Tíminn - 31.07.1954, Síða 8
ERLE3VT YFIRLIT I DAG:
Efíir vopnahtéið í Indó-Kína
38. árgangur.
Reykjavík.
31. júlí 1954.
169. blaff.
Miklar framfarir hafa orðið á
sviði skurðlækninga síðustu árin
Rætt vtS Iljaita Þórariiissoii lækni, sem
koraran er lielm frá tveggja ára sérnámi
í s?i ttrðl.æknÍR^ini í Randaríkjnnsim
Hjalti Þórarinsson læknir er nýkom/nn heim eftlr meira
en tveggja ára dvól við þekkt sjúkrahús í Baniaríkjumim,
þar sem hann lagði stund a skurðlækningar, en þær eru
sérgrein hans. Tíminn hafði þær fregnir frá íslendingum
vestra, er þekktu til, að Hjalti hefði sýnt affcurða frammi-
stöðu í starfi sfnu þrtr, eins cg hans var von og vísa, því að
hann er með allra efnilegustu nionnum í ísíenzkri lækna-
stétt, og hægt er að binda miklar vonir við. Tók hann á
sínum tima bæsta cmbættispróf í læknisfræði, sem tekið
hefir verið við Hásbóla íslands.
Þegar blaðamaður frá Tím
anum frétti að nú væri Hjalti
kominn heim, náði hann
sambandi við hann, þar sem
vitanlegt var að hann hefði
frá ýrnsu að segja, sem fólk
hefði gagn og gaman af að
vita. Lét Hjalti undan eftir
nokkrar fortölur og leyfði að
hafa eftir sér það, sem hér
fer á eftir, gegn því stranga
^oforði, að það yrði ekki skrif
að sem nein auglýsingastarf
semi um sig eða sitt nám og
það loforð þykist blaðamað-
urinn hafa haldið hvað við-
talið snertir.
Boðið tíl framhalds-
náms í Bandaríkjunum.
Að Joknu embættisprófi hér
lauk Hjalti kandidatsári sínu
Portúgalir reka ind
verska sendifulltrúa
■Tew Dehli, 30. júlí. — Portu-
;alir vísuðu í dag tveim sendi
ulltrúum Indlands brott frá
oortúgölsku nýlendunum á
■/esturströnd Indlands og
;aka þá um að stofna öryggi
og friði í nýlendunum í voða.
'ndverska stjórnin svaraði
þegar með því að vísa tveim
potúgölskum konsúlum í Ind-
iandi úr landi. Eiga þeir að
verða brott fyrir sunnudag.
Ókyrrðin í nýlendunum fer
stöðugt vaxandi og sambúð
Indverja og Portúgala versn-
ar að sama skapi.
og starfaði síðan í læknis-
héraði úti á landi og við
sjúkrahús á Akureyri. Síðan
var hann aðstoðarlæknir við
handiækningadeild Lands-
spítalans í hálft annað ár,
en fór þá til Bandaríkjanna
til framhaldsnáms.
Fé ? hann þangað í boði
Bannaríkjastiórnar, sem vel
ur menn ti! framhaldsnáms
í ýmsum greinum víða um
lönd, gegn því skilyrði, að
þeir hverfi heim að námi
loknu, svo að þjóðum þeirra
geti notazt af sérmenntun
þeirri, er þeir öðlazt.
Féll vel við bandaríska
starfsbræður.
Hjalti lætur mjög vel af
kynnum sínum við Banda-
ríkjamenn og segir starfs-
bræður sína vestra vera
framúiskarandi hjálpsama og
lipra í samstarfi. Með Hjalta
,voru við sjúkrahúsið læknar
I frá ýmsum öðrum Evrópu-
þjóðum m. a. Ítalíu, Noregi,
jTyrklandi og Grikklandi. En
við þetta stóra sjúkrahús
starfaði mikill fjöldi lækna.
í því voru um 1200 sjúkra-
rúm.
Við slíkar stofnanir fá
læknar tækifæri til að kynn
,ast margvislegum sjúkdóms-
jtilfellum. Enda er læknahá-
skóli fylkisins starfræktur í
sambandi við sjúkrahúsið.
Hjalt! starfaði við þá deild,
þar sem gerðir eru uppskurð
ir. Flsstir þeirra voru miklar
aðgerðir, enda eru botnlanga
skurðir og smærri aðgerðir
gerðar í öðrum sjúkrahúsum.
Vörn Víkings er iéleg
UiMsögEi Politiken uiti atinau leikiiin i Dast-
mörkn — I»rlðji lelkurlxtra varð jafntefli
Knattspvrni’félagið Víkingur lék annan leik sinn í Dan-
mörku á þriðjudagskvölthð, og mæíti þá liðinu Vanlöse,
sem varð í öðru sæti í þriðju deild í deildakcppninni í vor,
en dönsk knal+spyrnulið, sem skipa deildirnar eru tiltölu-
lega lík að stvrkieika, neroa hyað beztu liðin í 1. deild skera
sig nokkuð úr,
Danska blaðið Politiken
skrifar eftirfarandi um leik-
inn. íslenzka liðið Víkingur
gat heldur ekki sigrað vel-
upplagt Vanlöse-lið í gær á
íþróttaieikvanginum í Van-
löse. Heimaliðið vann með 4
Jlái dr. Joíms:
Saksóknari ríkisins ákærir þá
sem flutJu dr. John á brott
Berlín, 30. júlí. — Mál hins horfna dr. Jchn er stöðugt mikið
rætt í V.-Þýzkalandi. Bonn-stjórnin hefir falið saksóknara
hins opinbera að rannsaka málið sem bezt. Hefir hann nú
ákært dr. Wohlgemúth, Iækni og aðra þá, sem talið er, að
kunni að vera riðnir við hvarf dr. Johns.
Hann bar á móti þeim
fregnum, að ósamkomulag
ríkti milli ríkisstjórnarinnar
og lögreglunnar í V.-Berlín í
sambandi við rannsókn máls-
ins.
Ekki á vegum stjórnarinnar.
Hann kvað sænska leyni-
lögreglumanninn Södermann
ekki á vegum stjórnarinnar og
hann hefði ekki rætt við hann.
Hins vegar rannsakaði Söder-
mann 'málið á eigin spýtur og
hann nýti þess hagræðis að
vera hlutlaus aðili í málinu.
John hefir gefið út yfirlýs-
ingu um sjálfsmorð njósnar-
ans Höffer, en hann njósnaði
fyrir Bandaríkjamenn og
framdi sjálfsmorð skömmu
eftir hvarf dr. John.
Segir þar, að Höffer hafi
ætlað að hætta njósnum fyrir
Bandaríkjamenn og réði þar
mestu um, að hann hafi feng-
ið skipun um að njósna um dr.
John, en þeir virðast hafa ver-
ið miklir vinir.
Hjalti Þórarinsson.
Fara skurðlækningar
I vöxt í Bandaríkjunum?
Já, með bættum aðstæð-
um og aukinni tækni við að-
gerðirnar sjálfar, sjúkdóms-
greiningu og eftirmeðferð er
hægt að hjálpa miklu fleiri
sjúklingum með uppskurði nú
en áður var.
Margir uppskurðir á sjúkra
húsinu, sem ég starfaði við,
voru gerðir vegna krabba-
meins Flestir þeirra upp-
skurðe. voru stórar aðgerðir.
En uppskurður er oft einasta
hjálpin, sem hægt er að láta
í té, í sambandi við sjúkdóm
inn.
í Bandaríkjunum er mik-
iff kapp á það lagt, að fá
fólk til að koma snemma til
læknis, ef það finnur til og
líkur gætu bent til krabba
meins. Yfirleitt telja banda
riskir læknar það mikilsvert
að góð samvinna sé milli
þeirra og fólksins og vilja
ekki að fóik hyrgi sig inni
ineð sjúkdóma sína. Þess
vegna er veitt mikil almenn
fræðsla um heilbrigðismál,
sem læknarnir standa sjálfir
að.
Telja Iæknar vestra
að reykingar orsaki krabba?
Um bað eru nokkuð skipt-
ar skoðanir. Sjúkdómstilfell-
um heíir mikið fjölgað og
telja œargir að það stafi að
einhverju leyti af reykingum
hvað lungnakrabba snertir,
en þó ekki að öilu leyti. Bætt
ar aðferðir við sjúkdómsgrein
ingu og leit að sjúkdóminum
(Framhald á 7. síðu.)
20 manns særðir í
óeirðum í Beirut
Beirút, 30. júlí. — Vörubílar
fullir af hermönnum og skrið
drekar óku í dag um götur
Beirút-borgar, eftir að lög-
reglan hafði dreift þúsund-
um æstra Múhammedstrúar-
manna, sem fóru kröfugöng-
ur um göturnar og létu ófrið-
lega. Létu þeir ekki að skip-
un lögreglunnar um að leysa
upp mannþröngina og var þá
gripið til skotvopna. Tuttugu
menn særðust. Óeirðir þessar
standa í sambandi við flugrit,
sem heitir „Bylting og frelsi“
og er stefnt gegn stjórninni í
Líbanon,
tækifæri til að skora, sem
voru misnotuð vegna óhá-
kvæmra skota. Og svo komst
Vanlöse í gang aftur og skor
aði enn tvö mörk.
Leikurinn, sem 2000 áhorf
endur sáu, var mjög fjörug-
gegn 1. íslendingarnir sýndu ur, og Vanlcse sýndi einkum
oft á tiðum góða hluti, en ágætan leik.
það var mikið um mistök í
vörninni, og það svo, að ekki Víkingur gerði jafntefli í
er hægt að ræða um stað- þriðja Ieiknum.
setningarnar. Sóknarlínan
| lék of lokað, en þó var hægri
| hliðin undantekning, þeir
I Gunnar Gunnarsson og Ósk-
ar Sigurbergsson, sem báðir
eru tekniskir leikmenn. |
Eftir 15 mín. leik skoraði
Bent Henriksen, og stuttu síð
ar var dæmd vítaspyrna á
Víking, vegna þess að vinstri
bakvörðurinn, Guðbjörn Jóns
son, brá Einp.ri jensen. Skor
að vav úr vítaspyrnunni.
Vinstri innherji Víkings,
Ragnar Sigtryggsson, skor-
aði strax í byrjun síðari hálf
leiks, og næstu 20 mínúturn
ar fékk Víkingur mörg ágæt
Þriðji leikur Víkings var
á fimmtudag og lék liðið þá
við úrvalslið frá Hróars-
keldu. Léikar fóru þannig,
að jafntefli varð 4:4. í hléi
hafði danska liðið yfir 3:1,
svo að Víkingar hafa sótt
sig mjög í síðari hálfleikn-
um. Fjórði leikur Víkings
er á morgun.
Evrópnher - eða V.-
Þýzkalandi tryggt
Washington, 30. júlí — Öld-
ungadeild Bandarikjaþings
samþykkti einróma i dag á-
lyktun þess efnis, að Eisen-
hovzer forseti skyldi beita sér
persónulega fyrir því, að V.-
Þýzkaland fengi fullt sjálfs-
forræði, ef svo færi, að Ítalía
og Frakkland fullgilda ekki
sáttmálann um Evrópuher. í
ályktuninni er forsetinn beð-
inn að gera hverjar þær ráð-
stafanir, er hann telji nauð-
synlegar og samrýmst geti
stjórnarskrá Bandaríkjanna,
til þess aö Þýzkaland geti lagt
sinn skerf til varðveizlu frið-
ar og öryggis í heiminum.
Kjarnorka ekki dýr
ari aflgjafi en kol
Washingtonj 30. júlí - Kjarn
orkumálanefnd JSandaríkja-
þings flutti þinginu skýrslu
sína í dag. Segir þar, að í
Bandaríkjunum sé nú unn-
ið úraníum úr 530 námum,
en auk þess flutt inn frá all-
mörgum löndum. Til kjarn-
orkumála er nú eytt á ári
um 5500 milljónum dollara.
Tekizt hefir að fullgera afl-
vél fyrir kafbáta og unnið
er að smíða flugvélaliréyfla,
sem knúnir vérði kjarnorkii.
Stööugt er unnið ad tilraun-
um til að hagnýta kjarn-
orkuna sem aflgjafa til al-
mennra nota og svo Iangt
er nú komið í þcim efnum,
að kjarnorka þarf ekki að
vera dýrari aflgjafi en orka
fengin frá kolum. Tekizt
hefði að verða við þeirri
skipun forsetans, að Banda-
ríkin skvldu halda forystu
sinni á sviði kjarnorkumála.
KR „bezta íþrótta-
félag” Reykjavíkur
Meistr.ramét B.eykjavíkur í frjálsum íþróttum hfifir stað
ið yfir að imdaníörnu og lauk í gærkvöldi. Er hér um stiga
keppni félaganna í Reykjavík að ræða, og; slóöij, stiíin
þannig, áður en keppni hófst í gærkvöldi: KÍl Í38,5 stig,
ÍR 94,5 og Ármann 54 stig. J;
Helztu íirslit í gærkvöldi
urðu: Ásmundur Bjarnason
sigraði í 100 m hl. á 10,6 sek.
2. Hilmar Þorbjörnsson, Á.
10,8 og þriðji Guðm. Vil-
hjálmsson, ÍR, 10,9 í 110 m.
grhl. sigraði Ingi Þorsteins-
son á 15,6 sek. Þorsteinn Al-
freðsscn, Á, sigraði í kringlu
kasti 46,82 m. 2. Friðrik Guð
mundsson KR, 46,30. Torfi
Bryngeirsson stökk 3,70 m í
stangarstökki. Þórður B. Sig
urðsson kastaði sleggju 47,
92 m. og Guðmundur Lárus-
son hljóp 400 m. á 50.6 sek.
í þrístökki keppti Vilhj. Ein
' arsson, UÍA og stökk lengra
'en íslandsmetið 14,81 m., en
^ vindur var cf hagstæður. Veð
! ur var afar slæmt, er mótiö
'fór fram í kvöld, 3—4 vind
stig. Er því árangur í nokkr-
um greinum ólöglegur. Úr-
slit í mótinu úrðu þau, að
KR bar sigur úr býtum hlaut
226,5 stig, ÍR 138,5 og Ármann
75 stig.