela, og fórust 40
manns í eldinum. Kviknaði í
altarisklæði út frá kerti og
Þa'ð er vandséð, hvenær blossaði eldurinn upp. Fólk
hitaveitan kemst í lag, þótt ruddist skipulagsiaust til dyra
unnið sé á snjóflóðasvæð'inu í trylltri skelfingu og varð út
að viðgerðum. Meðal annars i ganga svo sein af þeim sök-
mun vera hörgull á efni til | urn.
Fjárlög Pinay
voru samþykkt
Pinay forsætisráðherra
Frakka fékk fjárlagafrumvarp
sitt samþykkt í neðri deild
þingsins í fýrrinött. Voru öll
tíu atriðin, sem Pinay gerði
að fráfararatriði, ef felld
yrðu samþykkt méð miklúm
meirihluta, eða 100 atkvæða
mun, nema eitt. Var það heim
ildin um að gefa skattsvikur
um frá undanförnum árum
upp sakir með skilyrðum. Það
atriði var samþykkt með 50
atkv. meirihluta. Búizt er við
aö efri deildin samþykki frum
varpið' fyrirstöðulaust. Þessi
sigur Pinay er taiinn óvænt-
ur og mikill, og sé ekki ólík-
legt, að hann tákni straum-
hvörf í stjórnmálalífi Frakka.