Tíminn - 24.07.1953, Page 5
164. blað.
TÍMINN, föstudaginn 24. júlí 1953.
FöstudngKr 24. jiílt.
ERLENT YFIRLIT:
Asíuför Stevensons
Ferðalag hans er talið hafa orðið til
mikils ávinnings fyrir Banclaríkin
Hvað veldur
árásueium ?
í nýútkomnu hefti Sam-
vinnunnar er varpað fram
þeirri spur-ningu, hvað valdi
hinum , hatrömmu árásum
andstæðinganna á samvinnu
hreyfinguna i seinni tíð.
Þeirri spurningu er síðan m.
a. svarað á eftirfarandi hátt:
„Einkaframtakið í landinu
á um mikil sár að binda eft-
ir þau átök, sem samvinnu-
menn hafa gert síðan í styrj
aldarlok. Á þrem stórum svið
um efnahagslífsins, þar sem
það hefir starfað óáreitt um
áratugi, hefir það nú misst
stórlega ítök.
Á sviði tryggingamála hafa
samvinnumenn nú tekið í
sínar hendur um þriðjung
allra frjálsra trygginga. Þeir
hafa haldið niðri iðgjöldum,
þegar einkafélögin vildu
liækka þau, og samt getað
skilað tryggingatökum aftur
um þrem milljónum króna á
aðeins fjórum árum. Hvar er
gróðinn af hinum tveim
þriðju hlutum hinna frjálsu
trygginga?, geta menn spurt.
Á sviði siglingamála hafa
samvinnumenn látið smíða
fjögur myndarleg kaupför,
án þess að nota til þess spari
fé þjóðarinnar eða gróða af
leiguskipum. Þeir hafa fært
dreifbýlinu þjónustu, sem
var áður óþekkt á þessu sviði
og með vaxandi flota munu
þeir hafa vaxandi áhrif í þá
átt að tryggja þjóðinni hag-
kvæmari flutninga til lands-
ins.
Á sviði olíuverzlunarinnar
liafa samvinnumenn stofnað
fyrsta al-ísienzka olíufélagið
og það hefir á örfáum árum
náð í sínar hendur meira en
helmingi alls olíuinnflutn-
ings til landsins. Félag þetta
er af gildum ás'tæðum hluta
félag, en hefir fylgt þeirri
samvinnureglu að endur-
greiða viðskiptavinum sínum
rekstursafgang, og hafa þess
ar endurgreiðsiur numið
livorki meira né minna en
8,8 milljónum króna á síð-
ustu fimm árum. Þetta er
ekki lítill styrkur, til dæmis
við báta- og togaraútgerðina,
sem eru meðal stærstu við-
skiptaaðila félagsins. Og
spyrja má: Hvar er sambæri
legur gróði af hinum helm-
ingi olíuinnflutningsins?
Ekki þarf að nefna fleiri
dæmi en þessi þrjú til að
sýna, að. einkaframtakið hef
ir, beðið afhroð fyrir sam-
vihnumönnum á þessum
sviðum. Það hefir tapað úr
sípum höndum vlðskiptum
og peningaveltu, sem nemur
hundí-uðum milljóna, og af
þessum sömu viðskiptum
liafa samvinnumenn gert
hvortveggja í senn að
koma upp miklum mannvirkj
um og eignast skip, sem eru
þjóðinni ómetanleg eign, og
endurgreiða um ellefu mill-
jónir króna til fólksins, sem
nofar þjónustu þessara fyrir
tækja á örfáum árum. Yerð-
ur; nú ekki skiljanlegt, hvers
vegna peningamenn landsins
draga áróðurssverðin úr slíðr
um og ráðast gegn samvinnu
samtökunum og þehn for-
í byrjúh.. marzmánaðar hóf
Adlai Stevenson, forsetaefni
demokrata í forsetakosningun-
um í Bandaríkjunum á síðastl.
hausti, ferðalag umhverfis hnött
inn, en fyrst pg fremst var það
þó tilgangur þess að ' kynnast
málum og hörfum í Asíu. Hann
er fyrir nokkru kominn til Ev-
rópu úr ferðálagi sínu um Asíu
og mun halda heimleiðis innan
skamms.
Bæði í- Bandaríkjunum og í
Evrópu hefir verið fylgst vel með
ferðalagi SteVensons, enda hefir
hann skrifáð um það greinar, er
birzt hafa í mörgum víðlesnustu
blöðum heimsins. Greinar þessar
lýsa glöggum skilningi Steven-
1 sons á vandamálum Asíuþjóð-
1 anna og. viðhorfi þeirra. Heima
í Bandarikjunum hafa þessar
greinar Stevénsons áreiðanlega
haft mikil áhrif.
Meðal Asiuþjóðanna sjálfra
hefir ferðalagi Stevensons þó á-
reiðanlega verið veitt mest at-
hygli og h'ann hlotið frábærleg-
ar viðtökur þar. Verður hér á eft
ir rakin i stórum dráttum frá-
sögn blaðámánns, sem hefir ver-
ið einn af; förunautum Steven-
sons i ferðalaginu.
Frægur fyrir ræður sínar.
— Þegar Adlai Stevenson hóf
ferðalag sitt.-.gerði hann sér von
ir um, að hann gæti ferðast eins
og hver annar óbreyttur amerísk
ur borgari. IJann gegnir engu
opinberu embætti og pólitísk
framtíð hans er óráðin.-Persónu-
lega óskaði hann líka eftir því,
að hann gæti ferðast sem mest í
kyrrþey og haft nóg næði til að
safna efni í greinar sínar. Þetta
hefir þó farið á aðra leið.
Adlai Stévehson hefir heimsótt
tólf lönd AsíU á tveimur mánuð-
um og alls staðar hefir hon-
um verið tekið, eins og þjóð-
höfðingi væri á ferð. Hann hefir
verið hyltur af miklum mann-
fjölda, honum hafa verið haldin
veglegustu samsæti og hann hef
ir þurft að halda marga blaða-
mannafundi. Allar þessar mót-
tökur minntu á kosningafund-
ina í Bandaríkjunum á síðastl
hausti að öðru leyti en því, að
hér var hvérgi um neina and-
stæðinga að ræða, eins og stund-
um kom fyrir þar. Það virðist
svo, sagði Stevenson einu sinni
i spaugi, að ég hefði getað náð
kosningu í sérhverju því landi,
sem ég heimsótti ekki á síðastl.
hausti.
Það kom á daginn, er okkur
hafði ekki órað fyrir í byrjun,
að almenningur í þessum lönd-
um vissi ekki aðeins hver Stev-
enson var, heldur hafði mætur
á honum. Á hinum ólíklegustu
stöðum vitnuðu menn í kosninga
ræður hans og fóru um þær lof-
samlegum orðum. Marga hittum
við, sem höfðu veðjað á hann á
síðastl. hausti.
Sennilega hefir engin maður á
síðari árum unnið sér slíkt álit
með ræðum sínum og Stevenson.
Fyrir ári síðan mátti hann heita
óþekktur. Nú á hann fjölmargaj
aðdáendur víðsvegar um heim
og er talinn einn glæsilegasti
málsvari frjálslyndra stjórnar-
hátta.
Vann á við kynninguna.
Það má óhikað segja, að kynni
þau, sem menn fengu af Steven-
son i ferðalaginu, hafa ekki spilt
fyrir honum. Hann vann á við
kynninguna, eins og í forseta-
STEVENSON
kosningunum í fyrra. Framkoma
hans er yfirlætislaus og alþýð-
leg, en vekur jafnframt traust
og tiltrú. Menn finna að hér er
á ferðinni óvenjulegur gáfumað-
ur. Hin hnyttnu og spaugilegu
tilsvör hans, sem oftast eru þó
græskulaus, hjálpa til að auka
vinsældir hans, ekki sízt hjá
blaðamönnum.
Það er einn kostur Stevensons,
að hann gerir sér aldrei manna-
mun. Þegar hann heimsótti land
svæði það á Malaya, þar sem
skæruhernaðurinn er einna mest
hvað misjafnt um andstæðinga
sína i Bandaríkjunum, en hann
vék sér jafnan undan þeim svör-
um og gerði það svo fimlega, að
þeir voru yfirleitt ánægðari eftir
en áður.
Framkoma Stevenson var jafn
an mjög ljúfmannleg, þótt hann
mætti andsvörum, en þó gat
komið fyrir, að hann yrði hvass-
yrtur, ef hann taldi sig mæta
ósanngirni. Eitt sinn borðaði
hann hádegisverð með japönsk-
um stúdentum, og voru í hópn-
um nokkrir kommúnstar, er létu
talsvert á sér bera. Stevenson
Á víðavangi
Hræsni kommúnista.
ur, fékk hann brezka hersveit hlustaði á þá með mikilli ljúf-
sér til fylgdar. Þegar hann mennSku og þolinmæði, en liélt
kvaddi hana, var hellirigning og ^ eftir mjög snjalla ræðu, þar
óveður hið mesta. Stevenson lét
sem hann skýrði sjónarmið
sér þó ekki nægja aö kveðja yf- Bandaríkjamanna. Stúdentun-
irmanninn, heldur fór út í rign- um fannsf bersýnilega mikið um
inguna, þótt hann yrði holdvot- manninn og ræðuna, hvort sem
ur, og kvaddi hermennina alla bún hefjr sannfært þá eða ekki.
með handabandi. Þessu botna ég j?kki ósvipað átti sér stað í Dja-
ekki í, sagði brezki yfirmaður- j^arta í Indónesíu á fundi með
inn í spaugi, því að aldrei geta blaðamönnum þar. Þeir ræddu
þessir menn orðið kjósendur ^ um hlutleysisstefnu Indónesíu
haiys. ■ 0g töldu hana m. a. sprottna af
Eitt Singapore-blaðanna, er fjárhagsástæðum. í tilefni af því
lýsti Stevenson sem óvenjulega hélt Stevenson mjög snjalla
geðþekkum manni, gerði saman- rægUj þar sem hann lagði út af
burð á honum og Thomas Dewey, þvþ hvort Bandaríkin væru orð-
ríkisstjóra í New York, er var m ems voidug og auðug og þau
þarna á ferð fyrir nokkrum miss erU) ef Bandaríkjamenn hefðu
erum. Þegar Dewey talaði við ehhi lagt líf og eignir í sölur til
blaðamennina, sagði blaðið, ag verja frelsi sitt, þegar þeir
mátti helzt halda, að hann liti voru mörgum sinni færri og fá-
Hræsni kommúista virðast
engín takmörk sett. f for-
ustugrein Þjóðviljans í gær
er því t. d. haldiö fram, að
kommúnistar hafí alltaf ver-
ið fylgjanöi því, að komið
yrði upp meiriháttar orku-
verum og stóriðju í sambandi
við þau. Öll afskipti komm-
únista af þessum málum
hafa þó verið á þá leið, að
þeir hafa reynt að spilla fyr-
ir slíkum framkvæmdum. í
nýsköpunarstjórninni komu
þeir því til vegar, að öllum
stríðsgróðanum var eytt, án
þess að einum eyrir væri var
ið til slíkra framkvæmda.
Síðan börðust þeir gegn
Marshallaðstoðinni til þess
að koma í veg fyrir byggingu
áburðarverksmiðjunnar og
nýju orkuveranna við Sogið
og Laxá.
í framtíðinni munu þeir
svo vafalaust halda þessari
iðju áfram. Þeir munu eins
og hingað til látast vera
slíkum framkvæmdum með-
mæltir, en f jandskapast jafn
hliða gegn öllum þeim leið-
um, er geta gert þær mögu-
legar.
Virkjun Þjórsár.
á hvern og einn þeirra eins og
Luky Luciano eða Frank Costello
(þetta er bófaforingjar, er De-
wey hefir átt í höggi við), en
Stevenson talaði við þá, eins og
þeir væru væntanlegir kjósend-
ur hans 1956.
tækari. Ræðan hafði bersýnilega
góð áhrif á blaðamennina, og
þótt hún hafi ekki sannfært þá,
ók hún álit þeirra á Stevenson.
För Stevenson hefir borið
góðan árangur.
Auk þess, sem Stevenson þurfti
að koma mikið fram opinber-
lega, ræddi hann við flesta
helztu stjórnmálaleiðtoga land-
Deildi aldrei á
Eisenhower.
Það kom blaðamönnum og
mörgum öðrum á óvart, að Ste-: anna> bæði þá, sem voru í stjórn
venson forðaðist að láta falla 0g stjornarandstöðu. Þessi við-
nokkur styggðarorð um andstæð. foi sfogu 0pf lengi og var ber-
inga sína i Bandaríkjunum og sýnilegt, að þessir menn sóttust
sízt af öllu hinn sigursæla keppi
naut sinn, Eisenhower forseta.
Þvert á móti hélt hann því fram,
að um meginatriði utanríkis-
málastefnunnar stæði megin-
þorri Bandaríkjamanna samein-
aðir. Vafalaust er Stevenson þó
gagnrýninn á ýmsar aðgerðir
stjórnarinnar og leysir sennilega
frá skjóðunni, þegar hann kem-
ur heim aftur. Á ferðalaginu
var hann hins vegar fyrst og
fremst Bandaríkjamaður er setti
þjóðarhagsmuni ofar flokkshags
munum.
Blaðamenn reyndu oft að fá
Stevenson til þess að segja eitt-
ustumönnum þeirra, er mest
an þátt hafa átt í þessum ár
angri undanfarin ár?“
Vissulega er hér að finna
rétta skýringu á árásunum.
Sú framsókn samvinnunn-
ar, sem hér hefir átt sér stað,
kemur jafnt við kaun milli-
liðastéttarinnar og kommún
ista. Hver slíkur sigur sam-
vinnuhreyfingarinnar verð-
ur til þess að draga úr þeim
gróða, sem milliliðirnir hafa
áður fengið, og færir hann í
vasa almennings. Hver slík-
ur sigur frjálsra samtaka, er
verður til að bæta hag al-
mennings, dregur úr mögu-
leikum kommúnista til þess
vekja óánæju gegn núverandi
þjóðskipulagi og koma fram
byltingaráformum sínum.
Þessvegna er það, sem Mbl.
og Þjóðviljinn syngja í sama
kór óhróðurinn og ósannind-
in um samvinnuhreyfinguna.
Árásir þessara óheillaafla
eiga hinsvegar ekki að verða
til þess að stöðva sigurgöngu
samvinnunar. Þær sýna
einmitt, að hér er verið á
réttri leið. Þessvegna eiga
þær að vera samvinnumönn-
um hvatning þess að halda
þannig áfram og vinna enn
fleiri og stærri sigra í fram
tíðinni.
eftir að ræða við Stevenson. Þeir
túlkuðu fyrir Stevenson sjónar-
mið sín og þjóða sinna, en Ste-
venson skýrði fyrir þeim sjónar-
mið Bandaríkjamanna.
(Framh. á 6. síðu).
Útvarpstruflanir
útilokaðar
í fyrsta skipti í sögunni hef
ir það heppnazt að útiloka út-
varpstruflanir í þýzkum iðn-
aðarbæ. Er þetta lítill bær í
Westfalen, þar sem póst- og
símamálastjórninni hefir eft
ir eins og hálfs árs starf tek-
izt að finna orsakir til útvarps
truflana.
Verkið hefir að mestu verið
framkvæmt í tilraunaskyni til
þess að færa sönnur á, að það
sé tæknilega mögulegt að úti
loka truflanir, ef vinnan væri
framkvæmd nógu rækilega.
Leitað hefir verið á kerfis-
bundinn hátt að vélum, sem
hafa truflað, og fundust yfir
100, og voru þær véístu i sam
bandi við merkjakerfið fyrir
sporvagnana og úthverfalest
irnar. Varð að byggja upp
nýtt kerfi til þess að útiloka
truflanirnar.
Þjóðvíljinn birtir mikla
reifara um það, að Fram-
sóknarflokkurinn hafi vilj-
að veita einhverju amerísku
auðfélagi leyfi til að virkja
Þjórsá. Það sanna er, að ekk
ert amerískt auðfélag hefir
farið fram á slíkt. Allt skraf
Þjóðviljans og annarra blaða
um það, er tilbúningur frá
rótum. Eini áhuginn, sem út
lendingar hafa sýnt fyrir
virkjun Þjórsár, er sá, að
enskt félag hefir um nokk-
urra ára skeið fengið að fylgj
ast með vatnsmagni Þjórsár,
en hins vegar hefir það ekki
farið fram á nein leyfi til
virkjunar eða iðnrekstrar í
sambandi við hana.
Afskipti Framsóknarflokks
ins af þessum málum eru
þau ein, að hann hefir fyrst
ur flokkanna hafið umræður
um þann möguleika, að ís-
lendingar færu sérleyfisleið-
ina til að koma fram meiri-
háttar virkjunum og iðn-
rekstri í sambandi við þær.
Vitanlega yrði það grund-
vallarstefnan, að við ættum
sjálfir orkuverin, en veittum
sérleyfi til viss atvinnu-
reksturs um ákveðinn tíma.
Þetta hafa ýms önnur lönd
gert með góðum. árangri.
Framsóknarmenn hafa
hafið umræður um þetta, án
þess að nokkur slík beiðni
hafi legið fyrir eða liggi fyr-
ir. Þeir hafa samt talið nauð
synlegt, að þjóðin færi’ að
ræða um þetta og athugaði
vel slíka möguleika, ef þeir
kynnu að bjóðast.
Augljós stefna.
Afstaða kommúnista til
þessara og annarra mögu-
leika til að koma upp stór-
framkvæmdum er vituð fyr-
irfram. Kommúnistar vilja
ekki blómlegt og f jölþætt at-
vinnulíf meðan núv. þjóð-
skipulag helzt. Þeir vita, að
kreppa og atvinnuleysi eru
beztu bandamenn kommún-
ismans.
Þess vegna munu þeir
halda áfram að berjast gegn
öllum stórframkvæmdum,
eins og þeir hafa gert und-
anfarið og rakið hefir verið
hér að framan.