Tíminn - 31.07.1954, Side 4

Tíminn - 31.07.1954, Side 4
4 TÍMINN, laugardaginn 31. júlí 1954. 169. blað. Sveinn Tryggvason, fram.kvæm.dastjórL: Ferðaþættir frá Finnlandi Framhald. í sambandi við það, sem nú hefir verið sagt um af- leiðingar stríðsins, þykir mér rétt að segja frá því, aö í út- jaðri Helsingforsborgar er grafreitur, sem kallaður er hetjugrafreiturinn. Þarna hvíla þúsundir hermanna, er féllu í stríðinu, og á meðal þeirrá liggur marskálkur Finnlai\ds, Mannerheim. Heimsóttu allir fundarmenn grafreit þennan, og voru lagð ir blómsveigar með fánalit- um allra landanna á gröf Mannerheims og minnis- merki fallinna hermanna. Hennannagrafirnar sjálf- ar eru hlið við hlið, langar raðir svo langt sem augað eygir. Litlar plötur, áletrað- ar með nafni, fæðingardag og dánardegi hvers og eins, en lítill steinkross yfir. Við gengum þarna meðfram leið unum nokkra stund. Tvennt var það, er stakk í augu. Hið fyrra var, að flestir piltanna voru fæddir á árunum 1910— 1920 og hitt, að allir höfðu fallið árið 1940. Ég hygg, að þá stuttu stund, er við dvöld- um þarna við hetjugrafirnar, hafi flestir okkar skynjað betur en áður ástæðuna fyr- ir því, hve Finnum er kært land sitt og sjálfstæði þjóð- ar sinnar. Sá einn, er fórnað hefir blóði sinna vöskustu sona, getur lagt allt í sölurn- ar til varðveizlu þess verð- mætis, er synirnir fórnuðu lífi sínu. Eitt af því, sem einkennir finnskan landbúnað umfram skandinavisku löndin, er hversu lítil býlin eru 1 raun og veru. Árið 1941 var talið, að meðalakurstærð á býli væri aðeins 6.57 ha. Um 33% af býlunum hafa minna en 10 ha. akurlendis. í Sviþjóð er talið að 60 býli komi á hverja 1000 íbúa, en í Finnlandi er talið að býlafjöldinn sé nærri 80 á hyerja 1000 íbúa. Hefir stefnan stöðugt ver- ið sú að stofna nýbýli úr landi stórjarða, samt.ímis því að rutt hefir verið nýtt land. Við friðarsamningana 1945 urðu Finnar að láta af hendi 35000 býli, er höfðu um 300. 000 ha. ræktaðs lands. Af þessu landssvæði varð að flytja fast að Vz milljón manna, og þurfti að útvega mestum hluta þeirra nýtt land til þess að búa á. Að mestu leyti varð þetta nýja landnám á kostnað eldri og stærri jarða, við það fækkaði stórbýlunum vitanlega og landsstærðin að meðaltali á býli minnkaði frá því, sem verið hafði. Á ferðalagi okkar komum við inn á þrjú nýbýli. Tvö þeirra voru reist 1936, en eitt þeirra árið 1948. Það býli reisti fólk, er flutt var til frá karelska svæðinu. Landstærð þessara nýbýla var 30—36 ha. Þar af um 10—12 ha. ræktað land, en um 20 ha. skóglendi. Búfjárfjöldinn var 5—8 kýr, 1—2 hestar, 5—20 hænsn, 1 svín, og eitt þessarra býla hafði 3 kindur. Meðalmjólk- urmagn úr hverri kú var á einu býlanna 3753 kg. með 4.4% feiti. íbúðarhúsin voru um 90 ferm. að stærð, öll úr timbri og öll eins að fyrirkomulagi. Undir húsunum var kjallari, á hæð voru þrjú herbergi, stórt eldhús og anddyri, en í rishæð svefnherbergi. Fjós og hlaða og önnur gripahús voru undir einu þaki. Á milli bása í fjósi voru engar milligjörðir, og jötur voru engar, heldur gefið í fóðurganginum, en steyptir bollar fyrir fóðurbætinn. Öllu var þarna vel fyrir komið og mjög þrifalegt. í útihúsi komu líka hin víð- frægu finnsku böð. Var okk- ur sagt, að þau væru á hverju sveitabýli, og er við létum undrun okkar í ljósi á því, spurði einn bóndinn: ,„Hvern ig er hægt að lifa baðstofu- laus?“ _____ Þessar baðstofur voru lítil hei’bergi, venjulega ekki stærri en 10—12 fermetrar. í einu horninu var sívalur við- arofn, og efst í honum var komið fyrir steinum, ónýtum skeifum eða öðru slíku. Er vatni hellt á grjótið og við það verður hið heita loft, sem í herberginu er, dálitið rak- ara. Hitinn í baðstofunni er venjulega 70—80 gráður á Celsius. Þótti okkar það ótrú legt, en var þá sagt, að hann kæmist oft yfir 100 stig, en þetta væri létt að þola vegna þess, hvrsu þurrt loftið væri. Þarna sitja menn naktir í svo sem hálfa klukkustund og bei’ja sig utan með birki- hríslum, en að því búnu steypa þeir yfir sig köldu vatni. Er ljóst, að á þessu herðast menn mjög. Sérstaklega þótti mér gam an að*heimsækja það af þess um þremur nýbýlum, sem reist var 1948. Þar var allt nýtt, vandað, vel útbúið og þrifalegt. Bóndinn var Kar- eli og hafði höggvið rjóður í skóginn til þess að skapa sér og fólki sínu nýtt heimili. Hafði hann byggt öll hús •sjálfur, og var ekki að sjá, að þar hefði viðvaningur ver ið að verki. Allt var þarna vandað, hreint og fágað. Þetta fólk var líka eitt með- al þeirra, er gekk svo vel frá gömlu ættarjörðinni sinni,1 er það varð að yfirgefa, að það þvoði og málaði öll hús, hátt og lágt, setti nýtt greni við tröppurnar og blórn í glugga, þegar það fór, svo að nýju húsbændurnir þurftu ekki annað en flytja þar inn, þegar að var komið. Hvílíku þjóðstolti hlýtur slíkt fólk að búa yfir! : i Frá þessum nýbýlum lá leið okkar að stórbýli, er þar var skammt frá, Voistio í Hol lola sókn. Stærð býlisins er nú 530 ha. Þar af eru 136 ha. rækt- aðir. 1947 varð bóndinn að láta af hendi til nýbýlastofn unar um 400 ha. akurlendis og 250 ha. skóglendis. Býli þetta er víðkunnugt um finnskar sveitir sakir kyn- bóta á húsdýrum. Kýrnar eru af Ayrshire-kyni, og eru nú um 50 talsins, en auk þess eru um 30 ungneyti. Meðal- nyt kúnna var s. 1. ár 3.864 kg. með 4.4% feiti. Þá hafði þetta býli verið miðstöð svínaræktarinnar um 20 ára skeið. Þarna voru um 20 gyltur allar af Yorkshire- kyni. Síðastliðið ár fékk bónd inn fyrstu verðlaun fyrir vel rekinn alhliða búskap. Þarna voru húsakynni öll stór og glæsileg. Bóndinn og fjölskylda hans bjó i sér- stöku gríðarstóru steinhúsi, jtveggja hæða. Við húsið var stór og fagur trjágarður með löngum röðum eplatrjáa og annarra ávaxtarunna. Vinnu fólkið bjó í smærri húsum, er stóöu þarna rétt hjá. Á sumr in vinna þarna rxokkrir nem l endur bænda- og húsmæðra- skóla, og mun bóndinn á þann hátt fá eitthvað ódýr- ara vinnufólk en gengur og gerist. Útihús öll voru þarna gríðarstór. Þannig var fjósið, fyrir á annað hundrað kýr,' en bóndinn hafði fækkað kún I um verulega 1947, þegar hann | þurfti að láta af hendi land ( til nýbýlastofnunar, eins og áður segir. i Hestar voru notaðir þarna til flestra starfa, samt voru þarna til stórar dráttarvélar, er notaðar voru við öll hin veigameiri störf. Þarna var t. d. verið að reyixa nýja kornsláttuvél, er gerir allt í senn, slær koi’nið, þreskir það og sekkjar. i Landbúnaður Finna er, eins og gefur að skilja, all- mjög frábrugðinn landbún- aði okkar íslendinga. Þó er þar ýmislegt ekki ósvipað og hjá okkur. Finnskur landbúnaður er, eins og áður segir, fremur smábýlisbúskapur, ef miðaö er við hin Norðurlöndin. íbúar landsins eru taldir um 4 milljónir, og af þeim hefir um helmingur atvinnu sína af landbúnaði. Búskap- ur þeirra er mjög blandaöur, akuryrkja, búfjárrækt og skógrækt. Landið er urn 337 þúsund ferkílómetrar að stærð, eða um þrisvar sinn- um stærra en ísland. Þar af eru tæplega 32 þúsund fer- kilómetrar vötn og 170 þús- und skógai’, en ræktað land og engi talið vera um 27.000 ferkílómetrar. Lengd lands- ins er um 1150 km. en breidd in um 600. Veðurskilyrðin eru m. a. af þessum sökum mjög misjöfn. Meðalárshitiixn er syðst í landiixu um 4.7 gráð- ur en nyrzt um 1.2 gráður. Á sumrin verður hitinn sjald- an meiri en 30 stig við vest- ui’ströndina, en er oft 32—35 stig þegar lengra kemur inn í landið. Vetrarkuldimx fer sjaldix- ast uixdir 30 stig við vestur- og suðurströixdina, en er oft um 40 stig i Lapplandi og get ur kornizt niður í 50 stig. Mis munurimx á hæsta og lægsta hitastigi er þannig unx 60 gi’áður í suðurhluta landsiixs, en 80—85 gráður íxyrzt. í syðstu héruðum landsins hefja bændurnir vorstörfin síðustu dagana í maí, eix í íxyrztu héruðunum hefja þeir voryrkjuna mánuði seinna. Syðst geta bændurnir plægt haustplægiixguna í nóveixx- ber og fram í desember, eix xxyrzt verða þeir að hafa lok- ið haustplægingunni um íxxiðjan október. Syðst í landinu hafa veð- urguðirnir gefið bændunum 100 daga lengri tíma til vor- og sumarstarfanna eix þeir hafa gefið bændunum nyrzt í laixdinu. Meðalúrkoman í landinu er unx 600 mm. á ári, en er hér sunnan lands á íslandi um 1500 mm. Af þessu sést, hversu mis- jöfn búskaparskilyrðin eru í landinu, Framhald. Sveinn Sveinsson frá Fossi hefir hvatt sér hljóðs og mun ræða um Kötlu og fleira: „Kjartan Jóhannesson frá Herj- ólfsstöðum skrifar um Kötlu. Kjart an er mjög vel greindur maður, eins og hann á kyn til í báðar ættir. Ég hafði gaman af að lesa þessi skrif Kjartans og hans hugmyndar flug og stórhug. Það er skiljanlegt, ef það væri hægt að ná farvegi frá Kötlu í gegnum jökulinn eða undir hann, að þá myndu hlaupin minnka eða hætta, og nú á tímum er margt gert með vísindum og tækni, sem ótrúlegt þvkir, hvaö þá í framtíð- inni. En hætt er við, að það verk eigi langt í land végna gífurlegs kostnaðar o. fl. o. fl. því viðvíkjandi. Og hvað væri það á móti þeim kostnaði að hjálpa Álftveringum og nokkrum Meðallendingum að flytja sig til á öruggari staði. En hvað þýðir að vera að skrifa um þetta mál, þai' sem fólkið sjálft, sem hlut á að máli, vill ekki flytja sig til og aðrir, sem um þetta skrifa á skáldlegan hátt, telja það sem hetjudáð að fólkið sitji kyrrt, hvað sem á gangi. Svipað má segja með Víkina, þótt henni sé kanske ekki eins hætt eins og Álftaverinu og nokkrum bæj- um í Meðallandi. Þá er það samt svo, ef sjór og hlaupið væri í mikl um ham, þá gæti það hjálpazt að að taka byggðina af neöan undir bökkunum. Það er víðar á landinu, sem fólk býr á hættustöðum, svo sem í bröttum fjallshlíðum, þar sem mikil hætta getur verið af snjóflóðum, skriðuhlaupum og grjót hruni. Mikill munur væri nú að. hjálpa þessu fólki til að flytja sig til á öruggari staði og betri en að þurfa að hjálpa því, þegar slysin eru afstaðin. í fyrri daga gat það verið eðlilegt, að fólk byggði á þess- um stöðum út af vallendi í tún- stæði, en nú er það orðinn ókostur að bvggja f bratta, með þeirri vinnu tækni, sem nú er notuð. Svo ég snúi mér nú aftur að Kötlu, þá finnst mér, að ekki þurfi að vera ágreiningur um það, hvar Katla sé í Mýrdalsjökli, af þeim mönnum þar eystra, sem bezt voru settir að sjá gosið 1918, s. s. í Álfta- veri, Meðallandi og Ásum í Skaftár tungu. Þá bjó ég í Ásum. Þaðan sást ákaflega vel til gossins og sér- staklega þegar því fór að linna og undir það síðasta stóðu vatnsgufu strókar þar upp. Jökulhnúkarnir eða bungurnar eru tvær, eystri og vestri, en dalurinn sunnan til & milli þeirra er Katla. Það er talið, þegar dalur þessi er orðinn allt að því eins hár og hnúkarnir, að þá sé hætt við Kötluhlaupi og eldgosi, og mun frekar vera miðað við lægri hnúkinn en þann hærri. En hvort að Kötiudalurinn þessi hækkar mest eða örast seinasta árið fyrir gos munu ekki vera sagnir um. Það er því mjög nauðsynlegt að menn þar eystra veiti því nú eftirtekt fyrir næsta gos til fróðleiks fyrir framtíðina. Þeir menn, bæði lærðir og ólæðrir, sem hafa áhuga fyrir því að endur- reisa Skálholtsstað, og ræða og rita í blöðin og tala um það mál —< um daginn og veginn — 1 rikisút- varpinu, minnast ekki á mennta- skóla í því sambandi, sem mér. finnst þó vera eitt af aðalmálum við endurreisn Skálholtsstaðar. Efi til vill var Skálholt frægast fyriri kennslu og lærdóm á sinni blómat’ð. Hví þá ekki að taka einmitt þetta mál til umræðu við endurreisn Skál holtsstaðar? . ■ . . ! EkUi á é§ þar með við það, a<5 flytja menntaskólann í Reykjavík! að Skálholti. En það virðist vera gott tækifæri að flytja menntaskól ann, sem nú er á byrjunarstigi á Laugarvatni að Skálholti. Lika ætti búnaðarskóli Suðurlands að standa þar eins og í tal hefir komizt, því að honum fylgja jarðarbætur, Skálholt getur aldrei orðið staðar- legt, nema að tryggt sé,. að þar verði stórar byggingar og margts heimafólk, en það getur ekki orðið, nema með meiriháttar skólalifi. En hvað liggur nær en að byggja þessaí skóla þar, fyrst þeir eiga að koma þarna í héraðið hvorfc sem er. Kostn aðurinn yrði að líkindum nokkur sá sami. .,____. 1. Ef alvara er í að endurreisa og prýða Skálholt, svo að eitthvert vifi sé i því, að það vérði þjóðinni til sæmdar en ekki til vansæmdar, þá! ættu ráðamenn þessa verks að'at- huga þessi skólamál rækilega". ., ' Sveinn hefir lokið máli sínu. Ég held, að úr því sem komið er, sð sú hugmynd vafasöm, að flytja menntaskólann frá Laugarvatni að Skálholti. Hins vegal' væri til at- hugunar að flytia guðfræðideildiná við Háskólann þangað. Má í því sambandi vel minnast þess, að Skál holtsskóli var fyrst og fremst presta skóli. Starkaður. ! Allt d sama stað Sjaltlnn hefir úrvalið verið fjölbreyttara en einmitt núna af alls konar varahlutum: Stimplar Stimpilnringir — Sveifarásar — Höfuð- ’eaur — Kr.astásar — Ventlar — Ventilgormar —■ Ventilsæti — Undirlyftur — Tímakeðjur — Timahjól — Olíudælur — Pakkningasett. lerðið livergi hagkvæenaara. H.f. EgiII Vilhjálmssoia, Laugaveg 118, Reykjavík, sími 81812. SÍSiÍÍSSSÍÍSSSSSSSÍSÍSSÍÍÍSÍSÍSSSiÍSÍSÍÍSÍÍSÍSSSSSSiÍÍSÍÍSSSÍÍ^^ BÆNDUR Höfum sett upp vél til þess að skerpa sláttuvélaljái Skerping á nesta-sláttuvélaljáum kr. 20,00. Skerping § á traktor-sláT.tuvéla-ljjáum kr. 25,00. Iiaupfélag Árnesinga Bifreiðasmiðja. SiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiSiiiiiiiiiiiiiiiiJiWiiiiiiiiiíCSiiiiiiiiJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.