Tíminn - 04.02.1955, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1955, Blaðsíða 5
<?8. blaff. TÍMINN, föstodaginn 4. febrúar 1S55. II. ] Föstud. 4. febr. Byggingasjóður kauptúna Meðal merkustu mála, sem nij liggja fyrir Alþingi, er án efa frumvarp þeirra Gísla Guðmundssonar, Halldórs Ás- grímssonax og Eiríks Þorsteins sonar um byggingasjóð kaup- tána. Samkvæmt frv. þessu skal stofna sjóð, er veitir lán til íbúðarhúsa í kauptúnum, sem hafa færri en 1000 íbúa. Bend ir fengin reynsla til þess, að þessi kauptún hafi hingað til orðið útundan í sambandi við opinbera aðstoð til bygginga, €n byggingáþörfin í mörgum þeirra þó mikil. Bæði þetta og fleira gerir það eðlilegt, að byggingamál þeirra verði leyst með sérstökum lögum, líkt og byggingamál sveitanna. Samkvæmt frumvarpinu skal ríkissjóður lána sjóðnum 10 millj. kr., og leggja síðan til hans 400 þús. árlega. Þá geta sveitarfélög ákveðið að leggja 5% af álögðum útsvör- um í sjóðinn og leggur rikis- sjóður.þá fram jafnmikla upp hæð á móti. Gæti sjóðurinn þannig fengið verulegt fé. í greinargerð frv. segir m. a. á þessa leið: „íbúar þeirra kauptúna eða þorpa, sem frv. þetta tekur til, voru alls 18—19 þús. (18632) samkvæmt manntali 1953. Starfsemi byggingarsjóðs verkamanna hefir hingað til komið kauptúnunum að litlu gagni, og hætt við, að svo verði fyrst um sinn. Sama er að segja um fé það, er veitt hefir verið bæjar- og sveitar félögum til ibúðabygginga. Fé þetta hefir að mestu lent i kaupstöðunum, þar sem fjöl mennið er mest. Það er og kunnugt, að af veðdeild Lands bankans hafa fámenn kaup- tún lítils góðs notið, enda hef ir hún lengi verið févana. Starfsemi lánadeildar smáí- búðarhúsa, er stofnuð var meö lögum 1952, hefir hins vegar hjálpað mörgum kauptúnafjöl skyldum til að koma sér upp íbúðum undanfarin ár og markar að því leyti tímamót á, þessu sviði. Flutningsmenn telja samt heppilegast að setja á fót sér staka byggingarlánastofnun fyrir þorpin og freista þess að Bfla hana til sjálfstæðrar starfsemi, eftir því sem föng eru á. Ef vinna skal að því á komandi árum að viðhalda og efla jafnvægi í byggð lands- ins, verður ekki hjá því kom izt að gera sérstakar ráðstaf- anir til að auka byggð í þorp únum víðs vegar um land, en íbúatala margra þeirra stend ur nú í stað eða fer jafnvel hækkandi. Ef komið væri upp sérstakri byggingarlánastofn- un fyrir þorpin, sem miðuð væri við þeirra séraðstöðu og sérþarfir, væri þar með áreið anlega stigið stórt spor í jafn vægisátt. Ýmis rök eru til þess, að þjóðfélagið ætti að gefa hin- um fámennu kauptúnum eða þorpum meiri gaum en gert hefir verið til þessa. Flest þeirra eru í öndverðu mest- megnis byggð upp af vanefn Um af fátækum fjölskyldu- mönijum. Fólk, sem af ein- hverjúm ástæðum hverfur úr Bókmenntir — listif New York búar standa agndofa gegnt verkum Salvadors Dali „Krossfesting". Hinn óútreiknanlegi, spænski list málari Salvador Daii heíir þessa dagana margar ástæður til að brosa í sitt fræ^a skegg. Einmitt um þessar mundir kemur hann New York-búum á óvart, svo sem venja hans er, með s:'ningu á málverk- um sínum, annarri sýningu á skart gripateikningum hjá kunnu íyrir- tæki í þeirri grein, og loks með lít- illi bók, er hann hefir gefið út á- samt ijósmyndaranum Philippe Halsman, en bók þessi hefir að geyma Ijósmyndir af yíirskeggi Dalis í ýmsum steilingum, er mál- arinn setur i samband við breyt- ingar í menningarviðhorfum, mörg- um til mikillar hneykslunar. Þrátt fyrir það, að hiutir þeir, er hann gerir valda mörgum heila brotum og þenkingum og hneyksla aðra, hefir listabraut hans verið ein sigurför allt frá því, að verk hans komu fyrst íram á sjónar- sviðið á málverkasýningu í París árið 1929. Og vissúlega á Dali alla þessa frægð skilið, að minnsta kosti þegar tekið er tillit til þess, að hann er vafalaust heimsins mesti gal- gopi og ieikari síðan hinn frægi Barnum leið. Dali er beinlínis sjúk- sveitum, leggur oft leið sína til þorpanna í fyrsta áfanga, en margt af því hverfur þaðan aftur eftir stutta dvöl til hinna stóru kaupstaða, m. a. vegna þess, að viöunandj íbúð arhúsnæði skortir í þorpun- um. En þar með hefir það að fullu yfirgefið hérað sitt og æskustöðvar og á þá yfirleitt ekki afturkvæmt þangað. í sjávarþorpum eru þó víða mjög sæmileg afkomuskilyröi til sjós og lands og ekki óhugs andi, að þau skilyrði fari held ur batnandi, ef sá árangur verður af stækkun landhelg innar, sem margir hafa gert ur í lof og frægð, en hann er líka snillingur í að finna upp á þeim hlutum, er gera það að verkum að tekið er eftir honum. Menn minnast þess ennþá, er hann setti New Yorkborg á annan endann með útstillingu sinni í sýningar- glugga einnar stærstu verzlunar borgarinnar, en gripurinn, sem hann sýndi þar, var baðker af all Salvador Dali er fæddur á Spáni árið 1904. Hann nam mál- aralist við listaháskóla í Madrid og París, fluttist til Bandaríkjanna 1939 og hefir búið þar síðan. Auk málarastarfa sinna hefir Salvador teiknað leiksvið fyrir balletta og óperur, m. a. við Metropolitan- óperuna í New York. Hann hefir ritað f jórar bækur og nokkur kvik myndahandrit. Sem stendur er hann fyrirlesari í Safni nútíma- listar í New York. í málaralistinni cr Salvador surrealisti — teikning- ar hans eru sálrænar og oft tví- ræðar en að öðrum þræði fylgj- andi römmustu veruleikastefnu í an-la liinnar klassísku, spænsku (Zubiaurre, Zuloaga). málaralistar um aldamótin sér vonir um. Vonandi verður þess heldur ekki mjög langt að bíða, að þorpin velflest eða öll eigi kost nægrar raforku með viðunandi verði til heim ilisnota og atvinnurekstrar og bæti þannig afkomumögu- leika sína.“ Á framhaldsþinginu, sem kemur saman í dag, verða byggingarmálin eitt helzta viðfangsefnið. Mikilvægur þáttur í lausn þeirra er að tryggja hlut kauptúnanna, er hingað til -hafa orðið heldur útundan, og er vissulega bent á heppilega leið til þess í framangreindu frumvarpi. frumlegri gerð, cg fóðrað með loð- skinni til frekari þæginda. Og ósennilegt er, að nokkur þeirra, er viðstaddir voru opnun sýningar hans í Róm í fyrra, muni g'eyma ræðu hans til blaðamanna, er hann skýröi frá því, hvernig saf irar, rúbinsteinar og demantar heíðu komið af stað andlegri end- urfæðingu í honum og er hann síð an til frekari skýringar á atburði þessum lokaði sig niðri í tréstokki, er sérstakiega var útbúinn í þessu skyni, og stökk síðan upp úr kass- anum endurfæddur með íbenholts staf í hendi. Sumir umturnast af reiði og segja að þetta sé að gera gys að listinni og öllu því fegursta í heiminum, en jafnvel hið bitrasta háð megnar ekki að vinna bug á lífsgleði Dalis. Óttj og óvissa. Sjaldan hafa sýningarsalirnir verið jafn troðfullir aí fólki og þeg- ar Dali opnaði hina nýju sýningu sína, en meðal sýningargestanna ríkti óvissa og jafnvel ótti, enda hefir Dali aldrei gengiö lengra en með þessari sýningu. Meira að segja nöfn myndanna eru svo flókin, að í sumum tilfellum tekur nafnið jafnmikið rúm og myndin sjálf, og í nafngiftunum notar Dali gjarnan ný orð, sem fá hina lærðustu há- skólaprófessora til að standa agn- dofa. Stærsta verk sýningarinnar er eins og venjulega af Dali sjálf- um með sítt hár og barta en að öðru leyti nöktum. Horfir hann þar hugfanginn á mótíf í fögrum lit- um, sem ber við himinn. Titill myndarinnar er einn hinn auð- skildasti, og er hann á þessa leið: „Dali nakinn, horfir húgfanginn á fimm reglulega líkama, sem upp- leystir eru í blóðkorn, er skyndi- lega mynda „Ledu“ Leonardos, sem táknuð er með andliti Gala“. Til frekari skýringar má geta þess, að Gala er kona Dalis, og kemur hún oft mikið við sögu í myndum hans. Upplausn í atóm. Önnur mynd, sem mikla athygli vekur á sýningunni, er af klukku, en þetta tákn tímans gengur sem rauður þráður gegnum öll verk Dalis. Skýring þessarar myndar er einnig tiltölulega einföld: „Við- kvæmt úr springur í 888 hluta eftir að hafa gengið samfleytt í 20 ár.“ Að þesu sinni er það upplausn hlut anna í atóm, sem fengið hefir lista manninn, og hið fagra andlit Ma- donnu Rafaels hefir orðið fyrir barð inu á þessum hugdettum og gætir upplausnarinnar þar mjög. Sú mynd ber heitið „Madonna Rafa- els á hámarkshraða". Það er erfitt að lýsa málverkum Dalis, en auðvelt að gera þau hlægi leg með orðum, en þrátt fyrir það eru þau svo áhrifamikil, bera svo mikla birtu og hafa þá eggjandi töfra að fádæmi er. Keypti myndlna á 15 þús. dollara. Fyrir tveim yikum keypti auð- kýfingurinn Chester Dale eina af nýjustu myndum Dalis og gaf hana Metropolitansafninu á Manhattan til eignar. Dale segist hafa farið á sýningu Dalis ákvkeðinn í að kaupa ekkert af verkunum en hafi þegar orðinn snortinn, er hann sá mynd- ina „Krossfesting". „Ég get ekki skilið, hvað kom yfir mig, en hugur minn varð fanginn af myndinni og ég ákvað þegar að kaupa hana“. Sagt er, að Dale hafi greitt 15 þús- und dollara fyrir myndina. Upprunalega skýrði Dali þessa mynd sína „Corpus hipercubus", en stjórn safnsins ákvað að breyta nafninu í „Krossfesting“ til að- al- menningi veittist auðveldara að skilja nafnið. Áhrifamikil sýning. Önnur sýning Dalis að þessu sinni, gimsteinasýningin, éc öllu minni en málverkasýningin en þvi áhrifameiri. Dali liefir teiknað þrjá heljarmikla gimsteina og látið sér- fræðinga vinna eftir teikningunum með óhemju tilkostnaði, til þess að sýna fram á það, hvers amerískir handiðnaðarmenn eru enn megn- ugir. Da’i hefir um nokkurra ára skeið fengizt við að teikna slíka listmuni, og hefir Catherwood-stofn unin í Pennsylvaníu keypt stórt safn slíkra muna eftir hann, en stofnun þe.ssi hefir það að mark- miði að styrkja háskóla og lista- söfn og kynna ameríska list út v m heim án endurgjalds, en stofnunin er rekin af nokkrum amerískum auðkýfingum. Vegna þess, að þessir þrír list- munir, sem í þetta sk;p:i eru sýnd ir, eru aðeins byrjun á heilum flokki slíkra gripa, sem Dali hefir ákveðið að teikna, hefir ekki feng- izt leyíi til að birta myndir af þeim í blöðum. Gripir þessir eru ckki ætlaðir til að bera, vegna þess, lrve stórir þeir eru, he’dur einungis sem skrautgripir. Fegurð grinanna verð ur ekki með orðum l;'st, og ómögu- legt er að segja um, hver þeirra er fallegastur. Þeir heita „Svanavatn- ið“, með baller.'nu úr {ulli og tveim svönum, „Ljós Krists", 20 sentí- metra hár gullkross með 600 dem öntum og „Lífsins blóm“, sem flestir hrífast mest af, en það er túlípani með gullblöðum skreyttum demönt um, og innan í honum er komið fyrir úrverki, er gerir það að verk- um, að hann getur opnað sig og lokað sér á sama há.t og lifandi blóm. Bókin um skeggið. Eftir að haía athugað þessa rag- urlega gerðu listmuni, bregður mönnum ef til vill nokkuð í brún, er þeir líta í myndabókina „Yfir- skegg Daiis“. Bók þessari er þannig háttað, að önnur hver síða er auð, utan þess, að þar er spurning tii Dalis, sem hann svo svarar með myndinni á næstu síðu með hjáip yfirsker gsins. í svörunum kennir margra grasa en eitt hið allra skemmtilegasta er bó svarið við síð- ustu spurningunni, sem hljcðar á þessa leið: ,,En segið mér, eruð þér i rauninni með öllum mjal'a?“ Og svarið á hinni síðunni sýnir Dali brosandi sínu sjáfsánægju- brosi, en undir myndinni stendur: „Ég er að minnsta kosti með meiri mjalla en þér, sem evdduð hálfum öðrum dollara til að kaupa þessa bók“. Sjálfsmynd Balis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.