Tíminn - 01.06.1954, Side 4

Tíminn - 01.06.1954, Side 4
4 TÍMINN, þrigjudaginn 1. júní 1954. 121. blað. 1 Bamaskóla Akureyrar slitið K»r skólans fer til Álasmsels í næsta cnáti. Knattspyrnuliðin áður en leikurinn hófst. Akurnesingar til hægri, en Þjóðverjarnir til vinstri. Ríkarður Jónsson tekur á móti blómvendi frá ungri stúlku. Hann afhenti síöan fyrirliða þýzka liðsins blómin. Ljósm.: I. Magnússon. Akranes gerði jafntefli við Ham- borg í knattspyrnuleik á Akranesi Akranes skartaði sínu feg- ursta, er Fjallfoss lagðist að bryggju með nokkur hundr- uð Reykvíkinga, sem voru komnir til að sjá leik Akur- nesinga við Hamborgara. Fleiri skip komu frá Reykja vík og bátar frá Hafnarfirði og Keflavík. Bílar komu frá Akureyri, Siglufirði og Reykjavík með áhcrfendur, sem einnig fjölmenntu frá nærsveitum Akraness. Það var því mikið um að vera á Akranesi á sunnudaginn og mikill hátíðabragur á öllu. Á annað þúsund aðkomumenn munu hafa gist bæinn. Að- eins fyrir innan kaupstaðinn sást íþróttavöllurinn skreytt ur þýzkum og íslenzkum fán um. Á bryggjunni var Bæjar blaðið selt og var það tileink að heimsókn Þjóðverjanna, og leiðarinn skrifaður á þýzku. Gluggar verzlana voru sérstaklega skreyttir og þar gat meðal annars að líta „Verið velkomnir, þýzku vin ir“, auðvitað á þýzku. Aug- lýsingaspjöld voru víða, og á þau var ritað: Komið og sjáið þýzku snillingana. Kom ið og sjáið íslenzku stjörnurn ar. Það virtist því mikil stemning ríkjandi á Akra- nesi, er aðkomumenn streymdu í bæinn. En því miður virtist stemmningin að mestu horfin, er leikurinn fór fram nokkru síðar. íþróttavöllurinn átti að mestu sök á þessu. Hann stend ur á malarkambi við sjóinn aðeins fyrir innan bæinn, og höfðu Akurnesingar lagt sig mjög fram til að gera hann sem beztan úr garði. Áhorf- endasvæði voru til fyrirmynd ar, en því miður hafði ekki tekizt að gera völlinn vel úr garði, enda aðstæður til þess slæmar. Völlurinn er mjög gljúpur, og rótaðist því upp og mynduðust víða holur. Einnig er hann ósléttur, dæld í miðjunni og víða steinvölur um hann. Mikil viðbrigði til hins betra er það því fyrir Ak- urnesinga að leika á vellin- um í Reykjavík, sem er góður eftir því sem malarvöllur get- ur verið. Og mikil viðbrigði til hins verra er það fyrir Þjóð verjana að koma af grasvöil- unum á mölina í Reykjavík og síðan miklu verri möl á Akra- nesi. Og því miður mótaðist leikur beggja liða af þessu, og það svo mjög, að ég gat vart þekkt Akranesliðið fyrir sama lið og þegar það leikur hér á vellinum í Reykjavík. Og annað. Ólíkt eru Akurnes- ingar meira hvattir á vellin- um í Reykjavík en í þessum leik á Akranesi. En þrátt fyrir það, sem sagt er hér að fram- an, er hér um mikinn íþrótta- viðburð að ræða. Þetta er í fyrsta skipti, sem Akurnesing bjóða erlendu knatt- Ríkarður iaínaði er I»r|ár mín. voru eftir. Mikil viðhöfss á Akranesi vee'na Iciksisis. spyrnuliði til íslands og þetta skildu forustumenn á Skagan um, og því var umgerðin öll hin glæsilegasta. Áður hefir erlent lið keppt á Akranesi. Var það KFUM Boldkiub í Kaupmannahöfn, sem beið þar lægri hlut 1-2. Leikurinn. Eins og áður segir mótaði völlurinn leik beggja liða og var hann því ekki sem bezt leikinn, lítið spennandi og daufur á köflum. Einstaka leikmenn í báðum liðum! sýndu þó af og til góð tilþrif eftir því sem aðstæður leyfðu. Jafntefli var að mörgu leyti réttlát úrslit eftir gangi leiks ins. Þjóðverjar áttu að vísu meira í leiknum en Akurnes- ingar hættulegri marktæki- færi. j Pyrst leiknum fengu Akur- nesingar sín beztu tækifæri. Ríkarður lék frá miðju upp all an völlinn, komst í gegn og frír að markinu, en spyrnti framhjá. Sama er að segja um Þórð aðeins síðar, en spyrna hans á markið var látt varin fyrir markmanninn. Á 13. mín. ætlaði Kristinn Guð- mundsson, hægri bakvöröur ÍBA, að spyrna frá í vítateig, j en hitti ekki og hrökk knött- urinn í hendi hans. Guðjón Einaisson dæmdi vítaspyrnu, mjög strangur dómur, svo að ekki sé meira sagt. Ahrens, miðframherji skoraði örugg- lega úr henni. Eftir þetta at- vik náðu Þjóðverjarnir yfir- höndinni, sem þeir héldu að mestu út hálfleikinn, en tókst þó ekki að skora. Upphlaup Akurnesinga voru fá og að mestu hættulaus. Þó átti Rík- arður gott skot, sem mark- maður varði. Síðari liálfleikur. Akurnesingax hófu leik í síðari hálfleik og jöfnuðu strax í fyrsta upphlaupi. Pét- ur undirbjó sóknina og átti skot á markið, sem hrökk til Halldórs, sem skoraði. Þjóð- verjar hófu stórsókn strax á eítir, og skall þá hurð oft nærri hælum fyrir Akurnes- inga. Kristinn bjargaði tvl- vegis á línu, Magnús varði hörkuskot, og hættuleg þvaga myndaðist við markið hvað eftir annað. En þrátt fyrir allan atganginn tókst Þjóðverjum ekki að skora fyrr en á 24 mín., en þá komst vinstri innherji frír aö mark inu, eftir góðan undirbúning framvarðar, og skoraði með því að lyfta knettinum yfir Magnús, sem kom hlaupandi á móti honum. Var markið vel gert og mikil hugsun bak við það. Akurnesingar náðu sér á strik eftir markið, og voru meira í sókn það sem eftir var. Urðu tveir Þjóðverj ar að yfirgefa völlinn undir lokin vegna meiðsla, en vara- menn komu í þeirra stað. Þeg ar þrjár mín. voru eftir fékk Ríkarður knöttinn aðeins fyr ir utan vítateig, lék á tvo varnarleikmenn og brauzt í gegn á sinn fræga hátt og jafnaði fyrir Akranes. Ekk- ert markvert skeði eftir það. Liðin. Hjá Akurnesingum var vörn in betri hluti liðsins. Dagbjart ur var traustur, og hafði góð tök á hinum hættulega Ahr- ens. Bakverðirnir, Kristinn og Ólafur, komust vel frá leikn- um, þótt staðsetningar þeirra væru ekki alltaf sem beztar. Sveinn og Guðjón náðu góð- 1 um tökum á miðjunni, og voru ásamt Pétri beztu menn liðs- ins. í framlinunni var Pétur beztur, vann vel fyrir heild- ina. Ríkarður átti einnig góö- an leik, en vann ekki eins mik ið fyrir liðið og Pétur. Halldór átt góðan leik á köflum, en féll í skuggann þess á milli. Þórður var algjörlega miður sín. ’ Þjóðverjar léku með nokk- uð breyttu liði frá leiknum við Reykjavíkurúrvalið. Liðið féll vel saman eins og áður, þrátt fyrir að það er skipað mönnum frá 10 liðum í Ham- borg, og voru breytingarnar sízt til hins verra. Enginn sér- stakur bar af, og völlurinn háði þeim sýnilega mikið. I Eftir Ieikinn. ____ i íþróttabandalag Akraness bauð liðunum og nokkrum for ustumönnum knattspyrnuí- j þróttarinnar hér á landi, á- j ásamt blaðamönnum, til veizlu í Hótel Akranes eftir ■ leikinn. Fór hún hið bezta fram og var bandalaginu til mikils sóma. Margar ræður voru fluttar, og þýzku knatt- spyrnumennirnir leystir út með gjöfum. Næsti leikur Þjóð verjanna verður á miðviku- daginn við KR, en á föstu- daginn verður síðasti leikur þeirra hér við Akranesliðið. Báðir leikirnir fara fram í Reykjavík, og hefir heyrzt aö ísl. liðin verði styrkt. i HSÍM. Skólastjóri, Hannes J. Magn ússon, flutti ýtarlega skýrslu um starf skólans síðastl. ár. Alls voru í skólanum í vetur 831 barn, er skiptust í 32 deild ir. 23 fastir kennai’ar eru við skólann og tveir stundakenn- arar. Við inntökupróf 7 ára barna innrituöust í skólann 180 börn, en 120 börn hverfa úr skólanum, svo að fjölgun á þessu eina ári verður um 60 börn. Gat skólastjóri þess, að ný skólabygging væri nú orðin svo knýjandi nauðsyn, að það þyldi enga bið, og er ekki séð, hvernig hægt vei’ð- ur að koma öllum þessum börnum fyrir næsta vetur. Heilsufar í skólanum hefir verið svo gott í vetur, að fá dæmi munu slíks. Aðeins 4 börn urðu berklajákvæð á ár- inu. Börnin hækkuðu að með- altali 3,27 sm. og þyngdust um 2,40 kg. Tannskemmdir eru miklar, svo að aðeins 118 börn hafa allar tennur heil- ar. 332 börn nutu ljósbaða í skólanum. Börnin drukku 1 y2 fat af lýsi og boröuðu með því 9 tunnur af hráum guli'ófum. 118 luku barxiaprófi. Barnaprófi luku 118 börn. Þar af fengu 9 ágætiseinkunn 86 1. einkunn og 21 2. einkunn. Við skólaslit var útbýtt þrenn um bókaverðlaunum fyrir þrjár beztu ritgerðir við barnapróf, er bókaverzlun P. O. B. hefir ákveðið að veita á hverju vori. Verölaun þessi hlutu Ásgerður Ágústsdóttir, Hjörtur Pálsson og Þorvaldur Grétar Einarsson. Sunnudaginn 9. maí var í skólanum sýning á handiðju barnanna, skrift, teikningum og vinnubókum, og sótti hana mikill fjöldi bæjarbúa. Gei'ð var tilraun í skólan- um með að taka upp lestur íslendingasagna í þremur efstu bekkjunum, og voru til þess valdar Gunnlaugs saga Ormstungu, Víga-Glúmssaga og Gísla saga Súrssonar. Er ætlunin með þessari tilraxxn að fá börnin til að kynnast íslendingasögunum, og ef verða mætti, að þau yrðu þar fyrir áhrifum af máli þeirra og stíí. Haldið hefir verið áfram með kennslu í hljóðfræði og um Snorrabikar. 80 börn tóku þátt í keppninni í 10 sveitum. 13. febrúar fór fram keppni í skautaboðhlaupi. 72 börn tóku þátt í þessari keppni. Keppt var um bikar, sem bókaverzlun Axels Kristjáns- sonar hafði gefið. Þann 17. febrúar fór fram fimleikakeppni milli allra deilda 6. bekkjar. Keppt var um bikar, sem Magnús Pét- ursson kennari hafði gefið. A-sveit 6. bekkjar í 13. stofu sigraöi í skíða- og skauta- keppixinni, sami bekkur sigr- aði einnig í fimleikakeppn- inni. 7. apríl fór svo loks fram keppni í skíðagöngu. Keppt var um bikar, sem Bókaverzl- un P. O. B. hafði gefið skól- anum. Sveit drengja í 5. bekk vann gönguna. Sambönd við skip. Tekin var upp sú nýbreytni við skólann, að skólaböimin völdu sér skip úr kaupskipa- flotanum til að hafa sam- band við. Er þetta algengt á Norðurlöndum, fá þá einstak ir skólar að skíra skip, er þau j hlaupa af stokkunum, og hafa svo samband við þau eftir það, skiptast á bréfum, smágjöf- um o. fl. Barnaskóli Akureyrar valdi sér skipið Hvassafell, sem á heimahöfn á Akureyri, og sam bandið var tekið upp með þeim hætti, að skólabörnin skrifuðu skipverjum og sendu þeim ofui'litla bókagjöf fyrir jólin sem eins konar vísi að ( bókasafni. Mæltust þau til að mega hafa samband við skip- ið næstu ár. Þessu var frábær lega vel tekið af skipverjum og hafa skólabörn síðan feng ið mörg ágæt og fróðleg bréf 'frá skipverjum á Hvassafelli þar sem það hefir verið statt í erlendum höfnum. Þessi fróð legu og skemmtilegu bréf hafa svo verið lesin upp í hin- um ýmsu bekkjum skólans, einnig hafa þeir sent mynda bækur, póstkort og fleira smá vegis. Ætlunin er síðar að fá menn af Hvassafelli til að koma í skólann og flytja þar ei'indi. í einkum lögð áherzla á hve j framburðinn, með tilliti til þess að auðvelda rétta staf- setningu. Samræmdur fram- burður hefir verið kenndur í skólanum síðan veturinn 1950 með allgóðum árangri. Flá- mæli er nálega óþekkt hér í skólanum, en nokkuð er far- ið að bera á hinum sunn- lenzku linhljóðum. I Mikið íþróttalíf. Mikið íþróttalíf hefir verið í skólanum í vetur og keppt í mörgum greinum. 17. okt. fór fram sundkeppni og var keppt Barnakór fer til Noregs. Skömmu eftir áramót barst fyrirspurn frá Álasundi um, hvort hugsanlegt væri að Barnakór Akureyrar gæti kom 'ið til Álasunds um miðjan júní og sungið þar við opnun fiskimálahátðar. Var boðin ó- keypis dvöl í Álasuiidi og margs konar fyrirgreiðsla. Var nú farið að athuga mögu leika á að taka þessu tilboöi, og er nú ákveðið að 30 barna kór fari til Noregs 12. júní n. k. með Gullfaxa og dvelji þar í hálfan mánuð. Með kórnum fara 3—4 kennarar. Fjcrir foi'eldrafundir hafa (Pramhald á 6. slðu.i c Kópavogur ( Lítil íbúð óskast til leigu. I Tilboð merkt „Köpavogur“ í sendist afgr. Tímans'fyrir e | fimmtudagskvöld. atiiiiiiiiimmiiiMiiiiiiimMiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiii Dráttarvél ásamt viðfestri sláttuvél 4 setu greiðu þétttinduð. Fyrir einn hest, snúningsvél, rakstrarvél og áburðardreifari. Selst allt helzt í einu lagi með mjög vægu verði. — ÞORSTEINN EINARSSON Brekku við Sogaveg Sími 5826 £55555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555553)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.