Tíminn - 29.07.1953, Qupperneq 4

Tíminn - 29.07.1953, Qupperneq 4
TÍMINN, miðvikudaginn 29. júlí 1953. i68; .BíaS.:: Gunnar Kristjánsson, Dagverðareyri: Ræða flutt á síðasta ársfundi Mjólkursamlags KEA Þróun landbúnaðarins Oþ söluhorfur landbúnaðarvara Framhald. Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum, segir í síðasta 3únaðarriti: „Ef við bregðum upp mynd if jarðrækt þeirri, sem al- nennt er nú framkvæmd í /andinu, þá er hún eins og óg vil nú lýsa:. Við stundum sem fóður- 'ramleiðslu tún- og engja- :>-ækt á skjóllausu laudi. Tún- /æktin er að öllu háð erlendu jrasfræi. Framkvæmdir á ný •æktinni er afar handahófs- íent og sáðtími fræsins mjög út óhentugur. Áburðarnotkun á túnin er úða stórábótavant. Með þessu ikipulagi verður töðufram- eiðsian óörugg, einhæf og •ij álparvana eins og dæmin naía oít sýnt._ ______ Grænfóðurrækt er víðast eingöngu tiafVar, sem eru ó- :ullkomið fóður við mjóikur- : Vamleiðslu. Af þessu leiðir að fóðurbætiskaup verða .-.nikil, sumpart af því að tað- an er ekki að öllu leyti full- gilt fóður, ef um góða mjólk- rrgripi er að ræða, svo og /egna skorts á heyi, sem oft stafar af því að túnin bregö- ast vegna kals og stundum og.líklega oftar vegna skorts á nægum og algildum áburði. Engar nægilega markvissar Eramkvæmdir í skógrækt. er iofa bví, að við getum höggv- :ið skóg svo nokkru nemi eft- :ir 60—100 ár. Engin skjólbelti eru fyrir hinn árlega nytjagróður. .Þetta er ástandið í dag. Hvernig þarf það að verða? Hvert býli þarf að leggja stund á fjölbreyttari fram- ieiðslu. Koma þarf á betri og vandaðri túnrækt, kornyrkju af byggi og höfrum og jafn- vel rúg, og fullnægja á þann hátt. fóðurbætisþörfinni Akr- ar þurfa að koma sem be’g- jurtahafra-grænfóður, kart- öflur, fóðurrófur, fóðurmerg- kál, ýmisar korntegundir til þroskunar, jafnvel hör til iðn aðar í landinu, frærækt, 4— 5 grastegundir og plöntuupp- eldi trjáa og viðartegunda. Skjólgirðingar úr lifandi trjá gréðri um afgirtar vel form- aðar ræktunarspildur, sáð- skiptigraslendi, þar sem rauður og hvítur smári væri helmingur grasgróðursins og hi’aðþurkun á grasi til nota bæði heima á búum bænda og til sölu“. Þetta segir einn af okkar mestu ræktunarmönnum, og hví skyldum við ekki trúa að þet-ta geti orðið svo. Hér hafa verið unnir stórsigrar fyrir landbúnaðinn, í ræktun bygg ingum og tækni. í dag minn- umst við eins þessa sigurs, sem var stofnun Mjólkursam. lags KEA fyrir 25 árum. Þá virtist stefna niður á við fyrir íslenzkum landbún- aði, en erfiðleikunum var mætt með jákvæðum aðgerð- um. Nú hefir um skeið verið stöðug þróun í íslenzkum landbúnaði, og því síður á- stæða til bölsýni. Mjólkursamlag KEA mun halda áfram að vera ein aðal lífæð búnaðarins hér í Eyja- firði. Fleira þarf þó hér að koma til, enda ber ætíð aö haga seglum eftir vindi. Ræktimarmál öll þurfum við að taka enn fastari tök- um og þá ekki eingöngu rækt un jarðarinnar, heldur einnig ræktun og kynbætur búfjár- ins. Þar sem árangur þeirra kynbóta, sem stofnað var til með sæðingarstöð S.N.E., er þegar farinn að koma í ljós, ber okkur að nýtja hann fljótt og örugglega. Þetta ger- um við þó ekki sem skyldi. Við þurfum að eignast bú, þar sem fram færi samanburð ur á kvígum og kvíguhópum, er nytu sömu fóðrunar og hirðingar, en á meðan þaö ekki kemst á fót, mætti á- byggilega vinna mikið að því að útrýma lélegu kúnum, með því að reyna að sjá um að kvígum undan góðum kúm væri alls ekki lógað, en þær heldur seldar öðrum, sem eng ar eða fáar eiga góðu kýrn- ar. Það er leiðinlegt að segja það, en þó mun það alloft koma fyrir að kvígum undan góðum jafnvel ágætis kúm er lógað, en aðrir verða að láta lifa undan rillunum. Þetta kostar þó ekki annað en ofurlitla greiðvikni og skipu- lag. Sá sem vill kaupa kvígu til lífs, tilkynnir það sæðingar- stöðinni, og þeir sem vilja selja sömuleiðis. Þetta hefir nú víst einhverntíma átt að vera svona, en lítið orðið úr, í það minnsta hefi ég, allt síðan sæðingarstöðin var stofnuð, við og við, beðið þá sem þar vinna að útvega mér kvígu til lífs, en ekkert til- boð hefi ég fengið ennþá. Þó að einhæf framleiðsla geti oft gefið góðar tekjur, þá hefir hún líka sínar hættu legu hliðar. Mj ólkurframleiöslan hefir um skeið verið sú framleiðsla sem ráðið hefir úrslitum um afkomu bænda hér í þessu byggðarlagi. Nú er sýnilegt að hyggileg- ast er að láta nokkuð af fram leið&luaukningunni beinast að fjölgun sauðfjárins. Þetta þarf nú ekki að segja ykkur, en annað er mjög athugandi í þessu sambandi, og það er, hvort við getum ekki byggt ódýrara yfir sauðféð en viða er gert. — Hér hefir um skeið lítið verið sinnt byggingu og viðhaldi fjárhúsa, og er nú víða svo komið að engin not hæf fjárhús eru til, og mun það mjög torvelda að sauð- fénu fjölgi eins og æskilegt væri, hve þau verða dýr með þeim byggingaraðferðum og efnisvali, sem nú er mest not að. Það er ekki fjarri því, að það hafi kostað 1000 kr. að byggja yfir kindina og fóðrið handa henni. Steinsteypa er ágætis bygg ingarefni, sé vel til hennar vandað, en við megum ekki trúa á hana og nota hana athugunarlaust í allar bygg- ingar. Vinna er mikil við stein- byggingar, þær verða ekki færðar úr stað, né breytt að verulegu leyti nema með ær- inni fyrirhöfn, auk þess all dýrar. Fjárhús, hlöður og verkfærageymslur eru bygg- ingar, sem þurfa ekki að vera hlýar, og er ég viss um að þessar byggingar yrðu allar mjög miklum mun ódýrari, ef hægt væri að fá innflutt verksmiðjusmíðuð járnhús af heppilegum stærðum. Þessar byggingar hafa líka þann stcra kost fyrir okkar óráðnu bústærð að þær má stækka með litilli fyrirhöAi og færa úr stað án þess að þær eyðileggist. Þó að fjölga megi sauðfénu allverulega, þá er það margra hluta vegna ekki æskilegt að mjólkurframleiðslan hætti að aukast frá ári til árs, og mundi einmitt nú hafa háska legar afleiðingar, vegna þess að miklir fjármunir hafa á undanförnum árum verið bundnir í fjósbyggingum, skurðgreftri og öðrum undir búningsaðgerðum til stórauk innar nautgriparæktar. Ef til vill getum við líka framleitt nautgripakjöt á ein hverju af okkar ræktaða landi og væri sæmra að reyna það, en að láta óþarfahross berja gaddirm engum til gagns, en landinu til stór- skaða. Öðru hvoru hefir verið ymprað á innflutningi naut- gripa af holdakyni, en ekk- ert orðið úr framkvæmdum, allt þess háttar dauðadæmt, með því að benda á þau hörmu legu siys, sem hlutust af inn- flutningi á öðru erlendu bú- fé. Þessi hræðsludraugur er svo Imagnaður að það er hæpið að nokkur þori að ræða mál- ið í alvöru. Hér er þó um svo mikið hagsmunamál að ræöa að taka þarf það til ræki- legrar athugunar og endur- skoðunar. Það er mjög ótrúlegt að ekki sé hægt að búa þannig um að sjúkdómshætta frá inn fluttum gripum væri úti- lokuð I Við slysunum er skynsam- legast að bregðast með öfl- ugum slysavörnum, en ekki meö því að leggja árar í bát. i Hvort sem við framleiðum kjöt eða mjólk verður niður- staðan sú sama, innlendi markaðurinn tekur ekki við þeirri framleiðsluaukningu, sem er framundan. í Við verðum að reyna út- flutning bæði á kjöti og mjólk urafuröum. Og þó að við vit- ' um að útflutningur á mjólk- urvörum þýði það að meðal- verð mjólkurinnar muni eitt- hvað lækka, þá er vinning- urinn í fyrsta lagi sá, að koma I (Framhald á 5. síðu.) Ragnar Jónsson 11 hæstaréttarlöjpraaðaj io | < > Laugaveg 8 ~ 8íml 7761 Í1 Lögfræðlstörf og eignanm- «ýsla. ! fiuyhjAií í TmaHutt AS undanförnu hefir sólin hellt geislum siium yfir land og þjóð í j nœstum enn ríkara mæli en fyrr á ' þessu þó óvenjugóða sumri. Hér sunnan lands hefir hitinn víða kom izt yfir 20 stig, og þá er kannske ekki furða, þó að sumum fari að finnast nóg um. Sundlaugamar og sundhöllin eru notaðar meira en áður, og hvarvetna má sjá fólk, sem vill nctfæra sér sólargeisiana til þess að verða brúnt og hraust- legra en áður. j Það kunna að þykja öfugmæli hér uppi á landinu okkar, sem ber hið kalda nafn, að vara fólk við sólinni, vara fólk við of mikilli áfergju í sólböð. En það er áreiðan legt, að það eru ekki allir, sem fara rétt að í sólríkustu mánuðunum, júlí og ágúst. Með því að vita eitt- hvað um sólargeislana er hægt að komast hjá því, að húðin verði rauð, hlaðin blöðrum og bólgni. i | Það er rétt að minnast þess, að það eru ekki björtu geislarnir og hitageislarnir, sem hlýja mest og t senda þægilega tilfinningu um líkamann, sem valda húðinni mest- um skaða. Það eru tvenns konar ultrafjólubláir geislar, er valda sól bruna og setja lit á húðina. Þegar þessir geislar endurkastast frá vatni eða hvítum sandi, verða þeir helmingi sterkari. Þess vegna fei' oft verst fyrir óvana, þegar þeir eiga þess sízt von, en það er þegar himinninn er skýjaður eða þeir láta sólhlíí skjla sér fyrir geislunum að ofan. Styttri uitrafjólubláu geislamir ganga inn í efsta lag húðarinnar og brenna hana, án þess að lita hana nokkuð verulega. Húðfrumurn ar verða fyrir skemmdum og gefa frá sér hlaupkennt efni. Við það þenjast minnstu æðarnar út og húðin roðnar. Blóðvökvinn þrýstist út úr hinum þrútnuðu æðum og get ur safnazt í blöðrur. Lengri ultrafjólubláu geislarnir gera húðina aftur á móti brúna, án þess að mikil hætta sé á því, að þeir skemmi yztu séllurnar. Þeir ganga lengra inn í, húðina þg. ná . til litarefnanna. Þegar geislar skína á húðina, færast litarefnin nær yfirborði hennar og dekkjast. Þetta ’ er það, sem við köllum að verða brún. Fiest dökkhært fólk virðist þola sólina betur en ljóshært fólk. Sumt fólk, sem hefir ljósa húð, getúr alls ekki orðið brúnt, það roðnar og fæf blöðrur eftir nokkurra mínútna sól bað. Það stafar ekki af því, áð lit^r efnin í húðinni séu svo Ijós, h'eldur af þvi, að húðin er' venjuiéga fin- gerðari. Sóiarolíur og sólkrém erú venju- lega gerð með það fyrir augiim, áð forða húðinni frá styttri ultrafjólu bláu geislunum. sem brenna, en lofa lengri geislunum áð komast í gegn. ' ' Þetta virðist vera lausnin á vandá- málinu, en samt érú þessi smyrsl sjaldan örugg. Sólafoliur eru einn" ig mjög misjafnlega góðar, þg sum“ ar þeirra gefa meira að segja slæmá raun. Jurtaoiíur geta verið' góðar; en þaö er sama hváðá meðúl eru notuð, það verður að hafa gát á sólinni, þegar hún er heit. Be2t er að smálengja tímann, sem fer í sól' böðin og venjast á þann hátt sól- inni. Sólgleraugu eru líka nauðsyn- ' leg. Látum við svo þessu rabbf lokið í dag. Starkaður. ■ > Enginn getur fylgzt vel með tímanum nema að hánn lesi TÍMANN. Gerist áskrefendur að TÍMANUM, með því að hringja í síma 2323 og panta blaðið. Einn mánuð fyrst til reynslu. Með því fá menn fróðlegt og skemmtilegt lestarar- efni sex daga í hverri viku. r i fl f Hesteigendur Þeir hesteigendur, sem ætla sér að hafa hésta sína ' [ í fóðri og hirðingu á vegum félagsins á komandi vetrl, eru góðfúslega beðnir að tilkynna það til formanns fé lagsins, Þorláks G. Ottesen, síma 4892 eða Haraldar Sveinssonar, síma 81430 fyrir 15. ágúst n. k. Hestamannafélagið FÁKUR Þökkura sýnda samuð við fráfall og jarðarför FREYGERÐAR ÁRNADÓTTUR Bræðraborg, Stokkseyri Ingibjörg Árnadóttir Marta Jönsdottir Viktoría Jónsdóttir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.