Tíminn - 04.06.1953, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1953, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 4. júní 1953. 122. blaff. filÓDLEIKHÖSID i AUSTU áBÆÍARBÍÓ Koss í haupbœti Sýning í kvöld kl. 20. Að'eins tvær sýningar eftir á þessu vori. LA TRAVIATA ópera eftir G. Verdi Gestir: Dora Lindgren óperu- söngkona og Einar Kristjáns- son óperusöngvari. Sýningar föstudag og sunnudag kl. 20.00 Pantanir sækist ciaginn fyrir sýningard. annars seldar öðnun Ósóttar pantanir seldar sýning- ardag kl. 13.15 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Tekið á móti pönt- unum í síma 80000 og 8-2345. Síml 81938 Syngjutn og hlaejum Bráðskemmtileg, létt og fjörug; ný, amerísk söngvamynd. í myndinni koma fram margir þekktustu dægurlagasöngvarar Ba^gcíþjanna, meðal annarra Jerome Courtland, Frankic Laine, Bob Crosby, Mills-bræður, Modemaircs, Kay Starr og Bill Daniels. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NYJA BIO Synir banha- stjórans (House of Strangers) Tilkomumikil og afburðavel leik in amerísk stórmynd. Bönnuð bömum innan 12 ára Sýnd kl. 9. Kvenskassið og harlarnir . af þeim allra hlægilegustu 5: Abbott og Costello. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBfÓ — HAFNARFIRÐI — Ævintýralegur flótti Sérstaklega spennandi, ný, ensk stórmynd, byggð á samnefndri metsölubók eftir Eric Wililams. Aðalhiutverk: Leon Genn David Tomkinsson Anthony Stell Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. MÖM HAFNARBÍÓ Státnir stríðsmenn (UP FBONT) Sprenghlægileg og fjörug, ný, amerísk gamanmynd, byggð á samnefndri metsölubók eftir Bill Mauldin. — Allir hafa gott af hressandi hlátri og allir munu geta hlegið að stríðsmönnunum Willie og Joe. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 . . SADKO Óvenju fögur og hrífandi, ný, rússnesk ævintýramynd, byggð á sama efni og hin fræga sam- nefnda ópera eftir Rimsky Korsakov. Tónlistin í myndinni er úr óperunni. — Skýringar- texti fylgir myndinni. Aðalhlutverk: S. Stolyarov A. Larinova Kvikmynd þessi, sem er tekin á s. 1. ári, er einhver sú feg- ursta, sem hér hefir verið sýnd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦•♦•♦»»«♦♦♦♦♦♦< Á víðavangi TJARNARBfÓ CARRIE Framúrskarandi vel leikin og áhrifamikil ný amerísk mynd gerð eftir hinni heimsfrægu sögu Systir Carrie eftir Theo- dore Dreiser. Aðalhlutverk: Sir Baurence Olivier og Jennifer Jones. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. Lajla Sænsk stórmynd frá Finnmörk gerð eftir skáldsögu A. J. Friis sem hefir komið út í íslenzkri W’ðingu og hrifið hefir jafnt unga sem gamla. Aðalhlutverk: Aino Taube, Áke Oberg. Sýnd kl. 5 og 7. (Framhald af 5. síðu). flokkur. Virðist hann I þetta sinn einnig hafa haft heppn ' ina með sér, því að hinir nýju „óvinir“ leggja einkum áherzlu á, að afla sér at- kvæða frá Framsóknar- eða Alþýðuflokknum í kjördæm um, þar sem iitlu munar, að flokksmenn Bjarna haldi velli. Styðja þeir því Bjarna eftir því sem þeim endist afl til. En vonleysi Þjóðvarn armanna I kosningunum veldur því, að Bjarni mun hafa minni gleði af þessum „óvini“ sínum en hann hafði af kommúnistum á sín um tíma. MARY BRINKER POST! " \ fTgSm t/ m ♦ S ) ■ XtitiSSMwk Anna | Jórdan | 116. dagur. 1 GAMLA BÍÓ Risaapiim (Mighty Joe Young) Óvenjuleg og framúrskarandi spennandi amerísk kvikmynd, tekin af sömu mönnum, er gerðu hina stórfenglegu mynd „King Kong“ á árunum. Aðalhlutverk: Terry Moore Ben Johnson Aukamynd: Friðarræða Eisenhowers fors. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki aðg. TRIPOLI- Um ókuiia stigu (Strange World) Sérstaklega spennandi, ný, am erísk kvikmynd tekin í frum- skógum Brasilíu, Bolivíu og Perú, og sýnir hættur í frum- skógunum. Við töku myndarinn ar létu þrír menn lífið. Aðalhlutverk: Angelioa Hauff Alexander Carlos Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum. Þúsundir vita að gæfan fylgir hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. Sendum gegn póstkröfu. ♦jgnr^iw- i -- Ræða Raimveigai* (Framhaid af 6. Biðu). talin sérlega vel fær leið vegna þess, að kona á í hlut, sem ætla mætti, að Iéti frem ur undan síga heldur en karl maður í sömu aðstöðu. Og einn aðalþátturinn í áróðrinum er að ég hafi logið og að ég hafi svikið og til þess að gera það sennilegt, þá er logið á mig kosningaloforð um og ég kölluð svikari fyrir það að uppfylla ekki lygalof- orð andstæðinganna. Þeir verða að afsaka, and- stæðingarnir, að ég get ekki tekið þá alvarlega og get ekki •einu sinni gert þeim það til þægðar að verða taugaveikl- uð út af þessu. „Ég þori að ganga undir samanburð.“ Ég hefi hér á undan gert grein fyrir því, hvernig ég hefi greitt mína kosninga- víxla og ég treysti mér til sam anburðar við andstæðingana í þeim efnum. Mínar uppá- skriftir er að finna í þeirri heimild, sem ég gat um áðan, Tímanum, og ég hefi staðið í skilum og meira en það. En mig langar að spyrja: Hvað hafa aðrir einstakir þingmenn Reykjavíkur gert á kjörtímabilinu og hverju hafa þeir komið fram af kosningaloforðum sínum? Það er rannsóknarefni, þeg ar á að fara að níða mig fyr ir svikin loforð. Mergurinn málsins er þessi: Það hefir verið barizt fyrir því að halda því fram, að ég hafi komizt á þing 1949 með svikum, og að tilviljunin ein hafi valdið því, að það tókst. Það á að halda þessum leik áfram, því að ef ég næ kosn- ingu í annað sinn, þá er ekki hægt að tala um tilviljun, þá er komin festa í kjörfylgið í bænum og sköpuð venja. Þá verður ekki framar um það deilt, að Framsóknarflokkur- inn á öruggt þingsæti í Reykjavík. Það er þetta, sem barizt er um — og hvers virði er þá æra einnar manneskju, þegar svo mikið er í húfi. -: ■ 'iw p Sannleikurinn mun sigra. _Að lokum þetta: Ég hefi borið saman það, ?em sagt var og gert hefir ver ið í atvinnumálum, í verzlun armálum, í byggingarmálum, í málum opinberra starfs- manna og málum kvenna. Þetta er mitt svar við áróðri andstæðinganna. En með þessu hefi ég aðeins gefið tón inn. Við eigum að halda á- 1 fram og syngja lagið til enda í þeirri kosningabaráttu, sem Hann stóð sorgmæödur og klunnalegur á miðju gólfi, starði á hana og kyngdi munnvatni sínu og reyndi að nefna nafn hennar. Augu hennar opnuðust, en hún sneri ekki höfðinu. Hú starði éins og svefngöngumaðui- á vegginn. „Anna“, stundi hann, en hún gaf það ekki í skyn, að hún hefði heyrt til hans. Hún hreyfði aðeins fingurnar lítillega. Eddy, hvers andlit lýsti óbærilegri sorg, færði sig hægt nær rúminu og féll þar á hnéin og fól andlit sitt í höndum hennar. Þær voru ískaldar og voru eins og steinar viðkomu. Allt í einu brast hann í grát. Axlír hans skulfu og tár hans féllu á hendur hennar. Hún dró andann djúpt og reyndi að draga hendurnar að sér, en hann greip um þær og hélt þeim föstum og kyssti þær. „Anna, Anna, talaðu.yið mig. Þú mátt ekki hata mig. Ég get ekki þolaö það. Þetta var ekki mér að kenna. Ég reyndi að bj arga þeim, en þá hrakti frá mér. Þúsund sinnum heldur hefði ég viljað, að það hefði verið ég, sem fór, þú veizt það, er það ekki Anna? Sakfelldu mig ekki, Anna, talaðu við mig.“ Hún bærði varirnar og tár runnu hægt niður vanga hennar. „Drengirnir mínir“„. hvíslaði hún. „Litlu drengirnir mínir. Báðir horfnir. Báðir drukknaðir“. Eddy stóð á fætur og staulaðist út úr herberginu. Hjúkrun- arkonan leit snöggt til hans og hraðaði sér síðan inn til sjúklingsins. Eddy fór niður á neðri hæðina og inn í borð- stofuna. Það var viský á hliðarborðinu og hann hellti sér I hálft glas og drakk það hægt. Hann studdist við borðið með annari hendinni á meðan að hann drakk úr glasinu. „Hún hatar mig“, sagði hann lágt. „Hún ásakar mig fyrir að vera á lífi, en drengirnir skuli vera dánir“. Þegar hann hafði lokið við viskýið úr glasinu, var sárs- aukinn ekki eins bitur. Hann fyllti glas sitt á ný og fór inn í setustofuna og settist niður, en hin hvítu og óttaslegnu andlit drengjanna, rétt áður en aldan hreif þá fyrir borð og sorgmædd augu Önnu, stóðu honum skýrt fyrir hugskotsjón- um og kvöldu hann,- Hann drakk annað glas af viský í nokkrum gúlsopum og ylgdi sig, þegar sterkur vínandinn rann brennandi niður hálsinn. Þegar hjúkrunarkonan kom niður og ætlaði að biðja hann að taka inn róandi lyf, lá hann máttlaus í stólnum. Hún flýtti sér yfir til hans, þar sem hún óttaðist að hann kynni að hafa fengið slag, en þegar hún laut yfir hann, fann hún vínlyktina af honum og sá tómt glasið á gólfinu. Meðaumkunarfull á svip hristi hún höfuðið og fór út og lokaði dyrunum á eftir sér, svo að þjónustufólkið sæi hann ekki svona á sig kominn. Á hverju kvöldi í þrjár vikur kom hann heim og fór upp í herbergið til Önnu, stóð þar við um stund og horfði á hana og talaði í hálfum hljóðum við hana, til að valda henni sem minnstu ónæði. Hann var gripinn ástríðufullri þörf fyrir að j finna að hún elskaði hann enn og að fá hana til að láta það jótvírætt í ljós. En ^endurtekin vonbrigði hröktu hann til í þess eina, sem gat Íéfið honum frið, viskýsins. Ó, blessaðá | lausn frá sekt og sorg, hlýjan streymdi um líkama hans, og mýkti einmanakenndina og sló á sársaukann, hlýja gleymsk- unnar lagðist yfir hug hans og dró hulu yfir hinar hræðilegu endurminningar frá stormanóttinni og horfnum drengjun- um. Um þær mundir, sem Anna var orðin svo frisk, að hún gat farið að ganga um og koma niður, drakk Eddy sig dauða- drukkinn á hverju kvöldi. Önnu var ekki Ijóst hvað hún hafði gert manni sínum. Kvöldið, sem hann hafði grátið við rúm hennar, hafði hún tæplega verið fullrar meðvitundar og hún vissi ekki hvað hún hafði sagt. Hún hafði einungis skynjað sársaukann. Svo, þegar hún fór að ná sér, fór hún að velta því fyrir sér, hvers vegna Eddy hefði aðeins staðið þarna og starað á hana og spurt hana hvernig henni liði. Hún fór að þrá að hann tæki sig í fangið, kyssti hana og að hann gæfi henni á ný þann styrk, sem hún háfði tapað. En þegar hún reyndi að tala við hann, og leit á hann, sneri hann sér skyndilega við og fór út úr herberginu. Fyrsta kvöldið, sem hún kom niður til kvöldverðar, fór hún í ljósgrænan kjól. Hún gat ekki klæðst svörtu, og hún vissi, að það myndi aðeins auka á erfiðleika vesalings Eddy, sem hlaut að hafa liðið illa á meðan hún var veik. Hún vonaði jafnvel, að það yrði til þess, að honum liði betur, ef hún kæmi í ljósum kjól. En hann leit einkennilega til hennar, þegar hún kom niður hirín' langa og fagra hringstiga. Hann stóð í anddyrinu með glasr í hendi. „Ert þú ekki glaðúr'að sjá mig loksins vera komna á stjá?“ spurði hún og reyrídi að brosa til hans. framundan er og sýna það, að við látum ekki setja okkur út af laginu. Það verður haldið áfram með róg og Iygar úm mig í þeim tilgangi að skaða Fram- sóknarflokkinn og þá menn, sem aðhyllast stefnú hans. Ég mæti þessum lygum með staðreyndum og það verður m.a. ykkar á næstu vikum að sjá til þess, að þær staðreynd ir komist til sem flestra þeirra, sem von er til að vilji fremur fara eftir því, sem satt er heldur en því, sem logið er. Ég geri ekki lítið úr áróðr inum og ég veit að sannleik- urinn á oft erfitt uppdráttar, en núna trúi ég því, að sann- leikurinn sigri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.