Tíminn - 25.11.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1954, Blaðsíða 4
'4 TÍMINN, fimmtudaginn 25. nóvember 1954. 267. blað. Kautgripurœktarfclag Gnúpverja 50 ára: Hagnaður af kynbótum og bættrs hirðingu kúa í hreppnum er 800 þús. kr. á ári Veglegt afmælishúf félag'sins á smmud. Frá fréttaritara Tímans í Gnúpverjahreppi. Nautgriparæktarfélag Gnúpverjahrepps minntist 50 ára afmælis síns á sunnudaginn var með hófi í Ásaskóla. Sóttu hófið um 100 manns. Hófst það um hádegi og stóð til kl. 6,30. Kemu fram ýmsar harla athyglisverðar upplýsingar í ræðum manna í afmælishófi þessu. Héraðsþing Ungmenna- Á hófinu voru öll hjón í sveitinni nema frá þremur bæjum, sem ekkþmunu hafa átt heimangengt. Auk þess voru þar allmargir gestir og má nefna Þorstein Sigurðs- son, formann Búnaðarfélags íslands. Ólaf Stefánsson, naut griparæktarráðunaut, Dag Brynjólfsson, sem var fyrsti formaður þessa félags, stjórn Nautgriparæktarsambands Ár nessýslu, ráðunautana á Suð urlandsundirlendinu og fleiri. Páll Zóphóníasson, búnaðar- málastjóri, gat ekki komið því við að koma, en hann sendi félaginu ávarp, sem Ásólfur Pálsson í Ásólfsskála las upp, og var þar rakin að nokkru framfarasaga sveitarinnar síð ustu hlfa öldina. Jón Eiríksson núverandi for maður félagsins setti hófið og stjórnaði því. Rakti hann einnig í stórum dráttum sögu félagsins. Ólafur Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur, ræddi kynbæturnar nokkuð í ræðu og minntist nokkuð á einstök naut, sem mikil áhrif hafa haft til bóta á stofninn síðan kynbótastarfið hófst. Talaði hann einkum um þrjú naut, sem haft hafa mikil áhrif. Þessi naut eru Brandur frá Húsatóftum, á árunum 1940—1950. Fullmjólka kýr undan honum hafa meðalnyt 3327 kg. með fitu 3,68% og Kirkjuráð kom saman til fundar í Reykjavik dagana 1.—5. nóvember síðastliðinn undir forsæti biskups, en í því eiga sæti auk hans, séra Jón Þorvarðsson og séra Þor- grímur Sigurðsson kjörnir af prestum landsins og Gissur Bergsteinsson hæstaréttar- dómari og Gísli Sveinsson fyrrverandi sendiherra kjörn ir af héraðsfundum, og er Gísli varaformaður ráðsins. Ráðið ræddi að þessu sinni mörg mál varðandi kirkju og kristnihald. Má þar nefn-a meðal annars: 1. Ráðið mælti með því, að ráðinn verði prestur til að gegna þjónustu í forföllum sóknarpresta og þar, sem brauð eru prestslaus um stundarsakir. 2. Ráðið tjáði sig hlynnt þvi, að fenginn verði prestur til að annast sálgæzlustörf í Reykjavík í samvinnu við lækna, einkum meðal sjúkra manna, gamal- menna, fanga og og þeirra annarra, er þarfnast hug- arstyrkingar og hollra ráða. 3. Rætt var um nauðsyn á auknu samræmi varðandi helgisiði og framkvæmd helgiathafna í kirkjum landsins. 4. Ráðið taldi óviðunandi, að 12242 fitueiningar. Þá er Tuddi albróðir Mána frá Kluftum, sem var kunnugt naut á sínum tíma. Áhrifa hans gætir frá 1943. Full- mjólka kýr undan honum mjólka 3263 kg. á ári að meðal tali með 3,90% fitu og 12737 fitueiningar. Hinn þriðji var Hrafnkell, sonur Mána, sem kemur til 1947. Undan honum eru nú til 76 fullmjólkandi kýr með 3248 kg. meðalnyt á ári og 4,05% fitu og 13142 fitu einingar. Meðalnytin aukizt um 50%. Þá talaði Hjalti Gestsson, ráðunautur, og kom það m. a. fram í ræðu hans, að meðal- nyt árskýrinnar á félagssvæði þessu væri nú 3300 kg. og væri það um 50% aukning síðan um aldamótin síðustu eða á þeim tíma, sem kynbótastarf ið næði til. Árið 1953 voru rúmlega 450 árskýr í Gnúpverja- lireppi og var nyt þeirra sam anlögð 1,5 millj. lítra og verð mæti hennar 3,6 millj. kr. Ef meðalnyt þessara kúa væri hin sama og um aldamótin, mundi mjólkin úr þeim ekki vdl’a nema um 1 millj. lítra, eða 2,4 millj. kr. að verð- mæti. Nú eyðist ekki eira af heyi tl fóðurs kúnum en um alda mótin, en hver kýr fær að prestar og aðrir guðfræð- ingar hefðu ekki að lögum fullkomin kennsluréttindi í kristnum fræðum í barna og unglingaskólum* lands- ins. Bæri að því að stefna, að guðfræðilærðir menn hefðu þessa kennslu með höndum í skólum, þar sem því yrði við komið. 5. Varðandi lög u*n leigunám prestssetursjarða, sam- þykkti kirkjuráðið svohljóð andi: Kirkjuráðið ítrekar sam þykkt sína á fundi 23. febr. 1952 um þetta mál og fel- ur biskupi að vinna að því við kirkjumálaráðherra og Alþingi, að lögum þessum verði breytt á þá lund, að því aðeins sé heimilað að skipta prestssetursjörðum eða skerða að fyrir liggi: a) Meðmæli nýbýlastjórn- ar. b) Meðmæli hlutaðeigandi prests, sóknarnefndar og prófasts. c) Samþykki skipulags- nefndar prestssetra. d) Samþykki biskups. 6. Biskup las skýrslu Skál- holtsnefndar og áætlanir um framkvæmdir í Skál- holti. Urðu um hana nokkr ar umræður, en engar á- lyktanir gerðar. meðaltali 400 kg. af kjarn- fóðri á ári, en ekkert fyrir 50 árum. Þetta kjarnfóður mun kosta um 400 þús. kr., og er hagnaðurinn af mjólk uraukningunni því 800 þús. kr. á ári, og má telja það beinan árangur af kynbót- um og bættri fóðrun og hirð ingu. Málfundir og messur Einnig tóku til máls Þor- steinn Sigurðsson, Vatns- leysu, Gísli Jónsson á Stóru- Reykjum, Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum og Dagur Brynjólfsson, sem minntist ýmissa merkisbænda í Gnúp verjahreppi á fyrstu árum fé lagsins. Minntist hann þess sérstaklega, hve menningar- starf séra Valdimars Briem hefði verið heilladrjúgt. Mess að hefði verið flesta sunnu- daga og ætíð vel sótt kirkja. Á eftir hefði oftast verið efnt til málfunda og ýmis nauð- synjamál rædd. Einnig tóku til máls Ólafur Gestsson, Efri-Brúnastöðum, Guðjón Ölafsson, Stóra-Hofi, Guðjón A. Sigurðsson, Gufu- dal, Bjarni Kolbeinsson, Stóru Mástungu og Steinþór Gests- son, Hæli. Einnig var mikið sungið, og fór afmælishófið hið bezta fram. G.Ó. Aðalfundur liins ís- lenzka biblíufélags Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags var haldinn í dómkirkj unni miðvikudaginn 17. nóvember 1954 kl. 8,30 e.h. Fundurinn hófst meö því, að sunginn var sálmur nr. 425 og forseti félagsins, dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup, las Jes. 55, 8.—11. og bað bænar. Því næst setti hann fundinn. Minntist hann fyrst fyrrverandi forseta fé- lagsins, dr. Sigurgeirs Sigurðs sonar, og gat helztu atriöa úr sögu félagsins i forsetatíð hans. Þá minntist hann Hálf dánar prófasts Helgasonar. Vottuðu fundarmenn minn ingu þessara manna virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Þá gerði forseti grein fyrir störfum félagsins. Gat hann þess, að ungfrú Ingibjörg Ól- afsson hefði verið kjörin til þess að vera fulltrúi Hins ís lenzka Biblíufélags á afmælis hátíð Hins brezka og erlenda Biblíufélags á s. 1. sumri. Las hann ýtarlega skýrslu frá henni um afmælishátíðina (skýrslan er prentuð í 8.—9. hefti Kirkjuritsins þessa árs). Reikningar félagsins voru lesnir upp. Gjaldkeri, dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, gat þess, að með vaxandi fé- lagatölu væru erfiðleikar mikl ir á innheimtu, enda næðust ekki árgjöld inn. Taldi hann nauðsynlegt, að félagið ráði framkvæmdastjóra. Sr. Sigur björn Á. Gíslason tók í sama streng. — Reikningarnir voru samþykktir. — Þá las biskup upp reikning yfir bókasö^u Biblíufélagsins fyrir árið 1953. — Sr. Óskar J. Þorláksson gerði fyrirspurn varðandi bibláudaginn og mæltist til (Framhald á 6. síðu). sambands Frá fréttaritara Tímans í Svarfaðardal. 34. héraðsþing UMSE var haldið að féiagsheimilinu Sólgarði í Eyjafirði dagana 13. og 14. nóvernber síðast- liöinn. Formaður sambandsins Valdemar Óskarsson, Dalvík setti mótið kl. 14,30 fyrri dag- inn, eftir að sungið hafði ver ið „Eg vil elska mitt land“. í setningarræðu sinni minnti hann þingfulltrúa á að nauð synlegt væri hverjum manni, og ekki hvað sízt þeirri æsku, sem ætti að eríu landið, að gera sér fulla grein fyrir sjálfstæðis- og þjöðernisskyld um þeim, sem hver þegn ætti að gæta. Benti lymn á. að íslenzk tunga væri eitt aðalfjöregg þjóðarinnar og ætti það því að vera helgasta skylda hvers íslendings að gæta hennar sem bezt. Sagði hann að þetta hefði verið mál ung- mennafélaganna allt frá upp hafi og hvatti til að hvika ekki frá því stefnuskrármáli. Þá ræddi hann um ræktun landsins og sagði að auðlegð landsins væri enn óþrjótandi sem betur færi, en að íslenzk ir móar, mýrar, sandar og melar biðu aðeins starfsfúsra handa til að breyta auðn í arö’oerandi land. Taldi hann alla ræktun miða til menn- ingar cg þroska og stuðla að hinni miklu rækt, mannrækt inni, og óskaði þess að með- limir ungmennafélaganna vildu með tilstyrk kristinnar trúar standa þar fremstir í fjdkingarbrjósti. Hvatti hann einnig til sam stöðu í landhelgismálum þjóðarinnar, þar sem afkomu skilyrði íslendinga byggðust svo mjög á auðlegð hafsins. Þingið sat 41 fulltrúi frá 14 sambandsfélögum. Þing- forseti var kjörinn Helgi Símonarson, bóndi á Þverá í Svarfaðardal og varaforseti Jón Stefánsson, Dalvík. Þing ritarar voru lcjörnir Eggert Óttar Ketilsson, Eggert Jóns- son og Sveinn Jónsson. Samkvæmt skýrslu stjórn- arinnar voru í ársbyrjun 17 ungmenna- og íþróttafelög í sambandinu með samtals 650 reglulega félaga og auk þess töldu þessi félög 191 auka- félaga þannig að innan vé- banda sambandsins voru í ársbyrjun alls 841 meðlimur. Á árinu gekk eitt félag í sam bandið, og samanstendur það nú af 18 félögum. Starfsemi sambandsins á árinu var mjög á vegum í- þróttamála. Kristján Jóhanns Eyjafjarðar son, hlaupari og iþróttákenn ari var ráðinn i ársbyrjun hjá sambandinu sem árs- maður. En síðast í maímán- uði lenti hann í umferða- slysi, sem olli honum alvar- legra meiösla þannig að hann varð að dveljast á sjúkrahúsi u® lengri tíma og er enn ekki séð, hvort haim fær til fulls bót þeirra meiðsla. Björn Daníelsson, íþrótta- kennari starfaði hjá samband inu í tvo mánuði á sl. vetri og yfir sumarmánúðina var Ilöskuldur Goði • Karlsson, í- þróttakennari ráðinn hjá sambandinu. Námskeið inrianhúss voru haldin á sl. vetri hjá sjö ung mennafélögum og nutu skól- arnir þessarar kennslú yíir-; leitt líka. Á þessum námskeið um voru kenndir fimleikar, þjóðdansar, glíma, blak og bolltaleikir og auk þess var kennt á skíðum. Yfir sumarið voru frjáls- íþróttir allmjög æfðar og voru ýmiss íþróttamót hald- in á vegum sambandsins á þessu starfsári og einnig fór fram keppni milli UMSE og ungmennasambands Skaga- fjarðar í knattspyrnu og nokkrum greinum frjáls- íþrótta. Þingið tók til meðferðar all mörg mál eins og- venjulega og lagði að nokkru grundvöll að starfsemi sinni næsta starfsár með samþykktum sínum. Og er gert ráð fyrir svipuðu starfi hjá samband- inu á næsta ári eins og ver- ið hefir, þó allmiklu meira, þar sem UMSE hefir ákveðið aö taka að sér undirbúning að Landsmóti UMFÍ, sem halda á hér á Akureyri á n. k. sumri, er þarna um nýtt cg all mikið verkefni að ræða, sem sambandið vill hvetja alla ungmennafélaga og aðrá héraðsbúa til sam- stöðu um svo að mót þetta geti orðið til sóma. Nýmæli eitt kom fram á þinginu og var það um frek- ari kynni milli fólks, sem býr í dreyfbýlinu og jafnvel rætt um verkaskiptingu þess milli sveita og eða héraða. Þing þetta var í alla staði hið ánægjulegasta og var að- búnaður allur hinn bezti að hinu nýja félagsheimili Saur bæinga og lauk því með sam eiginlegri kaffidrykkju, sem gerð var af ungmennafélög- unum í hreppnum, þar voru. ræður fluttar og að lokum var þingfulltrúUm bóðíð á samkomu, sem haidin var' í félagsheimilinu um kvöldið. FZ. WSSSSS#5í5S«53«5S55»5a55S®5«!S55SSSS«5SS5W»S5*55«SSS3SS«5«5«»SSSS3«a Tilkynning Þeir áskrifendur TÍMANS, sem eiga ógreidd blað- gjöld 38. árg. 1954, vinsamlegast gerið það fyrir 10. desember næstkomandi. Innliciiiitaii Nokkrar ályktanir frá fundi kirkjuráðs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.