Tíminn - 28.08.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.08.1953, Blaðsíða 5
1193. blað. TÍMINN, föstudaginrt 28. ágúst 1953. Fiistud. 28. íígúst. Umbæturnar í sjúkrahúsmálum Skortur viðhlítandi heil- brigðisþjónustu og vöntun sjúkrahúsa hér á landi hefir á undanförnum árum verið alltítt umræðuefni, og um næstsíðustu alþingiskosning- ar voru þessi mál, bæði hinn almenni sjúkrahúsaskortur í landinu og sér í lagi sjúkra- húsaskorturinn í Reykjavík, allmjög á dagskrá, enda mátti þá segja, að ástandið væri illt í þeim efnum og harla lítið hefði unnizt á þeim vettvangi á áratugnum þar á undan. Ástandið þá sætti allmikilli gagnrýni af hálfu Framsóknarmanna og í kosningabaráttu flokksins var lögð áherzla á úrbætur í þessum efnum á næsta kjör- tímabili. Nú er það kjörtímabil liðið. og það er óblandin ánægja að veita því athygli, að fullkom- in stefnubreyting og stakka- skipti hafa orðið í þessum málum, og hefir þar ráðið for usta Framsóknarflokksins, einkum Steingríms Stein- þórssonar, forsætis- og félags málaráðherra, sem þessi mál heyra undir. Á þessu síðast- liðna kjörtímabili hefir og verið lagt meira fé af ríkisins hálfu til byggingár sjúkra- húsa og heilsuugæzlu en nokkru sinni fyrr. Nokkur myndarleg og vel búin sjúkra hús hafa risið hér og þar um landið, og bygging annarra er nú hafin eða undirbúin. Hér í blaðinu í dag er birt samtal við forsætisráðherra um þessi mál, og koma þar fram upplýsingar, sem sýna glögg- lega þá stefnubreytingu, sem hér hefir orðið, og greint er frá hinum margháttuðu fram kvæmdum, sem nú eiga sér stað á vegum heilbrigðis- stjórnarinnar. Af framkvæmdum, sem iok 3ð var, hafnar eða lagður grundvöllur að á síðasta kjör tímabili má nefna sjúkrahús ið á Akureyri, sjúkrahús á Akranesi, Blönduósi, Kefla- vík og Neskaupstað, og sjúkra húsiö á Sauðárkróki teiknað, auk viðbyggingar Landsspít- alans með barnadeild, hjúkr- unarkvennaskóla og fávita- hælis í Kópavogi. Að sjálfsögðu hefir ríkið ekki eitt staðið að þessum framkvæmdum, heldur einn- ig viðkomandi bæir og sveit- arfélög og margvíslegur styrk ur hefir borizt frá samtök- um, er láta sig þessi mál skipta, og safnað hafa fé í því skyni, svo og samskot og framlög einstaklinga. En eitt hið athyglisverð- asta og ánægjulegasta í fram kvæmd þessara mála er þaö, hve góð samvinna hefir yfir- leitt tekizt milli þeirra félags samtaka og annarra aðila, er bera þessi mál fyrir brjósti annars vegar, og ríkisvalds- ins hins vegar, og hefir með slíkri samvinnu og sameigin- Jegu mátökum reynzt kleift að hrinda fram málum, sem annars hefði orðið dráttur á. Má í því sambandi nefna sam komulag kvenfélagsins Hringsins í Reykjavík og heil , brigðisstjórnarinnax um Hver er reynsla Norðmanna af héraðsbönnum? Hófsncyzla áfeng'is virðist minnka. ÖIvuu- arbrot að minnsta kosti eins mikil og' áður í finnska tímaritinu Alko- holpolitik birtist í júní s. 1. grein um framkvæmd héraðs banna í Noregi og reynslu Norðmanna af þeim. Heitir greinin Héraðsbönnin í Nor- egi, og er eftir Anders Ham- er. Fer greinin hér á eftir í lauslegri þýðingu: Norsku áfengislögin frá 1927 og viðaukalög frá 1947 kveða svo á, að í bæjum með meira en 4 þús. íbúa megi efna til atkvæðagreiðslu átt unda hvert ár til þess að skera úr um það, hvaða hátt ur skuli hafður á verzlun með áfenga drykki í kaup- staðnum. Stofna skal til slíkr ar atkvæðagreiðslu, ef tutt- ugasti hluti atkvæðisbærra manna æskir þess. Úrslit at kvæðagreiðslunnar eru bind- andi fyrir bæjarstjórnina. Ákvæði um slíka atkvæða- greiðslu komu raunar fyrst inn í áfengislöggjöfina 1894, og árangur þeirra varð að nokkrum árum liðnum sá, að áfengissala hætti í mörgum bæjum landsins. Löggjafinn var þeirrar skoðunar, að hér aðsbann stuðlaði að bindind issemi, þar sem erfiðara yrði að ná í áfengi. Á seinni árum hafa ýmsar athuganir verið gerðar á á- hrifum héraðsbannanna. Það sem byggt er á, eru fyrst og fremst skýrslur um ölvun á almannafæri og ölvunarbrot, þvi að fjöldi þeirra og hlut- fall er sæmilegur mæli- kvarði á áfengisneyzluna. — Hafa verið bornar saman töl ur ölvunarbrota miðað við hverja þúsund íbúa í borg- um með og án frjálsrar á- fengissölu. Rannsóknir þessar hafa að mestu verið framkvæmdar af Statistiska Centralbyraa, og síðasta skýrsla stofnunar- innar um þetta er frá okt. 1951 og niðurstaða hennar er í fullu samræmi við fyrri at- huganir á þessum málum. Af þessum skýrslum má draga þá ályktun, að bind- indissemi sé ekki meiri með- al fólks í bæjum, sem búa við héraðsbann, en hinum, sem hafa frjálsa áfengissölu. Hér aðsbönnin virðast heldur ekki eíla bindindissemi fólks á lengri tíma fram yfir það, sem er í áfengisbæjunum. Þessar niðurstöður eru eink um athyglisverðar með þá staðreynd í huga, að áfeng- isneytendurnir eru miklu fleiri í áfengisbæjunum. — Leiðir þetta að sjálfsögðu af því, að héraðsbönnin eru sam þykkt í bæium, þar sem meiri hluti borgaranna er bindind issinnaður, en áfengissala heldur áfram í bæjum, þar sem meirihluti borgara eru „vinsamlegir“ áfengisneyzlu. í þeim atkvæðagreiðslum, sem fram hafa farið eftir striðið, hafa atkvæði með á- fengissölu verið nær helm- ingi fleiri í áfengisbæjum en i hliðstæðum bæjum öðrum, þar sem atkvæðagreiðsla fór fram. Að vísu er óvarlegt að álykta, að atkvæði með áfeng issölu standi í réttu hlutfalli við fjölda áfengisneytend- anna, en aðra ályktun er varla hægt að draga af þessu en þá, að áfengisneytendur séu mun fleiri í áfengisbæj- unum en héraðsbannabæj - unum. Og þar sem hlutfall ölvunarafbrota miðað við hverja þúsund ibúa í áfeng- isbæjunum er nær hið sama og í héraðsbannabæjunum, er naumast hægt að draga af því aðra ályktun, en að hegn ingarverð misnotkun áfengis meðal áfengisneytendanna séu verulega minni í áfeng- isbæjunum en héraðsbanna bæjunum. Rannsóknir þessar hafa einnig náð til ólöglegrar sölu áfengis, og niðurstaðan er í stuttu máli sú, að hún er miklu meiri í héraðsbanna- bæjum en áfengisbæjum. Það hefði verið mjög æski le^t að komast að raun um, að hve miklu leyti héraðs- bann takmarkar almenna á- fengisneyzlu í viðkomandi héraði. Því hefir almennt ver ið haldið fram, að neyzlan minnki, þegar hömlur eru lagðar á sölu. En engar hag- fræðitölur eru fyrir hendi, sem sýna þetta örugglega. En sem fyrr segir, sýna tölur um ölvunarafbrot, að mis- notkun áfengis er alveg eins algeng í héraðsbannabæjum sem áfengisbæjum. Væri þetta þannig vaxið, að áfeng isneyzlan í heild minnkaði viö héraösbann, er sú minnk un aðeins á sviði hinnar hóflegu áfengisneyzlu. Hér- aðsbann virðist þá gefa þann árangur einan, eins og reynsl an raunar er með allar aðrar áfengistakmarkanir, að hófs neyzlan minnkar en misnotk unarneyzlan helzt a. m. k. ó- breytt. Spurningin um héraösbann eða ekki er oftast mikið til- finningamál. Áður en at- kvæðagreiðslur fara fram á sér stað mikill áróður á báða bóga og verður jafnvel ákaf- ari en við venjulegar þing- kosningar. Oftast er rödd tilfinninganna háværari en rödd skynseminnar í þessum áróðri, og hefir þaö í för með sér margs konar sundrung, sem síður en svo stuðlar að aukinni bindindissemi eða samúð með bindindishreyf- ingunni. Þótt ekki sé hægt að sýna fram á nein jákvæð áhrif héraðsbanna, beita bindind- ismenn sér af alefli fyrir því, að ákvæöi um þessar at- kvæðagreiðslur séu gerð víð- I tækari. Meirihluti hinnar svonefndu bindindisnefndar j frá 1947 hefir lagt til, að á- (kvæðin nái einnig til at- kvæðagreiðslu um öl og vín. Minnihluti nefndarinnar legg , ur til, að nágrannahéruð bæjanna taki einnig þátt í atkvæðagreiðslunni. Einnig hefir verið lagt til, að bann ,sé lagt við sendingu áfengis milli héraða. Allar þessar ráð , stafanir eiga aö stuðla að því . að þurrka landið. j Álit nefndarinnar var birt ! 1949 cg er enn til athugun- ar í ráðuneytinu. Málið verð i ur kannske ekki lagt fyrir stórþingið fyrr en 1954. Af- , staða rikisstj órnarinnar er því ókunn enn. En þar sem tillögur þessar styðjast ekki við haldgóð rök sótt í sjóð þeirrar reynslu, sem fengizt hefir af núverandi fyrirkomu lagi, er varla líklegt, að rík- isstjó.rnin fallist á það að gera ákvæði um atkvæða- greiðslu um héraðsbönn víð- tækari. framlag til Landsspítalabygg ingarinnar gegn því að þar verði barnadeild. Hringur- inn hafði safnað fé af ein- stökum dugnaði til bygging- ar barnaspítala, en hafði ekki strax nægilegt fé til að byggja slíkt sjúkrahús sér- stætt, enda að ýmsu leyti tal- ið heppilegra að reka það í sambandi við almennt sjúkra hús. Með samvinnu Hringsins og rí kisst j órnarinnar hefir því hvort tveggja unnizt, að létt er undir með Landsspít- alabyggingunni og barna- sjúkrahús kemst á laggirnar fyrr en ella. Slík samvinna hefir átt sér stað í fleiri til- fellum til mikils gagns og er auðsætt, að hér er meira en áður farið inn á braut, sem er heillavænleg. Þótt þegar hafi mikið á- unnizt, er yfirleitt um að ræða framkvæmdir, sem kosta geysimikið fé og taka langan tima. Á næstu árum mun því þurfa að leggja fram mikið fé af ríkisins hálfu og annarra til að ljúka þeim framkvæmdum, sem hafnar eru, og ráðast í aðrar nýjar. sem brýn nauðsyn er á, því að enn er ástandið í sjúkrahús- málum margra héraða ekki viöhlítandi og geldur þjóðin mjög í því efni vanrækslu stjórnarvaldanna á þeim ár- um, er hún hafði miklu meiri fjárráð en verið hefir síðustu árin. Til Kristmanns Gnð- mundssonar skálds Skáldin hjálpa skaparanum, Iskemmta lýð og endurnæra. j Þú ert skáld og „karl í krapi“, Kristmann. Ég vil ljóð þér færa. í bókum þínum fólkið finnur fegurð lífs og hjartans dreyra. Þakkir fyrir „Þokuna rauðu“, „Þyrnirósu höll“ og fleira. í bókum þínum vakir vorið, vita þeir, er lesa nenna. í þágu helgra huliðsmála hefurðu sveiflað þínum penna. Draumamaður djarfur ertu; dansar ekki á vanans línum. Einhver dulrænn undirstraumur er í flestum sögum þínum. Veifaðu yfir voru landi veldissprota listar þinnar, og að ísum efnishyggju eldinn berðu Guðspekinnar. Geislar féllu á götu mína: Gott var skáldi og manni að kynnast Víst mun lýður vökuglaður verka þinna lengi minnast. Gretar Fells. Sífelld fjölgun flugfarþega Flugvélar Flugfélags ís- lands fluttu fleiri farþega í júlímánuði s. 1. en fluttir voru fyrstu sex árin, sem fé- lagiö starfaði. Hafa farþega | flutningar með flugvélum þess aldrei fyrr orðið svo I miklir í einum mánuði, en | farþegatalan komst upp í I 7298, sem er um 14% aukn- i ing sé miðað við sama mán- j uð í fyrra. Farþegar á innan landsflugleiðum voru 6226 I talsins en 1072 voru fluttir j milli landa. Hefir talsverð aukning átt sér stað, bæði í . innanlads- og millilanda- ! flugi. Farþegaflutningar á millilandaflugleiðum hafa t. . d. aukist um nálega 18%. I j Farnar voru sjö ferlir til . Grænlands í júlí og fluttir um 140 farþegar. Flugvélar Flugfélags íslands lentú á 5 stöðum á Grænlandi í mán- uðinum, ýmist á sjó eða landi, og var m. a. farið sið ast í júlí allt norður fyrir 80. br. gr. og lent á Faxa- vatni á austurströnd Græn- lands. Var sú ferð farin á veg um Dr. Lauge Koch. Flugvél ar F. í. hafa nú alls farið um 80 ferðir til Grænlands frá þvi þær hófu að fljúga þangað í júlí 1950, og fluttir hafa verið um 1200 farþegar undanfarin tvö ár. íslenzkar flugáhafnir hafa nú fengið mikla reynslu i flugi á norð lægum slóðum eftir hinar tiðu Grænlandsferðir F. í. Njóta íslenzkir flugmenn ó- skerts trausts þeirra er- lendra aðila, sem leigt hafa flugvélar F. í. til Grænlands flutninga, og má vænta þess að hér sé aðeins um upphaf víötækra flutninga að ræöa. „Próf. Sveinbjörn Sveinbjörnsson“ Vegna greina, sem birzt hafa í blöðum bæjarins um „grafreit“ okkar einasta þjóð tónskálds Sv. Sveinbjörnsson ar, vil ég leyfa mér að setja hér „glepsur" úr kafla um Sveinbjörnsson í óprentaðrl minningabók. .... (hér heima) — 1923, kynntist ég próf. Sv. Svein- björnsson. Honum hafði ís- lenzka þjóðin boðið heim til dvalar og vildi þjóðin sýna rausn og gera hin síðustu ár snillingsins hamingjusöm og fögur. .... Sveinbjörn bjó í gömlu húsi í vesturbæ bæjarins. Þau hjónin höfðu þar tvö lítil og léleg herbergi, sem þar að auki voru ísköld, því að ekki var þjóðarreisnin meiri en svo, aö hið aldraða tónskáld varð að spara öll kolakaup og sat hann alla daga með vettl inga og í þykkum frakka I þessum óhuggulegu herbergj: um.... .... Yfirlætisháttur og heimaalningsmáti þessara „betri“ borgara Reykjavíkur átti þátt í því, að Sveinbjörn og kona hans gátu ekki hald izt hér við og urðu bókstaf- lega að flýja til Kaupmanna hafnar....(í Höfn) — þann dag átti Sveinbjörn að leika á kennslupíanó það, sem Har aldur Sigurðsson píanisti hafði með að gera, en Harald ur synjaði Sveinbirni um að leika á píanóið og varð Svein CFramh. & 6. sfBÚ). i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.