Tíminn - 24.07.1953, Side 8
„ERLMT YFIRLIT“ I BAG:
Asíuför Stevensons
17. árgangnr.
Reykjavlk,
24. júlí 1953.
l€4i blaö.
84 jeppar fluttlr
ísraef til vlðbótar
liOkið er nii iithlntim þeirra 42 jeppabíla.
seni fyrst var ieyft að flytja inn á þessu ári.
Blaðið hefir snúið sér til Hannesar Pálssonar, sem er í
nefnd þeirri, er úthlutar jappabifreiðum þeim, sem til
landsins eru fluttar nú, og spurt hann um síðustu úthiut-
un og horfur á meiri innflutningi slíkra bifreiða til land-
búnaðarstarfa. Sagði hann, að úthlutun þeirra 42 jeppa sem
fluttar eru inn frá ísrael, væri lokið, og Ieyfður hefði verið
Innflutningur 84 jappa til viðbótar.
Innflutningur á þessum 42
jeppum var leyfður með bréfi
Fjárhagsráðs 27. apríl í vor.
Er verð þessara bíla talið um
42 þús. kr. og er það mun
hærra en sams konar bifreið
ar beint frá Ameríku.
Til bænda nema einn.
AIIs bárust nefndinni 170
umsóknir um þessa jeppa
frá bændum og 40 frá mönn
um, sem stunda aðra at-
vinnu. Úthlutun er nú lokið
og var 41 bíl úthlutað til
bænda, en aðeins einum til
annarra.
Þykja jepparnir dýrir.
Nefndin auglýsti eftir um-
Tekst Víkingnm
að hefna fyrir
Akurnesinga?
í kvöld fer fram síðasti leik
ur danska liðsins B 1903 og
mæta Danirnir þá gestgjöf-
um sínum, Víkingum. Verð-
ur Víkingsliðið styrkt mikið,
og má reikna með að leikur-
inn verði skemmtilegur og
jafn. Danirnir hafa leikið 3
leiki, unnið einn, tapað ein-
um og gert eitt jafntefli, en
roarkatalan er hagstæð fyrir
þá 13—4. Er því síðasta tæki
færi í kvöld að jafna þau met
að einhverju leyti. Spurning-
in er, hvort Víkingum tekst
að hefna fyrir hið mikla tap
Akurnesinga í þriðja leikn-
um.
Víkingsliðið verður þannig
skipað í kvöld talið frá mark
manni að vinstri útherja:
Ólafur Eiríksson, Guðmund-
ur Samúelsson, Sveinbjörn
Kristjánsson, Gissur Gissur-
arson, Helgi Eysteinsson, Sæ
mundur Gíslason (Fram)
Hörður Felixson (Val), Björn
Kristjánsson, Gunnar Gunn.
arsson (Val), Halldór Hall-
dórsson (Val) og Reynir
Þórðarson. Dómari í leiknum
verður kunnasti knattspyrnu
dómari Dana.
soknum á venjulegali hátt,
því að henni þótti ekki fært
aö miða við áður komnar um
sóknir, er ílestar voru mið-
aðar við ca. 30 þús. kr. verð
á bil.
Varð og sú raunin á, að
miklu færri sóttu um þessa
bila en áður, og úr mörgum
hreppum bárust engar pant-
anir, og er því augljóst, að
kaupgeta bænda til að eign-
ast þetta dýra en góða tæki
er mjög takmörkuð.
: . ■■■ , u-síí'L
84 til viðbótar.
Nú hefir fjárhagsráð til-
kjmnt jeppaúthlutunarnefnd
með bréfi 15. júlí s. 1. að við-
bótarinnflutningur verði
veittur á 84 jeppum einnig
frá ísrael, og mun verð
þeirra verða sama og áður
eða 42 þús. kr.
Nýjar umsóknir teknar.
Þá sagði Hannes, að rétt
væri að vekja athygli bænda
og annarra á því, að úthlut-
unarnefndin mundi veita nýj
CPramhald á 7. siðu).
Nýr og góður bátur
til Bolungarvíkur
Frá fréttaritara Tímans
í Bolungarvík.
í kvöld er væntanlegur
hingað til Bolungarvíkur
nýr og góður bátur, sem
smíðaður hefir verið í Ðan
mörku. Heitir hann Einar
Halfdáns eins og hinn eldri
bátur Bolvíkinga með því
nafni, en hann. hefir nú
verið skírður upp og heitir
Völusteinn.
Skipstjóri á hinum nýja
Einari Halfdáns er Halfdán
Einarsson. Báíurinn er 50—
55 Iestir að stærð og hinn
bezti að öllum búnaði. Hann
mun þegar fara á síldveið-
ar.
AHgóður handfæraafli er
nú hjá trillum frá Bolung-
arvík þegar á sjó gefur. Róa
þær aðáilega út í Djúp-
mynni og eru á þeim einn'
til fjórir menn.
nreinsuou ru
námsárunum í sjálfboðavinnu
Undanfarin kvöld hafa íbúar Reykjahverfis í ÍVlosfellssveit
haft mikið að gera og unnið verk, sem lengi hefir verið á
dagskrá. En það er að þrífa til eftir hernám stríðsáranna.
Friðrik Ólafsson
varð þriðji
Heimsmeistarakeppni ung
linga í skák er nú lokið og
var Friðrik Ólafsson í þriðja
sæti, ásamt Ivkov, fyrrver-
andi heimsmeistara. Hlaut
Friðrik 3% vinning, eða 50%
Heimsmeistari varð Pannó
frá Argentíu, en í öðru sæti
Vestur-Þjóðverjinn Darga. —
Frammistaða Fi’iðriks í mót-
inu hefir verið með miklum
ágætum og þó að hann hafi
verið óheppinn í fyrstu skák
unum í úrslitakeppninni,
sýndi hann það í síðari hluta
mótsins, að hann er ekki
síðri skákmaður, en þeir sem
efstir urðu. Keppendur á mót
inu voru alls tuttugu, svo að
það er ekki neitt smávegis
afrek að verða í þriðja sæti.
Skákir Friðriks á mótinu
verða birtar síðar f blaðinu.
Bananar draga úr
tómatasölu
Mikið er nú framleitt af
tómötum í landinu og þykja
þeir einstaklega góðir og
ljúffengir, enda mikið keypt
ir. En þó er það svo, að ekki
selst lengur öll framleiðslan
jafnóðum eins og mátt hefði
ætla með núverandi kaup-
getu og tiltölulega lágu verð
lagi tómata.
Sannleikurinn er sá, að inn
flutningur banana og sala
þeirra dregur mjög úr tóm-
atasölunni, og telja gróður-
húsaeigendur, að óheppilegt
sé að flytja mikið til lands-
ins af útlendum ávöxtum á
þeim istutta tima, sem fáan-
iegt er mikið og gott græn-
meti, sem framleitt er í land-
inu sjálfu.
Þar um slóðir voru á stríðs
árunum einar stærstu her-
mannabúðir landsins, og þeg
ar stríðinu lauk, :le'nti það í
hlut hins opinbera að rifa
mannvirkin og sSja bragga
og efnivið, sem þ^r féll til, en
hitt, sem enginri yjldi, var
látið liggja eftir i rústunum
til augnaangurs Öilum, sem
þarna eiga heima nærri.
Biðin, sem varð of löng.
í mörg ár beið fólkið eftir
því, að þeir, sem seldu bragg-
ana, gerðu hreint fyrir sínum
dyrum og skildu eins og mönn
um sæmir við leifarnar, en
nú þótti biðin orðin svo löng,
að engin von væri framar um
úrbót.
30 menn í sjálfboðavinnu.
Var því eínt til sjálfboða-
liðsstarfa í hverfinu og unn
ið að því að flytja burt allt
rusl og óþrifnað, sem beðið
hafði síns vitjunartíma í öll
þessi ár. Hafa um 30 manns
unnið að þessu, og var lokið
við hreingerninguna í gær-
kveld.
En björninn er ekki þar með
unninn. í hverfinu er ennþá
eftir eitt af hervirkjunum,
sem ekki er til að prýða stað-
inn. Er það gryfja ein heljar
mikil, sem notuð var undir
allt rusl á stríðsárunum.
Óheppileg landkynning.
Gapir hún með járnarusli
við vegfarendum, þar sem veg
urinn liggur heim að hita-
veitudælustöðinni,.sem er eitt
af helztu framkvæmdum
landsmanna. Þangað er farið
með útlendinga, sem til Tands
ins koma.
Þeir geta því dáðst að gap-
andi ruslagryfjunni' áður en
þeir skoða hitaveitlina.' 'En
þeir, sem eiga heima þarna
efra, ætla að bíða þolinmóðir
í nokkur ár, þar tiT ráðáménn
Reykj avíkurbæj ar sj á ástæðu
itil að Ijúka þessari sérstæöu
landkynningú.
Liðin í kvöld verða skipuð sem hér segir:
VÍKINGUR
Ólafur Eiriksson
Sveinbjörn Guðmundsson Guðm. Samúelsson
Gissur Gissurarson Helgi Eysteinsson Sæmundur Gislason
Hörður Felixscn Halldór HalMársson
Gunnar Gunnarsson Björn Kristjánsson Reynir Þórðarson
Danska liðið
Kurt Nielsen
Böge Oxfeldt
Poul Andersen Egon Nielsen
Karl Erik Hansen
Carl Holm Vagn Birkeland
Reykvískar samvinnukonur í
skemmtiferð í boði KRON
För í BorgarfjörS í fyrradag «g önnur
verður farln að önllfossi og Geysi í dag.
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefir nú byrjað þá
starísemi, sem mörg önnur kaupfélög víðs vegar um land
hafa tekið upp undanfarin ár, að bjóða félagskonum í
skemmtiför. Fara konur úr einu hverfi félagsins í slíka för
í sumar, og er hún farin þessa dagana.
Kurt Hansen
Svend Lauridtsen
Holger Pedersen
Bent Enge!
Dómari verður Axel Asmundsen, taiinn einn bezti knatt-
spyrnudómari Ðana. Þetta er síðasti síóri leikurinn þar til
í september.
Á aðalfundi KRON í vetur
bar frú Guðlaug Narfadóttir
fram tillögu um þetta, og var
hún samþykkt. Er svo ætlað
að eitt hverfi verði tekið fyr-
ir á sumri hverju eða tvö
litil eftir útdrætti.
Tvær ferðir í sumar.
Við útdrátt kom upp ann-
að hverfi félagsins, eða
konur þær, sem verzla við
deild félagsins við Grettis-
götu. Var konum þessum
rfdpt í tvær ferðir, og var
hin fyrri farin fyrir tveim
t’ögum. Fóru konurnar í
íimm stórum bifreiðum upp
£ Borgarfjörð og var snædd
ur miðdegisverður í Bifröst.
Síðan var ekið í Reykholt
og um Uxahryggi. Áð var í
Biskupsbrekku og hressing
þegin og siðan haldið til
Reykjav|íkur.
(FTamUald á 7. síðu)
giindnámskeiði lokiS
í nýrri lang,
Sundnámskeiði er nýlokið
á Hornafirði og voru þar börn
og unglingar úr héraðinu, en
einnig nokkrir fulloronir. —
Kennt var í sundlaug, sem
gerð var í fyrra og hituð er
frá rafstöðini. Laugin er op-
m, en nú er verið að byggja
við hana ^úningsklefa.
Naguib rainnist árs-
afmælis veglega
Mikið var um dýrðir í
Egyptalandi í gær í tilefni
þess, að eitt ár er liöið síðan
Naguib tók við völdum og
Farúk var rekiknn úr landi.
Voru miklar hersýningar, Na-
guib flutti ræðu og lýsti Bret-
um sem höfuðféndum lands-
ins, er hefðu hernuniið það.
Hátíðahöldin munu standa í
fjóra daga.
12. golfþing islands
stendur yfir
Klulckan 10 í gærrriorgun
var 12. Golfþing íslands sett
í Golfskálanum af forsnta
sambandsins, Þorvaldx'' Ás-1
geirssyni. Forseti fundarins
var kosinn Gunnar Schrarn
frá Akureyri, en ritari Georg
Gíslason frá Vestmannaeyj-
um. Fyrir þihginu láu venju-
leg aðalfundarstörf, en í sam
bandinu eru sex golfklúbbar
með 425 meðlimum. Tveir ný
ir klúbbar voi’u teknir í sam
bandið, Golfklúbbur Hellu, er
telur 19 meðlimi, og Gölf-
klúbbur Árnesinga með 20
meðlimi. Félagsvöllurinn er í
Hveragerði.
Á þinginu var samþykkt að
ræsta landsmót í golfi skyldi
haldið í Hveragerði og Reykja
vík næsta sumar. Þá var í
sambandi við þingið gefið út
Iblaðið Kylfingur, mjög vand
að að frágangi og efni. Rit-
!stióri þess er' Benedikt Bjark
lind. í gær var háð Bæjar-
keppni milli Reykjavíkúr arin
arsvegar og Akuréyrar, Vest
mannaeyja og Hellna hins veg
jar. Einnig hófst í gær larids
mót öldunga dg voru þrír þátt
takendur frá Akureyri, einn
frá Vestmannaeyjum og sex
írá Reykjavik, 11 frá Akúr-
eyri. 4 frá Vestmannaeyj um
og einn frá ijellu... ..
Reykvíkingar sigr-
uðu í bæjakeppni
Bæjarkeppni í golfi lauk í
gærkveldi og sigruðu Reyk-
víkingar með 8>/2 vinníng
gegn Vestmannaeyingum og
Akureyringum sameiginlega,
jsem fengu 4Y2 vinning. í
tyrra sigruðu Akureyringar
gegn Reykvíkingum og Vest-
mannaeyingum sameiginlega.