Tíminn - 08.11.1953, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, sunmidaginn 8. nóvember 1953.
254. blað.
Mönnum hefir orðið tíðrætt
um það, bæði í blöðum og út-'
varpi, að Þjóðl.húsið beri ekki
nafn sitt með rentu nema því
aðeins, að það sé aflgjafi eða
lyftistöng íslenzkrar leiklistar:
(í bókmenntal. skilningi), en'
þótt undarlegt megi heita, þá
virðist það aldrei hvarfla að
mönnum hvort nokkur íslenzk
leiklist sé til á vorum dögum,
hvort hún hafi ekki gjörsam-
lega liðið undir lok með þeim
Jóhanni Sigurjónssyni og
Guðm. Kamban eða að
minnsta kosti falíið i dá um
stund, en þetta veigamikla at-
riði, sem er þú mergurinn
málsins, virðist liggja í annar
arlegu þagnargildi.
Þó að það sé sannarlega
ranglátt að gera sömu kröfur
til byrjenda sem fullþroskaðra
listamanna, og þótt það þyki
lofsamlegt og fallegt að hlúa
að nýgræðingnum, þá verður
ekki hjá því komist að gera
einhverjar lágmarkskröfur, að
minnsta kosti á meðan við
teljum okkur vera menntuð-
ustu og göfugustu smáþjóð
veraldar!
Þjóðleikhúsið á að sjálf-
sögðu enga sök á andleysi,
getuleysi og fákunnáttu ís-
lenzkra leikritahöf., en það (
hefir vald til að stemma stigu |
fyrir því, að svið þess verði j
leikvöllur framgjarnra tæki-j
færissinna og klaufabárða. —:
Þessu valdi hefir aldrei verið,
beitt. Lélegir sjónleikir, hvort
sem þeir eru innlendir eða er- j
lendir eru til ills eins, því
að þeir vinna oft óbætanleg
spellvirki á fegurðarvitund al-
mennings og sljóvga smekk
hans. Eitt merkasta leikfélag,
ÞJOÐLEIKHUSIÐ:
Valtýr á grænni treyju
Eftír Jón Björnsson — Leikstjóri: Lárus Pálsson
sem starfað hefir á Broad-
way, The Theatre Guild, sýndi
engan amerískan sjónleik ár-
um saman, og fyrsta innlenda
verkið, sem tekiö var til með-
ferðar, var Strange Interlude
eítir Eugene O’Neiil. Og nú
er það almennt viðurkennt, að
ekkert leikfélag hafi unnið
þar jafngöíugt og gagnmerkt
starf í þágu gróandi leikmenn
inga'r eins og Theatre Guild.
Ef Þjóðleikhúsið heföi djörf-
ung og dug aö fara aö dæmi
forstjóra Th. Guild, væri is-
lenzkri leikmenningu þar með
borgið. En því miður er þessu
á annan veg fariö.
Engum óbrjáluður? manni
getur blandast hugur um það,
að Sölumaður deyr, Stefnu-,
mótið í Senlis og Flekkaðar
hendur hafa mun hollari lær-
dóm og haldbetri leiktækni að
geyma en t. d. Landiö gleymda,1
Tyrkja-Gudda og Valtýr á
grænni treyju. Þessi erlendu
verk eru ólíkt betur fallin til
þess að glæða áhuga og skiln- {
ing íslenzkra leikhöfunda sem!
annarra leikmanna á þessari'
göfugu listgrein en hin ís-
lenzku. Það er ekki uppruni
verksihs, sem varðar mestu,
heldur ágæti þess. Það er
sama hvaöan gott kemur.
í heimi leikbókmennta kenn
ir ýmissa ólikra grasa, og til
Haraldur Björnsson.
þess að bera kennsl á hvert
gras, sem grær i þeim víð- {
feðma garði, þarf meira en'
meðalgreind, til þess að bera 1
skynbragð á, hvað vex erlend- |
is og hvað gróið getur í land-:
inu sjálfu þarf fágæta skarp-J
skyggni, og til þess að greina
nýgræðinginn og illgresið að
þarf oft meira en meðalkunn-
áttu. Það væri vissulega illa
farið, ef svo voveiflega til tæk-
izt, að nýgræðingurinn færi í
súginn, en hinsvegar hlúð að
illgresinu af þrálátu kappi og
einstakri alúð. Slíkt væri ill-
réttlætanlegt jafnvel þótt ill-
gresið sé íslenzkt. En því mið-
ur er reyndin sú, að Þjóðleik-
liúsið hefir gert sig sekt um
fádæma sljóskyggni í þessum
efnum, og þeir íslenzku sjón-
leikir, sem þar hafa verið sýnd
ir, eru lítt vænlegir til þess að
efla viðgang þess og virðingu.
Það er vissulega vandratað
hjá þvi skerinu, sem felst í því
að dilla lægstu þörfum fólks-
ins, og hinu, að fæla það frá
með því að setja markið of
hátt, þess vegna er það nauð-
synlegt að þeir, sem valinu
ráða séu flestum hnútum
kunnugir á sviði leikbók-
mennta og kunni skil á list-
gildi þeirra og einkennum.
Hvað Valtý á grænnl treyju
snertir, þá er það sá ómerki-
legasti, lágkúrulegasti og
fletneskjulegasti samsetning-
ur, sem komið hefir fyrir al-
mennings sjónir, þar sem hróp
andi meiningarleysur stangast
á frá upphafi til enda. Smekk-
spilling sú, sem stafað getur
af jafn vanhugsuðu vali sem
þessu getur grafið um sig í
hugum manna og gert óbæt-
anlegt tjón. Þjóðleikhússtjóri
og leikritavalsnefnd virðist
algjörlega grunlaus um þau
hörmulegu álög, sem þessi
stofnun virðist vera í. Af þeim
þrem sjónleikjum, sem sýndir
hafa verið á þessu leikári, er
I einn sýningarhæfur, og það er
sízt glæsilegur vitnisburður
, um vandað val og næma
smekkvísi. Þessi sjónleikur er
jafnljótur blettur á Þióðleik-
húsinu eins og höfundur vill
l vera láta að Valtýsmálið sé á
réttvísinni. Þetta er ekki ein-
j ungis móðgun við þjóðina í
J heild, heldur einnig við skyn-
semi hennar og fegurðarskyn.
Þjóðleikhúsið er eign þjóðar-
innar, en ekki einkafyrirtæki
eöa hlutafélag eins og t. d.
L. R., og við látum okkur starf
semi þess miklu máli skipta
einmitt af þeirri ástæðu.
A Broadway er stétt manna,
sem nefnist „play-doctors“ og
mætti kalla leiklækna á ís-
lenzku. Eins og nafnið bendir
til þá fást þeir við leiklækn-
ingar, þ.e.a.s. að þeir krota ým
ist í sýkta likamshluta eða
skera þá burt ef þörf krefur,
sem kemur víst ekki ósjaldan
fyrir. Vanskapningurinn hans
Jóns Björnssonar var lagður
inn á handlækningadeild
Þjóðleikhússins, þar sem ves-
alingurinn varð að ganga und
ir langan og erfiðan uppskurð.
Það bogaði svitinn af yfirlækn
inum Lárusi Pálssyni, því að
hann hafði aldrei komizt í
hann jafn krappann og hann
óttaðist líka að þetta myndi
aldrei taka enda, en svo fór
þó að lokum, að honum tókst
að skera burt öll stærstu æxl-
in og meinsemdirnar. Og nú er
svo komið að Valtýr er orð-
inn jafnskininn og beinin,
sem liggja riti viö Gálgaás í
Egilsstaðalandi.
Efnið er í höfuðatriðum það
sama og í þjóðsögunni, en höf
(Framhald á 8. síðu).
7. nóvember 1947
7. nóvember 1953
40% upplagsaukning
@m§
910©
f®$öö
Sex ár eru liðin síðan blað
inu var breylt i dagblað
♦ ♦ .•
Örari átbreiðsla tiltöln-
lega en bjá nokkru öðru
dagblaði s.l. 6 ár.
♦ ♦
Af fimm dagblöðum í bæn-
um hefir Morgunblaðið
mesta útbreiðslu og Tím
inn næstmesta.
♦ ♦
Min þrjú hafa frá J/t til J/>
minna upplag cn Tím-
inn. —
jÞeffu er stuifretind
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t
>t