Tíminn - 21.10.1953, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1953, Blaðsíða 4
i TÍMINN, migvikudaginn 21. októbcr 1953. 238. blað. ■—-'n BISKUP YFIR ISLAN Fyrir mörgum árum var ég á prestafundi á Þingvöllum. Ég var þá ungur og harla ó- kunnugur mörgum hinum eldri stéttarbræðrum mínum. Á þessum fundi sá ég marga þeirra í fyrsta sinn, þar á meðal prófastinn á ísafirði. Hann flutti erindi á fundin- um um æskulýðsstarf kirkj- unnar. Hefi ég' aldrei síðan gleymt þeirri hrifningu, sem greip mig, fyrst og fremst vegna hinnar hiklausu og afdráttarlausu bjartsýni, sem geislaði af ræðumann- inum. — Eitt fundarkvöldið sátum við stundarkorn sam- an uppi í brekkunni fyrir of- an Valhöll og ræddumst við. Það samtal var uppörvandi fyrir mig. Og ég minnist þess, hve mér virtist þessi ókunni próíastur eiga auðvelt með að setja sig inn í þau umbrot sem eðlilega eiga sér stað í hug ungs manns í jafn við- kvæmum verkahring. í raun og veru kynntist ég á þess- um Þingvalladögum undir eins þeim eiginleikum, sem mér fundust jafnan einkenna Sigurgeir biskup til hinztu stundar. Fyrst og fremst trú hans á að málstaður kirkj- unnar gæti ekki tapað, í öðru lagi trú á því, að mikið gott byggi í hinni upprennandi kynslóð, og loks hinni brenn andi löngun hans sjálfs til þess að starfa fyrir kristni landsins. Þegar ég rifja upp viðkynn ingu mína og samstarf við Sigurgeir biskup, virðist mér sjálfum, sem ég hafi i sam- talinu á Þingvöilum fengið eins konar lykil að huga hans og við það fái ég skilið meg- inþættina í lífi hans og starfi. I. Sigurgeir biskup hafði snemma fengið löngun til prestskapar, og alla sína ævi leit hann á það sem sann asta velferðarmál landsins, að þjóðin væri í raun og sann leika kristin þjóð. Og hann var sannfærður um það, að kirkjulegur kristindómur væri grundvöllur hinnar sönn ustu menningar. Því er stund um svo háttað um tilfinn- ingaríka menn, að þeir eiga örðugt með að skilja, hvern- ig öðrum getur fundist það lítilfjörlegt eða skaðlegt, sem þeim sjálfum er jafnsjálf- sagt og gildi sólarljóss eða andrúmslofts. Þegar Sigur- geir biskup ræddi um and- stöðu gegn kristni eða kirkju, fannst mér oft, sem undrun- ar gætti í röddinni. Það var eins og hann ætti erfitt með að skilja, að allir skyldu ekki taka með gieði á móti jafn- gieðilegum sannindum og kristindómnum. Fannst hon- um svo sjálfsagt og eðlilegt, að menn ynnu kirkjunni, eins og hann gerði sjálfur, að andstaðan olli honum per sónulegrar þjáningar. En um leið varð þetta til þess, að honum hætti við að vanmeta ýmsar þær hindranir af hálfu mannanna, sem hann innst inni trúði sér ekki til, að væru jafn-raunverulegar og þær eru. — Hann hafði víða farið og kannað mörg lönd og margar kirkjur, ef svo má aö orði kveða. Og af því að hanh hafði opinn huga ’ og hrifnæma sál, varð hann oft svo gagntekinn af ýmsu, sem hann sá og hevrði, að hann vildi innleiða það hér að svo miklu leyti sem unnt væri. Hann dreymdi #um kirkju, sem næði til allra þátta þjóðlífsins. Hann vissi, aö hið forna og hefö- bundna form kirkjulegrar starfsemi svaraði ekki til þeirra breytinga, sem orðið hafa í nútímaþjóðfélagi. — Hann talaði með hrifningu ! um sérstaka prestsþj ónustu j fyrir íþróttamenn, — hann vildi stofna sem flest æsku- lýðsfélög og um fram allt hvatti hann til þess að starfa meðal barna og unglinga. Hann skildi nauðsyn þess að fá sérstaka presta, sem væru óháðir einstökum prestaköll-. um, en væru i þjónustu bisk- upsdæmisins í heild. — Hann varð djúpt snortinn af því, hvernig samstarf pre-sta og lækna fór íram, t. d. í Eng- landi. Þaö er alkunrsa, að ’ hann barðist fyrir því, að kirkjan fengi bað, sem hann 'kallaði kirkjuhús í Reykja- ‘ vík, en það var fyrir honum ' miklu meira en bygging. Það var hugsjón. Hann skildi, að kirkjan, að sínu leyti eins og stjórnmálaflökkarnir, verða sterkari við það að hafa sín- ar ákveðnu miðstöðvar, þar sem allt væri tengt við einni stað, fundir og ráðstefnur, I skrifstofur, prentverk og jafn vel verzlun með kirkjúgripi. j Kirkjuhúsið var honum táknj þess, hvernig hið kirkjulega' líf streymdi frá einni lind, og! 'að kirkjan væri ein heild. Og ■ ekki þarf hér að lýsa því, hvern hug hann hafði á því , að kirkja eins og Hallgríms- kirkja risi af grunni. Ha.ll- grímskirkja á Skólavörðu- holti var honum hvort tveggja í senn, minnismerki þess, sem bezt hefir verið gert fyr- ir islenzka kristni á liðnumj öldurn og sýnilegt tákn þess, að einmitt kirkjan væri þess verðugust að setja svip á bæ- inn, gnæfa yfir byggö og ból, og benda fingri sínum til hitnins. — í þessu fólst ekki það, að hann leggði lítið upp úr því, sem gert væri annars staöar á landinu eða í af-j skekktari sveitum. sjaldan sá ég hann glaðari en einmitt, þegar hann hafði frétt um átök og fórnir litilla og fá-j mennra safnaða í sambandi við kirkjubyggingar. Oft' heyrði ég hann nefna slíka söfnuöi sem fyrirmynd til eftirbreytni, og til stuðnings þeirri skoðun sinni, að þrátt fyrir allt, sem á móti blési, bæri þjóðin góðan hug til kirkjunnar og vildi þjónustu hennar. Síðasta ferð hans í þessum heimi var farin, til þess að vera við afmælis- hátíð sveitakirkju. Þegar hann ýar lattur þeirrar ferð- ar, nýstiginn upp úr alvar- legum veikindum, var svar hans: „Ég hefi lofað þeim því fyrir heilu ári að koma.“ Eitt þeirra áhugamála, sem náði beztum framgangi af því, sem hann barðist fyrir, var stofnun söngflokkanna víðs vegar um landið. Hann unni söng og var mikils met- inn meðal áhugamanna um þá listgrein. T. d. var hann heiðursfélagi Sambands ísl. karlakóra. Þegar ég minnist á löngun Sigurgeirs biskups til þess að koma hér frain ýmsu því, sem hann kynntist með öðrum þjóöum, má enginn skilja það svo, að hann hafi látið sér fátt um það finnast, sem til- heyrði hinni Lslenzku kirkju og hennar sérstaka arfi. Það var um hann eins og fleiri, sem kunnugir eru erlendis, að um leið og þeir siá, að ýmsu er ábótavant hér heima, finna þeir til enn dýpri gleði yfir ýmsu því, sem vér eigum og búum að. ís- lenzka kirkian átti, þegar allt kom til alls, það sem hon um var hjarta næzt. Ég veit ekki, hvort unnt er að einkenna kirkjulega stefnu hins látna biskups meö nokkru einu orði eða setningu. Þó væri það senni- lega orðið „frelsi,“ sem þar ætti bezt við. Ekki aðeins i þeirri inerkingu, að menn ættu að finna til andlegs frels is innan kirkjunnar, heldur og að kirkjan sjálf yrði sem frjálsust sinna ferða og fengi að þróast á eðlilegan hátt. Því frjálsari sem kirkjan væri í þjóöfe’aginu og sjálf- stæðari, því betur taldi hann að hún gæti cróið þióðinni og ríkinu til gagns. Stundum gat mönnum virst svo, sem biskup saknaði bess, að kirkj- an var ekki lengur hin auð- uga stofnun meö ótakmörk- uð fjárráð og pólitískt vald. Honum fannst sem fleirum, að það væri varhugavert, að enginn af kirkjunnar þjón- um ætti sæti á Alþingi. En hér var ekki um að ræða þann hugsunarhátt, sem ó- neitanlega kom fram hjá sumum fyrri alda kirkjuhöfð ingjum, að gera kirkjuna að voldugri peningastofnun, heldur hitt, að hún hefði fé j undir höndum til þjónustu við heilagt málefni. Var hann aí hjarta þakklátur þeim stiórnmálamönnum, hvar í flokki sem þeir stóðu, sem hann fann, að vildu kirkj- unni vel, og studdu starf hennar. ! . IL j Eg gat áðan um þá trölla- trú, sem Sigurgeir biskup hafði á hinum ungu, — æskulýðnum. Hygg ég, að hún hafi átt sér tvennar ræt ' ur. í fyrsta lagi var hann bjartsýnn, kristinn maður, sem var sannfærður um, að vald guðs og hins góða væri 'sterkast alls, og því ávallt á- istæða til að gera sér góðar vonir um framtíðina, — og æskan var i hans augum framtiðin. Hann hafði í prestsskapartíð sinni haft barna- og unglingastarf á Isaíiröi. Hann var með í skátafélagsskapnum, og eftir að stúdentaféíagið „Bræðra- lag“ var stofnað, var honum mjög hugleikið að vera meö í nópi hinna yngri manna. Og rnargar ferðir fór hann í heimsóknir til æskulýðsskól- anna. — Hann var og einn þeirra, sem studdi og barðist fyrir hugmyndinni um æsku lýöshöll í Reykjavík. — Það er, svo sem allir vita, hlut- verk biskupsins að vígja þjóna kirkjunnar til starfs- ins, og þess er ég fullviss, að fátt olli honurr. meiri gleöi en þaö, þegar ungir menn gengu kirkjunni á hond. Hann sá í hverjum ungurn presti nýjar vonir og ný fyrir heit. — Hin ástæðan fyrir samúö lians með hinum ungu, var þaö, hve hans eigið sinn- islag var í raun og veru barns legt. Daginn, cem biskupinn lézt, mætti ég fjórtán ára i dreng á gotu. „Nú er biskup- inn okkar dáinn,“ sagði drengurinn. — Svo sagði hann mér, að hann hefði einu sinni verið í skirnar- veizlu, par sem biskupinn var staddur, og hafði tekið hann tali. Það var auðfundið, að það samtal hafði skilið eitt- hvað eftir, sem drengurinn vildi ekki glata. — Mér fanr.st oft, að sem ræðumað- ur nyti biskupinn sín bezt, þegar hann talaði við ungt fólk. Hcnum var lagið að ná athygli þess og tala á þann hátt, sem það skildi. III. Starfsáhugi Sigurgeirs bisk ups var mikill, og honum lét ekki sú list að hlífa sjálfum sér. Auk hinna margvíslegu starfa, sem embætti hans krafðist, sinnti hann per- sónulegum vandamálum fjölda manns. .Kunnugum duldist ekki, að oft og tíðum setti hann sér oí mikið fyrir. Heilsan tók að bila fyrlr tím ann. þótt ekki bæri hann það utan á sér. Hann þjáðist oft i hin siöari ár af svefnleysi, jsem þreytti hann mjög, og ígeröi honum ekki sízt erfitt ! fyrir, ef hann átti í einhverri baráttu um áhugamál sín. Honum féll alltaf þungt að lenda í útistööum við aðra, þótt vart verði hjá þvi kom- izt fyrir þann, sem gegnir opinberum störfum eða berst fyrir áhugamálum, sem skipt ar eru skoðanir um. Kæmi það fyrir, aö snurða hlypi ál þráðinn, gat sá, sem i hlut átti, talið það víst, að bróð- urhöndin væri útrétt til sátta, svo fljótt sem tækifæri gæfist til. — Um velvildiná þuríti enginn að efast. Það var eðlilegt, að bisk- up, sem sjálfur hafði mikinn starfsáhuga, vildi, að prest- arnir gtörfuðu af kappi. Hann vissi, að kirkjan er mikið gagnrýnd, og ekki laust við, að sumt sé talið eftir, sem til hennar fer, en það var á- lit hans, að þjóðin mundi kunna að meta það, er hún yrði vör Við starfsáhuga hjá). prestunum. og verkefni kirkj unnar voru í hans augum' svo mikil, að sérhver prestur hlyti að hafa nóg að starfa, hvar sem hann væri settur. Sjálfur batt hann sig ekki störfum sínum við embætti sitt einvöröungu. Frá hans sjónarmiði var ekkert kirkj- unni óviðkomandi, sem verða mætti landi og þjóð til heilla. Hann lagði bindindis- málinu lið, enda var hann bindindismaður, og aldrei sást áfengi á borðum í þeim veizlum, sem hann hélt, hvað þá endranær. — Hann talaði máli slysavarnanna og ann- arra mannúðarmáli. Loks lét hann sér annt um þjóð- ræknismálin og var i mörg ár fremst í fylkingu þeirra, sem stuðluðu að sem nánustu sambandi við V'estur-íslend- inga. ; IV. Ekki er hægt a.ð mmnast Sigurgeirs biskups ,án þess að hugsað sé til heimilis hans, Biskupsfrúin, Guðrún Péturs- dóttir, hin * yfirlætlslausa kona, hlý í viðmóti og stilli (Framhald á 5. síðuj E

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.