Tíminn - 21.07.1953, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, þriðjudaginn 21. júlí 1953.
161 blað.
Frá hafi
til heiða
Konur þakka kaup-
sínu
Útvarpið
Útvarpið í dag:
Fastir liSir eins og venjulega.
20.30 Erindi: Stórveldisöld Svía;
fyrra erindi (Baldur Bjarna-
son magister).
20,55 Tónleikar (plötur).
21,15 Á víðavangi (Ingólfur Davíðs
son magister)).
21.30 Tónleikar (plötur).
21,45 íþróttaþáttur (Sigurður Sig-
urðsson).
22,00 Fréttir og veðurfreg nir.
22,10 Kammertónleikar (plötur).
22,35 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
20.30 Útvarpssagan: „Flóðið mikla“
eftir Louis Bromfield; VII
(Loftur Guðmundsson rithöf
undur).
21,00 Einsöngur: Ninon Vallin syng
ur (plötur).
21,20 Erindi: Hraðsteypumótin
nj'ju og notkun þeirra (Gísli
Krstjánsson ritstjóri).
21,45 Tónleikar (plötur).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Dans- og dægurlög (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin
Sambandsskip:
Hvassafell er í Keflavík. Arnar-
fell fór frá Rvík í gær áleiðis til
Varnemunde. Jökulfell er í N. Y.
Dísarfell losar á Seyðsfirði. Bláfell
lestar fiskimjöl á Hólmavík.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Rvík kl. 20 í kvöld
til Glasgow. Esja fór frá Akureyri
kl. 14 í gærdag á austurleið. Herðu
breið fór frá Rvik kl. 21 í gærkveldi
austur um land til Raufarhafnar.
Skjaldbreið fór frá Akureyri í gær
austur til Raufarhafnar. Þyrill er í
Faxaflóa. Skaftfellingur fer frá
Rvík í kvöld til Vestmannaeyja.
fimskip:
Brúarfoss er í Hamborg. Detti-
foss kom til Rvíkur 14. 7. frá Rott-
erdam. Goöafoss kom til Rotterdam
19. 7. Fer þaðan 21. 7. til Hamborg
ar, Hull og Rvíkur. Gullfoss fór frá
Rvík 18. 7. til Leith og Kaupmanna
hafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 19.
7. til New York. Reykjafoss er
væntanlegur til Akureyrar um há-
degi í dag 20. 7. Fer þaðan til Grund
arfjarðar, Vestmannaeyja, Akra-
ness, Hafnarf jarðar og Rvíkur. Sel-
foss kom til Rvíkur 18. 7. frá Rott
erdam. Tröllafoss kom til Rvikur
18. 7. frá N. Y. Drangajökull fór
frá Hamborg 17. 7. til Rvíkur.
Við konur úr Ytri-Torfu-
staðahreppi og Kirkju-
hvammshreppi flytjum Kaup
félagi Vestur-Húnvetninga
kærar þakkir fyrir ágæta
tveggja daga skemmtiferð 22.
og 23. júní s. 1. Einnig þökkum
við þessum aðilum góðar við-
tökur og leiðbeiningar á ferða
lagi okkar: Heimilisfólkinu á
Skarði á Skarðsströnd, Sig-
urði Elíassyni á Reykhólum,
sem sýndi okkur tilraunastöð
ina þar. Forstöðukonum hús-
mæðraskólanna á Staðarfelli
og Varmalandi, sem sýndu
okkur skólana.
Þá þökkum við ennfremur
Kaupfélagi Borgfirðinga,
Þórði Pálmasyni kaupfélags-
stjóra og frú hans, ágætar við
tökur og veitingar í Bifröst
þriðjudaginn 23. júní. Loks
þökkum við bifreiðastjórun-
um öruggan akstur.
i Síldaraflinu
J (Framhald af 8. síðu).
Gylfi, Rauöuvík 842
. Hafbjörg, Hafnarfirði 867
; Hagbarður, Húsavík 927
Hannes Hafstein, Dalvík 1.405
Haukur I, Ólafsfirði 1.429
Heimir, Keflavík 834
Helga, Reykjavík 2.861
Illugi, Hafnarfirði 660
Ingvar Guðjónsson, Akure. 1.340
Jón Finnsson, Garði 988
j Kári, Vestmannaeyjum 1.257
t Keilir, Akranesi 561
Marz, Reykjavík 834
Millý, Siglufirði 591
Mímir, Hnífsdal 755
Mummi, Gerðum 1.189
Njörður, Akureyri 1.032
Páll Pálsson, Hnífsdal 783
Pétur Jónsson, Húsavík 1.222
Reykjaröst, Keflavík 760
! Reynir, Vestmannaeyjum 1.257
j Rifsnes, Reykjavík 548
! Runólfur, Grundarfirði 848
Sigurfari, Siglufirði 733
Sjöfn, Vestmannaeyjum 803
Smári, Hnífsdal 715
Smári, Húsavík 816
Snæfell, Akureyri 1.522
Snæfugl, Reyðarfirði 735
Stígandi, ólafsfirði 1.377
Súlan, Akureyri 2.222
Sæfell, Reykjavík 509
Særún, Siglufirði 1.442
Sævaldur, Ólafsíirði 1.153
úalþór, Seyðisfirði 1.403
Víðir, Eskifirði 1.011
, Víðir, Garði 1.274
Von, Grenivík 1.076
Völusteinn, Bolungavík 582
Vörður, Grenivík 1.796
Þorgeir goði, Vestmannae. 863
Þorsteinn, Dalvík 636
Ægir, Grindavík 800
Sölnmiðstöðin
(Framhald af 8. siðu).
ríkis, Ungverjalands, Hol-
lands, Finnlands, Vestur-
Þýzkalands og Ástralíu.
Allmiklar umræður urðu á
fundinum um rekstursfjár-
skort frystihúsanna, sem hef-
ir verið þeim mikill fjötur um
fót. Ræddar voru markaðs-
horfur, og þeir örðugleikar,
sem við það hafa skapazt, að
saman fer lækkað verðlag
framleiðslunnar og auknar
ltröfur kaupenda um betri
gæði fisksins og dýrari um-
búðir. Samþykkt var að frysti
iðnaðurinn yrði að gera sitt
ítrasta til þess að koma til
móts við óskir kaupenda um
þetta og þar með tryggja og
auka markað fyrir frystan
fisk. Því var og ákveðið, að
herða enn mikið á eftirliti
með framleiðslunni til þess
að tryggja vörugæðin.
Stjórn S. H. var öll endur-
kosin nema Óskar Jónsson,
sem baðst undan endurkosn-
ingu. Stjórnina skipa nú Elías
Þorsteinsson form., Ólafur
Jónsson, Ólafur Þórðarson,
Steingrímur Árnason og Sig-
urður Ágústsson.
FéSag jámiðnaðarmanna
Fræðslufundur um rafsúðú
verður haldinn í Tjarnanrkaffi í kvöld kl. 20,30. —
Hr. Jörgen L. Hansen, stud. polyt., sýnir og skýrir kvik-
myndir frá firmanu E.S.A.B. í Danmörku. — Auk með-
lima félagsins eru allir, sem fást við rafsuðu, velkomnir
á fundinn.
Félag járniðnaöarmanna.
:<>
:o
:o
o
< >
<>
<>
<>
O,
il
ú
I >
.<>
O
o
Húnvetningar
SKEMMTUN verður í Ásbyrgi í Miðfirði sunnudag-
inn 26. júlí kl. 2 e. h. ....
Skemmtiatriði:
Ræða.
Kvikmyndasýning, m. a. frá skemmtun Kvennasam-
bandsins í fyrra.
Dans. Hljómsveit spilar.
Seldir verða happdrættismiðar og dregið aö kvöldi
sama dags. Margir góöir vinningar.
Ágóðinn rennur til dvalarheimilis fyrir aldraö fólk.
Kvennasambandið.
< >
< (
n
:i
o
<
o
Ó
w
<!
>
• ^
Ur ýmsum áttum
Átthagafélag Strandamanna
gengst fyrir ferö norður í
Strandasýslu um verzlunarmanna-
helgna. Lagt verður af stað síðdeg
is á laugardag og komið aftur á
mánudagskvöld. Upplýsingar veitt
ar í símum 6961, 2901 og 6809. Þeir,
sem hafa hugsað sér að verða með
í ferðinni, láti skrá sig sem allra
fyrst. — Stjórnin.
Fvmtinu...
(Framhald af 1. síðu).
Veður var jafnan hið fegursta
og förin öll hin ánægjuleg-
asta. Kunna forsetahjónin öll
um hinar beztu þakkif, sem
að móttökunum stóðu og öll-
um þeim öðrum, sem voru við
staddir móttökurnar og gerðu
sér dagamun, enda þótt á
annatíma væri.
í för með forsetahjónunum
var Bjarni Guðmundsson
blaðafulltrúi í utanríkisráðu-
neytinu í forföllum forsetarit
ara.
(Frétt frá forsetaskrifstofunni).
iiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiniiimiiiiiiii
CO
G
cá
T3
C
a
i -
M
o>
co
u
d
1
«3
cð
u
o
bfl
so
d
d
£ tí
•d
ö
d
C£
Cð
55
cu
a
CO
co
Cð
t£
O
O
co
W
<
05
• J
b'.
u*
cö
a
Z>
1
s
H
'i
iimiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiHiuuii'iMmiiiuuiuiumuav
Síldiii . . .
(Framhald af 1. síðu).
frá 300—800 tunnur en ein-
staka skip hafði allt að þús-
und tunnum.
Mikil söltun á Siglufirði.
Til Siglufjarðar komu 40—
50 skip með síld í gærdag og |
var saltað þar á öllum bryggj i
um, en einnig nokkuð af síld
skipa, sem komu að austan,1
látið til bræðslu. I
Mörg skip komu alla leið
austan af Þistilfirði og lögðu
upp á Siglufirði, þar sem mörg
skip verða frá að hverfa frá
austurhöfnunum, þegar um
söltun er aö ræða. |
Var búizt við að til Siglu-
fjarðar kæmi í gær um 9000
tunnur síldar og verður mest
ur hluti þess saltaður. í
MmnSsvarði
(Framhald af 8. síðu).
Er þar letrað upphaf kvæðis-
ins Þótt þú langförull legðir.
| Varðinn er 4,3 m. á hæð og ,
8 metrar að ummáli neðst. í
Ber hann mjög hátt á stað,
þar sem sést yfir allt hið fagra
Skagaf j arðarhérað.
Dagskrá samkomunnar.
Á samkomunni söng karla-
kórinn Heimir undir stjórn
Jóns Björnssonar. Steingrím-
ur Steinþórsson forsætisráð-
herra flutti síðan ræðu. Minnt
ist hann fyrst uppvaxtarára
skáldsins, og lýsti síðan við-
horfi sínu til skáldsins, skáld- J
skaps þess og ævistarfs. Síðan
minntist hann heimkomu
Stephans 1917 og þakkaði síð
an hið myndarlega átak skag
firzkra ungmennafélaga við ,
að koma upp þessum varða.
Þá minntist i hann hinna
mörgu Vestur-íslendinga, sem
þarna voru og sérstaklega
dóttur skáldsins, frú Rósu
Benediktsson. Að lokum
kvaðst hann vona, að margir
ferðamenn, sem þarna færu
um veg, stöldruðu við, er þeir
j sæju varðann og hugleiddu
líf og ævikjör skáldsins og
lynnu þau heit að leitast við
: < >
Húsmæðraskóli Suðurlands,ii
Laiigavatni
hefst 1. okt n. k. og starfar til 30. apríl í vor
SKÓLANEFNDIN
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og að und-
angengnum lögtökum, sem fram fóru 28. marz og 3.
okt. 1952 og 13. marz 1953, verða 3 setjaravélar, taldar
eign Alþýðuprentsmiðjunnar, 1 adressuvél, 3 skrifborð,
1 reikningsvél og 5 ritvélar, taldar eign Alþýðublaösins,
seldar á nauöungaruppboði, sem haldið verður í húsa-
kynnum Alþýðuprentsmiðjunnar í Aiþýðuhúsinu við
Hverfisgötu, hér í bænum, fimmtudaginn 23. þ. m., kl.
2 e. h.
Greiðsla fari fram viö hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Þökkum hjartanlega öllum þeim er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar,
tengdaföður og afa
SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR
frá Árdal.
Ignibjörg Sigurðardóttir.
Guðrún Salómonsdóttir.
Lilja Ingólfsdóttir.
Sigurður Sigurðsson.
að sýna svipaða karlmennsku,
hetjulund, hreinskilni og
drengskap og einkenndi líf
þess og störf.
Gísli Magnússon og dr.
Broddi Jóhannesson fluttu
bráðsnjöll erindi um manninn
og skáldið Stephan G. Ríkarð
ur Jónsson lýsti varðanum og
rakti komu Stephans G. 1917.
Kvæði eftir skáldið lásu Pét-
ur Hannesson, Hallgrímur
Jónasson, Eyþór Stefánsson
og Andrés Björnsson. Frum-
samin kvæði fluttu Gunnar
Einarsson kennari, Jónas
Jónasson, Sauðárkrók, Magn-
ús Gíslason, Vöglum, og Jóna
tan Skagan.
Minnismerkið afhjúpaði
Rósa dóttir skáldsins. Einnig
voru viðstaddir allmargir
V.-íslendingar, sem hér er.u
nú staddir í hópför. Eyþór
Stefánsson formaður minnis-
varðanefndarinnar afhenti
frú Rósu að gjöf íslendinga-
sögur í skrautbandi.
Um kvöldið var fjölmennt
samsæti í Varmahlíð á vegum
Ungmennasambands Skaga-
fjarðar. Má segja, að það hafi
haft hina myndarlegustu for
ystu um þetta mál £ðlt.