Tíminn - 18.04.1952, Blaðsíða 1
Ritstjórl:
Þórarinn Þórarinsson.
Préttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
36. árgangur.
Rcykjavík, föstudaginn 18. april 1952.
87. blað'.
Reyndur síldveiðiskipstjjóri hefir orðið:
Síldveiði fjóra mánuði meðskipu-
legri leitog bættum veiðarfærum
Um fátt cr nú meira talað en þær merku tilraunir og
veiðar, sem fram fara með hinum nýju vörpum. En auk þess
eru margir skipstjóranna okkar farnir að hugsa mjög til
síidarinnar. Einn í hópi duglegustu skipstjóra liér, Ingvar
Pálmason, heldur því fram, að íslendingar geti veitt síld
fjóra mánúði ársins, ef réttum aðferðum er beitt við veiö’ar
og sildarleit. Blaðamaður frá Tímanum hitti Ingvar um
páskana, er hann kom til hafnar af botnvörpuveiðum. og
fékk hann til að segja sitthvað um síldveiðar og fleira.
Enn skipa- og flugvéla-
leit að selföngurunum
Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði.
í gær komu híngað til Sigluf jarðar tvö norsk herskip, sem
verið hafa send til að leita að selföngurunum norsku, sem
of á frændrækni þeirra á þess týndust í norðanveðrinu.
um vígstöðvum. Á síðastliönul
sumri reyndum við nokkuð aðj Annað herskipanna tveggja
ráða í fréttasendingar þeirra, var bilað lítils háttar, og ætl-
sem voru á dulmáli, en það
bar ekki góðan árangur og
leiddi stundum til misskiln-
ings.
— Þú ert ekki búinn að missa
trúna á síldina?
— Nei, sannarlega ekki,
segir Ingvar og það liggur
viö. að hann sé móðgaöur fyr
ir síldarinnar hönd og sjálfs
sín, þegar svara á slíkri spurn
ingu. í
— Eitt skáldið okkar segir
einhvérs staðar, að siidin sé
„nokkurs konar aiisherjar
drottinvaid, mjög duttlunga-
full eins og allar litfagrar
skepnur“ og „ekki það sem'
kallað er virkilegt uppástól.“ .
Við þekkjum duttlunga síld ‘
arinnar frá blautu barns-
beini, þótt út yfir hafi tekið
seinustu 6 til 7 árin. En sann- |
ist það nú, að hér sé að veru- j
legu leyti um tæknilegt vanda
mál að ræða, þá er varla
hægt að fyrirgefa okkur,
Gæftir góðar og
sæmilegur afli á
Eyrarbakka
Frá fréttaritara Tímans
á Eyrarbakka.
Góður afli var hjá bátunum
hér yfir páskana en heldur
minni undanfarna daga. Gæftir
hafa hins vegar verið góðar og
afli var heldur betri í gær en
næstu daga á undan. Vertíðm
er því orðin mjög sæmileg og
er það mest að þakka hve gæft
irnar hafa verið miklar.
Sólborg fékk af-
bragðsafla í flot-
vörpu sína
Frá fréttarilara Tímans .» Isafirði.
Togarinn Sólborg kom af
veiðum í gær og landaói liér
11G lestuni af saltfiski. Afla
þennan fékk togarinn að
mestu á þremur sólarliring-
um í hina nýju flotvörpu
sína, sem hann notaði nú í
fyrsta sinn. Reyndist hún á-
gætlega eins og aflinn sýn-
ir. —
Landróðrarbátarnir hér
fá mjög tregan afla, ekki
nema tvö til fjögur tonn í
iögn- _ u
hversu svifaseinir við höfum
verið til þess að ráða hér á
einhverja bót. En verði efna-
hagsafkoma okkar annað
hvort að byggjast á góðri síld
veiði eða á heimsstyrjöldum,
þá vitum við þó með vissu,
hvort af þessu okkar frið-
sama þjóð kýs sér heldur. —
Þess vegna er það fullkomlega
tímabært, að hafizt verði
handa og að þeir tilburðir
verði ekki fálmið tómt.
Vantar rannsóknarskip.
— Hvað heldur þú þá að
helzt þyrfti að gera til efling-
ar síldarútvegi okkar?
— Fyrst og fremst þurfum
við að eignast rannsóknar-
eða síldarleitarskip, frémur
tvö en eitt. Við eigum og er-
um að eignast áhugasama og
dugandi fiskifræðinga, en við
höfum ekki lagt þeim til skip
né tæki til þess að þeir geti
unnið þjóðinni, ef til vill ó-
metanlegt gagn. Einn af okk-
ar ágætu vísindamönnum í
þessari grein, Árni Friðriks-
son, átti sinn drjúga þátt í
því að sanna göngu „Norður-
landssíldarinnar“ á milli Nor-
egs og íslands. Það er þessi
síld, síldin okkar, sem Norð-
menn nú ausa upp árlega í
milljónum hektólítra, en auk
þess hafa þeir fylgt göngun-
um eftir svo að segja land-
anna á milli, en jafnframt
stundað veiðar úti á regin-
hafi með góðum árangri.
Þarf að fylgjast með
sildinni.
— Þú telur að við þurfum
helzt að hafa tvö rannsókn-
arskip?
— Já, með tilliti til þess, að
okkur er nauðsynlegt að
lengja síldveiðitímann, t.d.
sumarsíldveiöina helzt úr
tveimur mánuðum upp í fjóra
mánuði, þá þurfum við á
tveimur skipum að halda. Við
verðum sem sé að fást viö
síldina á tveíinum vígstöðv-
um, jafnvel samtímis. Strax
í. maímánuði þurf.um við að
fara aö leita síldarinnar langt
fyrir austan land, áður en
hún kemur upp að landgrunn
inu. Síðan verður að fylgja
henni eftir og jafnframt að
gefa til kynna hvenær og hvar
síldveiðar geta svo hafizt. —
Enda þótt við hyggjum gott
til samvinnu við Norðmenn á
þessum slóðum, vildi ég ekki
ráða neinum að treysta um
Annað skip að sunnan.
Hinar vígstöðvarnar eru
svo við Suðvesturland. Þar
þarf þá að hafa annað skip,
á svipuðum tima og þó senni-
lega mánuði fyrr. Hlutverk
þess yrði nefnilega að fylgj-
ast með síld þeirri, er hrygnir
hér fyrir sunnan land, en sem
upp frá því virðist fara á
hreyfingu og mór virð-
ist svo gera vart við sig djúpt
út af Eldey, leitar sennilega
þangað, sem sjór virðist á vor
in vera mjög auðugur af ýrnsu:
lostæti. Það er því ekki ó-!
sennilegt, að hún stöðvist þar j
dálítið, í þessum allsnægtum,
eftir að hún hefir lokið hinu
stranga hlutverki sínu á
hrygningarstöðvunum.
Séu þessar tilgátur mínar
réttar, er ekki ósennilegt að
okkur mætti takast að loka
herpinótum okkar nokkrum
sinnum utan um eitthvað af
því mikla magni, senr- þarna
heldur sig á hverju vori hér
djúpt út af Suðvesturlandinu.
Eftir að hvalbátar, lúðuveið-
(Framh. á 7. síðu).
Barði þrjá, sem
vildu syngja með
Nýlega kom það fyrir á
Akranesi, að siðavendninni
bættist óvæntur striðsmað-
ur. Atvikaöist það þannig, að
þrír ölvaðir sjómejin af að-
komubát fóru í land og hugð
ust taka þátt í gleðskap
Skagamanna á skemmtisam
komu einni.
Þegar ein af frúm staðar-
aði að fá viðgerð í Siglufirði,
en síðan fara þau aftur út áð
ieita selfangaranna, væntan-
lega í dag. Fara þau þá vestur
j og suður í haf, og munu meðal
j annars leita að braki því, sem
j sást á dögunum um 250 mílur
suðvestur af Reykjanesi.
Meiri flugvélalcit.
i Norska stjórnin hefir falið
fiskifélaginu norska að ann-
ast framkvæmd leitarinnar
og hefir það lagt fyrir sér-
fræðinga í Osló uppdrættina
af ferðum leitarflugvélanna
héðan, og komust sérfræðing-
arnir að þeirri niðurstöðu, að
! ekki væri fullleitað á ísnum á
64.—-66. gráðu við Grænlands-
ins var að syngja einsöng á strönd Sneri fiskifélagið sér
skemmtuninni, stóðust hinir þá til siysavarnafélagsins hér,
aðkomnu sjómenn ekki mát- með meðalgöngu norska sendi
ið og hljómlistaráhugi þeirra ráðsins j Reykjavík .Áttu tvær
blossaði upp. Tóku þeir að isienzkar fiUgvélar að leita í
raula undir ágætum söng gær en það gat ekki orðiS
söngkonunnar . ! Vegna veðurskilyrða. Fara þær
Oðrum samkomugestum næst er gefur Qg verður Ingvar
iíkaði þessi uppbót á söng frú Einarsson skipstjóri með í
arinnar stórilla eins^ og gef- þeirri fðr. Bandarískar flug-
ur að skilja og skipti það véiar af Keflavikurvelli taka
engum togum, að einn sam- ekki þátt j ieitinni að þessu
komugestur sneri sér að sinni
söngmönnunum og bað þá: ________________________________
hætta. Þeir brugðust illa við j
og vildu berja siðapostulann
niður, en hann var fyrri til
og tók þá hvern af öðrum í
hálsmálið og sló úr þeim1
söngnáttúruna.
Tyrkja-Gudda eftirsr. Jakob
Jónsson frumsýnd sunnudag
Lcikrit í sjö sýiiingum, liin fyrsla »'erist í
Vostmannacyjum, sú síöasta í Ferstiklu
Á sunnudaginr kemur eru tvö ár liðin síðan Þjóðleikhúsið
tók til.starfa. A þessum afmælisdegi verður frumsýnt þar nýtt
leikrit eftir sr. .lakob Jónsson. Nefnist það Tyrkja-Gudda, og er
efnl þess sótt í sögu Guðríðar Símonardóttur, er Tyrkir rændu,
en fiuttist síðar heim og var3 kona Hallgríms Péturssonar.
Tyrkja-Gudda er þriðja ís-
lenzka leikritið, er ekki hefir
áður verið sýnt á íslenzku, sem
Þjóðleikhúsið tekur til sýningar
á þessu leikári.
Leikendur.
Leikendur eru alls 20. Tyi-kja-
Guddu leikur Regína Þórðar-
dóttir, en Gestur Pálsson leikur
Hallgríni Pétursson. Séra Jón
píslarvott leikur Indriði Waage.
Leikstjóri er Lárus Pálsson, en
Lárus Ingólfsson hefir málað
tjöld og teiknað búninga.
Dr. Urbancic hefir samið
músíkina við leikinn, forleik,
millispil og dansa.
Svið Ieiksins.
Tyrkja-Gudda er eina persóna
(Framh. á 7. síSu).
Lá í blóði sínu við
Hverfisgötu
Nokkru fyrir hádegi í gær lá
maður í blóði sínu í húsasundi
við Hverfisgötu. Safnaðist þarna
saman múgur og margmenni,
eins og jafnan, þegar til slikra
atburða dregur, þar sem umferð
er mikil.
Við rannsókn kom í ljós, að
þarna höfðu tveir menn verið að
eigast við og látið hnefana skera
úr deilumálum, sem risið höfðu
af litlu.
Hafði annar þeirra komið
þarna í sundið, þar sem tveir
smástrákar voru að fljúgast á
í illu, og viljað skakka leikinn.
Rétt í því hafði svo annar maður
komið þarna að og fannst hon-
um óþarfi af hinum að skipta
sér að deilumálum drengjanna.
Skipti það þá engum togum, að
sögn sjóriarvotta, að þeir hlupu
saman í illu og slógust sýnu verr
en smástrákarnir.
Maðurinn, sem síðar kom í
sundið, rétti hinum, sem fyrir
var, stráx svo þungt högg í and
litið, að hann féll í yfirlið í
grýtta tröðina og skarst mikið á
enni og lá þar í blóði sínu, er
fólk fór að safnast að. Var síð-
an kallaö á lögregluna, sem kom
með sjúkrabil.
AðalfundHE* KEA
Aðalfundur Kaupfélags Ey-
firðinga verður að þessu sinni
haldinn dagana 7. og 8. maí.
En aðalfundur mjólkursam-
lagsins var í gær.