Tíminn - 24.07.1953, Qupperneq 1
Rltstjóri:
Þórarlnn Þórarinsson
Útgefandi:
Framsóknarílokturinn
SkxUstoíur i Edduhusi
Fréttasímar:
61302 og BISOS
AfgreiSslusimi 2323
Auglýsingasíml 81300
PrentsmiBJan Edda
17. árgangmr.
Reykjavík, fóstudaginn 24. júlí 1953.
164. blat.
Síídar vart í gær- tekja á grasaf jalli
kveldi, veður hægra
Samkvæmt viðtali, sem
'blaöiö átti við Raufarhöfn í
gærkveldi var veður heldur
tekið að hægja og síldarskip
in fóru flest út í gær. Frétzt
hafði, að nokkur skip væru
byrjuð að kasta á svæðinu
út af Þistilsfiröi og Langa-
nesi, og eitt skip, Akraborg,
hafði þegar tilkynnt komu
sína til Raufarhafnar með
síld til söltunar.
Annars óttuðust sjómenn,
að aftur mundi hvessa von
bráðar.
Fréttaritari Tímans á Siglu
firði sagði í gærkveldi, að
skip komin út. Mætti heita
veður væri heldur hægra og
slarkandi bátaveður. I.ítið
hafði samt frétzt um síld á ■
vestursvæðinu.
Fíjótamenn sækja
Hóla heim
Frá fréttaritara Tímans
á Haganesvík.
Sunnudaginn 12. júlí fjöl-
menntu Fljótamenn heim til
Hóla í boði skólastjórahjón-
anna þar. Fóru um 80 bænd-
ur og húsfreyjur og var för-
iri hin ánægjulegasta. Skoð,
aði fólkið Hólastað, bygging-
ar, ræktun, vélar og búpen-
ing, en skólastjórahjónin
veittu gestum höfðinglega.
Þykir sá háttur, sem Kristján
Karlsson skólastjóri hefir tek
ið upp, að bjóða bændum og
húsfreyjum úr héraðinu heim
hinn myndarlegasti.
Stórhýsi flutt af Lauga-
vegi inn í Kleppsholt
Skilti og HsníerSaríjósm tekin ulður a
Laugavegi, svo að húsið konEÍzí um göíiisaa
Einhvern næstu daga hefst einkennilegt og stórbrotii
ferðalag við Laugaveginn. Leggur þá upp í Iangferð á mili
bæjarhluta citt stærsta timburhúsið við Laugaveginn, ser?
þar hefir verið allt frá byggingu þess 1902.
Áður fyrr var það eitt mesta tilhlökkunarefni unga fólksins
að fara á grasaf jall milli voranna og sláttar. Nú fækkar þeim
ferðum mjög, en því betur fer eru þær ekki lagðar niður með
öllu. Fyrir skömmu fór Ingólfur Davíðsson með námsmeyjar
Húsmæðrakennaraskóla íslands til grasa inn á Hveravelli.
Voru þar 14 stúlkur í för og var gist þar innra. Var grasa-
tekjan góð, eins og mynd þessi, sem Ingólfur tók, sýnir. Var
farið að tína grösin kl. 4 að nóttu meðan vctt var á að göml-
um sið. Til vinstri sést stúlka safna í pokann sinn, en til
hægri eru tvær ánægðar grasakonur með bústna grasapoka.
Banaslys á Þórshöfn:
Norskur skipstjóri fell nii
ur milíi skips og brygf
Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn.
Á fimmtudagsnóttina vildi það slys til, að skipstjóri á
norsku skipi, sem lá hér inni í höfn vegna storms, féll niður
á milli skips og bryggju og var örendur, er hann náðist.
Er hér um að ræða hús-
gagnaverzlun Kristjáns Sig-
geirssonar eða þann hluta
hennar, sem til húsa er í
timburhúsinu, er byggt var
til að selja í matvörur og
vín 1902. Er það um 90 ferm.
hús, tvær hæðir og ris. Kjall
ari hússins, sem er stein-
steyptur, stendur hins vegar
áfram.
Stórt hús, en mjó gata.
Alllangur aðdragandi er orð
inn að þessum sögulegu flutn
ingum. En ætlunin er að
byggja nýtt hús á þessum
stað yfir húsgagnaverzlunina,
sem samrýmist öllum kröfum
nútímans um húsgagnaverzl
anir, og er fjáríestingarleyfi
fengið fyrir fyrstu hæðinni.
Timburhúsið er selt mönn-
um, sem flytja það síðan inn
i Kleppsholt. Margir eru að
vísu vantrúaðir á að það tak
ist. Er hvort tveggja, að húsið
mun vera eitt stærsta hús,
sem lagt hefir verið í að flytja
hér á landi og svo hitt, að göt
urnar niður á Lækjartorg eru
víða mjóar fyrir svo rúmfrek
farartæki.
Götur mældar og
ferðaáætlun gerð.
Þeir, sem flytja húsið og
eru þessum málum kunnug-
astir, eru hins vegar á þeirn.
skoðun, að þetta sé vel fram-
kvæmanlegt.
Hafa þeir mælt vandlega
(Framhald á 7. síðu).
Hvalurinn aftur inn
í V opnaf jarðarbotn
Frá fréttaritara Tímans
á Vopnafirði.
Búrhvalurinn mikli, sem
Vopnfirðingar fundu í rúm
sjó og drógu til lands en
varð ekki nýttur, svo að
hann var dreginn á haf út
aftur, virðist ekki vilja
skilja við Vopnfirðinga
Hefir hann nú rekið inn
Vopnafjörð aftur og í land
fyrir botni fjarðarins á
malareyrunum við Hofsár-
ós. Er hann þar ekki nærn
bæjum og mun væntanlega
fá að bera þar bein sín hir
miklu.
Norska síldarskipið Resorn
lá hér við bryggjuna ásamt
fleiri skipum. Norski skipstjór
inn hét Anton Solebak, og
voru fleiri menn nærstaddir,
er slysið varð, og brugðu þeir
við til að bjarga manninum.
Mun hafa fengið slag.
Tckst þeim að ná skipstjór
anum upp mjög fljótt, en þá
var hann örendur. Læknir
kom fljótt á staðinn og skoð-
aði manninn. Álítur hann, að
skipstjórinn hafi fengið slag
og fallið þess vegna fyrir borð.
Síldar vart út af
Hornafirði
Frá frcttaritara Tímans í Hornafirði
S. 1. nótt reyndi einn bát-
ur héðan, Hrollaugur, síld-
veiði með reknetjum og fékki
fimm tunnur eftir nóttina. |
Þótti sjómönnum þó töluvert,
síldarlegt, mikið af fugli og
öðrum síldarmerkjum, enda Hve tnikið hðfa IsilB olíuféiögm eudBirgreitt?
hafa síldartorfur sést nýlega
,við Hrollaugseyjar. Síldin er
venjuleg hafsíld að stærð.
Var hún fryst.
OEíuféSagid hefir endyrgreitf
viðskipfamönnum sínum S98
milij. kréna á fimm áru’m
Eldur í mosa og grasi
á Þingvöllum í gær
Mildi að ekki urðu af hervirki. Sjálfhoða-
íiðar gengu vcl fram viS slökkvistarfið
Búið að salta 3000
tuiinur í Þórshöfn.
Frá fréttaritara Tímans.
Búið er að salta í 3000 tunn
ur síldar hér á Þórshöfn og
hefir engin síld borizt hing-
að síðan á mánudag, og nú
er stormur á, miðum.
Heyskapur hefir gengið
rnjög vel enda er heyskapar-
tíðin mjög hagstæð, spretta
mikil og heyfengurinn þvi
mikill og góður.
í nýkomnu hefti Samvinnunnar er svarað ýmsum
árásum, sem samvinnuhreyfingin hefir orðið fyrir að
undanförnu og segir har m. a.:
„Á sviði olíuverzlunarinnar hafa samvinnumenn
stofnað fyrsta al-íslenzka oiíufélagið og það hefir á
örfáum árum náð í sínar hendur meira en helmingi
alls olruinnflutnings til landsins. Félag þetta er af
gildum ástæðum hlutafélag, cn hefir fylgt þeirri sam-
vinnureglu að endurgreiða viðskiptavinum sínum
rcksíursafgang, og hafa þessar endurgreiðslur numið
hvorki meira né minna en 8,8 miljónum króna í síð-
ustu fimrn árum. Þetta er ekki lítill styrkur, til dæmis
við báta- og togaraútgerðina, sem eru meðal stærstu
\jðskiptaaðila félagsins. Og spyrja má: Hvar er sam-
bærilegur gróði af hinum helmingi olíuinnflutnings-
ins?“
Upplýsingar þessar sína bezt, hve mikill og góður
árangur hefir náöst af starfsemi Olíufélagsins. Hann
gefur jafnframt tilefni til að spyrja: „Hvað hefur orðið
af sambærilegum gróða hinna olíufélaganna?
í gær kom upp eldur í
grasi og mosa í hrauninu á
Þingvöllum en til allrar
mihli tókst að slökkva hann
fyrir röskíega framgöngu
sjálfboðaliða áður en her-
virki uröu að.
Blaffið átti í gærkveldi tal
við séra Jóhann Hannesson,
þjóðgarðsvörð um þetta.
Sagði hann, að Gísli Jóns-
son alþingismaður mundi
fyrstur hafa orðið var við
eldinn, er hann var í sumar
bústað sínum og gerði hann
þegar aðvart. Eldurinn hafði
kviknað í grasi og mosa í
hrauninu austan Háugjár,
scm er austan Flosagjár.
Komu menn á vettvang úr
sumarbústöðum og Valhöll
og gestir, sem staddir voru á
Þingvöllum ásamt þjóðgarðs
verði. Gekk fólkið vel fram.
Einna bezt gekk fram Guð
mundur Jónsson og kom
hann með nothæf verkfæri.
Voru það skóflur, sem notaS
ar voru til að gera rásir
kringum eldinn og berja
hann niður. Brann þó ofur-
íítill skógarreitur eða svæðí ,
sem er 60—80 fermetrar.
Ekki er gott að segja um
upptökin, en þau geta þó vel
hafa stafað frá sígarettu.
Jörðin á ÞingvöIIum er nú
mjög þurr og þurfa gestir að
fara mjög varlega með eld.
Einnig þyrftu að vera á
Þingvöllum góð handslökkvi
tæki.
Allmargt gesta var á Þing
völlum í gær, til dæmis vest
ur-íslenzku gestirnir.
Síldarsöltunin orðin
92 þnsund t'unnur.
Heildarsöltun á öllu land-
inu var i fyrrakvöld orðin
92778 tunnur og á Siglufirði
44541 tunna. Hæstu söltunar-
stöðvarnar þar eru Hafliði
4122, ísl. fiskur 4006, Nöf h.f.
3918, Dröfn h.f. 3536, Pól.
stjarnan 3342, Óli Hinriksen
2956, og Ólafur Ragnars 2422.