Tíminn - 24.04.1954, Qupperneq 5

Tíminn - 24.04.1954, Qupperneq 5
91. blaff. TÍMINN, laugadaginn 24. apríl 1854. 5 Lmtgard. 24. apríl Fiskveiðasjóður Islands Tillaga sú til þingsálykt- nnar, um endurskoðun lag- anna um Fiskveiðasjóð, sem þeir Gísli Guðmundsson og Eiríkur Þorsteinsson fluttu, ásamt tveim Sjálfstæðismönn um og einum Alþýðuflokks- manni, var samþykkt í þing- lokin eins og áður hefir ver- Í'S skýrt frá hér í blaðinu. Og samkvæmt yfirlýsingu sem sjávarútvegsmálaráð- herra gaf í umræðunum má géra ráð fyrir, að endurskoð- un sú, sem tillagan gerir ráð fyrir verði framkvæmd milli þinga. Ný lög um Fiskveiðamála- sjóð íslands voru sett árið 1930. Útvegsbankanum varþá falin stjórn sjóðsins og grund völlur lagður að starfsemi hans eins og hún hefir verið síðan. Var sjóðnum þá faliö að veita stofnlán til fiski- báta og fiskviinnslustöðva (fiskiðjuvera) í landi. Um 1940 voru tekjur sjóðsins auknar til mikilla muna og ymsar nýjar reglur settar um fitarfsemi hans. Hefir hann eflzt mjög síðasta áratuginn, og nenia eignir hans nú um 60 milljónum króna, sem að miklu leyti eru útistandandi lán í þágu vélbátaflotans, en hingað til hefir sjóðurinn ekki tekið lán til starfsemi sinnar svo að teljandi sé. Lög þáu, er nú gilda um sjóðinn voru gefin út árið 1943, en eíðan hafa verið gerðar á þeim nokkrar breytingar með sérstökum lögum, ,sem einnig eru í gildi. Veröa þess- ar breytingar að sjálfsögðu teknar til athugunar ásamt lögunum frá 1943 og frum- varp til nýrra heildarlaga lagt fyrir þingið. Það, sem fyrst og fremst eir stefut að með endurskoð ímimii er að gerðar verði ráðstafa7zir til að ekki þurfi að verða hlé á starfsemi sjóðsi?7s vegna þess að han?i skorti starfsfé. í þessu sam- bandi er það athyglisvert, að samkvæmt gildandi lög- um hefir sjóðurmn ekki lántökuheimild* fyrir hærri upphæð en fjórum milljón- um, sem er vita?ilega alltof lágt. Um leið og lánsheimildin er hækkuð verður eflaust ekki hjá því komist að veita sjóðnum einhverja aðstoð til aö afla sér lánsfjár, og ætti það að vera auðveldara vegna þess að árleSar tekjur hans eru það miklar, að hann hef- ir möguleika til að verja ein- hverjum hluta þeirra til að greiða vaxtamismun, ef um hánn væri að ræða, og er fjárhagslega vel stæð stofn- un. Það er hins vegar fyrir- sjáanlegt, að eignir hans, þótt talsverðar séu, og fast- ar, árlegar tekjur nægja ekki sem starfsfé, miðað við hina mjög vaxandi eftirspurn eftir stofnlánum, í sam- bándi við endurnýjun báta- flotans og aðrar framkvæmd ir í þágu -útregsins, enda ekki við því áð'búast að hægt sé að reka alla þá stofnlána- Staxfsemi, sem hér er um að Fréttir frá starfsemi S. Þ.: Ibúiim jarðarinnar fjöjgaði m 30 millj. a síðastl. ári Tvöfaldast mannkynið næstu 70 árin? — Viðskipti V.-Evrópu og A.-Evrópu helmingi minni en fyrir stríðið. — Verður hægt að segja eldgos fyrir? A miðju ári 1952 var íbúatala jarðarinnar áætluð 2.469.000.000 og hafði þá aukizt um 30.000.000 frá sama tíma árið áður. Heimildin að þessum tölum eru manntalsskjrsl- ur Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 1953, sem nýlega eru komnar út. Samkvæmt áætlunum hagfræð- inga S. Þ. fjölgar mannkyninu um 1—1Í4% árlega. Með sama hraða munu því ekki líða 70 ár þar til íbúatala jarðarinnar hefir tvöfald- azt. íbúafjöldi heimsins er eitt af meginverkefnum, sem tekin eru fyrir í þessari fimmtu útgáfu mann taisskýrslna S. Þ„ er að þessu sinni fylla 280 blaðsíður. Manntalsskýrsl- ur og töflur þar að lútandi eru birt- ar frá flestum löndum heims. Með- al annars eru töflur, er sýna hve aldurshámark manna hefir hækk- að mikið síðan um síöustu aldamót. Mæður yngri en áður. Það viröist svo af skýrslunum, að fæðingum fari fjölgandi hjá ung- um konum, en fari ört fækkandi hjá konurn, sem komnar eru af létt asta skeiði, eða sem eru á milli- eða síðari hluta barnsburðaraldurs. Prjósemi kvenna jókst til muna á árunum eftir síðustu heimsstyrj- öld, en nú virðist vera að komast á jafnvægi á ný í þeim efnum. Enn eru fæðingar þó fleiri en þær voru síðustu árin fyrir heimsstyrj- öldina. Krabbamein og hjartabilun aðal dauðaorsökin. í fleiri og fleiri löndum fer dauðs föllum sífellt fækkandi í hlutfalli við fæðingar. Mismunur milli þjóða þar sem tiltöluiega mikiii hluti í- búanna er aldrað fólk og hinna, þar sem yfirgnæfandi meirihluti fólksins er ungt, kemur greinilega fram í skýrslum um dauðsföll og dauðaorsakir. Meða] hinna öldruðu er krabba- mein og hjartabilun enn aðal dauða orsökin. Það er mjög athyglisvert að sjá, að dauði af völdum berkla- veiki er mun minni nú á dögum en var fyrir aðeins nokkrum árum. Meðalaldur manna fer síhækkandi. Ár-ið 1950, segja manntalsskýrslur S. Þ„ var meðalaldur manna, eða væntanlegur hámarksaldur hæstur hjá konum í Bandaríkjunum, 72,4 ár. Mesta aldurshámark hjá körl- um í heimihum var 69,4 ár í Hol- landi á árunum 1947—1948. Hækk- un meðalaldurs manna í heimin- um frá því um aldamót verður eí til vill bezt lýst með tölum frá Aust urríki, þar sem meðalaldur, sem nýfætt meybarn gat vænzt, var 41 ár, 1901, en hafði hækkað upp í 67 ár 1951. Það er 26 ára viðbót. Hækkun meðalaidurs manna staf ar fyrst og frernst af því, að ung- barnadauðinn heíir minnkað til muna urn allan heim. En þó má segja, að allir aldursflokkar hafi notið gcðs af aukinni heilbrigði. ★ Viðskipti V.-Evrópu og A.-Evrópu helmingi minni 1953 en 1938. | Viðskipti milli Austur- og Vestur Evrópulanda hafa verið ofarlega á baugi undanfarnar vikur. Verzlun- arskýrslur, sem Efnahagsnefnd Ev- rópu hefir látið gera um verzlun milli þessara aðila fyrir stríð og nú gefur góða hugmynd um, hvern ig málin raunverulega standa. j í skýrslum Sameinuðu þjóðanna eru Vestur-Evrópuþjóðirnar 14 tals- ins, þessar: Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Prakkland, Belgía og Lúxemborg, Holland, Sviss, Austurríki, Ítalía, írland, Grikkland, Portúgal og Tyrkland. | í hópi Austur-Evrópulanda eru tal in, auk Sovétríkjanna: Tékkóslóva- kía, Póiland, Ungverjaland, Rúm- enía, Búlgaría og Albanía. Ef að útflutningsverðmæti Vest- ur-Evrópuríkjanna 14 til Austur- Evrópu hefði aukizt að sama skapi og í hlutfalli við útflutning þess- ara sömu landa til annarra við- skiptaþjóða þeirra síðan 1938, ættu verömætin að nema um 1450 millj.' dollara, en útflutningsverðmætin námu aðeins um 478 milljónum dollara árið 1953. j Og ef viðskiptin úr hinni áttinni, frá austri til vesturs, hefðu aukizt j i hlutfalli við innflutningsaukningu Vestur-Evrópuþjóða frá öðrum þjóð | um heims hefðu þau viðskipti átt að nema um 2000 millj. dollara árið 1953 í stað 574 millj. dollara. Hér fer á eftir yfirlit um útflutn- ing nokkurra Vestur-Evrópulanda J til Austur-Evrópu (Sovétríkin með- talin á árunum 1938 og 1953): 1938 1953 Danmörk 14 30 Bretland 310 73 Bandaríkin. 282 1 Kanada 16 0 Noregur 18 24 Þá fer hér á eftir yfirlit um inn- flutning frá Sovétríkjunum og öðr um Austur-Evrópulöndum til áður- nefndra Vestur-Evrópulanda á ár- unum 1938 og 1953: 1938 1953 Danmörk 32 26 Bretland 564 203 Bandaríkin 216 30 Kanada 7 4 Noregur 40 28 Dr. BUNCHE, er var sáttasemjari S. Þ. í Palestínu deilunni, hefir nú verið ráðinn að- sloðarframkvæmdastjóri S. Þ. og mun ganga næst Hammarskjöld. til að gjósa alit í einu og spú ösku og hrauni yfir nágrenni sitt með þeirri eyðileggingu, sem slíku fylgir. En það er rétt, aö því lengur sem eidfjall hefir verið óvirkt, því meiri líkur eru til að það gjósi. En nú á tímum með aðstoð vís- indanna, geta menn sagt fyrir með nokkurri vissu, hvenær búast megi við gosi. En hitt hefir engum vís- indamanni tekizt enn að finna ráð til að stööva eldgos, þegar þess tími er kominn. Þetta, sem að framan er sagt, er haft eftir hollenzkum jarðfræðingi, dr. S. Tromp að nafni, sem hefir undanfarið dvalið í E1 Salvador á vegum S. Þ. Það var hlutverk hans að segja E1 Salvadorbúum á hvern hátt þeir gætu bezt notið gæða náttúrunnar með því að beizla afl heits vatns, sem þar finnst í jörðu. E1 Salvador er mikið eldfjallaland. Tromp jarðfræðingur leggur til í skýrslu sinni til S. Þ„ að rannsókn- ir verði gerðar í eftirfarandi til- gangi: á) Til þess að ákveða ,hvar ör- uggast sé fyrir fólk að byggja sér bæi og gera akra sína nálægt eld- fjöllum. b) Til þess að hægt verði að að- vara fólk gegn yfirvofandi eldgos- um með stöðugum ranhsóknum á hitastigi og með jarðskjálftamæl- ingum i eldfjöllunum. c) Til að komast að, á hvern hátt megi á hagkvæmastan hátt nota gufu til rafmagnsframleiðslu; efni f hverum til lækninga og stundum til að hæna að ferðamenn; og brennisteinsefni til framleiðslu á áburði ásamt öðrum efnum f hraunum, t. d. sölt. Eldf jöllum ber að treysta varlega. Eldfjöllum ber að treysta varlega Jafnvel þótt þau hafi ekki látið á' | sér kræla langa hríð. Það er engin J | trygging fyrir að þau geti ekki tekið ræða, með eigin fé eingöngu. Æskilegt væri, að Fiskveiða sjóður gæti veitt lán til ýmsra framkvæmda, sem hann hefir ekki getað sinnt hingað til. T. d. þyrfti hann að geta aðstoðað þá útvegs- menn, sem stunda róðra í fjarlægum verstöðvum á vetrum og þurfa að koma sér þar upp verbúðum. Þá þyrfti sjóðurinn að geta veitt eitthvað hærri lán til ýmsra framkvæmda en hann nú gerir. Koma þarf fastri skipan á lán til hinna smærri vélbáta, sem nú fer fjölg- andi vegna friðunar fyrir hinum stórvirkari veiðitækj- um á fjörðum inni. Og í sam bandi við fyrirkomulag lán- veitinga og lánakjör er ýmis legt til athugunar við endur- skoðun þá, er nú fer fram á iögunum, þótt eigi verði hér nánar að því vikið. Úlfar-nir hafa sigrað í deildakeppninni Þrátt fyrir að ein umferð sé eftir í ensku knattspyrnunni er nú öruggt orðið, að Úlfarn ir verða enskir meistarar í ár, þrátt fyrir að liðið tap- aði fyrir Huddersfield á þriðjudaginn með 2—1. West Bromwich keppti sama dag við Aston Villa og tapaði með 6—1. í dag leikur WBA gegn Portsmouth úti, en Úlf arnir leika heima gegn Tott enham. Úlfarnir hafa 55 stig, en WBA 53, og sá möguleiki er ekki fyrir hendi, að Úlfarn ir geti glatað meistarastig- inu úr þessu. Til þess þarf WBA að vinna með 9—0, en Úlfarnir að tapa með 4—0. Þetta er í fyrsta skipti, sem Úlfarnir verða enskir meistarar, þótt liðið hafi oft áður verið nærri því marki. T. d. urðu þeir í öðru sæti 1938, 1939 og 1950 (með verri markatölu en Portsmouth) og 1897, 1947 og 1953 í þriðja sæti. Tillögtir kontmmi- ista um vetnis- sprengjuna Eitt af síðustu verkum AI- þingis þess, sem nú er nýíok- ið, var að taka til umræðu tillögu, sem kommúnistar lögðu fram, um „áskorun til Bandaríkjanna vegna vetnis- sprengna o. fl.“ Að umræð- um þessum loknum varð mál- ið afgreitt með ályktun, sem þegar hefir verið birt og feluir í sér áskorun til Sameinuðu þjóðanna um að beita sér fyr- ir því, að enn á ný verði reynt að fá því til vegar komið, að gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að heims- styrjöld brjótist út, og jafn- framt bent á almenna af- vopnun sem öruggasta úrræff ið í því sambandi. Það mun augljóst, hverjum raunsæjum manni, að valt er að treysta því, að ekki verði gripið til hinna máttugustu vopna, ef til heimsstyrjaldar kemur á annað borð. Menn geta t. d. reynt að gera sér í hugarlund, hvort Hitler myndi hafa hikað við, að beita atómsprengjum, ef hann hefði ráðið yfir slíku vopni, um það leyti, sem fyrir sjáanlegt var, að Þýzkaland var að verða undir í styrjöld- inni — jafnvel þótt bann hefði verið í gildi gegn no-tk- un þeirra. Slík bönn munu aff jafnaði reynast lítils virði í algeru stríði, ef stríðsaðili tel- ur, að hið bannaða vopn geti ráðið úrslitum f styrjöldinni. í þessu sambandi skiptir það litlu máli, þótt hætt hafi verið við að nota drápstæki eins og eiturgas eða „dum dum“ kúlur í hernaði, því að reynslan hefir sýnt, að þau vopn ráða ekki úrslitum, en notkun þeirra myndi hins vegar auka þeim stríðsaðila óvinsældir, sem notaði þau, án þess að nokkuð, sem um munar, væri við það unnið. Á Iiinu mikla vandamáli, sem skapazt hefir vegna atóm orkunnar er því aðeins ein fullkomlega raunhæf Iausn. Ef fundin hafa verið upp vopn, sem ógna tilveru mann- kynsins og framtíð, verða þjóff ir heimsins að sætta sig viff að hætta að útkljá deilumál sín með vopnum. Því fyrr sem ráðamenn stórveldanna gera sér þetta ljóst, því betra. Þótt segja megi, aff þaff skipti ekki miklu máli, er það þö eftir atvikum ómaksins vert að gera sér grein fyrir efni þeirrar tillögu, sem komm únistar hér á landi ætluffust til, að Alþingi samþykkti um þessi mál. j Maginefni hennar var að’ i „skora á ríkisstjórn Banda- i ríkja Norður Ameríku að fram , kvæma ekki fleiri tilraunir með vetnissprengjur“. Jafn- framt skyldi skorað á Banda- ríkin að „taka upp samninga við önnur stórveldi um aff ; hætta framleiðslu kjarnorku vopna og að nota þau ekkl, ef til ófriðar kæmi. j Ef æðsta ráð Sovétríkjanna hefði gert ályktanir um þessl mál, hefði ályktun Sovétríkj- ■ anna aff meinalausu getaff jverið með sama orðalagi og tillagan, sem Einar Olgeirs- son og félagar hans báru fram á Alþingi íslendinga. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin eiga , vetnissprengjur. Það er auff- jVÍtað mjög æskilegt fyrir ann (an þessara voldugu deiluað- . ila, að hinn aðilinn hættl I (Framhalcl á 7. s:ðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.